Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 4
 SVEN Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englands, hefur kallað á Kevin Phillips, sóknarleikmann Sunderland, í 26 manna landsliðs- hóp sinn fyrir vináttulandsleik Englands og Svíþjóðar á laugar- daginn. Þá eru þeir Alan Smith, Leeds, Darren Anderton, Totten- ham og Chris Powell, Charlton, komnir á ný í hópinn eftir meiðsli.  ROQUE Santa Cruz, sóknarleik- maður Bayern München, verður frá keppni í sjö vikur. Hann meidd- ist á hné í leik gegn Santa Cruz, 20 ára, sem hefur skorað fimm mörk fyrir Bæjara í deildakeppninni í vetur, verður með fótinn í gifsi í tvær vikur.  LOUIS Van Gaal, landsliðsþjálf- ari Hollands, hefur valið landsliðs- hóp sinn, sem mætir Dönum á Parken. Markverðir eru Edwin van der Sar, Fulham og Moens, AZ. Varnarmenn Melchiot, Chelsea, Reiziger, Barcelona, Frank de Boer, Barcelona, Stam, Lazio og, Van Bronckhorst, Arsen- al.  MIÐJUMENN hollenska liðsins eru Landzaat (Willem II), Boateng (Aston Villa), Kluivert (Barcelona), Ronald de Boer (Rangers), Seedorf (Inter) og Davids (Juventus). Sókn- armenn eru Makaay (Deportivo La Coruna), Hasselbaink (Chelsea), Zenden (Chelsea), Van Nistelrooy (Man. Utd) og Van Hooijdonk (Feyenoord).  ROY Keane verður með írska landsliðinu sem leikur gegn Íran um laust sæti á HM sem fram fer í Japan og S-Kóreu á næsta ári. Manchester United leikmaðurinn hefur verið meiddur á hné að und- anförnu en forráðamenn írska landsliðsins segja að fyrirliði liðsins sé staðráðinn í að leika á laug- ardaginn í Dyflinni. Síðari leikur liðanna verður miðvikudaginn 14. nóvember í Íran.  VINNIE Jones, knattspyrnu- kappinn gamalkunni sem hefur reynt fyrir sér sem kvikmyndaleik- ari, hefur tekið fram skóna á nýjan leik. Hann ætlar að leika með enska 3. deildar liðinu Carlisle.  COLIN Todd, knattspyrnustjóri Derby, hefur áhuga á að fá franska bakvörðinn, Francois Grenet, frá Bordeaux til reynslu. Gerist það þá verður Grenet þar með fimmti leik- maður sem Todd fær til liðsins eftir að hann tók við Derby á dögunum.  GRENET hefur verið í herbúðum Bordeaux í sex ár en vill gjarnan komast í burtu og þá er England efst á óskalistanum. Hann hefur áð- ur verið til reynslu hjá Middles- brough og Sunderland.  LAMAR Odom var í gær úr- skurðaður í 5 leikja bann af for- svarsmönnum NBA-liðsins LA Clippers þar sem hinn 22 ára gamli framherji hafði fallið á lyfjaprófi. Odom var valinn fjórði í röðinni í háskólavalinu í körfuknattleik árið 1999 en í mars á þessu ári var hann úrskurðaður í 4 leikja bann þar sem hann féll þá einnig á lyfjaprófi. Forsvarsmenn NBA-deildarinnar vilja ekkert segja nánar um hvaða lyf var um að ræða en fréttastofur vestanhafs leiða að því líkum að um kannabisefni hafi verið að ræða.  NORSKI spjótkastarinn Pål Arne Fagernes var handtekinn 2. nóvember sl. í Ósló þar sem hann varð uppvís að notkun eiturlyfja. Fagernes hefur á undanförnum mánuðum átt í margvíslegum vandamálum og mætti m.a. ölvaður í sjónvarpsviðtal rétt fyrir HM í frjálsum íþróttum sem haldið var í Edmonton í Kanada. Frjálsíþrótta- samband Noregs mun líklegast dæma hinn 27 ára gamal Fagernes í allt að tveggja ára keppnisbann. FÓLK Á síðasta tímabili voru liðin fjög-ur sem kepptu á Íslands- mótinu, félögin þrjú sem nefnd eru hér að ofan og lið ÍS, sem ætlar ekki að senda lið til leiks í ár. Ekki er betra ástandið hjá körlunum og allt útlit er fyrir að liðunum fækki um tvö frá síðustu leiktíð. KA og Þrótt- ur Nes. senda ekki lið á Íslandsmót- ið í ár og eftir standa því aðeins ÍS, Þróttur R. og Stjarnan. Blakáhugamenn sem Morgun- blaðið ræddi við í gær lýstu yfir miklum áhyggjum af stöðu íþrótt- arinnar og einn þeirra er Petrún Jónsdóttir, formaður blakdeildar Þróttar í Neskaupstað. Petrún hef- ur verið prímusmótorinn í geysilega öflugu blakstarfi í Neskaupstað þar sem blakíþróttin hefur lifað góðu lífi mörg undanfarin ár. Ekkert yngriflokkastarf „Þetta er búið að valda okkur fyr- ir austan miklu hugarangri í haust og auðvitað hef ég áhyggur af gangi mála. Mér finnst sorglegt að það skuli bara standa eftir þrjú lið sem ætla að vera með í karla- og kvenna- flokki á Íslandsmótinu. Það hefur einfaldlega ekki verið neitt yngri- flokkastarf hjá mörgum félögum og þau eru að að fá það í bakið núna og eins hefur engin útbreiðsla verið á