Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 1
2001  MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BLAKIÐ Á UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA Á ÍSLANDI / B4 Þeir félagar leika á Peralada-velli,sem er norður af Barcelona á Spáni. Völlurinn er par 71, frekar langur og „talsvert þröngur þannig að það er betra að vera á braut,“ eins og Björgvin orðaði það í gær, en sjálfur hitti hann fjórar brautir af þrettán, var 14 sinnum inni á flöt á réttum höggafjölda og notaði 33 pútt. „Ég sló alls ekki nægilega vel í dag, en þetta var samt allt í lagi og ég sé að ég á að geta gert miklu betur. Mið- að við að ég sló ekki vel og notaði 33 pútt, þar sem ekkert datt hjá mér, þá er þetta allt í lagi. Ég átti að vera eitthvað undir pari í dag en þetta er allt í lagi svona í fyrsta hring,“ sagði Björgvin. Hann sagði að Birgir Leifur hefði leikið vel framan af en síðan hefði komið eitthvert bakslag hjá honum en hann hefði samt náð að spila á tveimur höggum undir pari. Annað stigið í úrtökumótinu er leikið á þremur völlum og þar leika alls 230 kylfingar og 30 komast áfram á þriðja og síðasta mótið sem verður í næstu viku. Birgir Leifur er sem stendur í 15.-27. sæti og Björgvin í 41.-51. sæti. „Ég ætla mér áfram, það passar svo fínt að fara héðan til Barcelona og horfa á Hauka leika þar í Evrópukeppninni í handbolta og halda síðan til Malaga þar sem loka- mótið verður,“ sagði Björgvin í gær. Birgir Leifur tvo undir og Björgvin á pari á Spáni BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, og Björgvin Sig- urbergsson úr Keili byrjuðu báðir ágætlega á öðru úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina, en mótið hófst í gær. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari, Björgvin var á parinu. STEFÁN Gíslason, leikmaður ungmennalands- liðsins í knattspyrnu, sem leikur með norska liðinu Strömsgodset, er kominn til Austurríkis en austurríska úrvalsdeildarliðið Grazer AK bauð honum að koma út til reynslu. Grazer AK er í þriðja sæti deildarinnar eftir sautján um- ferðir en þetta er sama félag og gerði tilboð í Rúnar Kristinsson þegar hann lék með Lille- ström í Noregi. Stefán gekk til liðs við Strömsgodset árið 1999 og á eitt ár eftir af samningi sínum við lið- ið, sem féll úr úrvalsdeildinni á dögunum en með því leikur einnig Veigar Páll Gunnarsson. Stefán segir í samtali við norska blaðið Dramm- ens Tidende að framtíð sín sé óráðin en hann lék 23 af 26 leikjum Strömsgodset á leiktíðinni og skoraði eitt mark. Stefán æfir með Grazer GUNNAR Þór Gíslason, stjórn- arformaður Stoke City, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki ætla að tjá sig op- inberlega um gagnrýni þá sem höfð var eftir Guðjóni Þórð- arsyni, knattspyrnustjóra fé- lagsins, og birtist í viðtali við hann í dagblaðinu Sentinel og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar beinir Guðjón spjót- um sínum að stjórn félagsins, telur hana m.a. sínka á fé, standa í vegi fyrir að hann geti styrkt lið sitt vegna áframhald- andi keppni um sæti í 2. deild ensku knattspyrnunnar. Þess vegna hafi Pétur Marteinsson m.a. gengið félaginu úr greip- um. „Ég hef ákveðið að tjá mig ekkert um málið,“ sagði Gunn- ar Þór, en bætti því við að hann væri ekki viss um að al- gjörlega rétt væri eftir Guðjóni haft í Sentinel. Gunnar Þór tjáir sig ekki um gagnrýni Guðjóns Það er skemmst frá því að segjaað Íslendingurinn fékk 57% at- kvæða en stórstjarnan frá Man- chester United, Ole Gunnar Sol- skjær, fékk til að mynda aðeins 14% atkvæða. Torgeir Bjarmann fyrir- liði Lilleström, varð annar í kjörinu með 16% atkvæða á bak við sig. Árni Gautur segir við VG að hann hafi ekki leikið nógu vel í vorleikj- unum með Rosenborg. „Ég var ekki nógu stöðugur í fyrstu leikjunum en í haustleikjunum hefur verið góður stígandi í leikjunum. Inn á milli hafa komið leikir þar sem illa hefur gengið,“ segir Árni Gautur og er þá 6:0 tap Íslands gegn Dönum á Park- en honum efst í huga. Í einkunnagjöf VG fyrir Meist- aradeild Evrópu er Árni Gautur með 7,3 að meðaltali í sex leikjum og þykir einkunnin vera mjög há á norskan mælikvarða. Leikmaður ársins í norsku knattspyrnunni, Er- ik Hoftun (Rosenborg), fékk 5,96 að meðaltali í þeim 26 leikjum sem hann lék. Að mati VG lék Árni best gegn Porto í Portúgal þar sem Ros- enborg átti í vök að verjast í fyrri hálfleik en í þeim leik áttu fram- herjar Porto 12 skot að marki í fyrri hálfleik sem flokkast undir mjög góð marktækifæri en aðeins einu sinni mátti íslenski landsliðsmark- vörðuinn hirða knöttinn úr netinu. Samkvæmt fréttum norskra fjöl- miðla hefur ekkert lið gert Rosen- borg formlegt kauptilboð í Árna Gaut en allar líkur benda til þess að Árni Gautur verði seldur frá félag- inu ef gott tilboð komi frá réttu fé- lagi. Í næstu viku mun Árni Gautur fara yfir stöðu mála með umboðs- manni sínum Erik Soliér, en Árni hefur ítrekað það að sér líði vel í Þrándheimi og hann ætli ekki að fara frá liðinu nema mjög gott tilboð komi frá stóru og þekktu félagsliði. Lesendur VG tóku íslenska landsliðsmarkvörðinn fram yfir Ole Gunnar Solskjær Árni Gautur Arason og Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, þakka hvor öðrum fyrir leikinn – er Rosenborg lék í Meistaradeild Evrópu í Tórínó á dögunum. Yfirburðir Árna Gauts ÁRNI Gautur Arason sigraði með miklum yfirburðum í kosningu á knattspyrnumanni októbermánaðar í dagblaðinu Verdens Gang, en niðurstöður kosningarinnar voru birtar í gær. Lesendur blaðsins gátu valið leikmenn úr norsku liðunum auk þeirra norsku leik- manna sem leika á erlendri grund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.