Morgunblaðið - 07.12.2001, Page 5
ÁSTÆÐAN fyrirþví að ég vinn ábókasafni er aðég er hreint út
sagt óforbetranlegur
bókaormur og sækist
grimmt eftir alls konar
bókum. En ég verð að við-
urkenna að ég vissi af-
skaplega lítið um mynda-
sögur fyrir um ári. Satt
best að segja opnaði Hrafn
Harðarson bæjarbókavörð-
ur augu mín fyrir mynda-
sögum með því að kaupa á
safnið 100 eintök af myndasög-
um skömmu eftir að ég byrjaði.
Af einskærri forvitni byrjaði ég
náttúrulega að þefa af nýju bókunum og
vissi ekki fyrr til en ég var dottin á bóla-
kaf ofan í pottinn,“ segir Anna Margrét
Sigurðardóttir, bókavörður í Bókasafni
Kópavogs, og staðhæfir með bros á vör að
ákaflega auðvelt sé að ánetjast myndasög-
um.
„Ég var fljót að átta mig á því að
myndasögur væru spennandi svið. Stóra
spurningin hlaut að snúast um hvar væri
réttast að byrja. Á endanum hringdi ég í
Pétur í Nexus (aðalinnflytjanda mynda-
sagna á Íslandi) til að spyrja ráða. Hann
ráðlagði mér að byrja á því að lesa fræg-
asta verk eins helsta meistara mynda-
sagnanna Neil Gaiman um Sandman.
Myndasagan er reyndar 10 bóka ritröð og
best er að byrja á fyrstu bókinni og lesa
síðan bækurnar koll af kolli í réttri tíma-
röð því víða er vísað aftur í fyrri bæk-
urnar. Sandman fjallar um sjö systkini,
Draum (Dream), Dauða (Death), Örlög
(Destiny), Óráð (Delerium), Tortímingu
(Destruction), Örvæntingu (Despair) og
Þrá (Desire), og er hvert um sig holdgerv-
ingur samnefndra mannlegra eiginleika.
Skemmst er frá því að segja að systkinin
hafa verið til frá upphafi vega og lifa í sín-
um eigin heimi til hliðar við hinn raun-
verulega heim. Annars eru myndasög-
urnar bráðspennandi fantasíur og taka
ekki síður á aðkallandi spurn-
ingum í mannlegri tilveru held-
ur en skáldsögur almennt, t.d.
bæði siðferðislegum og heim-
spekilegum.“
Ekki bara Batman
og Súpermann
„Eftir að hafa lesið Sandman
ætti engum að dyljast að
myndasögur snúast ekki aðeins
um ofbeldi og ofurhetjur eins
og Batman og Súpermann.
Myndasögur ná til nánast allra
tegunda bókmennta. Mynda-
söguhöfundar skirrast heldur
ekki við að sækja sér efnivið í
bókmenntaarfleifðina. Eric
Shanower er gott dæmi um
slíkan höfund því að hann sækir
sér efnivið alla leið til Hómers í
sjö myndasagna ritröð um
Trójustríðið. Ég er búin að lesa
fyrstu bókina og bíð spennt eft-
ir því að fá aðra bókina í hend-
urnar,“ segir Anna Margrét og
nefnir fleiri dæmi um að klass-
ísk skáldverk hafi verið færð í
myndasögubúning. „Ég er ekki
viss um að allir viti að hægt er
að fá barnaævintýri Oscars Wilde í
myndasagnabúningi að láni á safninu.“
Ein tegund myndasagna eru sjálfs-
ævisögur. „Fyrir byrjendur getur verið
áhugavert að glugga í sjálfsævisögu eins
af frumkvöðlum myndasögunnar – Wills
Eisners. Ekki hvað síst af því að inn í
raunsæislega lýsingu hans á sínu eigin lífi
fléttast þróun myndasögunnar nánast frá
upphafi, þ.e. frá því að birtast nær ein-
vörðungu í dagblöðum, yfir í myndasögu-
blöð og bækur,“ segir Anna Margrét og
tekur fram að enn sé jarðvegurinn fyrir
ákveðnar bækur oft kannaður með því að
byrja á því að gefa myndasögurnar út í
myndasögublöðum. „Ef blöðin seljast vel
er gjarnan ráðist í að gefa myndasög-
urnar út í bókarformi eins og við höfum
hér á safninu.“
Anna Margrét læðir því að lokum inn í
upptalningu á hinum ólíku gerðum
myndasagna að fjölmörg dæmi séu til um
heimildarmyndasögur, t.d. hafi verið
gerðar myndasögur um stríðið í fyrrver-
andi Júgóslavíu á árunum 1991 til 1995.
