Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK
INTER er í efsta sæti ítölsku
knattspyrnunnar eftir 2:1-sigur á
Brescia á sunnudaginn. Roma er
næst, vann Parma 3:1, og Juventus
er áfram í þriðja sæti eftir sigur á
AC Milan, 1:0. Danski miðjumaður-
inn Martin Laursen skoraði sjálfs-
mark sem réð úrslitum í þeim leik.
FIORENTINA féll úr ítölsku 1.
deildinni á sunnudaginn en aðeins 7
þúsund áhorfendur mættu til að sjá
liðið tapa, 1:0, fyrir Lazio.
VALENCIA náði forystunni í
spænsku 1. deildinni með því að
gera jafntefli, 1:1, við Mallorca á
Miðjarðarhafseynni á laugardag-
inn. Ruben Baraja skoraði fyrir
Valencia, jafnaði í seinni hálfleikn-
um.
REAL Madrid átti möguleika á að
ná tveggja stiga forystu en tapaði
óvænt fyrir Osasuna, 3:1. Ivan
Helguera hjá Real var rekinn af
velli í lok fyrri hálfleiks.
ROY Makaay skoraði tvívegis
fyrir Deportivo La Coruna og
Diego Tristan einu sinni þegar liðið
vann Espanyol, 3:1. Deportivo er
þar með komið í baráttuna á ný,
tveimur stigum á eftir Valencia.
ALDO Duscher, miðjumaður De-
portivo sem var valdur að meiðslum
Davids Beckhams í síðustu viku,
óskaði eftir því að leika ekki með
liði sínu um helgina.
JAVIER Saviola skoraði tvö
mörk fyrir Barcelona sem sigraði
Alavés, 3:2.
JÓHANNES Karl Guðjónsson lék
síðustu 13 mínúturnar með Real
Betis þegar liðið tapaði, 2:1, fyrir
Tenerife á Kanaríeyjum á sunnu-
daginn.
ROY Hodgson skrifaði á laugar-
daginn undir tveggja ára samning
sem landsliðsþjálfari Sameinuðu
arabísku furstadæmanna í knatt-
spyrnu. Hodgson er þrautreyndur
þjálfari en hefur verið atvinnulaus
síðan í desember þegar honum var
sagt upp störfum hjá Udinese á
Ítalíu.
MARTIN Max, hinn 33 ára gamli
sóknarmaður 1860 München, var á
sunnudag kallaður inn í landsliðs-
hóp Þýskalands fyrir vináttulands-
leik gegn Argentínu í næstu viku.
Max skoraði tvívegis í sigri 1860 á
Freiburg, 5:2, á laugardaginn og er
markahæstur í 1. deildinni með 16
mörk og hefur samtals gert 43
deildamörk fyrir félagið síðustu
þrjú tímabil.
RUDI Völler, landsliðsþjálfari
Þýskalands, er í miklum vandræð-
um þar sem helstu sóknarmenn
landsliðsins eru ýmist meiddir eða í
lægð. Oliver Neuville og Marco
Bode meiddust báðir um helgina.
Völler segir að Max verðskuldi
tækifærið því hann hafi sýnt mikinn
stöðugleika og skori jafnt og þétt.
NILS Arne Eggen tilkynnti í gær
að hann myndi hætta sem þjálfari
norsku meistaranna í Rosenborg
eftir þetta tímabil. Åge Hareide,
sem sagði starfi sínu lausu hjá
Bröndby í Danmörku í gær, var
þegar orðaður við stöðuna og sagði
við norska fjölmiðla að hann gæti
vel hugsað sér að taka við Rosen-
borg.
KLAUS Toppmöller, þjálfari
þýska knattspyrnuliðsins Leverku-
sen, vill fá Brasilíumanninn Kaká
til liðs við sig fyrir næsta tímabil en
hann leikur með liði Sao Paulo.
