Vísir - 25.01.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 25.01.1980, Blaðsíða 5
5 sjónvarp Sunnudagur 27. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja Kristján borgeirsson, sóknarnefndarformaður Mosfellssóknar, flytur hug- vekjuna. 16.10 Húsið á sléttunni 17.00 Framvinda þekkingar- innar Sjöundi þáttur. Lýst er upphafi alþjóðlegrar verslunar, er Hollendingar tóku að venja fólk á ýmsar munaðarvörur úr fjarlæg- um heimshornum og urðu vellauðugir af. Einnig er minnst á upphaf efna- iðnaðar, framleiðslu litar- efna, tilbúins áburðar, plast- efna, gass til málmsuöu og ljósa, sprengiefnis, nælons o.fl. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 18.00 Stundin okkar 18.50 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 islenskt mál 1 þessum þætti verða skýrö mynd- hverf orðtök, sem m.a. eiga upptök sin á verkstæði skó- smiðsins. Textahöfundur og þulur Helgi J. Halldórsson. Myndstjórnandi Guöbjartur Gunnarsson. 20.45 Þjdðlif Þessi nýi þáttur verður á dagskrá mánaðar- lega um sinn, siöasta sunnu- dag i hverjum mánuði. Um- sjónarmaður er Sigriín Stefánsdóttir fréttamaður en stjórnandi upptöku Valdimar Leifsson. 21.40 Ekkert öryggi s/h (Safety Last) banuarísk gamanmynd frá árinu 1923, gerð af einum kunnasta gamanleikara þöglu mynd- anna, Harold Lloyd. I þess- ari mynd er hið fræga atriði þar sem Harold Lloydhang- ir i' klukkuvisi. A undan myndinni eru sýndir kaflar úr annarri Lloyd-mynd, Heitu vatni. Þýðandi Björn Baldursson. 22.55 Dagskrárlok Mánudagur 28. janúar 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 MUmln-álfarnir 20.40 tþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 21.15 Róbert Ellasson kemur heim frá útlöndum s/h Sjónvarpsleikrit eftir Davið Oddsson. Leikstjóri Haukur J. Gunnarsson. Meðal leikenda Pétur Einarsson, Anna Kristin Arngrimsdótt- ir, Sigurður Karlsson, Þorsteinn Gunnarsson, Björg Jónsdóttir og Baldvin Halldórsson. Stjórn upptöku Andrés Indriöason. Frum- sýnt 4. desember 1977. 22.05 Suðrið sæla. Þriðji og siöasti þáttur. Dixieland Víða I Suðurrlkjunum er borgarastyrjöldin enn viö lýði í hugum fólks, og grunnt er á kynþáttahatri. Meöal annarra er rætt við Walace, rikisstjóra og Stór- dreka Ku Klux Klan. Þýö- andi og þulur Jón O. Ed- wald. 23.05 Dagskrárlok. Úr myndinni „Ekkert öryggi” og vist er um það að eitthvaö eru þeir óöruggir meö sig féiagarnir á þessari mynd. SJónvarp sunnudagskvöld kl. 21.40: Sveiiastrðkurlnn sem verður irægur „Myndin fjallar um strák úr sveit sem kemur til stór- borgarinnar I leit aö frægö og frama’’^ sagöi Björn Baldurs- son þýðandi myndarinnar „Ekkert öryggi sem sýnd Sjónvarp á mánudag: KYNþATTAHATUR HAGSMÁL Þriðji og slðasti þáttur sænska sjónvarpsins um Bandarikin verður I sjónvarp- inu á mánudagskvöldið. t þessum þætti er fjallaö um Suöurrikin og rætt við ýmsa menn uin hina öru hagþróun, sem verið hefur þar, svert- ingjavandamálin og fleira. „Þaö sem mér finnst einna merkilegast I þessum þætti er hve gott samband viröist vera milli rikisstjórans I Alabama Wallace og eins af svörtu borgarstjórunum, sem rætt er við” sagði Jón O. Edwald þýð- andi þáttanna i samtali viö VIsi. Yfirleitt sagði Jón, að fram kæmi að mikil breyting hefði átt sér staö i Suöurrikjunum. Til dæmis sagði þessi svarti borgarstjóri, Ford, aö það aö hann væri giftur hvitri konu, heföi komið I veg fyrir kosn- ingu slna fyrir 10-15 árum. En þótt kynþáttahatrið sé þannig minna en áður var, telja sjónvarpsmennirnir jafnréttiö þó eiga langt I land og eins eiga konurnar ekki enn við sama hlut að búa og karl- ar. Sænsku sjónvarpsmennirnir reyna aö komast að þvi hvort þaö eigi viö rök að styðjast, sem sagt hefur veriö um hag- þróun Suöurrlkjanna, sem kallað er „The New South”. Auk framámanna I stjórn- málum Suðurrlkjanna er rætt við stórdreka Ku-Klux-Klan hreyfingarinnar og fleiri. — SJ verður á suunudagskvöld I sjónvarpinu. Björn sagöi að strákurinn væri trúlofaöur heima I sveit- inni stulku og hann sendir sinni heittelskuðu alltaf annaö slagið bréf þar sem hann lýsir frama slnum I stórborginni, sem er þó mun minni en hann segir frá. Hún tekur sig slðan til og kemur til borgarinnar honum aö óvörum en hann heldur þessum leik áfram að léíka alltáf meiri mann en hann er I raun og veru. Hann dettur þó I lukkupottinn þegar fyrirtækið sem hann vinnur hjá býður honum stór peningaverölaun ef hann vill draga viöskiptavinina aö sér með dálítið óvenjulegum hætti.. Aöalleikarinn I þessari þöglu mynd frá árinu 1923 ér Harold Loyd og er hann talinn einn af fjórum mestu meistur- um þöglu myndanna. Hann hélt þó leik sinum áfram fram yfir seinni heimstyrjöld og hlaut loks óskarinn 1952 fyrir gamanleik og aö vera „góöur borgari” eins og þeir kalla þaö I Amerlkunni. —HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.