Morgunblaðið - 07.12.2001, Page 4

Morgunblaðið - 07.12.2001, Page 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Melkorka Helgadóttir nemi Myndasögur láta sér fátt mannlegt óviðkomandi og höfða til sífellt stækkandi lesendahóps. Anna G. Ólafsdóttir spjallaði við þrjá forfallna myndasögulesendur um listgrein, sem að margra mati er vanmetin og því jafnan hornreka í bók- menntaumfjöllun. Þótt íslensk útgáfa sé lítið áberandi koma annað slagið út myndasögur á íslensku, t.d. sendir útvarpsstöðin Lindin frá sér myndasögu um ævi Jesú fyrir jólin. MyndasöguBókmenntirmitt á millikvikmynda ogskáldsagna? ÉG HEF lesið myndasögur alvegfrá því að ég var lítil stelpa.Amma borgaði lengi vel fyrirmig áskriftina að Andrési Önd. Einn daginn þegar ég var á að giska 12 ára kom hún til mín og sagðist ætla að segja áskriftinni upp. Ég yrði að fara að lesa al- vöru bókmenntir. Henni bæði tókst og mistókst ætlunarverkið því að núna les ég bæði venjulegar bækur og myndasögur. Amma les sjálf rosalega mikið. Ætli ég hafi ekki fengið frá henni að vera bóka- ormur,“ segir Melkorka Helgadóttir, fjórða árs nemi við Menntaskólann við Hamrahlíð, hugsi á svip. Melkorka segist bæði hafa yndi að því að lesa og teikna. „Ég hef alltaf haft gam- an að því að teikna og er búin að taka tvo áfanga í myndlist í MH. Satt best að segja býst ég við því að ég leggi myndlistina fyr- ir mig í framtíðinni. Fyrsta bókin með myndskreytingum eftir mig kemur út fyr- ir jólin. Afi safnaði saman vísum í vísna- safn undir heitinu Börnin syngja og bað mig um að sjá um myndskreytingarnar,“ segir hún stolt í bragði. Melkorka kynntist myndasögum fyrir fullorðna í gegnum vin sinn 16 ára gömul. „Eftir að hafa lokið við fyrstu bókina varð ekki aftur snúið. Ég gleypti í mig hverja myndasöguna á fæt- ur annarri. Núna finnst mér fínt að lesa myndasögur inn á milli skáldsagna. Að lesa myndasögur er minna þreyt- andi heldur en að lesa venju- legar skáldsögur. Sumir segja að myndasögur falli mitt á milli kvikmynda og skáldsagna. Maður fái myndræna þáttinn úr kvikmyndum og dýptina úr skáldsög- um.“ Myndir frá hjartanu „Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa um raunverulegt fólk heldur en ofurhetjur og byssubófa,“ viðurkennir Melkorka og segir Daniel Clovs höfund að sínu skapi. „Myndasögurnar hans eru einhvers staðar mitt á milli þess að vera raunsæjar og absúrd. Ein af uppáhaldspersónunum mínum heitir David Boring (leiðinlegur) og er alveg dæmigerður meðaljón. Sög- urnar segja frá því hvernig hann bregst við ýmsum óvæntum uppákomum og eru eins langt frá því að vera leiðinlegar og hugsast getur. Daniel hefur frábært lag á að grípa lesandann og byggja upp spennu þó svo að því fari fjarri að um dæmigerða spennisögur sé að ræða.“ Melkorka segist upphaflega hafa hrifist af myndunum í myndasögunum. „Ég var hrifnust af ýktum myndum í svipuðum dúr og í Marvell-myndasögunum til að byrja með. Núna er ég hrifnari af mismunandi og sérstökum stíl. Skemmtilegustu teikn- ararnir hafa sinn eigin persónulega stíl og teikna myndirnar beint frá hjartanu. Chris Ware er ágætt dæmi um slíkan teiknara.“ Melkorka dregur upp teiknimyndasögu í stóru broti. „Þessi myndasaga heitir The Acme Novelity Library og er alveg dæmi- gerð fyrir hann. Sérðu hvað myndirnar eru einfaldar og skemmtilegar! Inn á milli er föndur til að klippa út rétt eins og í föndurbókum fyrir litla krakka. Ég tími ekki að klippa út föndrið og eyðileggja bókina. Hins vegar hef ég fyrir satt að hægt sé að gera allt föndrið.“ Þótt myndirnar séu einfaldar segir Mel- korka að ekki sé hægt að segja hið sama um sögurnar. „Myndasögurnar eru út- pældar og geta virst æði sundurlausar á köflum. Að lokum liggja þó allir þræðir saman og lesandinn verður margs vísari.