Alþýðublaðið - 29.10.1972, Page 3
AKONAN
að lúta föstum venjum, og þar
með takmarka frelsi hennar. Hún
mundi óðara gera uppreisn gegn
sliku og krefjast réttar sins til að
helga sig sinum eigin áhugamál-
um. Hann er oft smámunalegur i
aðfinnslum sinum is ambandi við
allan heimilisrekstur og mundi
þvi skipta sér af verkum hennar
innanhúss.
Og þar sem hann að auki
er mjög hlédrægur og litt
fyrir það gefinn að láta i ljós til-
finningar sinar, er mjög hætt við
að hann auðsýndi henni ekki þann
yl, sem með þyrfti til að viðhalda
ást hennar. Og jafnvel þótt þau
eignuðust einhver sameiginleg
áhugamál, er hætt við þau yrðu
að leysa erfið vandamál áður en
hjónaband þeirra gæti kallazt
beinlinis farsælt.
Vatnsberakona og karl-
maður fæddur undir
VOGARMERKI
23. sept. — 22. okt.
Það er Vogarmerkið sem bezt á
við Vatnsberamerkið, og þvi er
óhætt að fullyrða að það yrðu ekki
mörg vandkvæði sem Vatnsbera-
kona og karlmaður fæddur undir
Vogarmerki þyrftu að sigrast á til
þess að sambúð þeirra gæti orðið
hin farsælasta. Enda þótt sá karl-
maður kunni oft að virðast frem-
ur fálátur og hlédrægur, er hann
oft mjög ástrikur og ástriðuheitur
og fyrir bragðið mundi hann
kynda svo elda hennar að ekki
mundi standa á endurgjaldinu.
Karlmaður fæddur undir þessu
merki er oft mjög vel gefinn og
vinmargur. en þó mun áhugi
hennar á öðru fólki öllu ópersónu-
legri en hans. Eigi að siður er
hann haldinn næmri réttlætis-
kennd og vill að enginn sé beittur
misrétti eða ranglæti, og fyrir það
er ekki óliklegt að hann mundi
taka þátt i störfum hennar að ein-
hverju leyti, hvað það snertir að
bæta kjör hinna bágstöddu i
heiminum. Þeim gæti og verið
sameiginleg aðdáun á öllu fögru,
og þvi samhent um að gera
heimili sitt sem glæsilegast.
Hæfileikar hans til að finna og
efla samræmi og samstillingu
mundu auðvelda honum að lita
jákvætt á starfsemi hennar að
mannúðarmálum, og sambúð
þeirra þvi verða hin friðsælasta.
Hann gæti og eflaust haft áhrif á
hana i sambandi við störf hennar
að vissu marki, en fljótt komast
að raun um neikvæð viðbrögð
hennar ef hann reyndi að segja
henni fyrir verkum. Hyggni hans
og tillitsemi mundi gera honum
kelift að njóta mikillar hamingju i
sambúð við slika konu.
Vatnsberakona og karl
maður fæddur undir
SPORDDREKAMER
KI, 23. okt. —22. nóv.
Slikur maður mundi sizt af öll-
um karlmönnum, fæddum undir
hinum tólf merkjum dýrahrings-
ins, liklegur til þess að geta gert
Vatnsberakonuna hamingjusama
i hjónabandi. Þau eru á margan
hátt algerar andstæður, og það
yrðu miklar fórnir sem hún yrði
að færa áður en likur yrðu til að
sambúð þeirra gæti blessazt.
Henni mundi til dæmis veitast
erfitt að skilja hann, svo gerólik-
ur mundi hann henni að eðlisfari.
Hann lætur oft og tiðum stjórnast
algerlega af tilfinningum sinum
og skapsmunum, og ástriðuhiti
hans og fýsn mundi krefja hana
um meira en hún gæti I té látið.
Yfirleitt er hann eigingjarn og
ráðrikur, og þvi sennilegt að hann
yrði mjög afbrýðisamur vegna
áhuga hennar á öðru fólki og
ópersónulegum málefnum. Hann
mundi gera kröfur til að öll
hennar athygli beindist að honum
einum, og gerast ærið skapstygg-
ur og óþægilegur i sambúð, ef
hanri fengi þvi ekki framgengt.
Og jafnvel þótt hún vildi allt til
vinna að halda friði, færi ekki hjá
þvi að oft mundi slá i brýnu með
þeim. Hann mundi verða of
kröfuharður og ráðrikur, og henni
yrði með öllu ókleyft að gera hon-
um til hæfis, þó að hún sparaði
engar fórnir. Eini möguleikinn
erað likamleg ást þeirra reyndist
nógu sterk, en harla óliklegt
samt.
Vatnsberakona og karl
maður fæddur undir
BOGAMANNSMERKI,
23. nóv. — 20. des.
