Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 2
Kristján G. Arngrímsson er doktor í heim- speki. Hann starf- ar sem blaðamað- ur á Morgun- blaðinu. 2 B MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR hefur orðið áfenginu að bráð. Móðirin hefur sent hann í fóstur, kannski vegna veikinda sinna, hún ætlar að sækja hann en ekkert verður úr því. Í Gang- andi íkorna lýkur fyrri hluta sögunnar á því að Sigmar teiknar mynd á mask- ínupappír af íkorna, strákofa og tjörn, hann skrifar síðan á blaðið um það sem hann sér gerast á myndinni og síðan samsamast hann íkornanum og hverf- ur inn í myndina. Síðari hluti bókarinn- ar gerist síðan í heimi íkornans, hann ferðast inn í skóg, mætir ýmsum dýr- um og í raun endurspeglar reynsla íkornans reynslu drengsins í mann- heimi; hann er einmana og ráðvilltur, umhverfið fremur fjandsamlegt og í lok bókarinnar afræður hann að snúa aftur. Endurkomu hans er lýst á eft- irfarandi hátt: Hægt og hægt var him- inninn yfir þeim að ummyndast. Hann breyttist í krumpaðan maskínupappír, ljósbrúnan, brunninn á blettum. Hvergi sást til jaðra. Svo virtist sem lýst væri með daufeygðu vasaljósi á bakhlið pappírsins, og tvær klunnalega teiknaðar fígúrur stigu fram, […] Eld- bylgja skall á honum, þurrkaði út alla hugsun. Draumsólir – (Gangandi íkorni, bls. 118–119). „Draumsólir“ var einnig upphafs- orð bókarinnar og vísar til þess þegar drengurinn er að vakna upp af draumasvefni. Íkornasöguna má því allt eins skilja sem draum drengsins en þó virðist hanga meira á spýtunni. Næturluktin hefst á orðunum: „Hvar hefurðu eiginlega verið drengur?“ og það er Björg sem ávarpar Sigmar. Í ljós kemur að hann hefur horfið í rúman sólarhring, hvarf hans inn í heim íkornans virðist því hafa verið áþreifanleg fjarvera, eitthvað meira en draumur sofandi barns. Eldbylgj- an sem skellur á honum í lok fyrri bókarinnar vísar til þess að Björg hef- ur tekið maskínupappírinn með teikn- ingunni og hent henni í eldinn. Fyrri hluti Næturluktarinnar tek- ur við þar sem fyrri hluta Gangandi íkorna lauk. Sigmar heldur áfram að lýsa tilbreytingarsnauðri tilveru sinni hjá Björgu og Ágústi; hann unir sér við bóklestur, teflir við sjálfan sig og dundar sér við að tálga út íkorna úr tré úti í smiðju Ágústar. Enn sem fyrr er áherslan á innra líf og einsemd drengsins. Megintími frásagnarinnar er vetur, það er snjór yfir öllu, kalt og dauðinn á ferð í tvígang. Á aðfanga- dag fær Sigmar íkornann sem hann hafði byrjað sjálfur að tálga úr tré, fullunnin í gjöf frá Ágústi. Undir lok fyrri hlutans ákveður Sigmar að hann ætli að hverfa á brott öðru sinni – og þetta sinn ætlar hann ekki að snúa aftur: „Ég held fast um íkornann og finn lífið í mér færast í hann og svo rennum við saman. Það brestur í kvistum. Ég er kominn inn í skóginn, ég heyri fuglatíst. Ég er aftur orðinn að íkorna.“ (61) Heimur íkornans í Næturluktinni minnir um margt á dýraheim fyrri bókarinnar en margt er þó breytt. Eflaust má lesa lýs- inguna á þessum heimi á allegórískan eða táknrænan hátt og heimfæra upp á mannheim. Það er undir hverjum og einum lesanda komið hvernig hann vill túlka það sem fyrir íkornann ber. Kannski felast einhverjar vísbending- ar í bókunum sem íkorninn les (Geð- bilaðir ferðalangar) og leitar að (Dag- bók vitfirrings). Eigum við að skilja það sem svo að Sigmar sé búinn að missa vitið? Ég læt lesendum eftir að ráða fram úr þeirri gátu. En það er ljóst að einhvers konar heimsenda- stemning ríkir í dýraheimi Nætur- luktarinnar og í sögulok logar allur himinninn og eldhafið nálgast íkorn- ann og félaga hans Nýfundnalands- hundinn sem eru tveir á báti á flótta undan eldinum. Það virðist loku fyrir það skotið að Sigmar/íkorninn eigi afturkvæmt til mannheima. Næturluktin er athyglisvert fram- hald af fyrsta prósaverki Gyrðis El- íassonar og aðdáendur verka hans ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með þessa margræðu sögu. Gyrðir hefur náð aðdáunarverðum tökum á sínum látlausa og ljúfsára prósa sem býður upp á ýmsa skemmtilega túlk- unarmöguleika. Þótt endalok íkorn- ans virðast yfirvofandi í lokin er þó aldrei að vita nema höfundur eigi eftir að spinna þennan þráð lengra í fram- tíðinni. Soffía