“ „Manga“-áhrif á Vesturlöndum Melkorka segir að japönsku „manga“- myndasögurnar hafi tröllriðið Vesturlöndum á síðustu árum. „Með sama hætti hefur „manga“ haft talsverð áhrif á vestrænar myndasögur. Höf- undar eru farnir að leyfa sér að skapa flóknari fléttur og lengri myndasögur. Af því að „manga“ er upp- runið í einni ákveðinni hefð er hægt að greina ákveðin sameiginleg einkenni á sögunum, t.d. eru margar persónanna með mjög stór augu. Annað einkenni er að per- sónusköpunin er oft frekar grunn og stað- almyndir áberandi,“ segir hún og bætir því við að þó sé ekki laust við að ákveðnir höf- undar séu að feta nýjar slóðir. „Einn þeirrra heitir Hayao Miyazaki og kom hingað ekki alls fyr- ir löngu til að fylgja eftir kvikmyndinni Princess Monanoke. Með kvikmyndinni og mynda- sögum eins og Nausicaä hefur hann verið að skapa sér ákveðna sérstöðu í Japan. Hann skapar sér sinn eigin heim og alveg greinilegt að hann hefur frjótt ímyndunar- afl og er mikill náttúruunnandi. Aðal- persónurnar eru oft konur eða stelpur og þótt persónurnar séu ekkert sérstaklega djúpar eru þær talsvert dýpri heldur en al- mennt í „manga“.“ Vinsælustu sögurnar oft í útláni Melkorka segist sjaldnast hafa ráð á því að kaupa sér myndasögur. „Aftur á móti get ég ekki haldið vatni yfir því að hægt sé að kaupa sér bókasafnsskírteini fyrir 800 kr. á ári og fá að láni frábært safn alls kon- ar myndasagna. Mitt safn er aðalsafn Borgarbókasafnsins og gott dæmi um hvað myndasögur eru orðnar vinsælar er að bestu myndasögurnar eru mjög oft í út- láni. Myndasögurnar eru ekki nærri því eins mikið „cult“ og áður.“ Melkorka segir nokkrar ástæður fyrir því að myndasögur hafi átt erfitt upp- dráttar lengi vel. „Sumir eru auðvitað bara bóklatir,“ byrjar hún og brosir. „Aðrir hafa áhyggjur af ímynd sinni og vilja ekki lesa bækur með of miklum myndskreyt- ingum. Við munum kannski alltof vel eftir því þegar for- eldrar okkar tóku upp fyrstu bókina með engum myndum og sögðu: „Jæja, nú ertu orðinn svo stór að ég ætla að fara að lesa fyrir þig bækur með engum myndum.“ Um leið og maður varð upp með sér saknaði maður myndanna.“ Þriðja ástæðan tengist að áliti Melkorku ákveðinni staðalmynd. „Sumir eru sann- færðir um að þú þurfir að vera 15 ára bólu- grafinn strákur með fitugt hár og áhuga á role-play-leikjum til að lesa myndasögur og vilja ekki láta kenna sig við þá ímynd,“ segir hún og nefnir eina ástæðu til við- bótar. „Að lokum er alveg á hreinu að sum- ir hafa ekki hugmynd um að myndasögur snúast um miklu meira en bara Tinna, Lukku-Láka og einhverjar ofurhetjur. Myndasögur eru alveg jafnfjölbreyttar og kalla fram alveg jafnsterkar tilfinningar hjá lesandanum og skáldsögur almennt. Sumar teiknimyndapersónurnar eru nán- ast orðnar að vinum mínum.“ Hvernig þá? „Jú, t.d. sumar persónurnar í Love and Rockets eftir Hernandes-bræður. Sög- urnar hafa verið gefnar út í 19 ár og fylgt eftir ákveðnum vinahópi í jafnlangan tíma. Persónurnar vaxa og þroskast rétt eins og krakkar almennt. Stundum eru sögu- persónurnar mér svo ofarlega í huga að ég fer að hugsa til þeirra eins og ég hugsa til vina minna, t.d. lýstur því kannski niður í huga minn. „Úff. Ég þarf að hringja í Maggie. Henni líður svo illa núna!“ Morgunblaðið/Sverrir Melkorka: „Skemmtilegra að lesa um raunverulegt fólk en ofurhetjur og byssubófa.