Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 8

Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 8
HANDKNATTLEIKUR 8 B ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  FYRIR leik Vals og Hauka á Ís- landsmóti kvenna í handknattleik á laugardag voru flutt stutt minningar- orð um Ellert Sölvason, Lolla í Val, fyrrverandi landsliðsmanns í knatt- spyrnu, sem lést á föstudag. Að þeim loknum risu áhorfendur úr sætum og vottuðu minningu Lolla í Val virðingu sína með stuttri þögn.  HALLDÓR J. Sigfússon, leik- stjórnandi KA, fékk högg á nefið á 39. mínútu leiksins við Aftureldingu á laugardaginn. Skurður kom á nefið en Brynjólfur Jónsson, læknir ís- lenska landsliðsins, var á meðal áhorfenda og saumaði hann skurðinn saman í snatri. Halldór kom því að nýju til leiks tíu mínútum síðar og lék til leiksloka.  SÆVAR Árnason skoraði fimm mörk fyrir KA í fyrri hálfleik gegn Aftureldingu. Sævar skoraði öll mörkin eftir hraðaupphlaup. Ekkert þeirra þriggja marka sem hann skor- aði í síðari hálfleik var úr hraðaupp- hlaupi.  BJARKI Sigurðsson, leikmaður og þjálfari Afttureldingar, skoraði sjö af átta mörkum sínum í leiknum við KA í síðari hálfleik, þá skoraði hann sjö af tólf mörkum liðsins.  HEIÐMAR Felixson hefur greini- lega ekki náð sér af axlarmeiðslum sem hrjáðu hann fyrir áramót. Heið- mar átti aðeins eitt skot á mark Aft- ureldingar og það var með hægri hendi eftir gegnumbrot. Heiðmar er örvhentur og því ekki vanur að skjóta með hægri hendi.  ATLI Hilmarsson, þjálfari KA, hef- ur aldrei stýrt liðinu til sigurs á Aft- ureldingu að Varmá og á því varð engin breyting að þessu sinni þótt litlu hafi munað. Atli hættir sem kunnugt er í vor, en hann gæti fengið eitt tækifæri enn hið minnsta til þess að vinna að Varmá ef liðin mætast í úrslitakeppninni.  EGIDDIUS Petkevicius, mark- vörður KA, varði þrjú af átta víta- köstum sem leikmenn Aftureldingar fengu í leiknum. Félagi hans í marki Aftureldingar, Reynir Þór Reynis- son, varði hins vegar tvö af sex víta- köstum leikmanna KA.  AFTURELDING nýtti 13 af 25 sóknum sínum í fyrri hálfleik og skor- aði 12 mörk úr 22 sóknum í síðari hálf- leik, sóknarnýting liðsins var því 53%. Leikmenn KA nýttu helming sókna sinna í fyrri hálfleik, þ.e. skoruðu 13 mörk úr 26 upphlaupum. Í síðar hálf- leik skoruðu þeir 12 mörk í 22 sókn- um. Sóknarnýtingin þar með 52% í leiknum.  GÚSTAF Bjarnason skoraði 3 mörk fyrir GWD Minden er liðið gerði jafntefli, 30:30, við Wallau Massen- heim á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. GWD Minden er í átt- unda sæti deildarinnar með 27 stig.  PATREKUR Jóhannesson var með fimm mörk fyrir Essen í 36:27 sigri liðsins á Bad Schwartau. Guðjón Val- ur Sigurðsson gerði þrjú mörk fyrir Essen í leiknum. Essen er nú í fjórða sæti deildarinnar, hefur 34 stig, tveimur stigum minna en Lemgo sem trónir á toppnum. Nordhorn er með 35 stig og Kiel hefur 34 stig. Lemgo, Nordhorn og Essen hafa leikið 23 leiki hvert félag en Kiel 22 leiki.  GYLFI Gylfason skoraði átta mörk og Róbert Sighvatsson fjögur þegar lið þeirra HSG Düsseldorf vann stór- sigur, 37:18, á EHV Aue í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik á sunnudaginn. Düsseldorf er í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig, átta stigum færra en Östringen sem er á toppnum.  GUNNAR Berg Viktorsson skor- aði 2 mörk fyrir PSG í 23:22 sigri á Créteil í frönsku 1. deildinni í hand- knattleik. PSG er í 5. sæti deildarinn- ar.  