Slikur maður og Vatnsbera-
kona ættu að eiga m jög vel saman
og óliklegt að til greina kæmu
mörg vandamál, sem þau yrðu að
sigrast á til þess að hjónaband
þeirra yrði hamingjuasmt. Þar eð
þau hefðu bæði mjög sterka löng-
un til að njóta persónulegs frjáls-
ræðis, er harla óliklegt að annað
hvort þeirra mundi sýna hinu of
mikinn yfirgang og eigingirni.
Þar sem þeim er báðum oft gefið
mikið ástriki, er ekkert liklegra
en að þeim mundi reynast auðvelt
að lifa saman i sátt og samlyndi.
Bæði eru þau venjulega vel gefin
BÆÐI OG
og liklegt að þau gætu eignazt
ýmiss sameiginleg áhugamál.
Hann er undantekningarlitið vin-
sæll og þekkir margt af áhuga-
verðu fólki, og þvi er liklegt að
þau mundi ekki skorta sameigin-
lega vini. Hann er ekki sérstak-
lega kröfuharður um heimilis-
hald, mundi láta sér nægja að hún
byggi honum þægilegt og þokka
legt heimili og verja tómstundum
sinum að einhverju leyti henni til
aðstoðar i þvi skyni. Bæði eru þau
likleg til að eiga mörg áhugamál
utan heimilisins, og þó að slikt
kunni að skapa nokkra fjarlægð
þeirra á milli, þá mundi þau ekki
skorta umræðuefni. Vafalaust
'mundi hvort þeirra um sig lika
hafa mikinn áhuga á strfi og
starfsemi hins. Bæði eru þau
frjálslynd og friðsöm, og þvi
harla liklegt að heimili þeirra
yrði friðsælt. Það er óliklegt að
það reyndist miklum vandkvæð-
um bundið fyrir þau að lifa saman
i ástriku hjónabandi.
Vatnsberakonan og karl
maður fæddur undir
STEINGEITARMERKI
21. des—19. jan.
EITTHVAD fvrir
EINSETIIMENN?
Þvi miður er persónugerð karl-
manns, sem undir þessu merki er
fæddur, harla ólik persónugerð
Vatnsbarakonunnar, en ef þau
skyldu nú samt dragast svo hvort
að öðru að þau gengju i hjóna-
band, þá er hata liklegt að sam-
búð þeirra mundi reynast miklum
erfiðleikum háð. Hann er oft mjög
hlédrægur og feiminn, og liklegt
er að honum mundi veitast erfitt
að láta tilfinningar sinar i ljós við
eiginkonu sina. Hin hljóða og hóf-
stillta ást hennar þarfnast hins
vegar hvatningar, og það er ærið
hætt við að allt i þá áttina færist
honum klaufalega. A hinn bóginn
er hann oft kröfuharður og ætlast
til mikils af eiginkonu sinni. Hún
mundi sennilega draga sig i sina
skel, ef hann vildi bera hana ráð-
um, og þar sem gagnrýni hans
yrði að llkindum kaldranaleg,
mundi hún vekja hjá henni minni-
máttarkennd. Þá er og liklegt að
hann mundi lita á áhuga hennar á
hramhald á 7. siðu.
NÆST
VATNS-
BERA-
KARL
Danska blaðið Politiken skýrði
svo frá fyrir skömmu, að læknar
á rikissjúkrahúsinu i Vording-
borg i Danmörku væru um þessar
mundiraðgera tilraunir með nýj-
ar kynróandi pillur, sem á dönsku
kallast að sjálfsögðu ,,anti-sex”
pillur.
Tilraunir fóru fram með eftir-
farandi hætti: Tveimur karl-
mönnum, sem hættulegir voru
umhverfi sinu, var gefin ný teg-
und hormónalyfja, sem framleitt
er I Vestur-Þýzkalandi. Eftir
nokkra daga voru „tilraunadýr-
in” orðin róleg og mennirnir tveir
gátu umgengizt annað fólk án
þess að þvi stafaði hætta af þeim,
— segja læknarnir Kjeld A. Lock
Halvorsen, Finn Kobbenhagel og
Björn Kaldan i danska læknarit-
inu „Ugeskrift forlæger”.
Niðurstöður rannsókna á siðari
árum hafa leitt i ljós, að ákveönar
miðstöðvar heilans ákveða kyn-
orkuna og ennfremur að hafa má
áhrif á þessar heilastöðvar með
hormónalyfjum.
Karlmaður, sem draga vill úr
kynorku sinni, getur það nú með
þvi að neyta efna, sem virka á
karlkynhormóna hans.
Hér er ekki um p-pillur fyrir
karlmenn að ræða, heldur lyf,
sem kemur i veg fyrir að beita
þurfi ómanneskjulegum læknis-
aðferðum við kynferðisglæpa-
menn.
Notkun sérstakra hormónalyfja
við læknismeðferð á kynferðis-
glæpamönnum, sem gefið hefur
góðan árangur utan Danmerkur,
vakti áhuga læknanna þriggja á
rikissjúkrahúsinu i Vordingborg
á kynróandi lyfjum.