“ Kalla fram jafn- sterkar tilfinn- ingar og skáld- sögur almennt ÉG KYNNTIST myndasögunumfyrst í gegnum vin minn. Hannþurfti að hafa svolítið fyrir þvíað koma mér á bragðið. Hugs- anlega hefur örlað á fordómum hjá mér eins og svo mörgum öðrum. Þegar minnst er á myndasögur dettur fólki oft í hug vöðvatröll að lemja hvert annað í hausinn,“ segir Guðjón Þór Erlendsson arkitekt og hristir hlæjandi höfuðið. Blaðamaður spyr varfærnislega hvort hugsanlega örli þar á einhverjum misskiln- ingi. „Já, svo sannarlega. Myndasögur eru alveg jafnfjölbreyttur heimur og bók- menntir almennt. Ég hef lengi lesið venju- legar ritmálsbókmenntir til hliðar við myndasögurnar, t.d. verk Hallgríms Helgasonar og ýmissa erlendra höfunda. Hins vegar verð ég að játa að oft hefur far- ið í taugarnar á mér hvað rithöfundum er gjarnt á að taka sjálfa sig alvarlega. Meira að segja þegar þeir ætla ekki að taka sig al- varlega taka þeir sig alvarlega í því að taka sig ekki alvarlega!“ Hvers konar myndasögur hefur þú að- allega lesið? „Ég hef mestan áhuga á myndasögum með ákveðinni félagslegri- og pólitískri sýn á veruleikann. Myndasagan Maus er ágætt dæmi um slíka sögu. Þar segir bandaríski myndasöguhöfundurinn Art Spiegelman sögu föður síns. Hann var pólskur gyðingur og lenti í útrýming- arbúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Fyrir lestur myndasögunnar hafði ég lesið talsvert af venjulegum ritmálsbók- menntum um helför nasista. Þó fannst mér fyrst eftir lestur Maus ég almennilega skilja hvers konar sektarkennd fyrrverandi fangar í útrýmingarbúðunum þurftu að burðast með eftir að hafa verið veitt frelsi. Fangarnir horfðu á hvern fangann á fætur öðrum deyja allt í kringum sig í búðunum og vildu eðlilega allt til vinna til að bjarga sínu eigin skinni. Eftir á áttu margir erfitt með að losa sig við tilhugsunina um að hafa með einhverjum hætti haft áhrif á að ein- hverjir aðrir fangar dóu. Eftir seinni heimsstyrjöldina var áfallastreita ekki þekkt fyrirbæri. Eftirlifandi fangar í flótta- mannabúðunum áttu því ekki annarra kosta völ en að grafa sektarkenndina innra með sér. Með tímanum varð hún hluti af þeim sjálfum.“ Guðjón Þór segist ekki alveg gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif mynda- söguformið hafi haft á hvernig til tekst að koma boðskapnum á framfæri. „Aftur á móti er alveg ljóst að myndasagan hefur fleiri leiðir til að komast að sama takmarki heldur en venjulegar ritmálsbókmenntir. Mynd eða jafnvel heil myndaröð getur sagt sína sögu án texta.“ Guðjón Þór segir að ein af ástæðunum fyrir því að hann hafi hneigst til mynda- sagna sé að lítið beri á þjóðfélagsgagnrýni í íslenskum nútímabókmenntum. „Hraðinn í nútímanum gæti hugsanlega haft áhrif á þróunina. Ef höfundur ætlar að gagnrýna fiskveiðistjórnunarkerfið gæti sú gagnrýni verið orðin úreld þegar bókin kemur út. Þjóðfélagsgagnrýni af því tagi fer því að- allega fram í fjölmiðlum.“ Levis í miðjum hörmungunum Önnur áhrifarík myndasaga er að sögn Guðjóns Þórs Safe area Gorazde eftir Joe Sacco. „Joe er bandarískur blaðamaður og notar myndasögurnar til að lýsa upplifun sinni af því að kynnast lífinu í bænum Gor- azde í austurhluta Bos öldinni í fyrrverandi J 1991 til 1995. Gott dæm er raunsæisleg er að J inn í myndasöguna ein þessum tíma. Hann lý íbúunum, rekur sögu þ sinna og gerir sér far u inu í heild. Myndasaga heimsóknum Joes til G heimsókninni kemur f komið hafi til átaka á m hann var í burtu. Jafnv smærri raunsæislegar ir verða eftirminnilega myndasögunni. Ein se því að æðsti draumur stelpu sé að eignast L Hvort Joe færði henni ekki man ég ekki. Mér við að uppgötva að mit unum skyldu Levis ga efst í huga. Vestræn n greinilega engin takm Þór og bætir því við að takist blaðamanninum draga fram fólkið á bakvið frétt- irnar. „Joe rek- ur ekki bara endalausar tölur um fjölda látinna heldur d mannlega með eftirmi myndasögunni. Óhætt henni við alla sem láta hverju varða.“ Engin höf Guðjón Þór einskor myndasögur af alvarle líka „pulp“,“ segir han arsvip blaðamannsins sögur eru nær dægurm t.a.m. fyrir stuttu fyrs í japönsku myndasögu Wolfe and Cub. Þó my irborðinu um samúræj ur hún í rauninni nær Guðjón Þór: „Myn Guðjón Þór Erlen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.