Morgunblaðið - 07.12.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.12.2001, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 7 . D E S E M B E R 2 0 0 1 B L A Ð B JÓLIN eru hátíð ljóssins og skreytinganna. Jólaljós og jólaskraut af margvís- legu tagi setja svip á hátíð- ina og fagurlega skreytt jólatré eru eitt helsta tákn jólanna um allan heim. Nú á dögum lætur fólk sér ekki nægja að skreyta jólatré og hýbýli sín hátt og lágt heldur bregða margir á leik yfir jólin og klæða sig í sérstaka „jólamúnderingu“ í tilefni af fæðingu frelsarans. Börnin fara í jólasokka og klæð- ast fatnaði með myndum sem minna á jólin. Sum ganga jafnvel svo langt að klæða sig sem jólasveina eða jólaengla. Karlmenn setja upp húf- M or gu nb la ði ð/ Sv er ri r Jólaengill í jólasokkum. Morgunblaðið/Árni Sæberg ur með blikkandi ljósum og ganga gjarnan með hálsbindi með mynd af jólasveininum, sum þeirra spila jafnvel jólalög þegar þrýst er á ákveðna staði. Þeir hörðustu fara í sérhannaðar jólanærbuxur í tilefni dagsins. Konur skarta jólaeyrna- lokkum, jólahálsfestum, jólaarm- böndum, jólahárspöngum og er þá fátt eitt talið. Vitaskuld er þetta allt til gamans gert, svona rétt til að krydda tilveruna í svartasta skammdeginu. Ótrúlegustu hlutir Um miðja 19. öld bárust fyrstu jólatrén til Íslands en sá siður að skreyta jólatré í heimahúsum náði þó ekki fótfestu hér á landi fyrr en komið var fram á 20. öld. Síðan hafa jólaskreytingar sífellt færst í vöxt Gangandi jólatré og löngu liðin tíð að þær séu bundn- ar við jólatréð eingöngu. Er nú svo komið að okkur Íslendingum halda engin bönd þegar líður að jólum og í verslunum hér á landi má finna ótrúlegustu hluti sem notaðir eru til skrauts og hátíðarbrigða. Í Ótrúlegu búðinni má til dæmis finna ótrúlega mikið úrval af hvers konar jólaskrauti, þar á meðal ým- islegt til að skreyta sjálfan sig svo að maður geti nú verið eins og „gangandi jólatré“ yfir hátíðirnar. Þarna eru eyrnalokkar, hálsfestar, armbönd og hárskreytingar sem tengjast jólunum. Ennfremur mitt- isbönd og allt niður í jólasokka. Í versluninni Sock Shop má einn- ig finna fjölbreytt úrval af jólasokk- um á konur, karla og börn. Versl- unin Tiger hefur þá sérstöðu að þar fæst allt á 200 krónur, þar á meðal alls kyns jólaskraut. Þar má meðal annars finna jólasveinahúfur, rauð jólasveinanef með ljósi og blikkandi hreindýrahorn. Í Dressmann eru jólasveinabindi í miklu úrvali og í Kiss má meðal annars finna engla- vængi og geislabaug. Það eru sem sagt engin takmörk fyrir því hvern- ig hægt er að klæða sig upp og skreyta sig á jólunum, því hér hafa aðeins verið nefnd örfá sýnishorn sem valin voru af handahófi í versl- unum á höfuðborgarsvæðinu.  KFUM OG KFUK – FÉLAGSSTARF Á HJÓLUM/2  HÚLA HOPP/3  MYNDASÖGUR – VANMETIN BÓKMENNTAGREIN?/4  ÓTTAST EKKI HIÐ DULRÆNA/6  HANDLAGIN HÚSMÓÐIR/7  AUÐLESIÐ EFNI/8 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.