Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 3
LAXNESSÞING, SUNNUDAGUR 21. APRÍL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 B 3
HALLDÓR var alltaf að skálda,
sagði Pétur Gunnarsson í sjónvarps-
viðtali fyrir nokkrum árum. Svo mik-
ið er víst að afstaða Halldórs til lygi
og sannleika var ekki að öllu leyti
einföld og um það fjallar Vésteinn
Ólason í fyrirlestri sínum „Undur
mikið hversu mart
þú kant ljúga“ –
Lygi og sannleikur
í verkum Halldórs
Laxness
Vésteinn leggur
annarsvegar
áherslu á Sölku
Völku og ferðalýs-
ingar Halldórs frá
Sovétríkjunum,
hinsvegar á skrif
hans um breytt
viðhorf sín í
Skáldatíma og
Kristnihaldi undir
jökli. Í þessum
verkum má finna
fyrir togstreitu á
milli sannleika,
lygi og skáldskap-
ar. Vésteinn veltir
fyrir sér hvernig
hún kemur fram og þróast í þessum
verkum. Ein kenningin er sú að á
fjórða áratugnum hafi skáldið Lax-
ness skilið hið pólitíska hlutverk rit-
höfundar og rækt það. Hann hafi þó
ekki skynjað það svo vegna trúar
sinnar á hið vísindalega rétta sam-
félag sem var leiðarljós hans í póli-
tískum skrifum. Síðar verður spurn-
ingin um skáldskapinn og hlutverk
hans áleitnari.
Dagný Kristjánsdóttir fjallar um
vonbrigðin sem koma fram í skáld-
sögunni Paradísarheimt í fyrirlestri
sínum Að missa og finna aftur sína
Paradís. Dagný sér Paradísarheimt
sem eins konar framhald af Gerplu,
eða að minnsta kosti verk sem er ná-
tengt Gerplu og nauðsynlegt að lesa
þannig. Halldór er að áliti Dagnýjar
fyrst og fremst að takast á við valdið
í þessum verkum: Gagnrýni Halldórs
á mormónatrúna er nístandi fram-
hald af uppgjöri hans við hernaðar-
hyggju í Gerplu. Fleira hangir á
þeirri spýtu: Uppgjör við mormóna-
trú fer að kjarna spurningarinnar
um misnotkun valds, spurningum
um kynferði, siðferði og fleira. Efa-
semdir Halldórs í Paradísarheimt
eru efasemdir
menntamannsins
og uppgjör við
drauminn um að
útópían geti orðið
að veruleika á
þessari jörð. Þær
lýsa líka djúpri
togstreitu Hall-
dórs við sjálfan
sig. Í verkum
Halldórs má frá
upphafi finna fyr-
ir tveimur megin-
straumum þar
sem annar rífur
niður en hinn
byggir upp.
Organistinn í
Atómstöðinni er
umfjöllunarefni
Ármanns Jakobs-
sonar í fyrirlestri
sem hann nefnir Nietzsche í Grjóta-
þorpinu: Siðferði manns og heims í
Atómstöðinni. Ármann skýrir per-
sónu og hlutverk organistans sem
andófspersónu. Útlit hans villir
manni sýn: Hann virðist svo frið-
samlegur. Mönnum hættir til að taka
ekki eftir því hvað hann heldur fram
róttækum og öfgafullum skoðunum.
Ármann telur að Atómstöðin hafi
verið misskilin talsvert og vanmetin.
Þetta sé dýpri og áhugaverðari bók
en oftast er talið. Hliðstæða org-
anistans við Nietzsche er mikilvæg:
Organistinn kappkostar eins og
Nietzsche að koma á óvart, að snú-
ast gegn og rífa niður hefðbundna
sýn á samfélagið. Með því að brjóta í
bága við siðferðið birtir hann heil-
steypt persónulegt siðferði og sið-
ferðilega sýn.
Sigríður Þorgeirsdóttir stýrir mál-
stofunni.
13.30–14.30
Glæpur og
dygð – Siðferði
Morgunblaðið/ Einar Falur
Halldór Laxness í vinnustofunni
á Gljúfrasteini, 1980.
Í ÞESSARI málstofu verður tekist
á við umdeildasta hlutann af ferli
Laxness: Stjórnmálaskoðanir hans á
fjórða og fimmta áratugnum, ferðir
hans til Sovétríkjanna og ferðabæk-
ur hans um Sovétríkin.
