Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 B 3 FÓLK  DANIEL Passarella, fyrrverandi landsliðsþjálfari Argentínu – og fyr- irliði Argentínumanna er þeir urðu heimsmeistarar 1978 í Argentínu, var í gær ráðinn þjálfari ítalska liðs- ins Parma. Hann tekur við starfi Renzo Ulivieri, sem hætti í sl. viku. Um tíma leit allt út fyrir að Carlo Ancelotti tæki við stjórninni, en þeg- ar hann var ráðinn til AC Milan, var Passarella ráðinn.  ÞÝSKI miðherjinn Uwe Rosler, sem er í láni hjá WBA frá Southamp- ton, er tilbúinn að leika áfram með liðinu – skrifa undir tveggja ára samning. Rosler, sem er 32 ára, skor- aði sigurmark liðsins gegn Nott. For- est um sl. helgi, 1:0.  FRANSKI markvörðurinn Richard Dutruel, sem Bolton hefur verið að reyna að fá til sín, fær ekki grænt ljós hjá Barcelona til að yfirgefa liðið.  NORSKI markvörðurinn Thomas Myhre, sem hefur verið í herbúðum Everton, hefur rætt við forráðamenn tyrkneska liðsins Besiktas. Everton vill fá 500 þús. pund fyrir Myhre.  STOKE hefur fengið framherjann Allan Smart að láni frá enska 1. deildar liðinu Watford. Smart er 27 ára gamall og kemur til Stoke frá skoska úrvalsdeildarliðinu Hibernian en þar var hann í láni í þrjá mánuði.  MORTEN Olsen, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, er mjög óhress með þá ákvörðun FIFA að hann geti ekki fengið Thomas Helveg og Mart- in Laursen frá AC Milan í vináttu- landsleikinn við Hollendinga á laug- ardaginn. FIFA segir að Milan sé í fullum rétti að meina leikmönnum að spila enda hafi þeir tekið þátt í sjö vináttulandsleikjum á árinu.  PATRIK Andersson, varnarmaður Barcelona, sem varð Evrópumeistari með Bayern München, hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Svíþjóð – einnig besti varnarmaður- inn.  HENRIK Larsson, Celtic, var út- nefndur besti sóknarleikmaður Svía og Fredrik Ljungberg, Arsenal, besti miðvallarleikmaðurinn. Besti þjálfarinn var kjörinn Sören Cratz, Hammarby, og þá fékk Sven Göran Ericsson, landsliðsþjálfari Englands, séstaka viðurkenningu fyrir sitt framlag að knattspyrnunni.  FRANSKI landsliðsmaðurinn Emmanuel Petit, Chelsea, fer ekki með franska landsliðinu til Ástralíu þar sem hann er meiddur á ökkla.  THIERRY Henry, miðherji Arsen- al, fer líklega heldur ekki til Ástralíu. Hann mun fara í læknisskoðun í dag áður en franska landsliðið heldur til Ástralíu. Henry meiddist á ökkla í leik Arsenal og Charlton.  MICHAEL Bridges, sóknarleik- maður Leeds, sem hefur ekki leikið með liðinu frá því í september 2000, mun ekki leika með Leeds í vetur vegna hnémeiðsla. Hann er að fara í aðra hnéaðgerð – til læknis í Banda- ríkjunum, sem skar Alan Shearer og Ruud Van Nistelrooy upp með góð- um árangri.  SVO virðist vera að kaupæði sé runnið á Gordan Strachan, nýja knattspyrnustjórann hjá Southamp- ton. Hann hefur haft samband við Nottingham Forest og spurt hvort fyrirliði liðsins, Chris Bart-Williams, sé til sölu og þá er hann tibúinn að kaupa David Wetherall frá Brad- ford.  NANNE Bergstrand var í gær vik- ið úr starfi þjálfara sænska úrvals- deildarliðsins Helsingborg. Brott- reksturinn kemur í kjölfar ósigurs Helsingborg á móti Hermanni Hreið- arssyni og félögum hans í Ipswich í UEFA-keppninni í síðustu viku og eins voru forráðamenn liðsins allt annað en ánægðir við nýliðið tímabil í Svíþjóð þar sem Helginsborg hafnaði í fimmta sæti.  SÖREN Cretz mun taka við liði Helsingborg en hann gerði lið Hammarby að meisturum á dögun- um í fyrsta sinn í 107 ára sögu félags- ins. GUÐNI Bergsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Bolton eru komnir til Spánar, nánar til tekið til Marbeilla sem er á suðurströnd Spánar. Boltoekki að leika fyrr en 18. nóvember og því ákvað knatt- spyrnustjórinn, Sam Allardyce, að halda suður á bóginn með lærisveina sína. „Mér fannst upplagt að fara með liðið til Spánar. Ég vill gefa mönnum aðeins frí frá knattspyrnunni. Við tökum léttar æfingar en fyrst og fremst fá leikmenn að hvíla sig í nokkra daga eftir mikla törn og ég er viss um að einhverjir þeirra reyna fyrir sér á golfvellinum,“ sagði Alla- dyce en hans menn mæta Hermanni Hreiðarssyni og samherjum hans í Ipswich um aðra helgi. Gestirnir byrjuðu betur, gerðufyrstu þrjú mörkin og fyrsta mark heimamanna kom ekki fyrr en eftir rúmar sjö mín- útur. Fram tókst að jafna, 4:4, og komust síðan yfir í fyrsta sinn er 8 mínútur voru til leikhlés, 8:7. Þegar Fram hafði 11:8 yfir fannst Valdimari Grímssyni, þjálfara HK nóg komið og tók leikhlé en er þrjár