Morgunblaðið - 16.04.2002, Qupperneq 4
HANDKNATTLEIKUR
4 B ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STUÐNINGSMENN ÍR gerðu
hróp að Ólafi Birni Lárussyni, þjálf-
ara Gróttu/KR, þegar hann gekk til
búningsklefa í leikslok. Kölluðu
hann öllum illum nöfnum og kváðu
hann hafa sýnt óíþróttamannslega
framkomu undir lok leiksins. Ein-
hverjir leikmanna Ólafs svöruðu
stuðningsmönnunum fullum hálsi
og var þessi uppákoma engum aðila
til framdráttar né sóma.
EKKI var laust við að Stefán Arn-
aldsson og Gunnar Viðarsson, dóm-
arar í leik Gróttu/KR og ÍR, væru
fegnir því þegar óánægja stuðnings-
manna ÍR beindist að varamanna-
bekk og jafnvel tímavarðaborðinu í
stað þess að beinast að dómurunum
eins og oft vill verða í leikjum sem
þessum.
STUÐNINGSMENN ÍR fullyrtu
við blaðamann í leikslok að þeir
hefðu séð varamenn Gróttu/KR
rúlla bolta inn á völlinn þegar
skammt var til leiksloka og knýja
þannig fram truflun á leiknum. Ef
satt reynist er þetta óþverraleikur
og liðinu sannarlega ekki til sóma.
BJARNI Fritzson, hornamaður
ÍR, sleit liðbönd í ökkla í leiknum við
Gróttu/KR á laugardaginn og leik-
ur væntanlega ekki með liðinu í úr-
slitakeppninni sem hefst á morgun.
Þá mæta ÍR-ingar Aftureldingu á
Varmá.
SEBASTIAN Alexandersson,
markvörður Fram, var í sóknarham
á móti Stjörnunni á laugardaginn.
Hann skaut einu sinni þvert yfir
völlinn en það skot var varið. Seb-
astian tók síðan vítakast, sem hann
skoraði úr.
JÓN BJÖRGVIN Pétursson lék
sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk
Fram á laugardaginn og skoraði 3
mörk.
ÞÝSKA handboltafélagið Tusem
Essen hefur gert samning við
sænska markvörðinn Jesper Lars-
son til ársins 2005. Larsson leikur
með Nordhorn en ætlar sem sagt að
skipta fyrir næsta tímabil. Með Ess-
en leika Íslendingarnir Patrekur
Jóhannesson, sem er fyrirliði liðs-
ins, og Guðjón Valur Sigurðsson.
RÓBERT Julian Duranona skor-
aði 7 mörk fyrir N-Lübbecke sem
tapaði, 26:25, fyrir Altenholz í norð-
urriðli þýsku 2. deildarinnar í hand-
knattleik. N-Lübbecke missti þar
með efsta sætið í hendur Wilhelms-
havener, en er stigi á eftir og á leik
til góða.
RÓBERT Sighvatsson skoraði 4
mörk og Gylfi Gylfason tvö þegar
lið þeirra Düsseldorf vann SV Con-
cordia Delitzsch, 27.26, í suðurhluta
þýsku 2. deildarinnar í handknatt-
leik á sunnudaginn. Düsseldorf er í
5. sæti deildarinnar og á nær enga
möguleika á að komast í aukaleiki
um sæti í efstu deild á næstu leiktíð.
HARALDUR Þorvarðarson var
ekki á meðal þeirra sem skouðu fyr-
ir Stralsunder er liðið vann Biele-
feld, 33:24, í norðurhluta þýsku 2.
deildarinnar í handknattleik. Stral-
sunder er í 7. sæti deildarinnar.
RAGNAR Óskarsson skoraði 3
mörk fyrir Dunkerque sem vann
ACBB, 29:23, í frönsku 1. deildinni í
handknattleik um helgina. Dunker-
que er í þriðja sæti með 54 stig en
fyrir ofan eru Montpellier með 64
stig og Chambéry með 55.
GUNNAR Berg Viktorsson skor-
aði sömuleiðis 3 mörk þegar lið
hans, París SG, vann Livry-Gargan,
33:23. París SG er í fjórða sæti með
50 stig.
HILMAR Þórlindsson skoraði
fimm sinnum fyrir Modena er það
lagði Rubiera, 28:27, ítölsku 1.
deildinni í handknattleik um
helgina. Modena er í 8. sæti í deild-
inni með 37 stig.
