Morgunblaðið - 26.02.2002, Síða 7

Morgunblaðið - 26.02.2002, Síða 7
FIMLEIKAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 B 7 Björk Óðinsdóttir er ein efnileg-asta fimleikakona landsins. Björk, sem er 13 ára, hefur sér- stöðu meðal jafn- aldra sinna í fim- leikum að því leyti að hún er búsett á Akureyri og hefur þar mikla yfirburði yfir aðrar fim- leikastúlkur. Hún er því iðulega í keppni við sjálfa sig og hefur að því leyti dálítið aðra sýn á fimleikana en stöllur hennar á höfuðborgar- svæðinu. „Ég hef æft fimleika frá því ég var 8 ára en þá flutti ég til Akureyr- ar frá Noregi,“ sagði Björk. „Ég hef mjög góða þjálfara og stefni að því að standa mig sem best í hverju móti. Þetta er samt dálítið erfitt því ég er sú eina sem er í þriðja þrepi fyrir norðan. En ég hef reynt að komast hingað suður eins oft og ég get og fæ að æfa með Björkunum í Hafnarfirði,“ sagði Björk. „Ég stefni að því að komast í landsliðið og vona að ég nái Sif Pálsdóttur, en hún er mín fyrir- mynd,“ sagði Björk og tók undir orð blaðamanns um að það vantaði fyrirmyndir fyrir fimleikastelpurn- ar, líkt og Rúnar Alexandersson er fyrir fimleikastrákana. Erfitt að vera ein Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar STAÐA fyrir fimleika út um land tti víða vera betri. Viðmælendur ðamanns á bikarmótinu um helgina u sammála um það. Guðrún Alda ingsdóttir, móðir Bjarkar Óðins- tur, og Anna Möller, framkvæmda- ri Fimleikasambandsins sögðu að rtur á þjálfurum stæði framþróun leika á landsbyggðinni fyrir þrifum. ðrún Alda, sem býr á Akureyri, ti þó á að tilkoma Háskólans á Ak- yri hefði verið til góðs hvað það ðar. Fimleikaþjálfarar fyrir norðan, m að öllu jöfnu hefðu haldið til fram- haldsnáms til Reykjavíkur, hefji nú nám fyrir norðan og nái því að miðla af reynslu sinni til áhugasamra iðkenda. Þá benti Anna Möller á að breytingar hefðu verið gerðar á námsbraut fim- leika í Íþróttakennaraháskólanum á Laugarvatni þannig að útskrifaðir íþróttakennarar hafa nú þekkingu til að kenna fimleika. Þó er skortur á fim- leikaþjálfurum hjá félögum úti á landi, sem hafa áhuga á að taka upp fimleika- kennslu, og benti hún á nokkur sveit- arfélög sem dæmi um staði þar sem vantar þjálfara til starfa. Misjöfn aðstaða á landsbyggðinni Morgunblaðið/Jim Smart Íris Ósk Egilsdóttir frá Akureyri. Steinunn Thoroddsen, Stjörnunni, í æfingum á slá. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Gerplu, Íslandsmeistari í 1. þrepi. Sara Sif Sveinsdóttir, Íslandsmeistari í 3. þrepi. ÉG var ekki alveg viss um að sigra en onaði það innilega,“ sagði Gísli Ott- sson úr Ármanni, sem var stigahæstur Íslandsmótinu í þrepum, sem fram fór sunnudeginum. Hann er 15 ára nemi í Hagaskóla, hefur stundað fimleika í 7 ár g æfir nú sex daga vikunnar, þrjá tíma í enn. „Það er samt tími fyrir skólann en ó mismikið. Næsta ár fer ég líklega í menntaskóla og það verður þá eflaust nn erfiðara en ég ætla samt að vera áfram. Það er mikið um mót og ferðalög í fimleikunum, sem er mjög gaman og ég sé ekki eftir að hafa valið fimleika,“ bætti Gísli við og hefur hug á að keppa líka á Íslandsmótinu í apríl. „Það getur verið að maður keppi í einu áhaldi en fer eftir því hvort þjálfarinn telur mig tilbú- inn. Það þarf nokkrar sérkröfur í keppn- ina þá en ég er alveg til í að keppa. Það er mikið stress að keppa en mér finnst það skemmtilegast.“ „Ennþá tími fyrir skólann“ RÚNAR Alexandersson og Viktor Kristmannsson voru ásamt Jóni Trausta Sæmundssyni, Erlendi Kristjánssyni og Róbert bróður Viktors í sigurliði Gerplu á laug- ardaginn. Rúnar hefur æft í Sví- þjóð í nokkur ár og Viktor, sem er 17 ára, flutti þangað á síðasta ári. „Ég ákvað að slá til, var alltaf að tala um að fara og lét síðan verða af því,“ sagði Viktor á laugardag- inn. „Við æfum tvisvar á dag, einn og hálfan tíma að morgni og síðan allt að þrjá tíma eftir hádegi. Það er líka þægilegra að æfa þarna, ekki of margir, nokkrir svipaðir og ég og svo er auðvitað gott að hafa Rúnar,“ bætti Viktor við og Rúnar tók undir það. „Það er gott að hafa Viktor þarna, þá er ein- hver til að halda manni við efnið,“ sagði Rúnar, sem kemur til Ís- lands einu sinni til tvisvar á ári og segist alltaf sjá einhverjar fram- farir. „Þessir strákar, hvort sem er í Ármanni eða Gerplu, eru allt- af að gera eitthvað nýtt og ég sé alltaf eitthvað. Sjálfur byrja ég að keppa á mótum í lok mars eftir að hafa eingöngu æft síðan í haust og það verður mikið um mót fram á næsta haust. Það er alltaf einhver spenna í manni þegar keppni hefst en svo venst það. Ég vona að þetta verði gott ár en er samt ekki í mínu besta líkamsformi þó að þetta sé allt að koma en það er sjaldnast alltaf allt í lagi,“ sagði Rúnar. En býst hann við að íslensku strákarnir hafi betur um síðir? „Vonandi ná þeir mér einn dag- inn,“ sagði Rúnar og Viktor var fljótur að taka undir það. „Ég býst við að maður reyni að vinna hann einn daginn og maður hefur þá að einhverju að keppa.“ Rúnar og Viktor komu frá Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.