Morgunblaðið - 26.02.2002, Page 12

Morgunblaðið - 26.02.2002, Page 12
 MAGNÚS Ólafsson skoraði þrennu fyrir KR-inga sem unnu stórsigur á Stjörnunni, 7:1, í deilda- bikarnum í Reykjaneshöll á sunnu- daginn. Magnús hefur þar með skor- að sex mörk í þremur fyrstu leikjum KR í keppninni en eitt þeirra, gegn Þór, strikast reyndar út þar sem KR taldist hafa tapað 3:0 vegna ólöglegs leikmanns.  FH lagði Íslandsmeistara ÍA, 3:2, með mörkum Sigmundar Ástþórs- sonar, Jónasar Grana Garðarssonar og Jóhanns G. Möllers. Baldur Að- alsteinsson og varnarmaður FH skoruðu fyrir ÍA.  KA burstaði Grindavík 5:0 og hef- ur farið mjög vel af stað í keppninni. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson og Elmar Dan Sigþórsson gerðu tvö mörk hvor og Hreinn Hringsson eitt.  EYSTEINN Hauksson og Vil- hjálmur Vilhjálmsson léku með kín- verska liðinu Xiang Xue í úrvals- deildinni í Hong Kong um helgina þegar lið þeirra gerði jafntefli, 3:3, við Sun Hei. Eysteinn átti sláarskot skömmu fyrir leikslok en Sun Hei jafnaði með síðustu spyrnu leiksins.  ÞETTA var annar leikur Eysteins og Vilhjálms eftir komuna til Kína og í þeim fyrri fékk Xiang Xue einn- ig á sig jöfnunarmark á síðustu sek- úndunni.  GYLFI Einarsson skoraði eitt þriggja marka Lilleström sem sigr- aði AIK, 3:1 á norræna knattspyrnu- mótinu á La Manga, og komst liðið þar með í undanúrslitin. Gylfi kom inná sem varamaður strax á 1. mín- útu en Indriði Sigurðsson lék allan leikinn.  VIKING gerði 1:1 jafntefli við Halmstad frá Svíþjóð og lék Hannes Þ. Sigurðsson 8 síðustu mínútur leiksins fyirr Viking. Rosenborg og rússneska liði Anji gerðu 4:4 jafn- tefli. Árni Gautur Arason lék ekki í marki Rosenborg sem hafði 4:1 for- ystu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.  VALA Flosadóttir sigraði í stang- arstökki á opna danska meistara- mótinu í frjálsum íþróttum um helgina. Vala stökk hæst 4,30 metra.  SUNNA Gestsdóttir sigraði í lang- stökki á mótinu. Hún stökk 5,97 metra sem er aðeins 6 sentimetrum frá Íslandsmetinu sem hún setti á dögunum. FÓLK KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands á í miklum erfiðleik- um með að ná saman leik- mannahópi fyrir Brasilíuferð- ina en Ísland mætir sem kunnugt er Brasilíu í vináttu- landsleik í borginni Cuiaba fimmtudaginn 7. mars. Reikn- að hefur verið með því að ís- lensku leikmennirnir í Noregi yrðu kjarninn í liðinu en í gærkvöldi hafði ekki einn ein- asti þeirra fengist laus frá sínu félagi. Tíu íslenskir landsliðsmenn leika í Noregi, þeir Andri Sig- þórsson, Bjarni Þorsteinsson, Ólafur Stígsson, Jóhann B. Guðmundsson, Helgi Sigurðs- son, Gylfi Einarsson, Indriði Sigurðsson, Árni Gautur Ara- son, Tryggvi Guðmundsson og Marel Baldvinsson. Deildakeppnin í Noregi hefst ekki fyrr en um miðjan apríl en norsku félögin eru samt treg að láta þá af hendi. „Ég vona að þetta mál leys- ist farsællega því annars gæt- um við lent í langvinnum deil- um við Norðmennina, sem yrði engum til góðs. Það hlýt- ur að vera leikmönnunum til góða að fara með okkur til Brasilíu og æfa og spila á grasi í stað þess að vera á gervigrasi í Noregi á meðan,“ sagði Atli Eðvaldsson, lands- liðsþjálfari, við Morgunblaðið í gær. Landsliðsmenn sem leika annars staðar eiga ekki heim- angengt en þó er möguleiki að Heiðar Helguson fái sig lausan frá Watford til að spila. Landsliðið fer til Bras- ilíu á sunnudaginn kemur, 3. mars, og kemur aftur viku síðar, 10. mars. Það var enginn annar en AndyCole sem tryggði Blackburn sigurinn með marki stundarfjórð- ungi fyrir leikslok. Það var sæt hefnd fyrir þennan fyrrum fram- herja Manchester United því knatt- spyrnustjóri Tottenham, Glen Hoddle, vandaði Cole ekki kveðjurn- ar þegar hann var við stjórnvölinn hjá enska landsliðinu. Hoddle lét þá hafa eftir sér að Cole þyrfti fimm marktækifæri til að koma knettinum í netið og Cole fékk fá tækifæri undir hans stjórn. Graeme Souness, stjóri Black- burn, hrósaði Cole í hásterkt eftir leikinn og hann mundi eftir orðum Hoddles. „Ég lék með framherjum eins og Ian Rush og Kenny Dalglis. Ekki skoruðu þeir úr öllum færum sem þeir fengu. Cole tryggði okkur sigurinn og enn og aftur sýndi hann hversu megnugur hann er. Ég trúi ekki öðru en að Cole verði valinn í enska landsliðshópinn sem leikur á HM í sumar. Hann á það virkilega skilið,“ sagði Souness. Skoski knatt- spyrnustjórinn hrósaði sömuleiðis bandaríska markverðinum Brad Friedel sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins. „Friedel var hreint stórkostlegur í leiknum og ég hef áður sagt að ég vildi ekki skipta á honum og neinum öðrum markverði í ensku úrvalsdeildinni.