Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Fram – HK 24:24 Framhús, 1. deild karla, 7. umferð, þriðju- dagur 6. nóvember 2001. Gangur leiksins: 0:3, 1:4, 4:4, 6:7, 9:7, 11:8, 13:9, 14:9, 16:11, 18:14, 20:21, 23:22, 24:23, 24:24. Mörk Fram: Róbert Gunnarsson 9/1, Björgvin Þór Björgvinsson 6, Guðjón Finn- ur Drengsson 3, Hjálmar Vilhjálmsson 3, Lárus G. Jónsson 3. Varin skot: Sebastían Alexandersson 20/1 (þar af 7 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk HK: Jaliesky Garcia 9, Valdimar Grímsson 6/3, Alexander Arnarsson 4, Vil- helm G. Bergsveinsson 3, Elías Már Hall- dórsson 2. Varin skot: Arnar Freyr Reynisson 8 (þar af 3 til mótherja), Sigurður S. Sigurðsson 4. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Bjarni Viggósson og Valgeir E. Ómarsson. Ágætir. Áhorfendur: Um 230 KA – Afturelding 26:22 KA-heimilið, Akureyri: Gangur leiksins: 0:1, 2:4, 8:6, 12:9, 14:12, 18:14, 23:17, 24:20, 26:22. Mörk KA: Arnór Atlason 8/2, Jónatan Magnússon 7, Andreas Stelmokas 4, Jó- hann Gunnar Jóhannsson 4, Hreinn Hauksson 2, Halldór Sigfússon 1. Varin skot: Egidius Petkevicius 10 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 16 mínútur. Mörk Aftureldingar: Hjörtur Arnarsson 5, Magnús Már Þórðarson 5, Páll Þórólfsson 4/3, Bjarki Sigurðsson 2, Hilmar Stefáns- son 2, Daði Hafþórsson 1, Sverrir Björns- son 1, Valgarð Thoroddsen 1, Atli R. Stein- þórsson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 8/1 (þar af 3 til mótherja), Ólafur H. Gíslason 6 (1 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifs- son . Dæmdu sæmilega og spöruðu ekki brottrekstrana. Áhorfendur: Um 450. Staðan: Haukar 6 6 0 0 163:137 12 Valur 6 5 1 0 169:141 11 Þór 6 4 1 1 154:152 10 Grótta/KR 6 4 0 2 153:155 8 KA 7 3 1 3 176:166 7 Afturelding 7 3 1 3 161:161 7 HK 7 2 2 3 191:190 6 Selfoss 6 3 0 3 161:160 6 ÍR 6 3 0 3 132:142 6 FH 6 2 1 3 155:151 5 Stjarnan 6 2 0 4 147:155 4 ÍBV 6 2 0 4 159:176 4 Fram 7 0 3 4 161:174 3 Víkingur 6 0 0 6 130:162 0 KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík – KR 83:73 Grindavík, 1. deild kvenna, þriðjudagur 6. nóvember 2001. Gangur leiksins: 6:7, 13:15, 21:16, 30:22, 39:27, 44:33, 52:42, 64:42, 64:46, 69:55, 78:64, 83:73. Stig Grindavíkur: Sigríður Anna Ólafs- dóttir 25, Jessica Gaspar 21, Sólveig Gunn- laugsdóttir 16, Erna Rún Magnúsdóttir 6, Sandra Guðlaugsdóttir 6, Ólöf Helga Páls- dóttir 3, Petrúnella Skúladóttir 3, Jovana Lilja Stefánsdóttir 3. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 24, Helga Þorvaldsdóttir 22, Krístín B. Jónsdóttir 17, Gréta Grétarsdóttir 8, Georgia Kristjáns- dóttir 2. Dómarar: Jón Bender og Kristján Möller. Áhorfendur: Um það bil 90. Staðan: Grindavík 5 5 0 380:317 10 ÍS 3 2 1 230:174 4 Keflavík 4 2 2 286:279 4 KR 3 1 2 215:229 2 KFÍ 2 0 2 118:150 0 Njarðvík 3 0 3 156:236 0 1. deild karla: Ármann/Þróttur – Selfoss ................... 93:68 Bikarkeppni KKÍ: 1. umferð: Léttir – Keflavík b................................ 54:66 NBA-deildin Orlando – Seattle...............................119:123  Eftir tvíframlengdan leik. LA Clippers – Atlanta.........................109:86 KNATTSPYRNA England 2. deild: Reading – Wrexham ................................ 2:0 Blackpool – Stoke..................................... 2:2 3. deild: Hartlepool – Hull...................................... 4:0 Cheltenham – Bristol Rovers.................. 0:0 Shrewsbury – Darlington........................ 