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson,
landsliðsmarkvörður í handknatt-
leik, var að vanda í marki Papillon
þegar það lagði Cus Ancona, 24:23 í
ítölsku 1. deildinni. Papillon er í
fjórða sæti deildarinnar með 50 stig.
FÓLK
Selfyssingar mættu til leiks gegnFH-ingum afslappaðir enda
áttu þeir enga möguleika á að kom-
ast í úrslitakeppnina.
Nokkurrar tauga-
spennu gætti hins
vegar í herbúðum
FH-inga sem rekja
mátti til þeirrar stöðu sem liðið var í
fyrir leikinn en ekkert nema sigur
dugði FH-ingum til að komast í úr-
slitakeppnina.
FH-ingar voru lengi að hrista Sel-
fyssinga af sér og það var ekki fyrr
en heimamenn ákváðu að setja mann
til höfuðs Robertas Pauzuolis seint í
síðari hálfleik að í sundur dró með
liðunum. Lokakaflinn var algjör eign
FH-inga, þeir skoruðu 10 mörk gegn
2 og unnu öruggan sjö marka sigur
en Selfyssingar gáfust hreinlega upp
á lokakafla leiksins.
Hinn útsjónarsami Björgvin Rún-
arsson lék best FH-inga og það var
ekki síst fyrir góðan leik hans í síðari
hálfleik sem FH-ingar sigu fram úr.
Valur Arnarson lék einnig vel sem og
Jónas Stefánsson en hann átti góða
innkomu í markið og varði mörg opin
færi gestanna. Í liði Selfyssinga báru
tveir menn liðið uppi. Pauzuolis var
FH-ingum sérlega erfiður og skoraði
hvert glæsimarkið á fætur öðru og
Hannes Jón Jónsson var seigur að
koma knettinum í mark FH-inga
með hnitmiðum smuguskotum.
„Fyrsta markmiðið var að komast í
úrslitin og við tökum því sem að
höndum ber. Við förum óhræddir í
leikina við Hauka. Pressan verður
augljóslega á Haukunum. Þeir eru
með sterkara lið enda Íslands-, bik-
ar- og deildarmeistarar en ég held
samt að við höfum leiðir til að vinna
þá og það styttist í sigurleikinn,“
sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari
FH, við Morgunblaðið eftir leikinn.
FH og Haukar áttust við í báðum
deildarleikjunum í síðasta mánuði og
þar fögnuðu Haukar sigri, fyrst í
Kaplakrika með eins marks mun og
síðan á Ásvöllum með tveggja marka
mun.
„Ég neita því ekki að ég hefði kosið
að fá aðra mótherja en Hauka í 8 liða
úrslitunum. Ég hefði viljað mæta Val
þar sem stuttur tími er liðinn síða við
lékum tvo erfiða leiki við Hauka. Það
sýndi sig í leikjunum við Hauka að
okkur skorti kjark og trú til að geta
unnið en ef okkur tekst að berja
þessa hluti í okkur þá höfum við
vissulega getuna til að leggja Hauk-
ana að velli. Það er ljóst að bærinn
fer í uppnám aftur og ég veit að það
er mikil tilhlökkun hjá öllum Hafn-
firðingum fyrir þetta einvígi,“ sagði
Guðmundur en eins og menn rekur í
minni til gerði hann Hauka að Ís-
landsmeisturum fyrir tveimur árum.
Æsingur á
Seltjarnarnesi
Leikmenn Gróttu/KR tryggðu sér4. sætið í 1. deild karla í hand-
knattleik á laugardag, 24:23, þegar
þeir tóku á móti ÍR í
lokaumferð deildar-
innar. Fyrir leikinn
var ÍR í 4. sæti, en
Grótta/KR í 5. sæti
svo ljóst var að um hörkuleik yrði að
ræða á milli þessara liða. Sú varð
enda raunin og voru lokamínútur
leiksins einkar magnaðar.