Myndasögunni sé reyndar fátt mannlegt
óviðkomandi. „Myndasagan hefur fjallað
um ýmiss konar félagslegt atferli eins og
t.d. kaup vestrænna karla á aust-
urlenskum konum. Í myndasögunni A ma-
il order bride (Póstbrúður) er fjallað um
aðlögun einnar slíkrar konu að
vestrænu samfélagi.“
Hungur í fantasíur
„Ég verð að viðurkenna að
ég var dálítið lengi að lesa
fyrstu myndasögurnar. Smám
saman komst ég síðan upp á
lagið með að grípa saman
mynd og texta. Núna er ég
bara orðin nokkuð snögg að lesa og gríp
hverja myndasöguna á fætur annarri.
Eina vandamálið er að myndasögurnar
eru orðnar svo vinsælt lesefni að bestu
myndasögurnar eru sjaldan inni á safn-
inu,“ segir Anna Margrét og bætir því við
til frekari skýringar að safnið eigi aðeins
um 300 titla af myndasögum. „Misjafnt er
eftir bókasöfnum hversu mikil áhersla er
lögð á myndasögur. Mestur fjöldinn er lík-
lega til á aðalsafni Borgarbókasafnsins.“
Anna Margrét getur sér til að fantasían
hafi laðað lesendur að myndasögunum.
„Ég held að fólk sé búið að fá sig fullsatt
af öllu raunsæinu.
Ekki bara í
bókmennt-
unum
heldur yfirleitt í samfélaginu, t.d. ofur-
áherslunni á fréttir, tíma og hvernig allt í
lífinu er einhvern veginn klippt og skorið.
Með tímanum hefur myndast þrá eftir æv-
intýrinu. Lesendur koma hingað inn
hungraðir í fantasíur. Ég held t.d. að vin-
sældir Harry Potter séu einkenni þessa
hungurs. Myndasagan er eitt birting-
arform fantasíunnar enda sér maður sí-
auknar vinsældir hennar.“
Hvaða aldurshópur er hrifnastur af
myndasögum? „Ég hef í sjálfu sér ekki
gert neina úttekt á því hverjir lesa mynda-
sögur mest. Þó kemst ég ekki hjá því að
sjá að ungt fólk er í meirihluta. Fólk á
miðjum aldri er líka aðeins að glugga í
bækurnar. Dæmi eru um að lesendur séu
enn eldri en slíkt er algjör undantekning,“
svarar Anna Margrét og er spurð að því
hvort lesendur myndasagna einskorði sig
við þann flokk bóka. „Nei, alls ekkert.
Sumir lesa mest myndasögur. Aðrir lesa
jöfnum höndum myndasögur og annars
konar bókmenntir. Héðan gæti t.a.m. far-
ið út manneskja með myndasögu og skáld-
sögu eftir Selmu Lagerlöf undir hendinni.
Myndasögur eru góð viðbót við aðrar bók-
menntir og ég a.m.k. mun örugglega lesa
þær með öðru fram á grafarbakkann.“
Þrenns konar straumar
Þrenns konar hefð er mest
áberandi í nútímamyndasög-
um. „Að því er ég best veit
spratt nútímamyndasagan upp
í Bandaríkjunum fyrir miðja
síðustu öld. Þaðan barst hún
síðan til Evrópu og alla leið til
Japan. Evrópubúar urðu fyrir
þónokkrum áhrifum frá
bandarísku myndasögunni
þótt evrópskar myndasögur séu gjarnan
öðruvísi en bandarískar,“ segir Anna
Margrét og bætir við að elstu hefð mynda-
sagna í Evrópu sé að finna í Frakklandi,
Hollandi, Belgíu og Bretlandi. „Aftur á
móti eru Japanar dálítið sér á báti því að
um leið og tekin voru inn áhrif frá Banda-
ríkjunum var endurlífguð gömul mynda-
söguhefð þar í landi. Japanir eiga sér því
sína eigin myndasöguhefð, „manga“, og
skera sig frá öðrum, bæði hvað varðar
efnistök og teikningar.“
En hefur myndasagan hlotið verðskuld-
aða viðurkenningu til þessa? „Nei – alls
ekki. Ekki frekar en bókmenntagrein-
ar á borð við fantasíur og vís-
indaskáldsögur. Núna held ég
að við séum komin að
ákveðnum tímamótum. Eins
og ég sagði áðan er farið
að fjalla um ákveðnar
grundvallarspurningar í
mannlegri tilveru í
myndasögum og því er
ekki nema eðlilegt að
þessi bókmenntategund hljóti almenna
viðurkenningu,“ segir hún og svarar því
næst spurningunni um hvort myndirnar í
myndasögunum grafi undan ímyndunar-
aflinu: „Alls ekki því að góð mynd leggur
áherslu á ákveðna þætti og lætur ímynd-
unaraflinu eftir afganginn. Að láta mynd
og texta spila saman er síðan ákveðin list.
