Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTRÆNA IÐKUNÉG VAR í mikilli sálar-togstreitu hvað varðarsönginn því mér varorðið ljóst að ég hafðiekki fundið réttan far-veg fyrir hann. Það var einskis virði að syngja popp, djass, ballöður eða annað, því eitthvað í mér þráði að sameina sálarbraut mína og þetta dásamlega tjáningarform. Síð- an þá hefur mér tekist að finna leið til þess að vinna með hópum með rödd- ina, þar sem sálin fær að leika lausum hala í raddbeitingunni og líkaminn tekur fullan þátt í ferlinu. Þannig fæðist samruni sjálfsstyrkingarferils og tjáningar með röddinni. Með aldr- inum og sífellt opnari sál hefur röddin tekið á sig dýpt og breidd og hug- rekki, sem ekki var þar þegar ég var yngri. Sálin fær nú að nota þetta tæki á öðum sviðum en því rómantíska, sem var gamla leiðin.“ Sigrún Harðardóttir ráðgjafi hefur hér orðið. Sjálfsagt muna margir eftir henni frá því á árum áður er hún heill- aði landsmenn með silfurtærri söng- rödd sinni í lögum eins og Ástar- kveðju, Vögguvísu úr Silfurtunglinu og Sofðu unga ástin mín og lögum af sólóplötu hennar „Shadow Lady“ sem út kom árið 1976, en þar söng Sigrún frumsamin lög og texta. Síðan þá hefur hún víða ratað í leit sinni að auknum sálarlegum og andlegum hæfileikum og sjálfsþekkingu. Sú leit virðist hafa borið árangur því nú er hún farin að miðla öðrum af reynslu sinni og þekkingu á þessu sviði. Hún hefur um nokkurra ára skeið verið búsett í Danmörku og starfað þar að andlegum málefnum og ráðgjöf. Sig- rún hefur að undanförnu dvalið hér á landi og hélt nýverið fyrsta nám- skeiðið af fjórum um efni sem hún kallar: „Sjálfsþekking og mannleg samskipti. Skilningur og færni á list- rænni lífsbraut.“ Leitin að vistvænum safnhaugi Allt á þetta sinn aðdraganda og Sigrún segir að samhliða rysjóttum söngferlinum liggi straumur af sjálfs- þroska og leit að auknum sálarlegum og andlegum hæfileikum: „Þessi straumur, sem ýtir mér á undan sér, hefur leitt mig inn á fjár- sjóðaleit og fjársjóðurinn er eigin sál og annarra. Eftir nokkurra ára leit var ég stödd á Emerson College í Essex á Englandi, sem er fullorðins- fræðsluskóli, byggður á heimsmynd Rudolfs Steiner. Tildrögin voru þau að ég var svo óánægð með safnhaug- inn minn á Kletti í Gufudalssveit, en þar gerðist ég bóndi 25 ára gömul. Draumur minn var að rækta líf- rænt og ég bjó mér því til safnhaug í stað þess að nota ólífrænan áburð. En safnhaugurinn minn var bara svo lé- legur að ég ákvað að finna mér skóla til að læra að búa til almennilegan safnhaug. Ég skrifaði út um allan heim og fékk upplýsingar um þennan skóla á Englandi og dreif mig þangað, 27 ára, og innritaðist í landbúnaðar- deildina. Þar lærði ég að búa til al- mennilegan safnhaug, en í skólanum voru margar aðrar deildir. Þarna var hægt að læra listiðkun, kennslufræði og maður gat lært að verða fóstra og sitthvað fleira. Upphaflega lærði ég þarna „bíódýnamískan“ landbúnað í eitt ár, en um leið uppgötvaði ég þá andlegu uppsprettu sem þarna var að finna. Ég hafði verið andlega leitandi í mörg ár og skynjaði að í Emerson College var að finna svör við mörgum mínum spurningum. Rúmum áratug síðar var ég aftur komin á skólabekk í þessum skóla.