Læknarnir létu sjúkling einn,
sem um langt skeið hafði dvalið á
sjúkrahúsinu, taka hina nýju kyn-
róandi pillu. Að fjórum vikum
liðnum, heyrði maðurinn ekki
kvenmannsraddir lengur óma
fyrir eyrum sér, sem iðulega
hafði orðið þess valdandi, að hann
brauzt inn á kvennadeild sjúkra-
hússins.
Pillan var einnig reynd á
þritugum manni, en öll hegðan
hans hafði einknnzt af óeðlilegri
árásarþörf. Maðurinn hafði verið
undir eftirliti frá 18 ára aldri, er
hann gerðist sekur um nauð-
gunartilraun.
Hann hlaut nú meðferð á lok-
aðri deild sjúkrahússins og eftir
að hafa neytt „anti-sex” pillunn-
ar i eina viku, var honum treyst
til að umgangast annað fólk.
Maðurinn losnaði jafnframt við
slæman höfuðverk, sem lengi
hafði þjáð hann áður.
— Maðurinn virtist nú vera i
fyllsta máta eðlilegur, — segja
læknarnir þrir i „Ugeskrift for
læger”. —■
MAN EFTIR
Þannig hefur Sósialski verka-
lýðsflokkurinn boðið fram allt
frá árinu 1892. Núna býður
flokkurinn fram fyrrverandi
verkamann i þvottahúsi, Louis
Fisher. Hann er 59 ára gamall
Sósialski verkamannaflokk-
urinn er róttækari flokkur og
aðhyllist trotskýsma. Hann býð-
ur fram 31 árs gamla konu,
Lindu Jenoss. Aldur hennar
sýnirreyndar vonleysi flokksins
um árangur i kosningunum.
Kommúnistaflokkur Banda-
rikjanna býður fram að vanda.
Nú eins og áður getur banda-
riska þjóðin kosið flokksforingj-
ann Gus Hall, 62 ára gamlan
mann.
Ameriski flokkurinn býður
fram John Schmitz og Flokkur
fólksins barnasálfræðinginn
fræga Benjamin Spock.
Sterkustu pólitisku andstæð-
urnaru eru á milli sósialistisku
flokkanna og Frjálslyndra.
Þessi flokkur er nýr af nálinni
og hefur aðsetur i Colorado.
Framboðsefni flokksins er
heimspekiprófessor við Kali-
forniuháskóla, John Hospers.
Hann studdi Goldwater i kosn-
ingunum 1964 og eitt af stefnu-
málum hans er algert afskipta-
leysi rikisins. Hann er t.d.
hlynntur þvi, að slökkviliðs-
stöðvar séu i einkaeign.
Og enn eru til i Bandarikjun-
um menn, sem eru fylgjandi al-
geru vinbanni. „Vinbannsflokk-
urinn” býður fram fyrrverandi
skólastjóra, sem kominn er á
ellilaun og boðorðið er: þurrt
land;hamingjusamt land.
Nú og svo eru i hópi frambjóð-
enda menn, sem vilja láta ljós
sitt skina og telja forsetafram-
boð einmitt réttu leiðina til þess
að koma boðskap sinum á fram-
færi.
Flokkurinn „Tryggð við
Bandarikin” hefur aðeins ein-
um meðlim á að skipa og hann
er reyndar einnig stofnandi
hans. Hann heitir Billy Joe
Clegg og er fyrrverandi liðþjálfi
i bandariska hernum.
Hann hefur skipað Guð sem
yfirmann kosningabaráttunnar,
Jesúm Krist sem blaðafulltrúa
og hinn heilagi andi semur ræð-
urnar fyrir hann. Þá annast
englahópur dagleg störf kosn-
ingabaráttunnar. Einasta sann-
færing Clegg er sú, að Banda-
rikin kunni að vera óviðbúin
verulega kristnum manni i
Hvita húsinu.
Fyrrverandi ráðuneytis-
starfsmaður frá Washington
DC, James Boren, hefur stofnað
flokk, sem heitir Rikissamtök
atvinnuskriffinna. Eitt af eink-
unnarorðum hans er: Þegar þú
ert i vafa, skaltu muldra. Hann
hefur hafið kosningabaráttuna
og einkennt hana með orðunum
„skapandi aðgerðarleysi gagn-
vart fólkinu”. Boren hefur þeg-
ar ferðazt til 28 rikja innan
Bandarikjanna og hann hefur
kallað Nixon „harðasta keppi-
naut sinn á sviði ógnarlegs að-
gerðarleysis”.
I bandariska timaritinu
Newsweek er þessum frambjóð-
endum likt við Don Quixotes en
jafnframt látin i ljósi undrun yf-
ir þvi, að þessi Quixotar skuli þó
ekki vera fleiri.
SUMIR ERU GRINISTAR AÐRIR ERU
MEÐ TOPPSTYKKIÐ í ÓLAGI, —
MENNIRNIR SEM KEPPA VIÐ NIXON
OG MCGOVERN UM FORSETASESSINN
Sunnudagur 29. október 1972
o