Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 B 7 BÆKUR Tvö ný rit eru komin út í flokki Lærdómsrita bókmennta- félagsins: Yfirlýsingar í þýðingu Áka G. Karlssonar, Árna Bergmann og Benedikts Hjartarsonar, sem jafnframt ritar inngang og skýringar. Í ritinu eru teknir nokkrir af markverðustu textum þeirra fram- úrstefnuhreyfinga sem fram komu víðs vegar í Evrópu á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Sú róttæka end- urnýjun listrænnar skynjunar og tján- ingar sem komið er á framfæri í yf- irlýsingunum felur þannig í sér margvísleg tengsl við aðra strauma innan evrópskrar menningar, þar sem leitast er við að móta nýja vit- und sem sprengir upp heimsmynd rökhyggjunnar. „Yfirlýsingar er 49. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins og eftir því sem næst verður komist er hvergi annars staðar til í einni bók samansafn yf- irlýsinga evrópsku framúrstefn- unnar,“ segir í kynningu. Ritið er 537 bls. Ritstjóri: Vil- hjálmur Árnason. Umsjón með útgáf- unni hefur ásamt ritstjóra Ástráður Eysteinsson, bókmenntafræðingur. Verð: 4.490 kr. Tómasarguð- spjall er í þýð- ingu Jóns Ma. Ásgeirssonar, sem jafnframt ritar inngang og skýringar. Einn merkasti handritafundur 20. aldar varð árið 1945 nærri bænum Nag Hammadi í Suð- ur-Egyptalandi, skammt undan klettagarðinum Jabal-al Tarif. Á með- al papírusarbókanna sem þar litu dagsins ljós var Tómasarguðspjall. Ritið geymir upprunalegustu hefð- ir, ýmis ummæli og dæmisögur sem eignaðar eru Jesú frá Nasaret í Gal- íleu, margt sem aðeins á sér hlið- stæður í elstu heimildum að baki guðspjalla Nýja testamentisins, eins og við þekkjum það í dag. Ritið er 218 bls. Ritstjóri: Vil- hjálmur Árnason. Verð: 2.390 kr. Fræði Líndæla er af- mælisrit gefið út í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar Lín- dals prófess- ors, 2. júlí sl., eftir ýmsa höf- unda. Í kynningu segir m.a.: „Flestar rit- gerðanna voru sérstaklega samdar af tilefninu og fjalla nokkrar þeirra um brýn álitamál í lögfræði sem marka má af því að þeg- ar hefur verið vitnað til þeirra í fræði- ritgerðum, þjóðmálaumræðu og í mál- flutningi fyrir Hæstarétti. Aðrar ritgerðir draga m.a. fram það nýjasta í fræðilegri umfjöllun á sínu sviði.“ Sigurður er m.a. kunnur fyrir þátt- töku sína í þjóðmálaumræðunni, fyrir fræðastörf í lögfræði, sagnfræði, stjórnmálafræði og fleiri vísinda- greinum auk þess að vera rithöf- undur, ritstjóri, fyrirlesari og ráðgjafi. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Ritið er prentað í Stein- holti, en umbrot annaðist Egill Bald- ursson. Bókin er 706 bls. Formaður ritnefndar er Garðar Gíslason. Verð: 6.500 kr. HARALDUR Bessason er allt í senn: Skagfirðingur, heimsborgari og húmoristi. Ljóst er að umsjón- armenn þessa afmælisrits hafa falið bréfriturunum að taka mið af þeim staðreyndum, en þeir eru fjörutíu og sex talsins, hvorki meira né minna. Skáld og fræðimenn eru þar í meiri- hluta, en stjórnmálamenn og al- mennir borgarar láta sig ekki heldur vanta. Þarna er víðast hvar slegið á létta strengi þótt sumir höfundanna séu þekktari fyrir annað. Þannig reyna þeir að líkja eftir afmælis- barninu. Og