Kaká, sem skoraði eitt af sex mörk-
um Brasilíumanna í 6:1-sigri á Ís-
lendingum í síðasta mánuði, er mið-
vallarleikmaður og sér Toppmöller
hann fyrir sér sem arftaka Michaels
Ballacks en hann gengur í raðir
Bayern München í sumar.
DEMETRIO Albertini, miðvallar-
leikmaður AC Milan, meiddist á há-
sin í leik með liði sínu á móti Juven-
tus um helgina. Við læknisskoðun í
gær kom í ljós að leikmaðurinn þarf
að gangast undir uppskurð og leik-
ur hann því ekki með ítalska lands-
liðinu á HM í sumar.
Guðlaug meiddist
GUÐLAUG Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, fór meidd af
velli eftir aðeins 20 mínútur þegar lið hennar, Bröndby, vann Hors-
ens, 1:0, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hún varð
fyrir meiðslum í læri og óvíst er hvort hún geti leikið með liðinu í
kvöld þegar það mætir Vejle í undanúrslitum bikarkeppninnar.
Bröndby hefur unnið alla leiki sína eftir vetrarfríið og fylgir Fort-
una fast eftir í toppbaráttunni. Fortuna vann Erlu Hendriksdóttur og
stöllur hennar í FV Köbenhavn, eins og lið hennar heitir núna, 2:1.
Andri Sigþórsson skoraði fyrstamark norsku úrvalsdeildar-
innar í knattspyrnu á þessu ári.
Andri skoraði eftir 13 mínútna leik
þegar Molde sigraði Brann, 2:0, í
opnunarleik deildarinnar á laug-
ardagskvöldið – fylgdi vel á eftir
þegar markvörður Brann hélt ekki
boltanum eftir aukaspyrnu frá
Karl Oskar Fjörtoft.
„Andri er mjög góður fyrir
framan markið. Hann þefar uppi
svona marktækifæri og er yfirveg-
aður í vítateignum,“ sagði fyrirlið-
inn Daniel Berg Hestad við Verd-
ens Gang eftir leikinn.
Andri var orðinn heill í tæka tíð
fyrir leikinn en tvísýnt var hvort
hann gæti hafið tímabilið með
Molde eftir að hann meiddist á öxl
í æfingaleik fyrir skömmu. Þetta
var fyrsti leikur hans eftir það.
Andri fór af velli 20 mínútum fyrir
leikslok en skömmu síðar komu
bæði Ólafur Stígsson og Bjarni
Þorsteinsson inn á sem varamenn
hjá Molde. Báðir léku þeir sinn
fyrsta deildaleik fyrir félagið en
Bjarni missti mikið úr í fyrra
vegna meiðsla og náði aldrei að
spila með Molde í deildakeppninni.
Lilleström vann Viking, 2:0, og
þar lék Indriði Sigurðsson allan
leikinn með Lilleström og Gylfi
Einarsson síðustu 7 mínúturnar.
Gylfi náði að spila þrátt fyrir
handleggsbrotið sem hann varð
fyrir á dögunum. FH-ingarnir
ungu, Davíð Þór Viðarsson hjá
Lilleström og Hannes Þ. Sigurðs-
son hjá Viking, komu ekki við sögu
í leiknum.
Óvænt tap Rosenborg
á heimavelli
Meistarar Rosenborg töpuðu
óvænt á heimavelli fyrir Odd
Grenland, 1:0, og þetta er í fyrsta
skipti sem félagið tapar fyrsta
heimaleiknum frá því það hóf að
spila á Lerkendal-leikvanginum í
Þrándheimi fyrir 17 árum. Árni
Gautur Arason lék í marki Rosen-
borg en hafði lítið að gera.
Lyn vann Bryne, 1:0, á útivelli.
Jóhann B. Guðmundsson lék með
Lyn en fór af velli á 77. mínútu.
Helgi Sigurðsson er frá vegna
meiðsla.
Stabæk gerði jafntefli við Start
á útivelli, 1:1. Tryggvi Guðmunds-
son lék allan leikinn með Stabæk
og Marel Jóhann Baldvinsson síð-
asta hálftímann.