RAGNAR Óskarsson skoraði sjö mörk úr 11 skotum þegar Dunkerque vann Angers, 23:18, á útivelli í frönsku 1. deildinni. Þar með er Dunkerque í öðru sæti deildarinnar, 10 stigum á eftir Montpellier. Fyrri hálfleikur einkenndist afgóðum varnarleik en þeim mun slakari sóknarleik. Liðin skiptust á um forystuna en með því að skora tvö síðustu mörkin fyrir hlé tókst heima- mönnum að jafna, 10:10. Síðari hálfleikur var framan af í svipuðum dúr og sá fyrri en um hann miðjan dró til tíðinda. Þá hrökk Aleksandr í gang svo um munaði, Valsmenn réðu ekkert við hann og reyndu að setja hann í stranga gæslu en það stóð stutt yfir. Þegar tæpar 8 mínútur voru til leiksloka hafði hann skorað síðustu 7 mörk Gróttu/KR og komið liðinu í 20:17 forystu og sig- urinn var síðan í öruggri höfn. „Mér fannst þessi leikur hafa allt sem þarf í handknattleik; hasar, mik- inn hraða, góðan varnarleik og góðar sóknir í bland, sem sýnir að íslensk- ur handknattleikur er í góðu lagi,“ sagði Ólafur Lárusson, þjálfari Gróttu/KR, eftir leikinn. „Vörn okk- ar stóð sig vel ásamt Hlyni í markinu en við nýttum ekki nægilega okkar möguleika á að fara í afgerandi for- ystu. Við höfðum möguleika á að komast í jafnvel fjögur mörk en vor- um ekki alveg nógu yfirvegaðir. Hinsvegar var ljóst að það myndi smella saman fyrr eða síðar og það gerðist þegar líða tók á leikinn. Þá varð allt erfiðara fyrir Val því lengi vel skiptust mörkin á að hafa yfir eitt til tvö mörk en þegar þau verða þrjú og stutt til leiksloka verður það til að brjóta ísinn.“ Sem fyrr segir átti Aleksandr mjög góðan síðari hálf- leik. Hlynur Morthens og Atli Þór Samúelsson voru einnig góðir. „Við spilum ekki vel en erum samt inni í leiknum og náum að komast yf- ir,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals, þungur á brún eftir leikinn. „Við erum tvö mörk yfir í seinni hálf- leik og ég vildi þá sjá liðið fylgja því eftir en í staðinn hleypum við þeim aftur inn í leikinn og síðan gefumst við upp í lokin. Það er alltaf slæmt að tapa og mér fannst óþarfi að gera það núna en í þessum leik eiga of margir slakan dag og við höfum ekk- ert efni á því.“ Lengi vel náði enginn Valsari sér á strik. Ef einhverjir gerðu það mætti helst nefna Bjarka Sigurðsson og Snorra Stein Guð- jónsson. Grótta/KR lagði Valsmenn SPENNAN var mikil þegar leið á leik Gróttu/KR og Vals á Seltjarn- arnesi á sunnudaginn. Leikmenn voru á nálum og munaði aldrei meira en tveimur mörkum. Það var því nokkuð víst að liðið, sem yrði fyrra til og tækist að auka bilið, myndi öðlast sjálfstraust til sigurs en hitt gerðist örvæntingarfullt. Sú varð raunin þegar Aleksandr Petersons hóf að raða inn mörkum og átti mestan þátt í 23:21 sigri Gróttu/KR. Stefán Stefánsson skrifar Það var ljóst á fasi Valsstúlknafyrir leikinn að þær vildu gjarn- an sýna að tap þeirra gegn KA/Þór fyrir norðan í síðustu umferð var að þeirra mati slys, talsvert meira byggi í liðinu og nú var tækifæri til að sýna það og sanna. En Haukar eru ekkert lamb að leika sér við og þrátt fyrir einbeittan vilja til góðra verka áttu Valsstúlkur ekkert erindi í Hafn- firðinga. Haukar náðu sjö marka for- skoti í fyrri hálfleik og höfðu mest 13 marka forystu í síðari hálfleik. En undir lok leiksins náðu Valsstúlkur að minnka muninn. Þegar síðari hálf- leikur var hálfnaður skipti Gústaf A. Björnsson lykilleikmönnum útaf sem varð til þess að Haukar skoruðu ekki mark síðustu 14 mínútur leiksins en Valur minnkaði muninn úr 16:29 í 24:29, sem urðu lokatölur leiksins. Hrafnhildur Skúladóttir átti ágæt- an leik í liði Vals í fyrri hálfleik og skoraði þá 5 mörk en hún fann sig ekki í þeim síðari en þá tóku þær Árný B. Ísberg og Berglind Hans- dóttir markvörður við merkinu. Árný skoraði 6 mörk í síðari hálfleiknum og var markahæst í liði Vals. Hanna G. Stefánsdóttir kom Haukum á bragðið í fyrri hálfleik með virkilega góðum leik, Hanna G. Stefánsdóttir og Thelma B. Árna- dóttir unnu sig inní leikinn jafnt og þétt og skiluðu góðu dagsverki. Stjarnan heldur öðru sæti Stórskemmtilegt lið ÍBV vann öruggan og sanngjarnan sex marka sigur á Stjörnunni, 20:26, í uppgjöri þessara liða á sunnudag. Liðin berj- ast um 2. sæti deildarinnar og með þessum sigri eiga Eyjastelpur betri möguleika á að ná því. Stjarnan held- ur þó enn um sinn 2. sætinu í deild- inni en liðið er nú með 21 stig eftir 15 leiki en ÍBV hefur 20 stig eftir 14 leiki. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur,“ sagði Dagný Skúladóttir, leikmaður ÍBV, eftir leikinn. „Ef við höldum haus og sigr- um í þeim leikjum sem eftir eru í deildinni þá eigum við 2. sætið víst og það tryggir okkur heimaleiki í úr- slitakeppninni. Það er góð stemmn- ing í liðnu, erlendu leikmennirnir hafa smollið vel inní liðið á ótrúlega stuttum tíma og þetta er virkilega gaman,“ sagði Dagný. Það var ljóst á öllum tilburðum Eyjastelpna allt frá byrjun að þær ætluðu sér sigur og ekkert annað í þessum leik. Einbeitingin skein úr hverju andliti, leikmenn unnu vel hver fyrir annan og skynsamur leikur var dagskipunin. Þetta skilaði líka lið- inu þægilegu forskoti strax í byrjun leiks en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður hafði liðið 4 marka forskot sem það hélt út næstum allan hálf- leikinn, Stjarnan skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og í leikhéi var staðan 10:13. ÍBV hóf seinni hálfleikinn af mikl- um krafti, skoraði fyrstu þrjú mörkin og eftir aðeins 10 mínútur hafði liðið náð 8 marka forskoti og ljóst var á öllu að Stjarnan myndi ekki hafa það sem þurfti til að brjóta niður slíkt for- skot. Það var merkilegt að sjá hversu lítil stemmning var í liði Stjörnunnar og var eins og leikmenn hefðu enga trú á því að þeir gætu lagt lið ÍBV að velli. Af 26 sóknum liðsins í fyrri hálf- leik, skoraði liðið aðeins 10 mörk en fékk dæmt á sig sóknarbrot eða tap- aði boltanum 9 sinnum. Ekki lagaðist leikur Stjörnunnar í fyrri hluta seinni hálfleiks en í fyrstu 13 sóknum liðsins skoraði það aðeins 3 mörk en fékk dæmt á sig sóknarbrot eða tapaði boltanum 7 sinnum. Þetta nýttu Eyjastúlkur sér vel og skoruðu 4 mörk á fyrstu 11 mínútum hálfleiks- ins úr hraðaupphlaupum. „Það er einkennilegt að það skuli ekki vera rétt hugarfar í leik sem þessum,“ sagði Siggeir Magnússon, þjálfari Stjörnunnar. „ÍBV mætti betur stemmt en við til þessa leiks og þær voru betri á öllum sviðum. Vörn- in virkaði alls ekki hjá okkur og leik- menn gerðu ekki það sem lagt hafði verið upp með fyrir leikinn. ÍBV náði góðu forskoti í byrjun og það tekur á að þurfa að elta og snúa slíkum leik sér í hag,“ sagði Siggeir. Teoclona Cisokate og Dagný Skúladóttir léku best í heilsteyptu og samheldnu liði ÍBV en hjá Stjörnunni var Herdís Sigurbergsdóttir sú eina sem sýndi sitt rétta andlit, hún skor- aði 4 mörk og var eins og klettur í vörninni. Víkingastúlkur unnu sinn þriðja leik í röð, er þær lögðu Gróttu/KR, 22:18. FH átti ekki í vandræðum með KA/Þór, 27:20. Morgunblaðið/Ásdís Anna Bryndís Blöndal, leikmaður Stjörnunnar, reynir hér að stöðva Eyjastúlkuna Theodoru Visockaile, sem skoraði átta mörk. Haukar og Eyjastúlk- ur komnar á fulla ferð HAUKASTÚLKUR unnu öruggan fimm marka sigur á Val, 24:29, í 1. deild kvenna í handknattleik á laugardag en þá fór fram 14. umferð deildarkeppninnar. Með sigrinum festu Haukastúlkur sig enn frek- ar á toppi deildarinnar. Hið stórskemmtilega lið Eyjastúlkna gerði góða ferð í Garðabæ, þar sem þær fögnuðu sigri á Stjörnunni, 26:20. Haukar, Stjarnan og ÍBV eru í þremur efstu sætunum og eins og liðin leika í dag koma þau til með að berjast um Íslandsmeist- aratitilinn, eins og undanfarin ár. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.