Morgunblaðið - 01.02.2002, Qupperneq 8
AUÐLESIÐ EFNI
8 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MIKIL sprenging varð í
Lagos, borg í Nígeríu, á
sunnudags-kvöldið. Vitað er
að meira en 600 manns
létust í kjölfar
sprengingarinnar.
Sprengingin átti sér stað í
einu af vopnabúrum hersins.
Talið er að kviknað hafi í
byggingunni út frá
nærliggjandi útimarkaði.
Miklar sprengingar urðu í
kjölfarið. Vopnabúrið tilheyrði
nígeríska hernum. Það var
staðsett í miðju íbúðahverfi.
Margir voru á ferli þegar
hamfarirnar hófust. Greip
mikil skelfing um sig. „Það
ríkti algjör ringulreið og allir
voru skelfingu lostnir,“ sagði
einn íbúa hverfisins um
atburðinn.
Margir létust í
sprengingunni sjálfri. Enn
fleiri létust þó vegna
troðnings þegar fólk reyndi
að flýja slysstað. Talið er að
meiri hluti fólksins hafi
drukknað í áveitu-skurði
vegna troðningsins. Hafa
meira en 600 lík fundist í
skurðinum. Flestir þeirra
sem fórust voru börn,
unglingar og konur sem
ýmist drukknuðu eða tróðust
undir. Einn maður er sagður
hafa misst sex af börnum
sínum í harmleiknum.
Á þriðjudag stóð enn yfir
leit að þúsundum barna í
Lagos. Leitaði
örvæntingar-fullt fólk barna
sinna sem týnst höfðu í
ringulreiðinni eftir
sprenginguna. Rauði
krossinn hefur komið upp
búðum í borginni til að
aðstoða flóttafólk.
Þjóðarsorg hefur verið lýst
yfir í Nígeríu.
Miklar sprengingar í borginni Lagos í Nígeríu
AP
Fólk virðir fyrir sér eitt af húsunum sem eyðilögðust í sprengingunni.
Hundruð fórust eftir sprengingar
KARLMAÐUR um fertugt er
ákærður fyrir að hafa valdið
dauða ungbarns. Er hann
talinn hafa hrist níu mánaða
dreng svo harkalega að
hann hlaut heila-skemmdir.
Maðurinn rak dagvistun
ásamt konu sinni í
Kópavogi.
Maðurinn neitar að vera
valdur að dauða barnsins.
„Ég er saklaus af þessari
ákæru,“ sagði hann fyrir rétti
á miðvikudag. Umfangsmikil
rannsókn á dauða drengsins
hefur staðið yfir undanfarna
mánuði. Fólkið er líka sakað
um að hafa verið með fleiri
börn í gæslu en það hafði
leyfi fyrir.
Ákærður
fyrir dauða
barns
SÆNSKI barnabóka-
höfundurinn Astrid Lindgren
lést á mánudag. Hún var 94
ára gömul og lést eftir nokkur
veikindi.
Bækur Lindgren eru
flestum vel kunnar. Lína
langsokkur er líklega
þekktasta sögupersóna
hennar. Lína varð strax
uppáhald allra barna. Sumir
foreldrar voru þó á báðum
áttum með þessa
uppreisnar-gjörnu stelpu.
Af öðrum þekktum bókum
Lindgren má nefna Elsku Míó
minn, Bróðir minn,
Ljónshjarta og Ronja
ræningjadóttir. „Ég skrifaði til
að skemmta barninu í sjálfri
mér,“ sagði Lindgren einu
sinni um bækur sínar.
Bækur Lindgren hafa verið
þýddar á ótal tungumál.
Hennar er sárt saknað í
heimabæ sínum.
AP
Höfundur Línu er látinn.
Astrid
Lindgren
látin
ÍSLENSKA landsliðið í
hand-knattleik sigraði lið
Júgóslava á miðvikudag
með 34 mörkum gegn 26.
Mikil spenna ríkti í
leiknum. Einar Örn Jónsson,
hornamaður liðsins, segir
íslensku vörnina ekki hafa
verið nógu góða í fyrri
hálfleik. „Í leikhléi töluðum
við saman og ákváðum að
rífa okkur upp. Menn skyldu
vinna allir fyrir einn og einn
fyrir alla. Þá um leið var
uppskriftin að sigri fundin.“
Á þriðjudag gerði liðið
jafntefli gegn Frökkum.
Segja margir lélega
dómgæslu vera ástæðu
þess að íslenska liðið fór
ekki með sigur af hólmi.
Eftir fimm leiki hafði liðið
engum leik tapað.
Í gærkvöldi léku
Íslendingar gegn
Þjóðverjum. Fyrir leikinn
sagði Guðmundur Þ.
Guðmundsson
landsliðsþjálfari að
Íslendingar yrðu að vinna.
„Við verðum að leika til
sigurs. Það þýðir ekkert að
reikna sig áfram í
undanúrslitin.“ Leikurinn
gegn Þjóðverjum var síðasti
leikur Íslendinga í þessum
riðli. Undanúrslit
Evrópu-meistaramótsins
hefjast síðan nú um
helgina. Í gærdag var ekki
vitað hvort íslenska liðið
myndi taka þátt í þeim
leikjum.
Evrópu-meistaramótið í hand-knattleik
AP
Aron Kristjánsson brýst framhjá júgóslavneskum leikmanni.
Íslendingar unnu Júgóslava
BJÖRN Bjarnason
menntamálaráðherra mun
leiða lista
Sjálfstæðis-
flokksins í
borgarstjórnar-
kosningunum í
Reykjavík í vor.
Björn tekur þar
við af Ingu Jónu
Þórðardóttur
sem
borgarstjóraefni flokksins.
„Ég geri þetta vegna þess
að Reykvíkingar eiga betra
skilið,“ sagði Björn um
ástæðu framboðs síns.
Björn
Bjarnason
Björn
Bjarnason
í framboð
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ráðhús Reykjavíkur.
Netfang: auefni@mbl.is