Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 5
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 B 5
.
Utandeildarkeppni 2002
Félag Utandeildarliða, Knattspyrnufélagið Þróttur
og Knattspyrnudeild Hauka, halda utandeildarkeppnina 2002.
Keppnin hefst um miðjan maí.
Þátttökugjald er kr. 70.000. Skráning og staðfestingargjald kr. 10.000
verður að berast fyrir 22. apríl. Ef gjaldið er ekki greitt á réttum tíma
ganga þau lið, sem greitt hafa, fyrir. Þátttökugjaldið greiðist eigi síðar
en 6. maí. Takmarkaður fjöldi liða, 50 lið.
Upplýsingar veittar hjá Knattspyrnufélaginu Þrótti í síma 580 5907 á
milli kl. 14 og 16 virka daga og með tölvupósti; sigurdur@trottur.is.
Skráning á sama stað.
VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari
Hauka, segir óskiljanlegt hversu
lítinn tíma liðin fá til þess að búa
sig undir úrslitakeppnina, ekki
síst þegar horft er til þess að vika
leið á milli síðustu umferðanna
tveggja. Flest liðin hafi þurft að
tefla fram sínum sterkustu liðum
allt fram í síðustu umferð og því
ekkert hægt að hlífa lykilleik-
mönnum. „Það er hreint óskilj-
anlegt af hverju menn fá ekki
nema fjóra daga til þess að búa
sig undir úrslitakeppnina eftir að
deildakeppnin hefur tekið átta
mánuði,“ sagði Viggó í samtali
við Morgunblaðið. „Þetta er alltof
lítill tíma og ég skil ekki hvað
þeir menn hugsa sem standa á
bak við þetta skipulag. Flest lið
hafa orðið að leika með sínn besta
mannskap í öllum leikjum síðustu
umferðanna til þess að tryggja
sér sæti í keppninni og þar af leið-
andi hefur verið mikið álag á leik-
mönnum. Því hefði ekki verið
ósanngjarnt að gefa lengri tíma
þar til úrslitakeppnin fer af stað
þar sem allt er lagt undir.
Ég hef notið þeirra forréttinda
að geta dreift álaginu undir það
síðasta, en sömu sögu er ekki
hægt að segja af flestum öðrum.
Úrsltitakeppnin verður mjög
jöfn og spennandi þar sem allir
enginn getur bókað sigur fyr-
irfram. Ég held að allar við-
ureignirnar geti farið í oddaleiki
og eitt marks munur ráði úrslit-
um, en mitt mat er það að liðin
hefðu mátt fá nokkra daga til við-
bótar til þess að safna kröfum og
skipuleggja sig,“ segir Viggó Sig-
urðsson.
Aron er meiddur
Aron Kristjánsson, leikstjórn-
andi Íslands- og bikarmeistara
Hauka, var á meðal áhorfenda á
leik Vals og Hauka í lokaumferð
Íslandsmótsins. Aron hefur lítið
leikið með Haukum upp á síðkast-
ið vegna meðsla í hægri nára og
þar sem Haukar höfðu fyrir all
nokkru tryggt sér deildarmeist-
aratitilinn var ákveðið að Aron
fengi að hvíla sig á laugardaginn.
„Ég vonast til þess að vera með
gegn FH á miðvikudaginn í fyrstu
umferð úrslitakeppninnar,“ sagði
Aron í samtali við Morgunblaðið
eftir leikinn á Hlíðarenda á laug-
ardaginn. Hann sagðist alls ekki
hafa jafnað sig að fullu.
Alltof stuttur
undirbúningur
inn nema í þrjú mörk um tíma lengra
komust þeir ekki. Eftir því sem á leið
var uppgjöf Hauka greinilegri því
flestir helstu leikmenn liðsins voru
kallaðir af velli og varamenn í meira
mæli en oft áður látnir halda leiknum
uppi.
Bjarki reyndist Haukum óþægur
ljár í þúfu, þá helst markvörðum liðs-
ins sem gekk illa að verjast hniðmið-
uðum skotum hans. Fór svo að mörk
Bjarka urðu tíu. Snorra óx ásmegin
eftir því sem á leið og skoraði níu
mörk og síðan var Eradze frábær í
markinu, sérstaklega í síðari hálf-
leik. Kórónaði hann frammistöðu
sína með því að gera næstsíðasta
mark Vals.
