Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 12
Röð fyrstu fjögurra á mark varð súsama og í ræsingunni en þriðji varð Ralf Schumacher hjá BMW Williams og fjórði félagi hans Juan Pablo Montoya. Eftir kappaksturinn sagði Ralf að hann hefði ekki getað gert betur en hann vann jómfrúar- sigur sinn í Formúlu-1 í Imola fyrir ári og hafði vonast til að vinna aftur nú. Hafði hins vegar aldrei við Ferr- arifákum bróður síns og Barrichello og varð á endanum tæpum 20 sek- úndum á eftir bróður sínum. „Það er ekkert gaman að sjá menn vinna með svo miklum mun og hringa McLaren- bíl í þokkabót,“ sagði hann. Ralf er nú 14 stigum á eftir bróður sínum í stigakeppni ökuþóra og Montoya 17. Þá komst Ferrari fram úr Williams-liðinu í stigakeppni bíl- smiða, þar munar þremur stigum, 40:37. Schumacher hélt forystunni frá fyrstu sekúndu og jók bilið jafnt og þétt fram undir miðjan kappakstur og sigur hans var með öllu fyrirhafnar- laus; aksturinn eins og þægilegur sunnudagsrúntur. Barrichello missti Ralf fram úr sér í ræsingunni en end- urheimti annað sætið í þjónustu- hléunum. Með þessu lauk Barrichello sínu fyrsta móti á árinu en hann féll úr leik í þremur fyrstu vegna árekst- urs og bilana. Virtist hann ná mjög miklu út úr 2002-bílnum sem hann var að keppa á í fyrsta sinn og setti hraðasta hring mótsins, 1:24,170 mín- útur. Fimmti varð Jenson Button hjá Renault sem vann sig fram úr David Coulthard hjá McLaren í þjónustu- stoppunum. Má Coulthard muna fífil sinn fegurri en hann varð að hleypa Schumacher fram úr sér þegar 7 hringir voru eftir í mark af 62. Segir Button aksturinn hafa verið sinn besta frá því hann hóf keppni árið 2000 þótt tvisvar hafi hann áður orðið í fjórða sæti, en þetta er þriðja mótið í röð sem hann hlýtur stig. McLaren- menn fóru af vettvangi sem væng- brotnir fuglar en kveðast ætla bíta í skjaldarrendur og draga á toppliðin tvö aftur. Er leið að lokum kappakstursins í Imola í gær varð allt í einu uppi fótur og fit í bílskúr Ferrari-liðsins, ekki vegna þess að liðsmenn reyndu að flýta sér á brautarvegginn til að fagna Michael Schumacher á mark, heldur vegna ótta um að til sigurs hans kæmi ekki. Komið hefur í ljós að Schumach- er átti við vandamál í bíl sínum að stríða undir lok kappakstursins og um tíma var talið að kalla þyrfti hann inn að bílskúr á lokahringjunum til að skipa um stýrishjól. Aukastopp af því tagi hefði án efa kostað hann sigur. Með samstarfi við tæknistjórann Ross Brawn gegnum talstöðina tókst Schumacher hins vegar að koma far- kosti sínum í heila höfn án þess að til aukastopps kæmi. Miklir yfirburðir MICHAEL Schumacher sigraði í San Marínó-kappakstrinum í Imola á Ítalíu á sunnudag við mikinn fögnuð heimamanna sem þustu inn á brautina og hylltu hetju sína á verðlaunapalli. Annar varð félagi hans Rubens Barrichello og var þetta í fyrsta sinn í 20 ár sem Ferr- ari á fyrstu tvo bíla á mark í Imola. Var þetta þriðji sigur Schumach- ers á árinu í fjórum mótum og hans 56. á ferlinum. Þetta var í þriðja sinn sem Woodssigraði á Masters og 31. sigur hans á PGA mótaröðinni, þar af hef- ur hann sjö sinnum sigrað á „þeim stóru“ þrívegis á Masters, einu sinni á Opna bandaríska, einu sinni á Breska meistaramótinu og einu sinni á PGA meistaramótinu. Þess ber að geta að Woods hefur aðeins