blakíþróttinni. Þó finn ég fyrir neista á landsbyggðinni og ég veit að yngriflokkastarf er að hefjast á nokkrum stöðum. Við vitum ekkert hvernig staðið verður að keppni hjá yngri flokkunum í ár. Blaksamband- ið hefur ekkert látið í sér heyra um það og meðan yngriflokkastarfið er ekki betra í landinu en raun ber vitni er ekki von á góðu og íþróttin sjálfdauð ef ekki úr rætist,“ sagði Petrún við Morgunblaðið. Petrún segist hafa lagt fram til- lögu um að keppnin í 1. deild kvenna fari fram með þeim hætti í vetur að félögin keppi á tveimur fjölliðamót- um um helgi fyrir áramót og eftir áramót verði deildin spiluð heima og að heiman og tvö efstu liðin leiki til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er margt fólk úti um allt land sem leggur stund á blakið. Öld- ungamótin hafa verið gríðarlega vinsæl og ég vil sjá allt þetta fólk sem stundar þessa skemmtilegu íþrótt koma og starfa fyrir blak- íþróttina. Það eru allt of fáir sem gefa sig í þetta og starfið hjá félög- unum liggur á herðum sama fólksins ár eftir ár.“ Petrún segir að það hafi verið sárt að geta ekki sent karlalið til leiks að þessu sinni og útlitið sé ekki bjart því fáir strákar æfi blak hjá félag- inu. „Þó svo að ástand íþróttarinnar sé ekki glæsilegt um þessar mundir er ég langt frá því að gefast upp. Blak- ið er skemmtileg íþrótt sem mjög margir hafa gaman af og stunda vítt og breitt um landið og ég vona að allt þetta fólk spyrni nú við fótum og auki veg og virðingu blaksins.“ Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Hávörn hjá Þrótti Nes. í leik gegn ÍS í kvennaflokki sl. keppnistímabil. Blak á undir högg að sækja BLAKÍÞRÓTTIN á Íslandi stend- ur mjög höllum fæti um þessar mundir og allt útlit er fyrir að einungis þrjú lið verði með á Ís- landsmótinu í ár í karla- og kvennaflokki. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur stjórn blaksambandsins auglýst eftir liðum til þátttöku í 1. deild kvenna en þrjú lið skráðu sig til leiks – Þróttur Nes., KA og Vík- ingur. SVISSLENDINGAR, sem leika í sama riðli og Íslendingar í Evr- ópukeppni landsliða í Svíþjóð í handknattleik ásamt Spánverjum og Slóvenum, gerðu góða ferð til Portúgals um síðustu helgi. Sviss- lendingar léku þar tvo landsleiki og fögnuðu sigri í þeim báðum, sem sýnir að þeir eru með sterkt lið. Sviss vann fyrri leikinn 28:22 og fór þá gamli foringinn Robbie Kost- adinovich á kostum og skoraði átta mörk. Skyttan Mark Baumgarther skoraði þrjú mörk. Svisslendingar fylgdu sigrinum svo eftir með því að kjöldraga heimamenn í seinni leiknum á sunnudaginn með tíu marka sigri – 27:17. Stefan Massa skoraði þá sjö mörk, Baumgarther fimm. Portúgalar leika í riðli með Rúss- landi, Danmörku og Ísrael í EM í Svíþjóð, sem hefst 25. janúar. Íslendingar mæta Spánverjum í fyrsta leik, síðan Slóvenum laug- ardaginn 26. janúar og Svisslend- ingum sunnudaginn 27. janúar. Þrjár þjóðir komast upp úr riðla- keppninni og ef Ísland kemst í milli- riðil verða mótherjarnir Frakkar, Þjóðverjar, Júgóslavar eða Króatar. Sigurför Sviss til Portúgals SÆNSKA frjálsíþróttakonan Ludmilla Engquist hefur við- urkennt að hafa notað stera- lyf í undirbúningi sínum fyr- ir Ólympíuleikana í Salt Lake City í Bandaríkjunum á næsta ári. Þar ætlaði Ludm- illa að taka þátt í bobsleða- keppni en hún er fyrrverandi heims- og ólympíumeistari í 100 metra grindahlaupi. Ludmilla segir í viðtali við Aftonbladet að lyfjapróf hafi verið gert í Lillehammer í Noregi fyrir nokkrum vikum þar sem sænska landsliðið dvaldi við æfingar. Ludmilla er fyrrverandi landsliðs- maður frá Rússlandi og ætl- aði að ljúka keppnisferli sín- um í Salt Lake City. Í viðtalinu segir Ludmilla að hún hafi reynt að svipta sig lífi á Spáni fyrir skemmstu þar sem hún hafi farið á bak við eiginmann sinn og félaga í sænska landsliðinu. Svíar bundu miklar vonir við að bobsleðalið þeirra gæti unn- ið gull á ÓL og um 60 millj- ónum ísl. kr. hafði verið var- ið í undirbúning liðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ludmilla er tekin fyrir ólöglega lyfjanotkun. Árið 1993 var hún dæmd í keppn- isbann en þá keppti hún fyrir Rússland. Tveimur árum síð- ar var hún tekin af tolla- yfirvöldum í Malmö í Svíþjóð þar sem sterar fundust í far- angri hennar. Engquist játar sekt sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.