Leikmenn Hauka tóku það rólega
í leiknum og greinilegt var á uppstill-
ingu liðsins á tíðum að þeir sóttu
stigin ekkert sérlega stíft. Líkt og í
undanförnum leikjum fengu þeir
óreyndari að leika stórt hlutverk og
öðlast mikilvæga reynslu fyrir átök-
in sem framundan eru í titilvörninni.
Geir væntir spennandi leikja
„Mér líst vel á að mæta Þór í
fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Viðureignir okkar við þá á keppn-
istímabilinu hafa verið skemmtileg-
ar,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari
Vals, um leikina við Þór sem fram-
undan eru. „Báðir deildarleikirnir
enduðu með jafntefli, en okkur tókst
að leggja þá í bikarkeppninni.
Þórsliðið hefur komið á óvart í vet-
ur, fyrirfram var því ekki spáð væn-
legu gengi en víst er að þar á bænum
hafa menn spilað vel úr sínum mann-
skap og verðskulda fyllilega að hafa
unnið sér sæti í úrslitakeppninni.
Fyrst og femst á ég von á skemmti-
legum og tvísýnum leikjum,“ sagði
Geir ennfremur.
Jafnir leikir framundan
„Ég bý mig og mitt lið undir jafna
og spennandi leiki enda hafa viður-
eignir þessara liða alltaf verið þann-
ig,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari
Hauka, um baráttuna við FH í úr-
slitakeppninni. „Í raun held ég að úr-
slitakeppnin í heild verði afar jöfn
þar sem lítill munur er á liðum og
ekkert þeirra getur fyrirfram bókað
sig gegn andstæðingi sínum.“
Stórsigur Fram
dugði skammt
Stórsigur Fram á Stjörnunni íSafamýrinni á laugardaginn
dugði skammt því Framarar þurftu
að treysta á tap eða
jafntefli í öðrum
leikjum til að komast
á meðal átta efstu
liða. Engu að síður
kvöddu þeir deildina með sóma og
28:16 sigri á Garðbæingum, sem
sjálfir luku keppni í 13. og næst-
neðsta sæti.
Heimamenn byrjuðu betur og
þegar gestirnir úr Garðabænum fóru
að feta sig inn í leikinn hertu Fram-
arar tökin á vörninni, sem skilaði
þeim 12:6 forskoti. Á fyrstu sjö mín-
útum síðari hálfleiks varði Sebastian
Alexandersson 7 skot Stjörnu-
manna, þar af tvö vítaskot og á með-
an juku félagar hans forskotið upp í
tíu mörk, 18:8. Þar með var útséð um
úrslit því hvorki gekk né rak hjá
gestunum, sem þó reyndu hvað þeir
gátu. Það kostaði einungis brottvís-
anir og voru Garðbæingar í 12 mín-
útur einum færri á vellinum. Þegar
leið að leikslokum fóru fréttir að ber-
ast úr öðrum leikjum og ljóst að
Fram yrði af úrslitakeppninni þetta
árið.
„Við vissum að það yrði ekki bara í
okkar höndum að komast í úrslita-
keppnina en vorum ákveðnir í að
selja okkur dýrt og sjá til hvernig
aðrir leikir myndu þróast,“ sagði
Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram,
eftir leikinn. „Úrslit í síðustu um-
ferðum hafa ekki verið okkur í hag
en sjálfur er ég sáttur við stígandann
hjá okkar liði. Við fáum tíu stig úr
fyrstu fjórtán umferðunum en
sautján eftir áramót og ég held að
það með því besta í deildinni eftir
áramót,“ bætti þjálfarinn við og
reiknar með að vera áfram við
stjórnvölinn. „Við ætluðum að hafa
gaman af þessu og höfum reynt það í
vetur. Við getum verið sáttir við vet-
urinn í heild, komumst í bikarúrslit
og náum góðum úrslitum í Evrópu-
keppni. Það þjappaði okkur saman
og við höfum verið að sækja á hin lið-
in. Við erum með unga stráka og
vonandi verða flestir leikmenn áfram
hjá liðinu. Við kvíðum því ekki fram-
tíðinni.“
„Það koma nokkrir vafasamir
dómar um miðjan hálfleik og í fram-
haldi af því fá Framarar öll vafaat-
riðin og þá missum við þá fram úr
okkur,“ sagði Sigurður Gunnarsson,
þjálfari Stjörnunnar. „Ég er ánægð-
ur með sumt en óánægður með ann-
að eftir veturinn. Við erum auðvitað
ekki sáttir við stöðuna og vissum að
það yrði á brattann að sækja en við
getum miklu meira en staða okkar
segir. Næsta ár ætlum við okkur að
vera ofar. Yngri stákarnir eru búnir
að fá eldskírn í efstu deild og við er-
um komnir með ágætiskjarna.“
Óskar Elvar kvaddi með sigri
Óskar Elvar Óskarsson, fyrirliði
HK um árabil, kvaddi með sigri á
ÍBV í Digranesinu á laugardaginn,
31:25, en hann hefur ákveðið að
leggja handboltaskóna á hilluna eftir
langan feril. Óskar Elvar, sem er 35
ára, hefur leikið með meistaraflokki
HK frá árinu 1985, að einu tímabili
undanskildu, og á því 17 keppnis-
tímabil að baki með Kópavogsfélag-
inu.