með þokkalegum ár- angri – allflestir. Sum bréfin eru harla persónuleg. Til dæmis segir Steinþór Guðbjartsson frá ferðum þeirra félaganna austan hafs og vestan og kátlegum uppákomum á langferðaleiðum. Bréfið stílar hann í annarri persónu, eins og reyndar fleiri. Guðrún Jörundsdóttir segir líka ferðasögu frá Ameríku. En hún varð þeirrar ánægju aðnjótandi að aka með Haraldi eftir víðáttumikl- um sléttum Vesturheims. Með þeim í för var sonur hennar og aldurhnig- in vestur-íslensk heiðurskona sem syninum þótti í meira lagi athyglis- og skoðunarverð! Guðrún býr með sama hætti og Haraldur yfir þessum ísmeygilega undirliggjandi húmor sem seint verður skýrður né skil- greindur en ratar þó alltaf rétta leið að hjörtum áheyrenda. (Leiðrétt skal að þáttur Guðrúnar hefst á bls. 165 en ekki 164 eins og stendur í efnisskrá.) Ingibjörg Hjartardóttir segir frá leiklist og sauðfjárbúskap og kynnum sínum af Haraldi, allt í einum pakka. Emma Eyþórsdóttir hnykkir á sömu staðreynd, það er að íslensk bókmenning sé ekki »langt frá landbúnaðinum«. Kristján Krist- jánsson gerist bæði opinskár og ein- lægur og gefur afmæl- isbarninu þessa ágætiseinkunn: »Þú ert, kæri Haraldur, lík- lega skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst um dagana.« Víða er drepið á mál- efni landsbyggðarinn- ar. En Haraldur varð – auk þess að vera fædd- ur og uppalinn í sveit – fyrsti rektor Háskólans á Akureyri. Birgir Guð- mundsson ræðir um þátttökusamfélagið á landsbyggðinni, þar sem allir verði að leggja fram sinn skerf í menningar- lífinu, og áheyrendasamfélagið á höfuðborgarsvæðinu eins og hann orðar það. Hvor tveggja skilgrein- ingin er sannleikanum samkvæmt. Guðrún Gyða Sveinsdóttir rekur bernsku- og æskuminningar úr Þykkvabænum og segir í leiðinni frá lífsbaráttunni þar um slóðir eins og hún gekk og gerðist fyrir daga véla- vinnu. Hún getur þess og hversu sveitungar hennar urðu endur fyrir löngu frægir fyrir ósvinnu þá – að ýmsum þótti – að leggja sér til munns hrossakjöt. Það var að sjálf- sögðu ári og öld áður en íslenskur almenningur bætti því almennt á matseðil sinn! Guðrún Gyða telur hrossakjötið hafa bjargað ófáum frá kröm og neyð á harðindaárum 19. aldar. Íslenskufræðingar eru að sjálf- sögðu fjölmennir í hópnum. Jónas Kristjánsson fer ofan í Grænlend- inga sögu og Eiríks sögu rauða sem hann varð skiljanlega að styðjast við þegar hann samdi skáldsögu sína, Veröld víð. Þokkalega var henni tek- ið þegar hún kom út fyrir þrem ár- um, en engan veginn eins og hún átti skilið. Það er Vínlandsþáttur sögu sinnar sem Jónas ræðir sérstaklega. Að mínum dómi er skáldverk hans þó merkilegra fyrir annað. Helga Kress skrifar um setstokka og skír- skotar meðal annars til Eiríks sögu rauða og skáldsögu Jónasar. En hvers konar áhöld voru þessir set- stokkar? »Ég leyfi mér hér í þessu afmælis- bréfi að setja fram formlega þá tilgátu- kenningu að setstokk- ar Eiríks séu kamars- setur sem ekki hafi þótt við hæfi að lýsa nánar í sögu hans, enda ástæðulaust að gera ráð fyrir að svo miklir landafunda- menn … hafi þurft á slíkum setum að halda.