“ Að loknu búfræðináminu á Eng- landi kom Sigrún heim og starfaði meðal annars sem menntaskólakenn- ari í nokkur ár. Á árunum 1982 til 1984 settist hún niður á kvöldin að loknum vinnudegi og þýddi „Heim- speki frelsisins“ eftir Rudolf Steiner. „Við það kom enn meira skipulag á hugsanamynstur mitt og hæfileikann til að gera flóknar hugsanir og hugtök skiljanleg fyrir aðra,“ segir hún. Sigrún var með í stofnun Vestur- landsdeildar Kvennalistans og full- trúi þeirra í ritnefnd 19. júní, blaðs Kvennréttindafélagsins, í tvö ár. Hún vann hjá Sundsambandinu um skeið og komst þá að því að hana skorti þekkingu varðandi skipulag og stjórnun á stofnunum, félögum og fyrirtækjum. „Ég ákvað því að fara aftur í Emer- son College og nam þar fyrirtækja- ráðgjöf, fullorðinsfræðslu og sjálfs- styrkingu í tvö ár og stofnaði samtímis ráðgjafarhóp, þar sem við unnum ráðgjafar-, leiðbeiningar- og kennslustörf í „frístundum“ okkar.“ Ný aðferð við fullorðinsfræðslu Að loknu náminu á Englandi flutti Sigrún til Danmerkur. „Í byrjun vann ég skipulega að því að læra tungu- málið, sem var gleymt og grafið eftir stúdentsprófið. Jafnframt gerði ég mér far um að reyna að skilja dönsku þjóðarsálina og skapa vef af fólki með sömu áhugamál. Þetta leiddi fljótt til þess að ég fór að flytja fyrirlestra og var ráðin hjá ráðgjafarfyrirtækinu „danSET consulting“ og varð svo meðeigandi að því. Síðan stofnaði ég lítið fyrirtæki og svo ásamt öðrum fé- lagið ProAnima, sem vinnur aðallega með sjálfsstyrkingu og fyrirtækja- ráðgjöf á grundvelli félagslegrar vist- fræði.“ Árið 1993 gerðist Sigrún frum- kvöðull í Danmörku fyrir enska þroskaferlið „Springboard“, sem er sjálfsstyrking og ferli ákvarðanatöku fyrir konur: „Ég þýddi vinnubókina og lagaði námskeiðin að dönskum að- stæðum. Ég var með þessi námskeið í fjögur ár og urðu þátttakendur í allt um 900 talsins, frá ýmsum fyrirtækj- um og stofnunum. Þessi námskeið eru byggð á því að þátttakendur vinna á ýmsan hátt með sjálfsævi- sögu sína.“ Haustið 1998 tók Sigrún svo frum- kvæðið í nýjum aðferðum til kennslu fullorðinna og bauð upp á tveggja og hálfs árs hlutanám, eina helgi einu sinni í mánuði. „Þriðji danski hópur- inn er nú búinn með ferlið. Ég vinn með skapandi ferli, þar sem sterk þátttaka er undirstöðuatriði í því að skilja sjálfan sig og aðra. Það var draumur minn eftir námið á Englandi að sameina listræna iðkun og það að þroska sig sem fullorðin manneskja. Þetta hefur nú tekist. Ég hef sjálf iðk- að listmálun frá árinu 1988, bæði sem tæki til að skilja sjálfa mig og einnig sem hreina listræna tjáningu.“ Námskeið í fjórum lotum Þess má geta að hér á landi eru nú starfræktir tveir almennir skólar og þrír leikskólar í anda Rudolf Steiner og hefur Sigrún komið heim undan- farin tíu ár, eina helgi á ári, og unnið að samvinnuferlum og stjórnun í þessum skólum. En námskeiðin sem hún stendur fyrir nú eru óháð þeirri starfsemi. Sigrún lagði áherslu á að á námskeiðunum væri ekki verið að prédika, kenna eða innprenta mann- speki Rudolfs Steiner, heldur eru andleg vísindi hans notuð til stuðn- ings við leit að mannþekkingu og