Myndirnar bæta oft heilmiklu við sjálfa
söguna,“ segir Anna Margrét og ætlar að
sjá til þess að myndasögur hljóti verð-
skuldaðan sess í nýrri dægurmenning-
ardeild rísandi menningarmiðstöðvar í
Kópavogi þar sem bókasafnið verður til
húsa.
Morgunblaðið/Þorkell
Anna Margrét: „Fjallað er um ákveðnar grundvallarspurningar í mannlegri tilveru.“
Höfundar
skirrast ekki
við að sækja
sér efnivið í
bókmennta-
arfleifðina
Anna Margrét Sigurðardóttir bókavörður
ago@mbl.is
Myndasögur
ekki bara
um ofurhetjur
og ofbeldi
Mor
gunb
laðið
/Þor
kellr
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 B 5
sníu á meðan á styrj-
Júgóslavíu stóð frá
mi um hvað frásögnin
Joe teiknar sjálfan sig
ns og hann leit út á
ýsir kynnum sínum af
þessara nýju vina
um að lýsa samfélag-
an gerist í tveimur
Gorazde og í seinni
fram að
meðan
vel
r frásagn-
ar í
egir frá
einnar
evis gallabuxur.
i gallabuxurnar eða
r var aðallega brugðið
tt í öllum hörmung-
allabuxur vera henni
neytendahyggja á sér
mörk,“ segir Guðjón
ð með þessari aðferð
m að
dregur fram hið
innilegum hætti í
t er að mæla með
a sig stjórnmál ein-
ft í gangi
rðar sig ekki við
egra taginu. „Ég les
nn og svarar spurn-
. „Já, „pulp“ mynda-
menningu. Ég las
stu myndasögubókina
uritröðinni Lone
yndasagan fjalli á yf-
æja og son hans stend-
hinni klassísku kú-
rekasögu um hinn einmana
kúreka. Transmetropolitan
er önnur myndasaga mitt á
milli „pulp“ og mjög harka-
legrar samfélagsádeilu.
Sagan fjallar um banda-
rískan blaðamann í ótil-
greindri borg í Bandaríkjunum einhvern
tíma í framtíðinni.“
Guðjón Þór er spurður að því hvar hann
fái myndasögurnar. „Venjulega
kaupi ég myndasögurnar í Nex-
us. Ég á samt ekkert rosalega
stórt safn því að ég er duglegur
að velja úr og líkar alls ekki allt.
Ég býst við að ég lesi hverja
myndasögu oftar en venjulegar
ritmálsbókmenntir og sífellt stærri hluti af
lestrartíma mínum fer í að lesa myndasög-
ur. Efniviðurinn er spennandi, formið opið
og engin höft í gangi. Myndasögunum er
heldur ekki skipt í flokka, t.d. ástarsögur,
ævisögur og spennisögur, eins og venjuleg-
um ritmálsbókmenntum, heldur geta verið
allt í senn.“
Guðjón Þór segist ekki geta neitað
því að hann hafi orðið var
við fordóma gagn-
vart myndasögum.
„Ég hef orðið var
við bæði beina og
óbeina fordóma,
t.d. lýsir fólk oft yfir undrun sinni yfir því
að ég „skuli“ lesa myndasögur. Mér finnst
líka skrítið að þegar gerðar eru kvikmyndir
eftir myndasögum og fólk hópast til að sjá
kvikmyndirnar skuli sala á myndasögunum
ekki aukast eins og gerðist, t.d. eftir að
kvikmyndin eftir skáldsögunni um Bridget
Jones var frumsýnd. Stundum dettur áhugi
fólks á einhverju mjög áhugaverðu efni al-
gjörlega niður við að vita að fjallað hefur
verið um efnið í myndasögu.“ Hvað er fólk
eiginlega að hugsa? „Ég kalla þetta nú bara
smáborgarahátt, þ.e. að halda að ein list-
grein geti verið æðri annarri. Engum dett-
ur til hugar að tala svona um listgreinar
eins og höggmyndalist og almennar bók-
menntir.“
Morgunblaðið/Sverrir
ndasagan hefur fleiri leiðir til að komast að sama takmarkinu.“
Fordómar
ríkjandi gagn-
vart mynda-
sögum
ndsson arkitekt