keppt í sex ár á mótaröðinni og árangur hans því mjög góður. Enginn hefur sigrað jafnoft á „stóru mótunum“ jafn ungur og Woods en hann var 26 ára, þriggja mánaða og 15 daga gam- all á sunnudaginn þegar hann tryggði sér sigurinn. Jack Nicklaus var hins vegar 25 dögum yngri en Woods þegar hann sigraði þriðja sinni á Masters. Síðasti Masters hjá Norman? Greg Norman, Ástralinn knái, hef- ur aldrei leikið eins og hann á að sér á Masters og í ár vann hann sér ekki einu sinni rétt til að vera með en fékk boð frá klúbbnum um að keppa og þáði það. Það er sagt um þátttöku hans á Masters að Hákarlinn, Mast- ers og sunnudagur geti ekki farið saman og er þá vitnað til þess þegar hann klúðraði síðasta hring árið 1986 og aftur áratug síðar þegar hann átti sex högg á næsta mann. Í ár lenti hann í 36. sæti en ætlaði sér að vera meðal 16 efstu til að komast á næsta Masters. „Ég verð með á næsta ári ef ég vinn mér rétt til þess eða ef mér verður boðið. Héðan á ég frábærar minningar og völlurinn er stórkost- legur,“ sagði Norman. Kylfuvalið misjafnt John Daly notaði þrjá drævera á Masternum og átti í vandræðum með að finna þann rétta en hann grýtti drævernum sínum í vatn í móti á dögunum eftir að hafa slegið illa með honum. Nokkrum holum síð- ar braut hann trékylfu númer þrjú og varð að notast við járnin það sem eftir var. Á Masters voru púttin hans sterkasti þáttur aldrei þessu vant en hann endaði í 32. sæti á fjórum yfir pari. Svíinn Jesper Parnevik sendi kylfusvein sinn inn í klúbbhús rétt áður en hann lagði í síðasta hringinn. Sveinninn kom hlaupandi út með pútter og Parnevik fórnaði járni númer þrjú til að geta tekið með sér tvo púttera í síðasta hringinn. Hann notaði nýja pútterinn í fyrra púttið á fyrstu braut, tók síðan þann gamla og lauk holunni með honum og not- aði hann síðan það sem eftir var hringsins. „Ég var bara að prófa þann nýja,“ sagði Parnevik sem not- aði 34 pútt til að ljúka leik á pari. „Mér varð fjórum sinnum hugsað til járnsins númer 3 sem var heima í skála, en ég varð að sætta mig við að vera ekki með það,“ sagði Svíinn. Daninn Thomas Björn mun örugglega reyna að leika jafnar á næstunni en hann er þekktur fyrir miklar sveiflur milli daga. Síðasta daginn lék hann á 77 höggum, fékk sex skolla á hringnum en þegar hann lék annan daginn notaði hann aðeins 67 högg, tíu færri en síðasta daginn. Þá setti hann met með því að fá fugl á fimm fyrstu holunum, en það hefur enginn gert í Masters-móti. Woods varði tit- ilinn á Masters Reuters Hootie Johnson, forseti Augusta National-golfklúbbsins, klæðir Tiger Woods í græna jakkann en þetta er sá þriðji sem hann vinnur til á 6 árum. Woods er þriðji kylfingurinn til að vinna tvö ár í röð. TIGER Woods lék fyrst og fremst af öryggi á síðasta degi Masters-golfmótsins í Banda- ríkjunum á sunnudaginn. Með því tókst honum að verja titil sinn frá því í fyrra og það hafa aðeins tveir kylfingar leikið áð- ur. Jack Nicklaus, sem vann sex sinnum, 1965 og aftur ári síðar og Nick Faldo, sem á þrjá græna jakka, vann 1989 og aftur 1990. Woods lék síðasta hringinn á einu höggi undir pari og lauk leik á 276 höggum, eða tólf und- ir pari og þremur höggum á undan Retief Goosen sem varð í öðru sæti. FÓLK  ÞORBJÖRN Atli Sveinsson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með Frömurum á laugardaginn, þegar þeir unnu stórsigur á Dalvík, 9:1, í deildabikarnum. Þorbjörn Atli var fljótur að láta til sín taka og skoraði þrennu í leiknum.  