auknum þroska: „Þetta er námskeið í fjórum lotum sem tengjast innbyrðis og hug- myndafræðin, sem að baki liggur, er andleg vísindi Rudolfs Steiner, sem hann kallaði mannspeki,“ sagði Sig- rún. „Þetta er sérstök aðferð sem byggist á því að bera virðingu fyrir því að fullorðið fólk þroskast og þroski fullorðins fólks felst ekki ein- göngu í því að fara í frekara háskóla- nám eða endurmenntun heldur einn- ig í því að sálin þroskar sig alltaf. Hún hefur innri hrynjandi sem við vinnum með. Og við vinnum einnig með þá vitneskju að sálir fullorðins fólks þrá einhvers konar listræna iðkun og sálin blómstrar við listræna iðkun. Á námskeiðinu sem nú er nýlokið, það er að segja fyrstu lotu, er kynn- ing á því hvernig mannspekin lítur á manneskjuna, sem líkama, sál og anda. Og hvað það þýðir þegar við er- um að vinna með okkur sjálf, og með öðrum, að líta á manneskjuna þannig. Ég held fyrirlestra um efnið og síðan fer fram mikil hópvinna með listrænu ívafi og samtölum og með verkefnum og æfingum. Þátttakendur skrifa nið- ur það sem þeir upplifa í æfingunni. Við erum að læra allt lífið og sálin þráir að læra. Hún grípur allt sem við gefum henni til að þroska sig og út- víkka.“ Ef ég tæki mig nú til og skellti mér í aðra lotu, færi á þetta námskeið í júní. Hvað myndi ég læra? „Þú myndir læra um lundernið. Hvað það þýðir fyrir manneskjuna ef lundernið einkennist af hæglyndi, bráðlyndi, þunglyndi eða léttlyndi. Við vinnum einnig með ágreining í mannlegum samskiptum, hvar hann er algengastur, sem er í hjónabandi og á vinnustöðum. Þú myndir líka læra um þá eiginleika sálarinnar sem koma fram í tjáningu. Hvernig þú tjá- ir þig. Ertu ákveðinn, skipulagður í tali og sannfærandi eða ertu kannski blíður, hikandi og spyrjandi? Hver maður hefur venjulega sex svona eig- inleika, en flestir nota ekki nema þrjá þeirra. Námskeiðið er því líka æfing í því að útvíkka sálarfærni sína í því hvernig við tjáum okkur hvert við annað.“ Þriðja lota verður í janúar á næsta ári og sagði Sigrún að þá yrði tekin fyrir sjálfsævisagan í orðum og myndum, þroskahrynjandi mann- eskjunnar og persónuleg örlög. „Ævi fólks er lykillinn að þroskanum. Hún er fjársjóður. Hér er lögð áhersla á að menn séu ekki að velta sér upp úr ein- hverju sem miður hefur farið í fortíð- inni heldur byggist aðferðin á af- mörkuðum æfingum, sem opna Sigrún Harðardóttir er hætt að syngja inn á hljómplötur en hefur beint söngnum í annan farveg. Hún segir Sveini Guðjónssyni frá því hvernig henni tókst að „sameina sálarbraut sína og þetta dásamlega tjáningarform“, eins og hún orðar það sjálf. Sigrún hefur stundað listmálun frá árinu 1988, „bæði sem tæki til að skilja sjálfa sig og einnig sem hreina listræna tjáningu“, eins og hún orðar það. Þetta verk heitir „Sál með Ég-kjarna“. Þegar þátttakendur eru konur eru börnin oft með, í anda eða í líkama. Þessi var með í móðurlífi og þar til hann var sex mánaða gamall. Leikræn tjáning á námskeiði sem mið- ar að því að „upp- götva skuggahlið- ina“, í Danmörku árið 2001. Listræn vinna er ávallt fólgin í nám- skeiðunum. Sálin blómstrar við Sigrún Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.