Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 1
2002  ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SIGURSÆL SYSTKINI ÚR INNBÆNUM Á AKUREYRI / B2 APEiður Smári Guðjohnsen og samherjar hans hjá Chelsea fögnuðu fjórum mörkum og sigri á Tottenham í ensku bikarkeppninni, 4:0. Eiður Smári skoraði tvö mörk og hefur skorað 21 mark fyrir Lundúnaliðið í vetur. Chels- ea mætir Fulham í undanúr- slitum. Umsögn um bikar- leiki er á B5. KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands hefur samið við Ung- verja að þeir komi til Íslands í september með a-landslið sitt og ungmennalið, skipað leik- mönnum undir 21 árs. A- landsliðin leika á Laugardals- vellinum laugardaginn 7. september, en ungmennaliðið eigast við daginn áður. Ísland og Ungverjaland hafa mæst sex sinnum í gegn- um tíðina og hefur hvor þjóð unnið þrjá leiki. Ungverjar koma til Íslands Mikil ánægja ríkir í herbúðumCiudad Real með samninginn við Ólaf sem á að öllu óbreyttu að taka gildi sumarið 2003 og er til fjög- urra ára. Veslin Vujovic, sem var m.a. leik- maður júgóslavneska landsliðsins þegar það varð heimsmeistari 1986 og síðar landsliðsþjálfari Júgóslava, er þjálfari Ciudad Real um þessar mundir. Hann segir það verða gríð- arlegan feng fyrir félagið að fá Ólaf til liðs við sig. „Að fá Ólaf til liðsins eru einar bestu fréttir sem hægt er að hugsa sér þegar haft er í huga að hann er ein besta örvhenta skyttan í heiminum í dag. Ólafur er góður í vörn og sókn og ber boltann upp í hraðaupphlaupum. Hann er stór- kostlegur leikmaður sem er mjög fjölhæfur og þá hæfileika hans þurf- um við að nýta okkur til þess að hann geti gert gæfumuninn og gert liðið að spænskum meisturum.“ Talant Duishebaev, aðalleikstjórn- arandi Ciudad, er einnig í sjöunda himni vegan væntanlegs liðsstyrks. „Ólafur er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann er frábær leikmaður sem hefur sýnt að hann getur gert gæfumuninn. Með samn- ingnum við Ólaf hefur liðið enn verið styrkt því á meistaraliði þarf ávallt að gera nokkrar breytingar,“ sagði Du- ishebaev sem oft hefur verið valinn besti handknattleiksmaður heims. Ciudad vonast eftir Ólafi til Spánar í vor FORRÁÐAMENN spænska félagsins Ciudad Real, sem Ólafur Stef- ánsson gerði samning við um helgina gera sér vonir um að geta keypt hann undan samningi við Magdeburg í vor eða sumar, þ.e. ári fyrr en nýundirritaður samningur Ólafs við félagið tekur gildi. Dom- ingo Díaz de Mera, forseti Ciudad Real segir að þetta velti allt á gengi Magdeburg á næstu vikum. „Ef Magdeburg vinur Evrópubik- arinn verður mun auðveldara að ganga frá kaupunum því þá muni það hafa náð markmiði sínu og þægilegra verður að semja við for- ráðamenn Magdeburg,“ segir de Mera í frétt Europa Press. ■ Menningin á Spáni.../ B12 Ólafur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.