Jón Ólafsson heldur því fram í
fyrirlestri sínum Laxness í Sovét-
ríkjunum. Hin pólitíska ferðabók,
nokkur samtímaverk að það sé lítils
virði að skoða Sovétbækurnar, Í
austurvegi og Gerska ævintýrið
öðruvísi en að bera þær saman við
bækur annarra höfunda sem gerðu
sama og Halldór: Fóru til Sovétríkj-
anna og reyndu að miðla af reynslu
sinni þar með verkum sem einnig
höfðu ríkan áróðurstilgang. Á fjórða
áratugnum fóru margir rithöfundar
til Moskvu, sumir skrifuðu mikil lof-
rit um landið og þjóðir þess, aðrir
gáfu ófegurri lýsingu af því sem fyr-
ir þá hafði borið. Gerska ævintýrið
tilheyrir þeirri bókmenntagrein sem
varð til við þetta. Sérkenni Sovét-
bóka Halldórs, einkum þá Gerska
ævintýrisins, eru meistaraleg tök á
list áróðursins. Bækur Halldórs eru
ekki lofrit um Sovétríkin heldur
vönduð áróðursrit. Jón tekur einnig
stuttlega saman íslenska umræðu
um Sovétbækurnar og gagnrýnir
hana.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
kallar fyrirlestur sinn Myrkur
heimsins. Hann rekur þar skoðanir
Halldórs á Sovétríkjunum eins og
þær koma fyrir í bókunum Í aust-
urvegi og Gerska ævintýrinu. Einn-
ig ræðir hann um stjórnmálabaráttu
Halldórs á Íslandi 1930–1960 og
hvernig skoðanir hans koma fram í
skáldverkum á borð við Sjálfstætt
fólk, Sölku Völku, Heimsljós og Ís-
landsklukkuna og hvernig þær hafa
mótað viðhorf tveggja eða þriggja
kynslóða íslenskra menntamanna.
Hannes gagnrýnir skýringar Hall-
dórs á því hversvegna hann sagði
ósatt um Sovétríkin áratugum sam-
an og setur fram aðrar skýringar á
því sem hann sækir meðal annars í
heimspeki og félagsfræði.
Morten Thing fjallar um kynni
Halldórs af kommúnismanum í
gegnum danska rithöfunda auk fær-
eyska rithöfundarins William Heine-
sen í fyrirlestri sínum Laxness og
danskir kommúnistar: Nexø, Gel-
sted, Kirk og Heinesen. Morten er
höfundur ritsins Kommunismens
Kultur sem kom út fyrir tæpum tíu
árum en hún fjallar um kommúnis-
mann í Danmörku frá þriðja áratug
aldarinnar og fram á síðustu áratugi.
Morten bendir á að Laxness hafi
orðið fyrir margvíslegum pólitískum
áhrifum af skáldbræðrum sínum í
Danmörku og að þau tengsl skýri
margt um pólitískar skoðanir hans.
Guðmundur Hálfdánarson stýrir
málstofunni.
Halldór Laxness í Moskvu 1954 en þá vann hann að rússneskri þýðingu Silfurtunglsins með þýðandanum
Valentinu Morosovu.
9.30–10.30
„Samvirk framníng þjóðreisn-
ar“ – Pólitískar skoðanir
HELGA Kress bendir á það í
fyrirlestri sínum „Á hverju
liggja ekki vorar göfugu kell-
íngar.“ Halldór Laxness og
Torfhildur Hólm að Halldór
hafi í riti eftir riti tengt bæk-
ur og bókmenntir við konur.
Bókmenntir kvennanna
verða andstæða bókmennta-
stofnunarinnar, jafnvel konur
sem ólæsar eru tala klassískt
mál. Í fyrirlestrinum ræðir
Helga sérstaklega um rithöf-
undinn Torfhildi Hólm og
tengsl Halldórs við verk
hennar.
Fyrirlestur Hjartar Páls-
sonar Eru Vikivaki Gunnars
Gunnarssonar og Kristnihald
undir Jökli eftir Halldór Lax-
ness hliðstæðar táknsögur?
byggist á þeirri grundvallar-
hugmynd að þessar skáldsög-
ur tveggja höfuðskálda Ís-
lendinga á 20. öld megi lesa
sem eins konar „dæmisögur“
um eðli og samþættingu lífs og skáld-
skapar og vanda og vild höfundarins.
Tilganginn segir Hjörtur vera
þann að láta á það reyna með rök-
semdafærslu og dæmum til skýring-
ar hvort þessi túlkunarleið stenst og
hvort líta megi á nefndar skáldsögur
Gunnars og Halldórs sem þematísk-
ar hliðstæður eða „samlokur“ með
áratuga millibili.