Auður Birgisdóttir Soffía Auður Birg- isdóttir er bók- menntafræðingur og stundakennari í bókmenntum við Háskóla Íslands. - Ingi Bogi Boga- son er cand. mag. í íslensku og starf- ar við menntamál hjá Samtökum iðnaðarins. Steinunn Inga Óttarsdóttir er bókmenntafræð- ingur og íslensku- kennari við Menntaskólann í Kópavogi. Súsanna Svav- arsdóttir rithöf- undur og þýðandi hefur BA-próf í bókmenntum og íslensku. Hún hef- ur starfað sem blaðamaður, lengst af á Morg- unblaðinu. Einar Falur Ingólfsson er bók- menntafræðingur og með MFA-gráðu í ljósmyndun. Hann er mynd- stjóri Morg- unblaðsins. Kristín Ólafsdóttir er bókmennta- fræðingur og starfar sem jafn- réttisráðgjafi Kópavogsbæjar. Fríða Björk Ingvarsdóttir er með MA-gráðu í samtímaskáld- sagnagerð. Hún starfar sem blaða- maður á Morg- unblaðinu auk þýðinga og kennslu. Hávar Sigurjóns- son er með MA- gráðu í leik- húsfræðum. Hann starfar sem rithöf- undur og blaða- maður á Morg- unblaðinu. Hrund Ólafsdóttir er með MA-gráðu í almennri bók- menntafræði. Hún starfar sem mark- aðs- og kynning- arfulltrúi. Gunnar Hersveinn er menntaður í heimspeki og fjöl- miðlun. Hann starfar sem blaða- maður á Morg- unblaðinu. Björn Þór Vilhjálmsson er að ljúka MA-prófi í almennri bók- menntafræði við Háskóla Íslands. Skarphéðinn Guðmundsson er sagnfræðingur og starfar sem blaða- maður á Morg- unblaðinu. Helga Kristín Einarsdóttir er með MSc-gráðu í nútímabókmennt- um og diplóma í rússnesku. Hún starfar sem blaða- maður á Morg- unblaðinu. Hildur Loftsdóttir er kvikmynda- fræðingur og starfar sem blaða- maður á Morg- unblaðinu. Skafti J. Hall- dórsson er með BA-próf í bók- menntum og ís- lensku. Hann hef- ur skrifað ritdóma í áratug og starfar sem deildarstjóri í Digranesskóla. Þröstur Helgason er MA í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hann er umsjón- armaður Lesbókar Morgunblaðsins. Erlendur Jónsson er rithöfundur og bókmenntafræð- ingur. Hann hefur gefið út á annan tug eigin ritverka. Erlendur hóf störf sem gagnrýnandi við Morgunblaðið árið 1963. Ágúst H. Bjarna- son er doktor í grasafræði frá Uppsalaháskóla. Sigurjón Björns- son er sálfræð- ingur og rithöf- undur og fyrrverandi pró- fessor við Há- skóla Íslands. Jóhann Hjálm- arsson skáld er menntaður í spænsku og spænskum bók- menntum. Hann starfar sem blaða- maður á Morg- unblaðinu. Sigurður Helga- son er menntaður í bókasafns- og sagnfræði. Hann hefur starfað við kennslu og bóka- vörslu en er nú upplýsingafulltrúi Umferðarráðs. Kjartan Jónsson er guðfræðingur og stundar dokt- orsnám í mann- fræði. Hann er framkvæmdastjóri KFUM og K í Reykjavík. Guðbjörn Sigurmundsson er með BA-próf í íslensku og bók- menntum. Hann starfar sem kenn- ari við Mennta- skólann í Kópa- vogi. Sigurður Haukur Guðjónsson er fyrrverandi sókn- arprestur í Lang- holtssókn í Reykjavík. Örlygur Steinn Sigurjónsson er BA í íslensku, heimspeki og próf í hagnýtri fjöl- miðlun. Hann starfar sem blaða- maður á Morg- unblaðinu. Hjörtur Gíslason er menntaður í ís- lensku og bók- menntum. Hann er fréttastjóri sjáv- arútvegs- og at- vinnulífsfrétta á Morgunblaðinu. Steinþór Guðbjartsson er íþróttafræðingur frá Manitoba- háskóla í Winni- peg í Kanada og starfar sem blaða- maður á Morg- unblaðinu. Guðmundur Heiðar Frímanns- son er doktor í sið- fræði og deild- arforseti kennaradeildar við Háskólann á Akureyri. Katrín Fjeldsted er læknir og al- þingismaður. Sigrún Klara Hannesdóttir er doktor í bóka- safns- og upplýs- ingafræði og starf- ar sem forstöðu- maður Nordinfo stofnunarinnar í Helsinki. Bókagagnrýnendur Morgunblaðsins eru ríflega þrjátíu talsins, fjölmenntað fólk á öllum aldri og með reynslu af ýmsum sviðum þjóðlífsins. Þessi hópur endurspeglar fjölbreytnina sem einkenn- ir íslenska bókaútgáfu í upphafi nýrrar aldar. Bókagagnrýnendur Morgunblaðsins Jón Þ. Þór er cand.mag. í sagn- fræði og doktor í hagsögu. Hann starfar sem for- stöðumaður Rannsóknaseturs í sjávarútvegs- sögu. Gylfi Magnússon er doktor í hag- fræði og dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. Gísli Sigurðsson er með MPhil- gráðu í mið- aldafræðum. Hann starfar sem sérfræðingur á Árnastofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.