Morgunblaðið - 01.02.2002, Page 3

Morgunblaðið - 01.02.2002, Page 3
æviferilinn og sýna hversu mikil ger- semi hann er. Þessi lota er yndisleg og byggist á gagnkvæmri virðingu, hlýju og vakandi hlustun. Hver og einn vinnur að sínum æviferli. Hóp- samtöl og verkefni eru í föstum ramma, einnig skapandi verkefni með myndlist og hreyfingu. Þá eru fyrirlestrar um þroskatímabilin. Í fjórðu lotu, sem haldin verður í júní 2003, er farið í samtalstækni: að styðja náungann, að virða frelsi hvers og eins. Við æfum samræðutækni og það hvernig við hlustum og hvernig við spyrjum. Einnig lítum við á skuggahliðarnar á okkur. Svo förum við í stjörnumerkin tólf sem frum- myndir í lífsþemum okkar. Í því sam- bandi gerum við líkamlegar æfingar á dýnum til að skilja áhrif stjörnu- merkja dýrahringsins á það hvernig við leikum þau hlutverk sem okkur er ætlað í lífinu.“ Sigrún sagði að menn gætu gengið inn í hverja lotu fyrir sig án þess að hafa tekið þátt í þeim sem á undan væru gengnar. En til þess þyrfti viss- an undirbúning og best væri að hafa fyrst samband við hana á netfanginu: proanima.sh@get2net.dk varðandi nánari upplýsingar. Ég elska bara að syngja Við víkjum talinu að söngferlinum sem hófst þegar Sigrún var á barns- aldri: „Ég var tólf ára þegar ég söng fyrst í útvarpið og það var fyrir til- stilli söngkennarans míns í Miðbæj- arskólanum. Við vorum nokkrar stelpur sem sungum saman og ég söng líka einsöng, meðal annars Pass- íusálmana. Við sungum líka í óperum og Guðmundur Jónsson óperusöngv- ari heldur því fram að hann hafi upp- götvað mig. Mér finnst það svo sætt. Ég fór svo í Menntaskólann á Ak- ureyri þegar ég var 17 ára og byrjaði þá strax að syngja og kom meðal ann- ars fram sem skemmtiatriði í Sjall- anum. Elsku vinur minn, Ingimar Eydal, og kona hans Ásta Sigurðar- dóttir gengu mér nánast í foreldra- stað þarna fyrir norðan. Ég söng líka í „blandaða MA-kvartettinum“ ásamt Valgerði Gunnarsdóttur, Jóni Aðal- steini Baldvinssyni og Þórhalli Bragasyni og Ingimar spilaði undir hjá okkur. Þegar ég var 19 ára kom svo út plata með laginu Ástarkveðja og þá varð ég fyrst „þekkt söngkona“ ef svo má segja. Tildrögin að útgáfu þessarar plötu voru þau að kvart- ettinn var að syngja í sjónvarpinu og Andrés Indriðason dagskrárstjóri ákvað þá á staðnum að það yrði bara að gefa út pötu með mér. Á plötunni voru fjögur lög og Ástarkveðja varð þeirra vinsælast og var spilað árum saman í útvarpi. Svo hringdu strákarnir í hljóm- sveitinni Orion í mig og báðu mig að syngja með sér og ég fór að syngja með þeim á böllum, fyrst um sumarið áður en ég fór í sjötta bekk og svo var ég með þeim í ár eftir að ég lauk menntaskólanum. Hljómsveitina skipuðu Eysteinn Jónasson, Stefán Jökulsson og bræðurnir Sigurður Ingvi og Snorri Snorrason. Ég söng inn á eina litla plötu með Orion en síð- an leystist hljómsveitin upp.“ Hvernig líkaði þér að syngja dæg- urlög á böllum? „Mér líkaði það ágætlega. Ég elska bara að syngja og það skiptir ekki máli hvort það eru dægurlög eða eitt- hvað annað. Ég tek undir með Hel- enu Eyjólfsdóttur sem sagði eitt sinn: „Ég hefði borgað fyrir að fá að syngja frekar en að missa af því.