GRINDVÍKINGAR tryggðu sér sigur á æfingamótinu í Candela á Spáni á sunnudaginn þegar þeir sigruðu FH, 2:0. Fylkir vann KR, 2:1. Sævar Þór Gíslason skoraði bæði mörk Fylkis en Þorsteinn Jónsson svaraði fyrir KR. Grindavík fékk 7 stig, Fylkir 4, FH 3 og KR 3 stig.  ÍSLAND sigraði Moldavíu, 2:0, í leik um 7. sætið á alþjóðlegu móti drengjalandsliða í knattspyrnu sem lauk á Spáni á laugardaginn. Hjálm- ar Þórarinsson og Ívar Björnsson skoruðu mörk Íslands. Áður hafði ís- lenska liðið tapað fyrir Georgíu og gerði síðan jafntefli við Aserbaídsjan en beið lægri hlut í vítakeppni.  SPÁNN sigraði Rúmeníu, 3:1, í úr- slitaleik mótsins en í næstu sætum voru Georgía, Pólland, Slóvenía og Aserbaídsjan.  PLS og Flakkarar urðu um helgina bikarmeistarar í keilu. PLS lagði ÍR-a 2367:2209 þar sem Jón Bragason (627) og Halldór R. Hall- dórsson (619) áttu góðan dag fyrir PLS. Flakkarar sigruðu Valkyrjur og var þetta annar titill þeirra á nokkrum dögum en þær sigruðu Valkyrjur í úrslitum Íslandsmótsins. Leikurinn fór 1975:1925.  GUÐMUNDUR E. Stephensen úr Víkingi varð Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla í borðtennis á laug- ardaginn með því að sigra Markús Árnason úr Víkingi, 3:1, í úrslitaleik. Þeir Guðmundur og Markús sigruðu saman í tvíliðaleik.  HALLDÓRA Ólafs úr Víkingi sigraði Kristínu Hjálmarsdóttur úr KR, 3:2, í úrslitaleik í meistaraflokki kvenna. Kristín og Aldís Lárusdótt- ir úr KR sigruðu í tvíliðaleik.  GUÐMUNDUR Kr. Gíslason úr SR sigraði í karlaflokki á meistara- móti Skotfélags Reykjavíkur í loft- skammbyssu sem fram fór í Laug- ardalshöllinni á laugardaginn. Hann fékk 555 stig, jafnmörg og Hannes Tómasson, SR, sem varð í öðru sæti.  KRISTÍN Röver úr SR sigraði í kvennaflokki með 346 stig en önnur varð Ragnheiður Sigurðardóttir, SR, með 328 stsig.  SILJA Úlfarsdóttir varð í 10. sæti í 400 m grindahlaupi á 61,18 sek., á háskólamóti í Knoxville í Tennessee um síðustu helgi.  HARALDUR Ingólfsson skoraði fyrra mark Raufoss sem vann góðan útisigur á Strömsgodset, 2:1, í fyrstu umferð norsku 1. deildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn.  HELGI Kolviðsson lék allan leik- inn með Kärnten sem vann mikil- vægan útisigur á Salzburg, 1:0, í austurrísku úrvalsdeildinni. Helgi og félagar eru fimmtu og eiga góða möguleika á UEFA-sæti. Stefán Gíslason var á varamannabekk Grazer AK sem vann Bregenz, 4:1.  GUÐMUNDUR Viðar Mete lék allan leikinn í vörn Malmö FF sem vann Norrköping, 3:0, á útivelli í annarri umferð sænsku úrvalsdeild- arinnar á laugardaginn. Atli Þórar- insson var ekki í liði Örgryte sem vann Kalmar, 2:0 og Hjálmar Jóns- son lék ekki með Gautaborg sem vann Sundsvall, 2:1.  RAKEL Ögmundsdóttir kom ekki við sögu hjá Philadelphia Charge sem vann Atlanta Beat á útivelli, 2:0, í fyrstu umferð bandarísku atvinnu- deildarinnar á laugardagskvöldið.  ARNAR Þór Viðarsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson léku með Lokeren sem gerði 0:0 jafntefli við Antwerpen í belgísku 1. deildinni á laugardagskvöldið. Rún- ar átti sláarskot á síðustu mínútunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.