„Það var nauðsynlegt að enda á
sigri og lyfta okkur úr næstneðsta
sætinu en ég hefði viljað enda mun
ofar í deildinni því við höfðum burði
til að gera miklu betur en þetta í vet-
ur. Annars get ég hætt sáttur, þetta
hefur verið skemmtilegur tími og
HK hefur á síðustu árum komist í
bikarúrslit og Evrópukeppni. Það
vantar bara titil en það verður ekki á
allt kosið,“ sagði Óskar Elvar við
Morgunblaðið.
Jaliesky Garcia skoraði 11 mörk
fyrir HK í leiknum og varð marka-
hæsti leikmaður 1. deildar í vetur.
KA í fimmta sætinu
KA-menn tryggðu sér fimmta
sætið með öruggum sigri á Víkingum
í Víkinni, 29:24. KA náði strax undir-
tökunum og lét þau aldrei af hendi,
en norðanmenn létu varamenn sína
spila stóran hluta síðari hálfleiks.
Tólf mörk Guðlaugs Haukssonar
dugðu Víkingum skammt og þeim
tókst ekki að fylgja eftir eina sigri
sínum á tímabilinu.
Morgunblaðið/Kristján
Leikmenn Þórs, Árni Sigtryggsson og Páll V. Gíslason, fagna hér ásamt stuðningsmönnum sigri á
Aftureldingu og sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Ólafur og
Sigurður
í liði um-
ferðar-
innar
Ólafur Stefánsson og Sig-urður Bjarnason voru
báðir valdir í lið 27. umferðar
þýska handknattleiksins af
netmiðliðnum sport1 eftir
leiki helgarinnar en þeir áttu
báðir framúrskarandi leiki
með liðum sínum Magdeburg
og Wetzlar. Ólafur og félagar
í Magdeburg skutu nýkrýnda
bikarmeistara Lemgo af
toppi þýsku 1. deildarinnar í
handknattleik á sunnudaginn
með góðum sigri, 31:23 og
Sigurður skoraði 9 mörk
þegar Wetzlar vann Göpp-
ingen, 28:26, á útivelli.
Með sigrinum á sunnudag
kom Magdeburg fram hefnd-
um fyrir tapið í bikarúrslita-
leiknum á dögunum og sáu
um leið til þess að Nordhorn
væri efst í deildinni að lokn-
um 27 umferðum. Ólafur var
í miklum ham í leiknum og
skoraði 9 mörk, þar af tvö úr
vítakasti.
Leikmenn Magdeburg
voru í miklum ham frammi
fyrir 7.000 áhorfendum í
Börderlandhöllinni, náðu
strax forystunni og létu hana
aldrei af hendi. Auk Ólafs var
Christian Gaudin, markvörð-
ur, besti leikmaður Magde-
burg en hann varði hvað eftir
annað með tilþrifum.
Nordhorn vann stórsigur á
Flensburg á útivelli, 27:20, og
hefur nú fengið 27 stig af 28
mögulegum í síðustu 14 leikj-
um sínum. Aðeins mark-
varsla Jans Holperts forðaði
Flensburg frá verri útreið.
Peter Gentzel nánast lokaði
marki Nordhorn í síðari hálf-
leiknum.
Essen er enn með í topp-
slagnum eftir útisigur á Wal-
lau-Massenheim, 30:26. Pat-
rekur Jóhannesson skoraði 3
mörk fyrir Essen og Guðjón
Valur Sigurðsson 2.
Vegna meiðsla lék Gústaf
Bjarnason ekki með Minden
sem vann Willstätt/
Schutterwald á útivelli,
26:25. Var þetta annar leik-
urinn í röð sem Gústaf missir
af vegna meiðsla. Hann var
einnig fjarri góðu gamni þeg-
ar Minden lagði meistara
Magdeburg á heimavelli í lið-
inni viku.