Morgunblaðið - 01.02.2002, Page 6
DAGLEGT LÍF
6 B FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
tók fyrstu börnin að sér í septem-
ber 1974, þá 37 ára gömul.
Inga hefur nú starfað sem dag-
móðir í rúmlega 27 ár, en í júní í
sumar verður hún 65 ára gömul og
segist alls ekki hafa í hyggju að
leggja niður störf í bráð.
Tvígift og tvífráskilin
Ingibjörg hefur kynnst bæði
gleði og sorgum á lífsleiðinni og
þurft að takast á við margt æði mis-
jafnt. Hún er tvígift og tvífráskilin,
en segist alls ekki vera bitur í garð
eins eða neins. Það þýði ekkert ann-
að en að standa teinréttur í baki og
bera sig vel enda sé hún nú fyrir
löngu komin á lygnan sjó þótt útlit-
ið hafi alls ekki verið gæfulegt þeg-
ar hún stóð uppi 45 ára gömul, alls-
laus með tvö börn, 7 og 8 ára
gömul.
Ingibjörg er frá Brú í Biskups-
tungum, þriðja elst í sjö systkina
hópi, fædd 11. júní árið 1937. Fyrri
maðurinn hennar, Bjarni Sigurðs-
son, var af næsta bæ, frá Geysi í
Haukadal. Ung byrjuðu þau að búa
saman í Hveragerði og var Ingi-
björg rúmlega tvítug þegar hún var
komin með þrjú börn, Sigrúnu, sem
nú er 46 ára, Karl 44 ára og Bjarna
43 ára. Ingibjörg var 27 ára þegar
þau Bjarni slitu samvistir og fóru
þá drengirnir tveir í fóstur að Geysi
til föðurforeldra, Sigurðar Greips-
sonar og Sigrúnar Bjarnadóttur,
þar sem þeir nutu ástar og
umhyggju, en Inga flutti
til Reykjavíkur með Sig-
rúnu, dóttur sína.
É
G ER svo heppin að
hafa aldrei fengið eina
einustu kvörtun í öll
þessi ár,“ segir Ingi-
björg Óskarsdóttir
um leið og hún ber kaffi og sörur á
borð fyrir mig í stofunni sinni. Ingi-
björg eða Inga, eins og hún er
gjarnan kölluð, býr á fjórðu hæð í
fjölbýlishúsi, í rúmlega 70 fermetra
íbúð í Álftamýri 30, þar sem hún ein
ræður ríkjum og hefur þar skapað
sér og sínum lífsviðurværið í gegn-
um árin. „Ég er sjálfstæður at-
vinnurekandi. Vinn frá 8 á morgn-
ana til 16 á daginn við að passa
börn og hér líður ekki dagur án
þess að hringt sé og spurt eftir
plássi fyrir barn.“
Í íbúðinni hennar er öllu hag-
anlega fyrir komið og greinilegt er
að húsmóðirin er sjálf mikil reglu-
manneskja enda segist hún leggja
mikið upp úr hreinlæti og hafa hlut-
ina sem aðgengilegasta. Fimm
svalavagnar eru úti á suðursvölun-
um og tveir vagnar eru inni fyrir
börn, sem þurfa einhverra hluta
vegna, að kúra inni. Inga notar
minna herbergið í íbúðinni fyrir
sjálfa sig, en í stærra herberginu,
sem er mjög rúmgott, fá börnin
gott olnbogarými í leik og starfi.
Alls kyns dót er að finna í nokkrum
dótakössum, sem raðað er upp í
hillur. Hljómflutningsgræjur eru í
einu horninu og uppi á veggjum
hanga þrjár viðurkenningar,
sem Ingibjörgu hefur hlotn-
ast í gegnum árin frá Sam-
tökum dagmæðra fyrir vel
unnin störf, síðast á 25 ára
starfsafmæli sínu, en Inga
„Það var auðvitað hræðilegt áfall að
uppgötva það allt í einu og viður-
kenna fyrir sjálfum sér að fyrsta
ástin gengi ekki upp, sér í lagi þar
sem þrjú börn voru í spilinu.“
Vildi verða hjúkka
„Í Reykjavík bjó ég fyrstu mán-
uðina hjá systur minni. Svo réðu
hjónin Jóhanna Magnúsdóttir,
lyfjafræðingur og apótekari, og
Óskar Einarsson læknir, sem þá
voru eigendur Iðunnar apóteks,
mig til að sinna aðhlynningarstörf-
um, en þá voru þau svo miklir sjúk-
lingar að þau gátu ekki verið heima
nema fá heimahjúkrun. Það var
gullið tímabil. Ég fékk bæði íbúð og
bíl til umráða auk þess sem þau
gerðu mjög vel við mig í launum, og
ekki skemmdi fyrir að ég var komin
í starf, sem mig hafði dreymt lengi
um. Ég hafði alið með mér þann
draum að gerast hjúkrunarkona, en
í stórri fjölskyldu var ekki til pen-
ingur fyrir menntun. Jóhanna og
DAGUR HJÁ
DAGMÖMMU
Ungur nemur, gamall temur.
Ingibjörg Óskarsdóttir er sjálfstæður atvinnu-
rekandi, sem passar börn frá morgni og fram
undir kvöld. Jóhanna Ingvarsdóttir heimsótti
dagmömmu með rúmlega 27 ára starfsreynslu
og spjallaði við hana um starfið og annarra
manna börn, lífshlaupið og hennar börn.