« Þetta segir Helga. Annars er þátt- ur hennar skrifaður með nokkrum ádeilu- brag. Hún er að sneiða að Íslend- ingum fyrir meintan tepruskap. Sá ágæti málfræðingur, Gísli Jónsson, stjakar vísindunum til hliðar en rek- ur sig þess í stað eftir rótum limr- unnar í íslenskum kveðskap. Af dæmum þeim, sem hann tekur, er nokkuð ljóst að bragarháttur sá mun tíðast viðhafður þegar menn láta alvöruna lönd og leið en bregða fyrir sig þversögnum og gamanmál- um. Vésteinn Ólason dregur upp mannlífsmyndir úr Austfjarðaþok- unni. Hermann Pálsson fer í mann- jöfnuð: Húnvetningurinn andspænis Skagfirðingnum. Útkoman verður nánast sú að báðir standi fremstir. Bragi Guðmundsson fetar eftir sömu slóð en horfir til manna og málefna út frá öðru sjónarhorni. Matthías Johannessen rifjar upp endurminningar frá lokaprófi í Há- skólanum og minnist um leið nem- enda og kennara í norrænudeildinni eins og hún var þá almennt kölluð, þeirra á meðal Haralds; drepur einnig á síðari tengsl sín við Háskól- ann. Bjarni Guðnason skyggnist inn í hugarheim þeirra sem færðu í letur Íslendingasögurnar sem mönnum hafa hingað til fundist lítið kristi- legar enda þótt þær væru skrifaðar allt að þrem öldum eftir að Íslend- ingar höfðu játast undir kristna trú. Niðurstaða Bjarna verður sú að Ís- lendingasögurnar séu »ekki annað- hvort heiðnar eða kristnar. Þær eru hvort tveggja«. Eins og gefur að skilja koma Vestur-Íslendingar og afkomendur þeirra víða við sögu í bréfum þess- um. En Haraldur starfaði lengst af á Íslendingaslóðum vestanhafs. Guð- rún Björk Guðsteinsdóttir fer grannt ofan í síðari ára framlag þeirra til kanadískra bókmennta. Jafnframt telur hún sig geta bent á að »ritlistin liggi í ættum« eða eins og hún orðar það á öðrum stað »að ritlistin sé alveg bráðættgeng«. Kenningin sú er reyndar bæði göm- ul og ný. En Guðrún Björk setur jafnframt þann sjálfsagða fyrirvara að erfðirnar séu hvergi nærri ein- hlítar, mótunaráhrifin vegi líka þungt og ljóst sé »hversu miklu máli hvatning og þjálfun skipta fyrir þá sem þegið hafa í vöggugjöf eyra fyr- ir orðsins list«. Þótt hér hafi aðeins verið drepið á þriðjung þáttanna – og það af handahófi nánast – ætti upptalning- in og fáorð umsögn um hvern og einn að nægja til að gefa nokkra hugmynd um fjölbreytni þessarar áhugaverðu bókar. Afmælisrit af þessu tagi hafa tíðast verið fræðileg, stundum háakademísk, og lítt höfð- að til hins almenna lesanda. Hér er brugðið út af venjunni. Hvort kenna skal til frjálslegri aldarháttar eða al- mannahylli fræði- og embættis- manns sem er að ljúka löngu og mik- ils metnu ævistarfi og hér með er verið að heiðra? Því verður ekki svarað hér og nú. Vinsældir og áhrif eru ættgeng eins og skáldgáfan og engan veginn hróssverð. Hitt má segja Haraldi til verðugs lofs að í vali sínu á vinum hefur hann hvergi farið í manngreinarálit. Þar af leið- andi fer þessi vinafundur hans furðunærri því að vera þverskurður af þjóðinni, að minnsta kosti þeim hluta hennar sem getur komið fyrir sig orði á prenti. Umsjónarmenn útgáfunnar minna á fyrir sína parta að þessi Bréf til Haralds séu jafnframt fræðirit. Því hafa þeir tekið saman skrá yfir mannanöfn sem fyllir þrettán smáleturssíður. Gaman og alvara BÆKUR Afmælisrit BRÉF TIL HARALDS til heiðurs Haraldi Bessasyni sjötugum 14. apríl 2001. 