mínútur voru eftir og staðan 12:9 misstu heimamenn tvo leikmenn útaf með nokkurra sekúndna millibili. Það tókst HK ekki að nýta sér, Valdimar rétti Sebastían Alexanderssyni bolt- ann er hann fór inn úr horninu og dæmd var ólögleg hindrun á sókn- armann HK í næstu sókn en Fram skoraði í millitíðinni og gestirnir misstu mann útaf fyrir mótmæli. Staðan 13:9 í leikhléi. Fyrsta mark síðari hálfleiks var heimamanna og staða þeirra orðin vænleg. En HK-menn gáfust ekki upp og hægt og bítandi minnkuðu þeir muninn og þegar tíu mínútur voru eftir náðu þeir að jafna 19:19 og skömmu síðar komust þeir yfir 21:20 eftir að hafa gert sjö mörk gegn tveimur á ellefu mínútna kafla. Valdimar komst síðan í gegn en Se- bastían varði vel og Fram jafnaði úr hraðaupphlaupi. Síðan var jafnt á öll- um tölum en Fram náði 23:22 og síð- an 24:23 en HK jafnaði í lokin. Leikurinn sem slíkur var ekki ýkja burðugur en þó sáust ágætir kaflar hjá einstaka leikmönnum. Bæði lið hafa þokkalega leikmenn í flestum stöðum í byrjunarliðinu en miðað við hvernig skipt var inn á hjá félögun- um í gær eru þau ekki með mjög sterka leikmenn á bekknum. Fram- arar notuðu svo til sama liðið í sókn- inni allt þar til tólf mínútur voru liðn- ar af síðari hálfleik og ljóst að þeir voru að missa niður góða forystu. Á þeim tíma þegar HK var að vinna upp forystu heimamanna í síð- ari hálfleik færði Valdimar sig fram fyrir vörnina og truflaði sóknarleik Fram en bæði lið höfðu leikið flata vörn. Skömmu síðar, eða þegar HK var komið yfir, brugðu Framarar loks á það ráð að setja mann til höf- uðs Jaliesky Garcia, sem virtist geta skorað þegar hann langaði til. Sóknarleikur Fram er mjög tilvilj- anakenndur og hver sókn stendur lengi án þess að mikið sé í raun að gerast. Vörnin var hins vegar lengst af sterk, sérstaklega í fyrri hálfleikn- um, og að baki henni var Sebastían í miklu stuði. Vörnin opnaðist þó nokkrum sinnum alveg upp á gátt. Róbert Gunnarsson var besti maður Fram og hljóta félagar hans að vera ánægðir með að hann er orðinn heill á ný. Björgvin Björgvinsson efldist í sókninni er á leið leikinn. Hjá HK var Garcia sterkur í sókn- inni og hún gekk í sjálfu sér ágæt- lega og mun betur en sóknartilburðir Fram. Kópavogsliðið var lengst af að vinna upp góða forystu Fram og mikil orka fór í það en þeim tókst ekki að halda rétt á spilunum eftir að þeir náðu forystu á ný og verða því að sætta sig við eitt stig. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vilhelm Gauti Bergsveinsson var fyrrverandi félögum sínum í Fram erfiður í gær. Guðlaugur Arn- arsson og Ingi Þór Guðmundsson reyna að stöðva hann. Ólafur Víðir Ólafsson er tilbúinn í frákastið. Þriðja jafnteflið ÞAÐ ætlar að ganga erfiðlega hjá Fram að vinna sinn fyrsta sigur á Íslandsmótinu. Í gær heimsótti HK Safamýrarliðið og niðurstaðan varð 24:24, þriðja jafntefli Fram í sjö leikjum og annað jafntefli Kópavogsliðsins. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Bolton í fríi á Spáni HEIÐMAR Felixson, vinstrihand- arskytta KA-manna í handknattleik, eikur ekki með sínum mönnum í bráð og væntanlega verður hann fjarri góðu gamni með íslenska landsliðinu þegar það tekur þátt í úrslitakeppni Evr- ópumótsins í Svíþjóð sem hefst í lok anúar. Heiðmar er meiddur í vinstri öxl. Sin er trosnuð eða rifin og líklega þarf hann að gangast undir uppskurð til að fá bót meina sinna. Verði það nið- urstaðan þarf Heiðmar að hvíla í allt að fjóra mánuði en þó svo að ekki þurfa að skera í öxlina er ljóst að hann verður frá handboltaiðkun næstu vikurnar. „Heiðmar var sprautaður í öxlina fyrir tíu dögum og læknarnir vildu bíða út þessa viku með að sjá hvort einhver bati hefði átt sér stað. Ef svo er ekki þarf hann að fara í uppskurð og mér sýnist allt stefna í það því hann er mjög slæmur. Það er auðvitað skelfilega slæmt að missa Heiðmar sem á gegna ykilhlutverki í sókn og vörn. Ég er að gæla við að fá hann aftur í slaginn eftir vo mánuði en ef allt fer á versta veg verður hann varla með okkur fyrr en í vor,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, í samtali við Morgunblaðið. Óheppnin hefur elt lærisveina Atla hvað meiðslin varðar. Heimir Árnason er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og lék sinn fyrsta leik á tímabilinu á móti Aftureldingu í gær en fyrirliðinn Sævar Árnason er enn á sjúkralist- anum eftir að hafa gengist undir að- gerð á öxlinni í sumar. Heiðmar fer líklega í uppskurð ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.