Ljósmynd/Verdens Gang
Andri Sigþórsson skoraði fyrsta mark leiktíðarinnar í Noregi þegar Molde mætti lærisveinum
Teits Þórðarsonar hjá Brann. Hér er Andri að kljást við Knut Walde, varnarmann Brann, í leiknum.
Andri skoraði fyrsta
mark tímabilsins
ÍSLENSKIR skylmingamenn
náðu góðum árangri á Norð-
urlandamótinu í skylmingum
með höggsverði sem haldið
var í Helsinki um helgina.
Guðrún Jóhannsdóttir varð í
öðru sæti í opnum flokki
kvenna eftir að hafa tryggt
sér gull í kvennaflokki. Sig-
ríður María Sigmarsdóttir
sigraði í unglingaflokki
kvenna og varð önnur í
kvennaflokki. Andri Heiðar
Kristinsson stóð uppi sem sig-
urvegari í unglingaflokki
karla eftir að hafa mætt
Hróari Hugossyni í viðureign
um gullið. Hróar varð því
annar og tvöfaldur íslenskur
sigur því staðreynd.
A-lið Íslands sigraði í liða-
keppninni þar sem A-sveit
Finna varð önnur og B-sveit
Íslands tókst að krækja í
bronsið. Skylmingafólkið
kemur því heim með fjögur
gull, þrjú silfur og eitt brons.
Næst fer Norðurlandamótið
fram hér á landi eftir tvö ár.
Skylminga-
menn stóðu
í ströngu
á NM
í Helsinki
ÖRN Arnarson, sundmaður
úr Hafnarfirði, bætti um
helgina eigið Íslandsmet í 50
m baksundi á Opna Sjálands-
mótinu í Danmörku um
helgina. Örn kom fyrstur í
mark á 26,32 sek., og bætti
eigið met um 55/100 úr sek-
úndu, en það var sett á Evr-
ópumeistaramótinu í 50 m
laug í Helsinki sumarið 2000.
Örn vann einnig 200 m bak-
sund á 2.01,43 mínútum og
vann með miklum yfirburð-
um, var 7 sekúndum á undan
næsta keppanda. Einnig sigr-
aði Örn í 100 m baksundi á
55,71 sek. og hreppti annað
sæti í 50 m skriðsundi á
23,66.
Lára Hrund Bjargardóttir,
SH, tryggði sér farseðilinn á
Evrópumeistaramótið í 50 m
laug í Berlín í sumar er synti
200 m skriðsund á 2.06,78
mínútum. Þá hlaut Lára sjö-
unda sætið í 100 m skriðsundi
á 1.00,58 mín. Lára varð þar
með fimmti íslenski sund-
maðurinn sem nær lágmarki
fyrir EM, hinir eru Örn, Jak-
ob Jóhann Sveinsson, Hjörtur
Már Reynisson og Kolbrún
Ýr Kristjánsdóttir.
Íris Edda Heimisdóttir,
ÍRB, varð önnur í 200 m
bringusundi á 2.38,26 og
hlaut fimmta sætið í 50 m
bringusundi á 35,01 sek.
Jón Oddur Sigurðsson,
ÍRB, kom þriðji í mark í 200
m bringusundi á 2.27,50 og
varð annar í 50 m bringu-
sundi á 29,64. Í því sundi varð
Guðlaugur Guðmundsson,
ÍRB, áttundi á 30,41. Jón
Oddur sigraði í 100 m
bringusundi á 1.06,03 en
Guðlaugur varð fimmti á
1.09,78.
Í 100 m flugsundi kvenna
kom Sigurbjörg Gunn-
arsdóttir, ÍRB, sjöunda í
mark á 1.08,83 og Magnús
Jónsson, ÍRB, hreppti sjötta
sætið í 200 m fjórsundi á
2.19,17.
Íslands-
met
hjá Erni