Morgunblaðið - 01.02.2002, Side 7

Morgunblaðið - 01.02.2002, Side 7
lætur að þau séu orðin um 150 tals- ins. Persónulega finnst henni mátulegt að vera með fimm börn þótt hún hafi leyfi fyrir sjö. „Kona, sem stendur vel að þessu starfi og er með fimm börn, er alls ekkert launalág. Ég bý í haginn á haustin, geri slátur, kaupi kjöt og fisk í miklu magni í einu og fylli stóra frystikistu, sem ég á.“ Dagskráin er í þrælföstum skorðum og leggur hún blátt bann við heimsóknum til sín á meðan hún er í vinnunni. „Hér eru engar kaffipásur á meðan ég er í vinnunni,“ segir Inga. Börn- in eru átta mánaða gömul til tveggja ára, en þá fá flest börn inni á leikskóla. Vekjaraklukkan hjá dagmömmunni í Álftamýrinni hringir klukkan 6.45 á morgnana og börnin fimm koma svo rétt fyrir átta. Þá þarf hafragrauturinn að vera tilbúinn og síðan tekur leik- urinn við þegar búið er að borða, yf- irleitt kl. 9. „Morgnarnir eru okkar bestu tímar. Yfirleitt elda ég hádeg- ismatinn kvöldinu áður, en ef nýr fiskur er á matseðlinum, er hann eldaður rétt áður. Hádegismatur er framreiddur um klukkan hálftólf. Slátur er einu sinni í viku, fiskur tvisvar og kjöt tvisvar. Þegar búið er að borða, fara allir í eina röð til að athuga hvort skipta þarf á boss- unum og þegar pokinn með beisl- unum er tekin fram, vita allir að ferðinni er heitið út í vagnana. Hvíldartíminn stendur í hálfan ann- an til tvo tíma. Aftur er skoðað í bleiurnar og gefin hressing upp úr klukkan þrjú. Börnin eru svo sótt um kl. 16. Það er auðvitað mikil ábyrgð, sem fylgir því að taka að sér börn annarra, sér í lagi sólar- hringsbörn frá erfiðum heimilum sem oft þurfa bara hlýju og um- hyggju til að kalla fram vellíðan. Öfugþróun í dagvistarmálum „Mikið óstand hefur verið á dagvistarmálum hér í borg síð- ustu fjögur til fimm árin og ég hef mikla andstyggð á því þegar talað er um „framboð“ og „eftirspurn“ þegar börn eru annars vegar,“ segir Ingibjörg. „Langt skref aftur á bak var stigið þegar gjaldskrá dagmæðra var gefin frjáls, en síðan það gerðist og allt fór úr böndun- um, er maður að heyra um háar tölur fyrir daggæslu barna. Sjálf hef ég alla tíð tekið mið af viðmiðunargjald- skrá og finnst mér hún sanngjörn. Samkvæmt henni kostar átta tíma pláss 29.183 krónur á mánuði fyrir utan niðurgreiðslu borgarinnar sem nemur 10 þúsund krónum. Svo hægt sé að bera virðingu fyrir fé- lagsskap dagmæðra, er æskilegt að vel sé að málum staðið. Þessi þróun nær ekki nokkurri átt. Það vantar pláss og í þeirri neyð, sem skapast hefur í dagvistarmálum, virðast ein- hverjar dagmæður vera að notfæra sér ástandið. Fyrir vikið erum við allar dæmdar. Göngutúrar, bóklestur, sund, þrif og dansiböll Þegar talið berst að frístundum dagmömmunnar, svarar hún því til að það hafi ekki verið mikið um frístundir á meðan börnin hennar voru bæði heima. „Mér hefur alltaf þótt skemmtilegast að eyða frístundunum í að gera fínt í kringum mig og vorum við öll, ég og börnin mín, samtaka með það. Eftir að ég varð ein, hef ég verið dugleg við að fara í göngutúra og sömuleiðis finnst mér gaman að fara í sund. Ég hef aldrei verið gef- in fyrir að vera í svokölluðum saumaklúbbum. Mér finnst á hinn bóginn gaman að dansa þótt ég geri nú ekki mikið af því og svo les ég talsvert mikið og er farin að detta niður í bækur, sem ég hélt að ég myndi ekki hafa tíma fyrir fyrr en á elliheimilinu. Þetta eru ævisögur af ýmsum toga. Ég kann orðið Einar Benediktsson og Jónas Hallgríms- son utan að. Álftagerðisbræður komu svo í einum jólapakkanum og geisladiskarnir þeirra er sömuleiðis yndislegir. Svo er bara svo ynd- islegt að geta sest niður í rólegheit- unum og verið þakklátur fyrir lífið og tilveruna.“ Vinn á meðan heilsan leyfir Það líður að lokum spjalls okk- ar. Á leiðinni út, grípur Inga eitt af mörgum jólakortum, sem liggja í skál í stofunni. „Sjáðu hvað þetta er fallega skrifað,“ segir hún og réttir mér kortið. Á því stendur: „Elsku Inga. Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Takk fyrir að vera besta dagmamma í heimi. Ég á eftir að sakna ykkar allra. Hafðu það gott um jólin. Guð- mundur “góði“, mamma og pabbi.“ „Hugsaðu þér,“ segir Inga. „Þeg- ar ég fer á elliheimilið, á ég kannski 200 svona kort. Annars ætla ég að halda áfram í dagmömmustarfinu eins lengi og Guð gefur mér heilsu og ég treysti mér til þess að láta börnum líða vel hér. Ég vinn bara á meðan einhverjir vilja hafa mig sem dagmömmu,“ segir Ingibjörg Ósk- arsdóttir að lokum. Auðunn Óli, Laufey María og Pétur Matthías urðu steinhissa þegar blaða- maður og ljósmyndari mættu til leiks. Ekki líður dagur án þess að hringt sé og spurt eftir plássi fyrir barn „Ég hef andstyggð á því þegar tal- að er um „framboð“ og „eftirspurn“ þegar börn eru annars vegar,“ seg- ir Ingibjörg Óskarsdóttir dag- mamma. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 B 7 Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Tvöfalt sterkara með gæðaöryggi FRÍHÖFNIN Útsala - enn meiri verðlækkun Langur Laugardagur opið 10—17 Klapparstíg 44 - sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.