Aleksander Petersons var hetja
Gróttu/KR, hann var tekinn úr um-
ferð allan síðari hálfleikinn en náði
að rífa sig lausan og skora tvö virki-
lega mikilvæg mörk á lokamínútum
leiksins. Þegar tæpar tvær mínútur
voru til leiksloka höfðu heimamenn í
Gróttu/KR tveggja marka forskot
23:21, en ÍR-ingar voru ekki hættir
og þeir Fannar Þorbjörnsson og
Sturla Ásgeirsson skoruðu tvö mörk
úr hraðaupphlaupum og jöfnuðu
leikinn þegar ein mínúta lifði af
leiknum. Grótta/KR tók leikhlé og
lagt var upp með það að spila langa
sókn og tryggja sigurinn. Aleksand-
ers Petersons losnaði úr gæslu
Kristins Björgúlfssonar og skoraði
með laglegu undirhandarskoti. ÍR-
ingar höfðu aðeins 19 sekúndur til að
jafna leikinn og tryggja sér þar með
4. sætið, en þegar um 10 sekúndur
voru eftir rúllaði bolti inn á völlinn,
að því er virtist frá varamannabekk
Gróttu/KR inga, leikurinn var stöðv-
aður og upphófst mikið japl, jaml og
fuður um það hver hefði sent boltann
inn á. Ólafur Björn Lárusson, þjálf-
ari Gróttu/KR, var einn hinna
grunuðu og fékk hann að heyra það
óþvegið frá starfsmönnum ÍR-liðsins
og stuðningsmönnum þeirra. Ólafur
gerði hins vegar það eina rétta í stöð-
unni, bakkaði út úr mesta hasarnum
með bros á vör, en það varð þó ekki
til að draga úr æsingi þeirra Breið-
hyltinga. Aðspurðir í leikslok sögð-
ust dómarar leiksins ekki geta sagt
til um hvaðan boltinn kom, enda
gerðu þeir það eitt sem lögin segja til
um, stöðvuðu leikinn og tímann, fjar-
lægðu boltann og hófu leik að nýju.
Þessi truflun á leiknum hafði óum-
deilanlega áhrif á möguleika ÍR-inga
til að stilla upp í góða sókn og ná að
jafna leikinn enda þurftu þeir að
byrja að nýju og höfðu nú aðeins 7
sekúndur til að ljúka sókninni í stað
19 sekúndna áður. Heimamenn fögn-
uðu hins vegar góðum sigri og
heimaleikjarétti í fjórðungsúrlitun-
um þar sem þeir mæta KA en ÍR-
ingar féllu niður í sjötta sætið og
sækja Aftureldingu heim í Mos-
fellsbæinn.
Petersons var allt í öllu hjá
Gróttu/KR í fyrri hálfleiknum og var
liðinu virkilega mikilvægur á loka-
mínútunum. Þá kom Dainis Tarak-
anovs sterkur inn í síðari hálfleikinn.
Hreiðar L. Guðmundsson, mark-
vörður ÍR, var bestur í liði Breið-
hyltinga ásamt Erlendi Stefánssyni.
Stórleikur Þórs tryggði sætið
Þórsarar áttu sannkallaðan stór-leik þegar þeir rúlluðu yfir Aft-
ureldingu í lokaumferðinni og
tryggðu sér sæti í
úrslitakeppninni.
Lyktir leiksins urðu
35:27 og þessi mar-
kamunur færði Þór
7. sætið á kostnað FH sem endaði í
því áttunda. Þórsarar mæta því Val í
úrslitakeppninni en Afturelding hélt
3. sætinu og tekur á móti ÍR. Athygli
vekur að nýliðar Þórs skoruðu flest
mörk í deildinni, 759 talsins eða ríf-
lega 29 mörk í leik að meðaltali.
„Ég sagði við strákana að vetur-
inn væri ónýtur ef við ynnum ekki
þennan leik því níunda sætið væri í
rauninni jafn slæmt og það fjór-
tánda. Þeir börðust af krafti frá
fyrstu mínútu og ég er mjög stoltur
af þeim. Við þurfum svona baráttu í
hverjum einasta leik því hópurinn er
ekki stór. Næst eru það Valsmenn og
mér líst bara vel á það. Við gerðum
jafntefli við þá í báðum leikjunum í
vetur og þetta gæti því orðið spenn-
andi rimma,“ sagði Sigurpáll Árni
Aðalsteinsson, þjálfari Þórs.
Óhætt er að segja að Þórsarar hafi
mætt grimmir til leiks. Þeir komust í
6:2 en Afturelding nýtti sér vel að
vera einum fleiri og staðan var 7:6
eftir 13 mín. leik. Eftir það skildi
leiðir. Staðan í leikhléi var 17:13 og
munurinn á liðunum var aldrei minni
en 3 mörk þannig að segja má að Þór
hafi haft nokkra yfirburði.