“ Matt Jansen kom Blackburn yfir á 25. mínútu en átta mínútum síðar jafnaði Þjóðverjinn Christian Ziege. Eftir að Cole skoraði annað mark Blackburn lagði Tottenham allt í söl- urnar en allt kom fyrir ekki. Friedel sýndi stórkostleg tilþrif á milli stanganna en á lokamínútunni urðu dómara leiksins, Graham Poll, á slæm mistök. Teddy Sheringham var klárlega felldur í vítateignum en Poll var ekki þeirrar skoðunar og vildi meina að Sheringham hefði reynt að fiska víti. „Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég tók eftir því að Poll dæmdi ekki víta- spyrnu. Þetta var vítaspyrna og ekk- ert annað og ótrúlegt að svona reyndur dómari skyldi hafa horft framhjá þessu,“ sagði Sheringham. Langþráð- ur bikar til Blackburn ÞAÐ var söguleg stund hjá Blackburn þegar liðið fagnaði sigri í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu með því að bera sigurorð af Tottenham, 2:1, í úrslitaleik sem leikinn var undir þaki þúsaldar- vallarins glæsilega í Cardiff í Wales á sunnudag. Þetta var fyrsti sig- ur Blackburn í bikarkeppni í heil 74 ár en síðasti titillinn sem liðið vann var árið 1995 en þá hampaði Blackburn meistaratitlinum í ensku úrvalsdeildinni. Reuters Graeme Souness, knattspyrnustjóri Blackburn, og Andy Cole, sem skoraði sigurmark liðsins, með bikarinn. Norsku félögin erfið ÍSLENSKA A-landsliðið í snóker bar sigur úr býtum í Evrópu- keppni landsliða í snóker sem haldið var hér á landi um helgina. Snókerspilarar frá 11 þjóðum í Evrópu auk Íslendinga sendu lið til keppni en spilarar frá „mekka“ íþróttarinnar, Bretlandi, voru ekki með. „Ef allt er með felldu og við spil- um af eðlilegri getu eigum við að sigra,“ sagði Kristján Helgason í samtali við Morgunblaðið fyrir mótið og hann reyndist sannspár. Kristján, Brynjar Valdimarsson og Jóhannes B. Jóhannesson, sem skipuðu liðið, léku af miklu öryggi og sigruðu alla andstæðinga sína, flesta nokkuð sannfærandi. Í úr- slitaleiknum höfðu Íslendingar betur á móti Hollendingum en áð- ur höfðu þeir lagt Þjóðverja að velli í undanúrslitunum. Íslendingar voru með þrjú lið á mótinu en auk þeirra kepptu lið frá Möltu, Hollandi, Frakklandi, Gíbraltar, Ungverjalandi, Sviss, Finnlandi, Póllandi, Austurríki, Kýpur og Þýskalandi. Þetta er í fjórða sinn sem Ís- lendingar taka þátt í mótinu, sem bar nafnið Continental Cup að þessu sinni. Árið 1999 höfnuðu Ís- lendingar í 5.-6. sæti, árið 2000 varð niðurstaðan 3.-4. sæti og í fyrra biðu íslensku strákarnir lægri hlut fyrir Hollendingum í úrslitaleik en náðu nú að hefna þeirra ófara. Lið númer tvö frá Íslandi hafn- aði í þriðja sæti í sínum riðli með 5 stig af 12 mögulegum og lið núm- er þrjú náði sömuleiðis þriðja sæti með 8 stig af 12 mögulegum. Sannfærandi sigur Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhannes B. Jóhannesson, Brynjar Valdimarsson og Kristján Helgason. Stúlkurnar í KA/Þór kræktu sérloks í stig í 1. deild kvenna í handknattleik þegar þær sigruðu FH á Akureyri í gærkvöld, 24:20. Staðan í leikhléi var 10:12 en heimastúlk- ur voru mun ákveðnari í seinni hálfleik og um leið og þær komust yfir virtust þær finna sigurbragð og þá varð ekki aftur snúið. Sigurbjörg Hjartardóttir varði mjög vel í marki KA/Þórs, alls 17 skot og þar af 11 í seinni hálfleik. Þá var Inga Dís Sigurðardóttir mun grimmari en oftast áður og bæði meiri gleði og barátta í liðinu en ver- ið hefur. FH-stúlkur voru aftur á móti frekar værukærar og misstu leikinn úr höndum sér. Hlynur Jóhannsson, þjálfari KA/ Þórs, sagði að stúlkurnar hefðu kom- ist á bragðið þegar þær urðu bik- armeistarar í unglingaflokki fyrir rúmri viku. Andinn í þeim leik hefði skilað þessum fyrsta sigri meistara- flokksins í vetur. Fyrstu stigin hjá KA/Þór Stefán Þór Sæmundsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.