Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 6
KNATTSPYRNA 6 B ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Að koma til Brasilíu slær öllu öðruvið hvað knattspyrnuna varðar. Hún er íbúum landsins nánast heilög og allir þeir sem við var rætt, hvort sem þeir voru úti á gangi úti á götu, vinna í verslunum eða götusalar töl- uðu um knattspyrnuna beint frá hjartanu. Brasilía er sjötta fjölmennasta ríki heims. Íbúafjöldi er um 173 milljónir eða 629 sinnum fleiri en við Íslend- ingar og þegar flatarmál landanna er borið saman þá kemur í ljós að Bras- ilía er 82 sinnum stærð Íslands. Portúgalska er obinbert mál í landinu en önnur algeng tungumál í landinu eru þýska, ítalska, japanska og kór- eska og á síðari árum hefur spænska, enska og franska verið að breiðast út. Það tók landsliðið 35 klukkustundir að ná áfangastað í borginni Cuiabá. Flogið var frá Keflavík til London og eftir 11 klukkustunda bið í Englandi var ferðiðinni haldið áfram til Sao Paulo, næst fjölmennustu borg heims en íbúafjöldinn er um 17 milljónir. Eftir tveggja stunda stopp í flugstöð- inni í SaoPaulo og stuttri millilend- ingu í Capogrande lenti íslenski hóp- urinn í Cuiabá, borg sem er 1.250 km norðan við Sao Paulo og búa um 700.000 manns í borginni. Cuiabá er hátt uppi í landinu, nálægt aðalregn- skógum Brasilíu og aðeins 300 km frá landamærum Bólivíu. Á þessum slóð- um er hitinn að jafnaði mikill og þann tíma sem landsliðið dvaldi í Cuiabá fór hann aldrei undir 24 gráður og mest fór hann upp í 38 stig. Við kom- una í flugstöðina í Cuiabá tók mikill fjöldi frétta- og blaðamanna á móti ís- lenska liðinu og þar með var tónninn gefinn um það sem koma skyldi. Í mjög svo öflugri lögreglufylgd, sem fygldi liðinu sem eftir var ferðinnar, kom liðið á hótelið í Cuiabá. Þar fyrir utan voru saman komnir enn fleiri fjölmiðlamenn og fullt af öðru fólki sem búið var að stilla sér upp fyrir framan hótelið til að berja Íslend- ingana augum. Fjölmennt á æfingunum Næstu dagar sem fóru í að und- irbúa liðið fyrir átökin á móti Bras- ilíumönnum voru svipaðir. Æft var tvívegis á dag og í hvert skipti sem liðið ferðaðist á milli hótelsins og vall- arins var það ferjað á milli staða und- ir miklu eftirliti lörgeglumanna á bif- reiðum og mótorhjólum og þeirra verk var að stöðva umferð og veita rútbifreiðinni sem flutti liðið greiðan aðgang um götur borgarinnar. Æf- ingarnar voru frábrugðnar því sem íslensku leikmennirnir eiga að venj- ast. Hitinn var mikill og sólin sterk og á hverri æfingu voru mættir sjón- varps- og fréttamenn í tugatali. Ekki var minni áhuginn hjá íbúum Cuiabá því yfirleitt voru nokkur hundruð manna mætt til að fylgjast með æf- ingunum og ekki nema eðlilegt að margir þeirra ungu stráka sem skip- uðu íslenska landsliðshópinn hafi ver- ið undrandi og nánast agndofa yfir áhuga fólkisins, bæði á leiknum, knattspyrnunni almennt og ekki síst af ágangi íbúanna að fá að nálgast Ís- lendingana. Lögreglumennirnir báðu um eiginhandaráritanir Ekki hefur maður tölu á öllum þeim eiginhandaráritunum sem ís- lensku leikmennirnir gáfu í ferðinni og undirritaður ásamt Arnari Björns- syni, íþróttafréttamanni á Stöð 2, voru ekki undanskildir. Hvert sem Ís- lendingarnir fóru, hvort sem það var fyrir utan hótelið á gangi niðri í bæ eða á æfingum, komu elskulegir íbúar Cuiabá að máli við eyjarskeggana úr norðri og vildu fá þá til að rita nöfnin sín og taka af þeim ljósmyndir. Fyrir utan hótelið lét fólk sig ekki muna um að bíða í margar klukkustundir til að sjá leikmennina og fá hjá þeim eig- inhandaráritanir og jafnvel lögreglu- mennirnir, sem vöktuðu hótelið dag á nótt, vildu fá nöfn Íslendinganna í minnisbækur sínar. Ég man ekki eftir að hafa upplifað annan eins hlýhug og þó hef ég komið til margra landa. Við- mót