3:0 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan – ÍR ..........................20 Ásvellir: Haukar – Selfoss........................20 Víkin: Víkingur – FH ................................20 Í KVÖLD Heimastúlkur virðast ekki árenni-legar í þeim ham sem þær eru þessa dagana. Gestirnir áttu í raun aldrei möguleika þótt þeir hafi verið inni í leiknum í fyrsta leikhluta. Þær grindvísku náðu snemma 10 stiga forystu í öðr- um leikhluta og eftir 12 stig í röð í stöðunni 52:42 í þeim þriðja var leik- urinn nánast búinn, 64:42 . Gestirnir gáfust þó aldrei upp og bitu hressi- lega frá sér í síðasta leikhluta en það var einfaldlega of seint. Í liði KR áttu þær Hildur Sigurð- ardóttir og Helga Þorvaldsdóttir báðar stórleik og var erfitt að hemja þær. Hjá heimastúlkum átti Sigríður Anna Ólafsdóttir bestan leik í annars mjög góðu liði Grindavíkur. Þjálfari Grindavíkurstúlkna, Unn- dór Sigurðsson var að vonum kátur í lok leiks og sagði: „Við tökum einn leik í einu og förum í alla leiki til að vinna. Við uppskerum síðar. KR-lið- ið er veikara en undanfarin ár en verður sterkara þegar líður á vet- urinn. Það sem við þurfum að laga kemur hægt og bítandi þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið.“ GRINDAVÍKURSTÚLKUR halda fast í toppsætið í 1. deild kvenna í körfuknattleik og eru enn ósigraðar eftir að hafa lagt KR 83:73 á heimavelli í gærkvöld. Garðar Vignisson skrifar Grindavík á sigurbraut Ekki byrjuðu heimamenn vel þvíReynir Þór Reynisson varði vítakast í fyrstu sókn KA og réðu gestirnir ferðinni fyrstu tíu mínútur leiksins. Þeir kom- ust í 2-4 og 4-5 og áttu heimamenn í vandræðum með Magnús Má Þórð- arson á línunni. Arnór var í miklu stuði hjá KA og byrjaði með látum. Einnig var Stelmokas sterkur á lín- unni en þessir tveir skoruðu sjö fyrstu mörk KA í leiknum. Um leið og aðrir leikmenn tóku við sér hrökk liðið í gang og náði yfirhönd- inni. Vörnin small saman og áttu leikmenn Aftureldingar fá svör eft- ir að Magnús Már var gerður óvirkur. Um miðjan hálfleikinn náði KA tveggja marka forystu sem þeir létu ekki ef hendi fram að hléi. Staðan var 14-12 í hálfleik og kom helmingur markanna af línu eða úr hornunum. KA byrjaði seinni hálfleik manni færri og nýttu gestirnir sér það með því að minnka muninn í eitt mark. Lengra komust þeir ekki og aftur skildi leiðir. Þrátt fyrir að missa mann út af reglulega juku heimamenn foryst- una jafnt og þétt og er tíu mínútur lifðu af leiknum var staðan 24-18 KA í vil. Jónatan Magnússon var gríðarlega mikilvægur á þessum kafla því hann skoraði fjórum sinn- um í fyrstu sókn KA-manna manni færri. Auk þess lék hann frábæra vörn og dreif félaga sína áfram. Leikmenn Aftureldingar spiluðu hreinlega illa þessar tuttugu mín- útur. Mikið var um tæknileg mis- tök og skotin geiguðu mörg hver. Þeir tóku sig þó á í restina og minnkuðu muninn en heimamenn gátu leyft sér að tapa boltanum margoft án þess að sigurinn væri í hættu. KA-liðið lék virkilega vel en varnarleikurinn lagði grunninn að sigri þeirra. Þrátt fyrir að markvarslan hafi ekki verið neitt sérstök tókst Aft- ureldingu aðeins að skora sex mörk af síðusu fimmtán mörkum sínum gegn fullmannaðri KA-vörninni. Stelmokas lék ekkert í vörninni í síðari hálfleik en það kom ekki að sök. Í sókninni var Arnór virkilega beittur en hann var tekinn úr um- ferð megnið af síðari hálfleik. Þætti Jónatans var áður lýst en hann átti að auki fjölda stoðsendinga. Aðrir léku ágætlega í sókninni. Hjá Aft- ureldingu stóðu Hjörtur Arnarsson og Ólafur H. Gíslason sig best en Ólafur varði sex skot síðustu tíu mínúturnar. Magnús Már var öfl- ugur í sókninni, sérstaklega í upp- hafi leiks en hann lék mjög góða vörn allan tímann. Stórskytturnar höfðu