Engar
kaffipásur
í vinnunni
Óskar mátu mig mjög mikils og
virtu öll mín störf. Hjá þeim var ég
í tæp átta ár, en 1964, fyrsta árið
hjá þeim heiðurshjónum á Lauga-
veginum, kynntist ég seinni eigin-
manninum og átti með honum tvö
börn, Guðlaugu Maríu árið 1974 og
Eið árið 1975.
Þá vorum við flutt í leiguíbúð við
Meistaravelli og þegar ég varð
ófrísk að Guðlaugu, þurfti maður að
fara að hugsa sinn gang upp á nýtt,
en þótt ég ætti mann á þessum
tíma, var ég alltaf fyrirvinna heim-
ilisins og hef alltaf þurft að sjá ein
fyrir báðum þessum börnum. Ég
fór á stúfana og ræddi við þá ágætu
konu, Margréti Sigurðardóttur,
sem þá sá um dagvistunarmál borg-
arinnar. Dagmömmustarfið var
nánast í fæðingu og mér leist ágæt-
lega á þá tilhögun að gerast dag-
mamma. Ég sá fram á að geta verið
heima með börnin mín með því að
taka að mér fleiri börn í daggæslu
sem ég og gerði. Frá byrjun líkaði
mér dagmömmustarfið mjög vel og
ég kunni vel að meta að geta verið
heima enda var tómt mál að tala um
að heimilisreksturinn gengi ef ég
þyrfti að kaupa pössun fyrir mín
tvö börn.“
Af götunni í eigin íbúð
Þegar Inga gekk með Guðlaugu,
sóttu þau hjónin um lóð undir rað-
hús við Seljabraut og hófu hús-
M
orgunblaðið/K
ristinn
byggingu. „Ég átti peninga og var
með góðar tekjur með mikilli vinnu
sem ég lagði í húsbygginguna. Við
fluttum frá Meistaravöllum inn í
Traðarkotssund árið 1979 og stóð
ég í þeirri meiningu að ég yrði þar
aðeins í örfáa mánuði eða á meðan
verið er að ljúka raðhúsabygging-
unni. Til að gera langa sögu stutta,
seldi fyrrverandi eiginmaðurinn
raðhúsið án minnar vitundar árið
1980. Við fluttum inn í íbúð við Mið-
tún, sem mér var sagt að yrði
greidd með greiðslum, sem bærust
frá kaupanda raðhússins. Þær
greiðslur hef ég aldrei séð og í apríl
1982 hringdi loks í mig lögfræð-
ingur, að beiðni þáverandi eigin-
manns, og skipaði mér og börnun-
um að hafa okkur á brott úr
íbúðinni fyrir 1. júní.
Ég stóð á þessum tímamótum
uppi 45 ára gömul með tvö börn, en
að öðru leyti allslaus, búin að missa
bæði húsnæði og atvinnu. Ég flutti í
byrjun með börnin inn á Sigrúnu
dóttur mína, en það var þröngt hjá
henni, svo ég leitaði á náðir Félags-
málastofnunar í fyrsta skipti og var
vísað til Sigrúnar Sigurðardóttur
félagsráðgjafa sem ég hafði haft
nokkur samskipti við á meðan ég
bjó í Miðtúninu, en hún var fé-
lagsráðgjafi móður átta mánaða
gamallar stúlku sem ég tók að mér í
sólarhringsvistun í sjö mánuði,“ en
auk hennar hefur Inga verið með
þrjú önnur börn í sólarhringsvistun,
átta til níu mánuði í senn. „Sigrúnu
kom staða mín ekkert sérstaklega á
óvart og gekk í að útvega mér og
börnunum herbergi hjá Félagi ein-
stæðra foreldra í Skerjafirðinum.
Þar tók ég upp þráðinn sem dag-
móðir og passaði fyrir aðrar ein-
stæðar mæður sem þarna voru.
Kraftaverkið gerðist svo hálfu ári
seinna eða í desember 1982 að ég
fékk loforð um að fá keypta svokall-
aða endursöluíbúð á vegum borg-
arinnar og í janúar 1983 var ég flutt
í nýju íbúðina í Álftamýrinni með
börnin mín þar sem við höfum alið
manninn síðan. Ég var ekki bjart-
sýn á að geta haldið íbúðinni, en gat
strax óáreitt farið að passa börn
sem ég hef gert óslitið síðan og hef-
ur allt farið vel. Ég geri mér hins-
vegar grein fyrir því að ég hefði
aldrei haft þetta af án barnanna
minna tveggja. Þau eiga mikinn
heiður skilið. Þau gengu í öll dag-
mömmuverkin með mér og pössuðu
svo upp á að mamma gamla gæti
hvílt sig. Það er alls ekki sjálfgefið
að eiga börn, sem gera ekkert ann-
að en að hjálpa, styðja og styrkja.
Þetta verður þeim vonandi gott
veganesti í lífinu, en hættan er sú
að börn þroskist of snemma þegar
þau þurfa að ganga í gegnum erf-
iðleika. Þá verður ósamræmi í lík-
ama og sál.“
Mikið leikið á morgnana
Ingibjörg hefur ekki nákvæma
tölu á börnunum, sem hún hefur
passað gegnum
árin, en nærri
Dagmamman Ingibjörg Óskarsdóttir með „krakkana sína“.
Frá vinstri Stefán Kári Ægisson, Laufey María Knútsdóttir, Ólafur
Heiðar Jónsson, Auðunn Óli Völuson og Pétur Matthías Sæmundsson.