fólksins var einstaklega hlýtt og flestir íbúar borgarinnar voru sér meðvitandi um að landsliðið þeirra og þjóðarstolt var að fara að mæta Ís- lendingum í landsleik í knattspyrnu. Upp til hópa eru Brasilíumenn ákaf- lega myndarlegt fólk sem gefur mikið af sér og er kurteisin uppmáluð. Áður en haldið var af stað til Brasilíu átti maður von á öllu og ekki síst að sjá fá- tækt fólk á götum úti. En þá fimm daga sem við Íslendingarnarnir dvöldum í Cuiabá urðum við aldrei varir við betlara á götum úti eða fólk sem illa var til reika. Nánast hvert sem var litið voru íbúarnir snyrtileg- ir, alúðlegir og með bros á vör. Tveir Íslendingar mættu á leikinn Með hverjum deginum sem nær dró leiknum mátti vel greina á ís- lensku leikmönnum að spennustig þeirra fór vaxandi. Kannski ekki nema von enda voru þeir að mæta einu af stórveldum heims í knatt- spyrnunni. Brassarnir eiga glæsilega sögu á sviði knattspyrnunnar og íþróttin er mörgum íbúum landsins í blóð borin. Engri þjóð hefur tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu oftar en í fjórgang hefur titill- inn hafnað í höndum Brasilíumanna, síðast árið 1994 en einn liður í loka- undirbúningi Brassanna fyrir þá keppni, sem fram fór í Bandaríkjun- um, var að mæta Íslendingum. Brass- arnir sigruðu, 3:0, og voru nokkrum vikum síðar krýndir heimsmeistarar. Hvort þeir endurtaki það í Japan og S-Kóreu í sumar skal ósagt látið, ger- ist það held ég að víst megi telja að ís- lenska landsliðinu verði boðið aftur til leiks í sambalandinu að fjórum árum liðnum. Einum degi fyrir leik var spennan farin að magnast. Öll blöð ásamt sjón- varps- og útvarpsstövðum voru full af efni um leikinn og eins og ávallt þegar íslenska landsliðið leikur á erlendri grundu voru mættir á leikstaðinn Ís- lendingar sem ætluðu sér að fylgjast með leiknum. Ólafur Ólafsson lagði á sig 2000 km ferðalag frá Sao Paulo, ásamt brasilískum félögum sínum, í bifreið og tók ferð þeirra félaga tvo daga. Hjalti Þór Guðmundsson var mættur til Cuiabá frá Campogrande en borgin er um 300 km frá Cuibaá. Ólafur, sem er Kópavogsbúi, hefur verið búsettur í Brasilíu í 5 ár og rek- ur ásamt eiginkonu sinni leikskóla í Sao Paulo. 100 nemendur á aldrinum 2–7 ára dvelja í skólanum sem er í eigu Ólafs og eiginkonu hans og starfsfólkið sem vinnur í skólanum er um 20 manns. Hjalti Þór er skipti- nemi og kemur frá Hafnarfirði. Hann er búinn að vera í landinu í sjö mánuði en flytur aftur heim í sumar. Ólýsanleg stemmning á vellinum Stuðningur þeirra Ólafs og Hjalta Þórs til íslensku leikmannanna á áhorfendabekkjunum komst lítið til skila á Estádio Jose Fragelli leik- vanginum í Cuibaá. 50.000 manns voru saman komnir á völlinn og Byrjunarlið Íslendinga í leiknum á móti Brasilíumönnum á Estadío Jose hannsson, Gunnlaugur Jónsson, Ólafur Örn Bjarnason, Baldur Aðals vinstri: Einar Þór Daníelsson, Sævar Þór Gíslason, Árni Gau Tveir Íslendingar voru á áhorfendapöllunum og reyndu að berjast á móti 50.000 brasilískum áhorfendum. Til vinstri er Ólafur Ólafsson sem hefur verið búsettur í Brasilíu í 5 ár og við hlið hans er Hjalti Þór Guðmundsson sem hefur verið skiptinemi í Brasilíu í sjö mánuði. Fimm nýliðar fengu að spreyta sig í leiknum. Hér eru þeir frá vinstr mundur Steinarsson, Grétar Hjartarson, Grétar Rafn Steinsson og Þo Íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu, sem dvöldust í Brasilíu í fimm daga í sl. viku, kynntust því að knattspyrnan er íbúum landsins hrein trúarbrögð og óhætt er að segja að Mekka þessarar vinsælustu íþróttagreinar heimsins sé í Brasilíu. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, fór með landsliðinu í ævintýraferðina, sem seint mun gleymast þeim sem í fóru. Ævintýra- för í Mekka knattspyrn- unnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.