Þórsarar léku flata en hreyfanlega
vörn lengst af og Mosfellingar kom-
ust lítt áleiðis, t.d. kom ekkert út úr
skyttunum vinstra megin í fyrri hálf-
leik. Afturelding byrjaði með flata
vörn en skipti yfir í 5-1 og reyndi á
köflum að taka Aigars Lazdins úr
umferð en ekki dugði það, frekar en
innáskiptingar og önnur úrræði. Þór
keyrði á sama liðinu nánast allan
leikinn. Vörnin hélt, Hafþór varði
bærilega í markinu og þeir Lazdins
og Árni Sigtryggsson fóru á kostum í
sókninni. Lazdins skoraði 11 mörk
og geigaði vart skot hjá honum en
kannski vekur enn meiri athygli að
Árni, sem er aðeins 17 ára og er á
fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki,
skoraði 9 mörk í þessum mikilvæga
leik með langskotum og eftir gegn-
umbrot.
Leikmenn Aftureldingar voru allt-
af nokkrum skrefum á eftir andstæð-
ingunum og ekki batnaði ástandið
þegar Páll Þórólfsson fór meiddur af
velli seint í fyrri hálfleik. Vörnin var
léleg, markvarslan lítil en þeir Daði
Hafþórsson, Valgarð Thoroddsen og
Magnús Már Þórðarson tóku allgóð-
ar skorpur í sókninni.
„Við vissum að Þórsarar yrðu
grimmir í þessum leik enda að duga
eða drepast fyrir þá. Hins vegar ætl-
uðum við að stöðva hraðar sóknir
þeirra og halda þeim niðri en gerð-
um okkur seka um afdrifarík mistök
í vörninni. Það er allt í lagi að skora
27 mörk en að fá á sig 35 er bara
skandall. Þeir voru tilbúnir í dag en
ekki við, því miður,“ sagði Bjarki
Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar,
sem fær nú það verkefni að stappa
stálinu í sína menn fyrir leikina gegn
ÍR.
Bjarki og Snorri fóru á kostum
Ungu mennirnir í liði Vals, BjarkiSigurðsson og Snorri Steinn
Guðjónsson, fóru á kostum þegar
Valur lagði deildar-
meistara Hauka,
31:25, í skemmtileg-
um leik á Hlíðar-
enda. Leikurinn
skipti engu máli upp á röð liðanna í
deildinni og bar þess greinilega
merki. Haukar höfðu fyrir nokkru
tryggt sér efsta sæti deildarinnar og
Valsmenn annað. Viðureignin var
hins vegar hin fjörugasta en heiðar-
lega þar sem vettlingatökin voru
meira notuð en vant er þegar þessi
liðs eigast við. Greinilegt var að
menn tóku enga áhættu vegna úr-
slitakeppninnar sem hefst nú vik-
unni.
Í fyrri hálfleik var jafnt á flestum
tölum, liði skiptust á að ná eins
marks forystu. Valsmenn léku 6/0
vörn frá upphafi til enda á meðan
Haukarnir prófuðu sig lengst af með
5/1 og síðan 5 +1 vörn þar sem þeir
þreifuðu sig áfram með að hvernig
best væri að gera leikstjórnanda
Vals, Snorra Stein, óvirkan. Það
gekk framan af en fór síðan í handa-
skolum og Snorri fór mikinn, einkum
í síðari hálfleik. Í hálfleik voru Vals-
menn marki yfir, 15:14.
Snemma í síðari hálfleik skildi
leiðir, sterk vörn og góð markmarsla
Roland Eradze, lagði grunninn að
hraðaupphlaupum sem Valsmenn
nýttu sér til þess að ná þægilegri
stöðu. Haukar játuðu sig snemma
sigraða, tókst ekki að minnka mun-
FH og Þór áfram á
kostnað Framara
HÚN var súrsæt, stemningin í
búningsklefa FH-inga, eftir sig-
urinn á Selfyssingum, 32:25, í
Kaplakrika á laugardaginn. Með
sigrinum gulltryggðu FH-ingar
sæti sitt í 8 liða úrslitunum en
nokkrum mínútum eftir að
leiknum lauk í Krikanum bárust
tíðindin frá Akureyri þar sem
Þór vann stærri sigur en FH. Þar
með var ljóst að áttunda sæti
var hlutskipti FH-inga og and-
stæðingarnir í úrslitakeppninni
sjálfir meistararnir og erkifjend-
urnir í Haukum.
Morgunblaðið/Golli
Halldór Ingólfsson varð að játa sig sigraðan í baráttunni við Geir Sveinsson og Markús Mána
Michaelsson í þetta sinn og í raun varð Haukaliðið að bíta í það súra epli að lúta í lægra haldi fyrir
Geir og lærisveinum hans í lokaumferðinni.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar
Ívar
Benediktsson
skrifar