Báðar hafa þær býsna mikla sér-
stöðu í höfundarverki þeirra, hafa
ekki þótt auðskýrðar á einn veg og
hafa löngum notið mismikilla vin-
sælda hjá lesendum.
Soffía Auður Birgisdóttir beinir
sjónum að sjálfsmynd
skáldsins í fyrirlestri
sínum Skálduð ung-
sjálf: Sjálfsmyndir Lax-
ness og Þórbergs í
skáldævisögulegum
verkum þeirra. Soffía
Auður greinir skáldævi-
söguleg áhrif Þórbergs
á Halldór sem hún telur
aðallega felast í tvennu:
Annarsvegar í forminu,
að leyfa sér að láta lög-
mál skáldskaparins
ráða frekar en að binda
sig við staðreyndir.
Hinsvegar hinni írón-
ísku sýn sem er svo
áberandi hjá Þórbergi
en kemur líka glögglega
fram hjá Halldóri, til
dæmis í því hvernig
hann lýsir sjálfum sér
fullum af monti. Þannig
er viðfangsefnið mynd-
ir þeirra Þórbergs og
Halldórs af sjálfum sér sem ung-
skáldum.
Lars Lönnroth talar síðastur í mál-
stofunni en hann nefnir fyrirlestur
sinn Laxness revolterade mot saga-
traditionen.
Sveinn Yngvi Egilsson stýrir mál-
stofunni.
11.00–12.15
„Hvor í annars draumi“ –
Samband bóka og bóka
– höfundar og höfundar
Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness við Skriðu-
klaustur í Fljótsdal, sumarið 1947.
STÍLL Halldórs Laxness, jafnt í
skáldverkum hans sem öðrum ritverk-
um og þýðingum skar sig úr frá upp-
hafi. Hann vakti deilur: Fjölmargir
urðu til að fordæma mál og stíl Lax-
ness. Þegar þýðing hans á Vopnin
kvödd eftir Ernest Hemingway kom
út var jafnvel gerð
tilraun til að út-
hýsa bókinni alfar-
ið úr skólabóka-
söfnum.
Í fyrirlestri sín-
um Orðaforðinn í
skáldverkum Hall-
dórs Laxness talar
Guðrún Kvaran um
skrif Laxness um
tungumálið og
skoðar jafnframt
hvernig hann beit-
ir tungumálinu í
nokkrum verkum
sínum. Hluti af
orðaforða Hall-
dórs er óvanalegt
og staðbundið mál en einnig eru all-
mörg dæmi um orð sem koma aðeins
fyrir hjá honum. Laxness safnaði orð-
um á ferðum sínum um landið og not-
aði í bókum sínum. Dæmi um orð sem
Guðrún fjallar um í fyrirlestrinum er
fjölmúlavíl sem kemur nokkrum sinn-
um fyrir í skáldsögum hans en er ekki
þekkt úr textum annarra. Einnig orð á
borð við drymbini og að eypska. Guð-
rún nýtir sér orðstöðulykil að verkum
Laxness sem er að koma út í þessum
mánuði hjá Vöku-Helgafelli.
Þorleifur Hauksson fjallar um stíl
Íslandsklukkunnar og Gerplu í fyrir-
lestri sínum sem hann nefnir Að
hugsa í öðrum myndum. Þorleifur
rannsakar stílbreytingar Laxness á
tímabili þessara verka, hvernig hann
notar ákveðnar
stílfyrirmyndir,
hvernig hann
víkur frá þeim
og hvernig hann
fjallar sjálfur
um stíl. Þorleif-
ur nefnir sér-
staklega nokk-
urs konar
stefnuyfirlýs-
ingu sem er að
finna í rissbók
Halldórs frá
þeim tíma er
hann var að
semja Íslands-
klukkuna. Þar
talar hann um
„nauðsyn þess að uppræta kellingar-
hjartað – viðkvæmnina, tilfinninga-
eðjuna – sem gagnsýrir nútímastíl ís-
lenskan“.
Helena Kadeckova er einn helsti
þýðandi Laxness á tékknesku, hún
hefur á undanförnum 30 árum þýtt
Brekkukotsannál og fleiri bækur
hans. Helena nefnir fyrirlestur sinn
einfaldlega Að þýða Laxness.
Valgerður Benediktsdóttir stýrir
málstofunni.
15.00–16.00
„Ekkert orð er
skrípi“ – Mál og stíll
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Blýantar Halldórs Laxness.