430 bls. Baldur Hafstað og Gísli Sigurðsson önnuðust útgáfuna. Útg. Ormstunga. Prentun: Steindórs- prent-Gutenberg. Reykjavík, 2001. Haraldur Bessason Erlendur Jónsson ÞAÐ er ekki víst að öllum þyki heiti þessarar ljóðabókar upplýs- andi um inntakið því að yfirleitt bera ljóðin þungvægt efni sem er meira í ætt við stofnbrautir en hlið- argötur. Þau skríða áfram og taka í sinnið. Grímsnes í myrkri er fimm þátta ljóð þar sem stofnbrautin er myrk og myrkrið kallast á við sig sjálft í mörgum myndum. Eina hald mæl- andans í ógagnsæjum óendanleika er daufhvítt strikmerki vegarins. Myrkrið er samt ekki ógnvænlegt heldur veitir það „sama öryggi og landslag dagsbirtunnar“. Jafnvel einsemdin hverfur, bleksvart ómælið leysir hana upp. Naum- hyggja er nefnd í ljóðinu og varla verður betur lýst meginkennd þessa ljóðs og ljóðabókar- innar í heild í einu orði. Skáldinu er tölu- vert niðri fyrir en tekst oft að pakka kenndum sínum í orð tengd öðrum skyn- sviðum. Ólík skynsvið eiga það til að renna saman: „…ósýnilegt fótatak / er varla til að byggja tilvist sína á –“. Fyrsta ljóðið, Um- brot, hefur jörð sem meginuppistöðu: og ástarfjall rís – lyftir landslagi ævinnar við erum síkvik jörð Ástin er nærtækt efni en svið- setning hennar er með fjölbreyti- legu móti. Stigagangur í Brussel umhverfist í tónstiga sem aftur um- hverfist í löngun eftir öðru: ástar- leik? Og frá Brussel í söguþrungna íslenska náttúru: Systravatn. Þar hefur mælandinn þolað skin og skúrir og djúpa sælu: ég hef bæði elskast þar uppi og ekki elskast og játa reyndar fúslega muninn – hreint guðdómlegt hún var engin nunna Þessi ljóðabók er vegferð um staði og stundir. Ljóðin bregða ljósi á ólíkar sveitir og misjafna tíma og víða glittir í margs konar fólk, þótt fátt af því geti talist vera í aðalhlutverki. Hjalteyri, Langanes, Grímsey eru meðal sviðsmynda ljóðanna. Þótt mælandinn þjóti á ævi sinni milli sömu staða og flest virðist hið ytra óumbreytt þá verður umbreytingin hið innra ekki umflúin: …og fátt sem hefur breyst við þetta rif Húnavatnssýsla eins og hún er ég sami ég: förin dýpka… Í þessari ljóðabók spilar höfund- urinn á ýmsar kenndir. Þráin eftir þar og þá er nærtæk. Yfirborð ljóðanna er gjarnan værðarlegt en undir niðri er myrkrið, hlýtt eða ógnvænlegt eftir aðstæðum. Undir- tónninn jafnan þungur. Ef við játumst heiti ljóðabókar- innar verður lokaljóðið (Á brún- inni) magnþrunginn endapunktur á vegferðinni. Stærri hliðargötu er vart hægt að hugsa sér en bjarg- brúnina. Sá sem stendur við hengi- flugið talar um „bilið sem alltaf er óbrúað“ og löngunina til að ná alla leið. Fordæmið, fuglarnir, er hæpið fyrir venjulegt fólk til eftirbreytni. Lokalínurnar eru bláþráður sem hefur möguleikann til að halda eða slitna – enginn veit: „hann horfir á sjóinn / alopinn geislandi faðm“. Margt býr í myrkrinu BÆKUR Ljóð HLIÐARGÖTUR eftir Jónas Þorbjarnarson JPV-útgáfa 2001 – 57 bls. Prentun og bókband: BookPartner A/S Danmörku. Ingi Bogi Bogason Jónas Þorbjarnarson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.