sig lítið í frammi og skoruðu aðeins fjögur mörk samtals. KA-menn komn- ir í efri hlutann KA spilaði gegn Aftureldingu í gærkvöldi og hafði sigur, 26:22. Það var ólíkt meiri og betri stemmning á leiknum í gær heldur en á laug- ardaginn á leik Íslands og Noregs. Þá biðu sjálfsagt flestir áhorf- endur eftir því að sjá heimastrákinn Arnór Atlason spila sinn fyrsta landsleik. Lítið varð úr þeim væntingum því Arnór þurfti að sitja á bekknum allan leikinn og í ofanálag tapaði Ísland, áhorfendum til mikillar gremju. Þeir gátu þó tekið gleði sína á ný í gær því bæði Arnór og KA-liðið sýndu góðan leik. Lítill munur var á liðunum lengi framan af en í síðari hálfleik stungu KA-menn af og sigur þeirra var aldrei í hættu eftir það. Einar Sigtryggsson skrifar  HAUKUR Ingi Guðnason, knatt- spyrnumaður úr Keflavík, fer í dag til reynslu hjá hollenska úrvalsdeild- arfélaginu Groningen. Þetta er í annað sinn í haust sem Haukur Ingi fer þangað en í fyrra skiptið var lítið spilað á æfingum vegna mikils leikja- álags hjá liðinu. Forráðamenn Gron- ingen vildu því fá hann aftur til að sjá meira til hans.  ÞÓRSARAR frá Akureyri standa vel að vígi gegn Tindastóli í átta liða úrslitum Kjörísbikarkeppninnar í körfuknattleik eftir að þeir unnu fyrri leik liðanna á Akureyri í gær- kvöld, 96:82. Þeir fara því með 14 stiga forskot í síðari leikinn sem verður á Sauðárkróki annað kvöld.  STEVIE Johnson skoraði 35 stig fyrir Þórsara í gærkvöld og þeir Einar Aðalsteinsson og Óðinn Ás- geirsson gerðu 21 stig hvor. Bryan Lucas skoraði 16 stig fyrir Tindastól og þeir Kristinn Friðriksson, Helgi Freyr Margeirsson og Lárus Dagur Pálsson gerðu 11 stig hver.  HK-INGAR munu fjölmenna á síð- ari leik HK og Porto í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik sem fram fer í Portúgal 18. nóvember. Nú eru aðeins um 25 sæti eftir af tæplega 150 í leiguvél sem flytur liðið og stuðningsmenn þess til Portúgal.  KRISTINN Björnsson var Nor- egsmeistari með Vålerenga í Noregi 1981, en ekki 2001 eins og misritaðist á korti sem sýndi þá Íslendinga sem hafa verið meistarar með liðum víðs vegar um Evrópu.  ÍSLENDINGALIÐIÐ Stabæk leikur fyrir hönd Noregs í UEFA- bikarnum í knattspyrnu næsta haust. Þetta kom á daginn þegar Viking varð norskur bikarmeistari um helgina en þar með var röðin komin að Stabæk, sem varð í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar. Með Sta- bæk leika Tryggvi Guðmundsson, Marel Baldvinsson og Pétur Mar- teinsson en reyndar er enn óljóst hvort Pétur verði áfram hjá félaginu.  LEE Bowyer, miðvallarleikmaður Leeds, mun ekki leika með liðinu næstu fjórar til fimm vikurnar. Hann meiddist á læri í leik við Tottenham um sl. helgi. Það er því ljóst að Seth Johnson, sem Leeds er nýbúið að kaupa frá Derby, taki sæti hans.  NOKKRIR leikmenn landsliðs Ástralíu hafa hótað að leika ekki landsleikinn gegn Frökkum á sunnudaginn, nema að ástralska knattspyrnusambandið borgi þeim bónusa, sem þeim var lofað.  ADRIAN Mihalcea, sóknarleik- maður rúmenska liðsins Dinamo Búkarest, bjargaði lífi manns á knattspyrnuvellinum í þriðja skipti sl. sunnudag, þegar lið hans lagði Steaua, 2:0. Þá kom hann í veg fyrir að mótherji hans kafnaði með því að gleypa tunguna – er hann féll á völl- inn. Í sumar bjargaði hann félaga sínum á sama hátt og fyrir þremur árum kom hann línuverði til hjálpar.  DANSKI landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen, leikmaður með Everton, er eftirsóttur. Hamburger, Newcastle og Aston Villa hafa áhuga að næla sér í miðjumanninn.  