“ Ég hafði þó alltaf mest gaman af að syngja sí- gild dægurlög í anda Franks Sinatra og Barböru Streisand. Ég náði hins vegar aldrei almenni- legu sambandi við fólk í poppbrans- anum og ég held að það sama hafi átt við um strákana í hljómsveitinni. Ég drakk ekki, reykti ekki og var ekki í dópinu og þeir lifnaðarhættir sem fylgdu poppinu áttu ekki við mig. Ég eignaðist því aldrei nána vini í brans- anum, nema strákana í Orion. Við Snorri vorum trúlofuð á tímabili og eignuðumst saman soninn Róbert. Eftir að ég hætti að syngja á böll- um með Orion ákvað ég að reyna aðr- ar leiðir og fór að semja lög og texta. Afraksturinn af því kom svo út á sóló- plötunni Shadow Lady árið 1976 og undirleikarar voru meðal annarra Magnús Kjartansson, Gunnar Þórð- arson, Rúnar Georgsson, Eggert Þorleifsson og hljómsveitin Júdas og bakraddir söng Spilverk þjóðanna. Þegar hér var komið sögu var ég orðin bóndi á Kletti í Gufudalssveit og keyrði 400 kílómetra á biluðum Skóda til að taka upp plötuna í Hljóð- rita í Hafnarfirði. Seinna samdi ég svo lög fyrir leik- rit og lék í söngleik á Húsavík og hélt tónleika bæði á Íslandi og á Englandi. Í fyrri námsdvöl minni á Emerson College árið 1978, þegar ég var að læra að búa til vistvæna safnhauginn, skipulagði ég opna og vel sótta kvennatónleika með fimm konum, sem sömdu eigin lög og texta. Svo söng ég í sönghópi á Akranesi og með hljómsveit nemenda Fjölbrautaskól- ans á Akranesi, þar sem spiluðu með- al annarra Björn Steinar Sólbergs- son, organisti á Akureyri, og Eðvarð Lárusson gítarleikari. Eftir 1986 gerði ég hlé á eigin söng og hóf að læra ýmsar upphitunaræfingar með rödd og takti til uppbyggingar á hóp- efli og kenndi einnig hópi fólks, sem var laglaust, að syngja og gekk það framar öllum þeirra vonum. Og hér erum við eiginlega komin að upphafi þess þroskaferils, sem hófst með seinni námsdvöl minni á Emerson College og hefur leitt mig aftur hing- að til lands með þetta námskeiða- hald,“ sagði Sigrún Harðardóttir, sem kvaðst nú vera hætt að semja tónlist. Hún á þó eitt lag hljóðritað, en óútgefið, í fórum sínum, er hún samdi endur fyrir löngu og langar til að gefa út á plötu. Hvort af því verður mun tíminn hins vegar leiða í ljós. Bóndinn á Kletti að semja lög á sóló- plötu sína, „Shadow Lady“, árið 1976. Hljómsveitin Orion árið 1969: Eysteinn Jónas- son, Sigurður I. Snorrason, Snorri Snorrason, Stefán Jökulsson og Sig- rún. Blandaði MA-kvartettinn ásamt undirleikara 1968: Þór- hallur Bragason, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Ingimar Eydal, Valgerður Jónsdóttir og Sigrún Harðardóttir. Sigrún og Kristján Elís Jónasson í upp- færslu á Fiðl- aranum á þak- inu á Húsavík 1979. svg@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 B 3 Útsala Útsala Kringlunni, sími 588 1680 Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Nú 20% aukaafsláttur ÚTSALA Bláu húsin við Faxafen, Suðurlandsbraut 52, sími 553 6622. Útsölunni lýkur á morgun 20-50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.