CARLTON Palmer, fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu, hefur tekið við knatt- spyrnustjórn hjá Stockport. Félagið er neðsta sæti 1. deildar. Palmer hefur síðustu mánuði leikið með Sheffield Wednesday.  GRÍSKI landsliðsmaðurinn Ange- los Haristeas, 22 ára sóknarleikmað- ur hjá Aris Saloniki, er á leiðinni til Ipswich, fyrir rúmlega þrjár millj- ónir punda.  LOUIS van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, sagði í gær að hann muni láta af störfum sem þjálfari hol- lenska liðsins í janúar. Van Gaal, sem þjálfaði Ajax og Barcelona á ár- um áður, tók við hollenska liðinu eft- ir EM 2000. Undir hans stjórn náðu Hollendingar ekki að tryggja sér sæti á HM næsta sumar. FÓLK ÚRSLIT H a le o g þ ó ja e h f u fj s f f ú b þ s s s ly g t v v K h e o m S a g ARON Kristjánsson, leik- stjórnandi Hauka, verður að hvíla sig á handknattleik næstu tvær vikurnar vegna veikinda og verður því ekki með liðinu er það mætir Barcelona á Spáni um helgina. Haukar hafa því fengið Óskar Ármannsson til að fylla skarð Arons á meðan hann jafnar sig og verður Óskar með Haukum er þeir taka á móti Selfyssingum í deildinni í kvöld. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann vonaðist til að Aron yrði tilbúinn þegar Haukar taka á móti Barcelona að Ás- völlum en liðin leika seinni leik sinn þar 17. nóvember. Óskar hefur verið einn lykilmanna Hauka und- anfarin ár en hann ákvað að leggja skóna á hilluna síð- asta vor eftir að hann varð Íslands- og bikarmeistari með Hafnarfjarðarliðinu. Hann tók við þjálfun Fjölnis í sumar og hugðist stjórna Grafarvogsbúum í 1. deild- inni í vetur en þeir drógu lið sitt úr keppni á síðustu stundu. Óskar í stað Arons MAGNÚS Sigurðsson, handknatt- leiksmaður úr Stjörnunni, braut fingur á tveimur stöðum í síðasta landsleik Íslands og Noregs í Laug- ardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Þar með er ljóst að hann leikur ekki meira til áramóta og missir því af næstu átta leikjum Stjörnunnar í 1. deildinni. Þá gætu meiðslin kom- ið í veg fyrir að Magnús leiki með landsliðinu í úrslitum Evrópu- keppninnar í Svíþjóð í janúar. Magnús er örvhent skytta og braut fingur vinstri handar en hann gekkst undir aðgerð í gærmorgun. Magnús leysti Ólaf Stefánsson af í stöðu skyttunnar hægra megin og gerði eitt mark í fyrsta og öðrum landsleiknum við Norðmenn en í þeim síðasta, þegar Ólafur var ekki með, skoraði Magnús sjö mörk. „Þetta er mikið áfall fyrir okkur því Magnús er okkar elsti og reyndasti maður. Meðalaldurinn í liðinu lækkar mikið við að missa hann úr okkar kornunga hópi en það kemur maður í manns stað,“ sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari Stjörnunnar, við Morgunblaðið í gærkvöld. Magnús frá til áramóta STOKE City missti í gærkvöld af góðu tækifæri til að komast í annað sæti ensku 2. deildarinnar í knatt- spyrnu þegar liðið gerði jafntefli, 2:2, við Blackpool á útivelli. Stoke náði tveggja marka forystu um miðjan síðari hálfleik þegar Chris Iwelumo skoraði tvö mörk á þremur mínútum. Blackpool náði að jafna metin 9 mín- útum fyrir leikslok. Stoke er því með 33 stig en Brentford er efst með 37 stig og Brighton er með 35 en hefur leikið einum leik meira en hin tvö. Stoke og Brentford mætast á laug- ardaginn kemur. Bjarni Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir allan leikinn með Stoke í gærkvöld. Lið þeirra er nú ósigrað í síðustu níu deildaleikjum sínum, hefur unnið 7 og gert 2 jafntefli, og þetta var í fyrsta skipti í 12 deildaleikjum sem Stoke fær á sig meira en eitt mark í leik. Stoke missti niður forskotið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.