Alþýðublaðið - 29.10.1972, Side 7

Alþýðublaðið - 29.10.1972, Side 7
 BILAR OG UMFERD ÞAÐ ER ÝMIS- LEGT AÐ ATHUGA AÐUR EN VETUR GENGUR í GARÐ Ætli allir bileigendur séu búnir undir snjóinn og veturinn, sem getur verið á næsta leiti? Þaö er mjög óliklegt, og liklega ekki seinna vænna að athuga sinn gang. Hvað þarf að gera fyrir vetur- inn? Það sem mönnum dettur ef- laust fyrst i hug er utbúnaðurinn til hjólanna. Flestir aka núorðið á negldum snjódekkjum, enda er það nauðsynlegur útbúnaður i hálku, — og yfirleitt nógu góður. En nagladekk hafa sin takmörk, ef snjóar mikið geta þau orðið al- veg gagnslaus — þau eru að sjálf- sögðu misjafnlega góð, en þó má búast við þvi að svo mikið geti snjóað, að allir verði stopp. Þegar svo er komið seljast allar snjo- keðjur upp á svipstundu, — og sumir verða svo óheppnir að fá engar. Þessvegna er gott að byrja veturinn með þvi að kaupa snjó- keðjurnar — séu þær ekki til fyrir. En það þarf að huga að fleiru en hjólaútbúnaðinum. Það er ekki verra að bilarnir fari i gang i frostunum, en þá þarf að hafa nokkra fyrirhyggju, að minnsta- kosti ef um er að ræða eldri bila. Rafkerfið þarf fyrst og fremst að vera i fullkomnu lagi, en fyrst og fremst þarf þó rafgeymirinn að vera fullhlaðinn og rafallinn að framleiða nóg rafmagn. Það fyrr- nefnda finnst nokkuð fljótt, þ.e. hvort nóg rafmagn sé á geymin- um — allavega þegar fyrstu kuld- ar koma. Afköst rafalsins má m.a. sjá með þvi að láta bilinn ganga hægagang með fullum ljós- um — og láta þau skina t.d. á vegg. Ef þau dofna óeðlilega mikið má búast við, að hækka þurfi hleðsluna ( það er gert i straumrofanum (cut out)). Að sjálfsögðu er aldrei mikil- vægara en ljósin séu i lagi, — báðar perur heilar, og helzt jafn gamlar svo þær hafi sama ljós- styrkleika. Það er furðuleg ráð- stöfun hjá umferðaryfirvöldum að krefjast ljósastillingar á meirihluta bilanna á sumrin, en siðan er hægt að aka allan vetur- inn með vanstillt ljós án þess að nokkuð sé sagt eða gert. Það er nokkurnveginn öruggt mál, að ljós á bil, sem fór i skoðun að vor- lagi eða fyrrihluta sumars, þarf nauðsynlega ljósastillingu aftur fyrir skammdegið. En ef við vikjum aftur að gang- setningu i kuldum getum við ekki litið framhjá þeirri staðreynd, að bilareru misgóðir i gang, jafnvel þótt rafkerfið sé i lagi. Þá eru til ýms ráð, önnur en að láta draga i ÞAÐ ER UOTT MEO M BREZKU Búast má við, að fljótlega fari að bera á varahlutaskorti i brezka bila verði afgreiðslubann- inu á islenzkum skipum i Bret-' landi ekki skjótlega aflétt. Ann- ars hafa þeir, sem flytja inn vörur frá Bretlandi, sumir hverjir all góða von um, að mál þetta leysist fljótlega, eða eins og bilainnflytj- andieinn sagði i samtali við bila- þáttinn: ,,Ég held að þeir hafi enn meiri áhuga á að leysa þetta mál en við”. En hvað sem þvi liður, er af- greiðslubannið þegar farið að segja til sin á bilamarkaðnum, t.d. verða þeir, sem hafa pantað Cortinu eða Austin, að hafa bið- lund þar sem litið eða ekkert er til af þessum bilum i landinu. Hins- vegar vildi svo heppilega til, að þeir hjá Sveini Egilssyni voru búnir að panta 50 Escorta, sem eru komnir til landsins. Dragist á langinn að semja við Breta má búast þvi, að fljótlega fari að bera á varahlutaskorti i brezka bila, og vafalaust seljast þeir varahlutir mjög fljótlega upp, sem þörfin fyrir er mest. gang. Eitt bezta ráðið er senni- lega að úða eterblöndu inn i blöndunginn, en þessi blanda fæst á brúsum á öllum benzinstöðvum. Dugi það ekki til má gripa til þess ráðs að skrúfa kertin inn og „snapsa” vélina með benzini. Og i framhaldi af þessu má minna á frostlöginn, — hann er ómissandi i frostum. Á sumum velum verður að visu að vera kælivökvi allan ársins hring, en sé svo ekki er nauðsynlegt að mæla frostþol kælivatnsins, en það er hægt að láta gera á öllum benzinstöðvum. Hrim á rúðum er alltaf erfitt viðureignar, en að sjálfsögðu er til ráð gegn þvi. Á benzinstöðvum fæst efni til þess að hreinsa hrim- ið á utanverðum rúðunum, — en væntanlega sér miðstöðin um hitt. Svo er bara að fara varlega — þrátt fyrir nagladekk og keðjur — eins og reykviskir bilstjórar sýndu fyrsta hálkudaginn, að þeir geta gert. UMSJÓN: ÞORGRIMUR GESTSSON Vatnsberakonan 3 öðru fólki og velferðarmálum þess, bæði peninga- og timasóun. Samhaldsemi hans er gagnstæð örlæti hennar og það er liklegt að hún yrði þess ekki umkomin að skilja hið alvarlega og þrönga viðhorf hans til lifsins. Ekki er útilokað að Vatnsberakonan mundi beita allri þolinmæði sinni og öllu sinu umburðarlyndi i sam- búðinni við slikan mann, án þess þó að henni tækist að uppfylla þær kröfur um „fullkomnun”, sem hann gerir til annarra. Vatnsberakona og karl maður fæddur undir VATNSBERAMERKI 20. jan.—18. febr. Jafnvel þótt það sé mjög erfitt fyrir karl og konu, sem fædd eru undir sama stjörnumerki, að lynda saman i hjónabandi, eru meiri likur á að það megi takast, þegar Vatnsbera-maður og Vatnsberakona eiga i hlut, heldur en tvær manneskjur fæddar undir sama stjörnumerki öðru. Þau eru bæði frjálslynd og telja mikilvægt að friðsæld riki á heimili, og mundu þvi forðast sundurþykki og deilur af fremsta megni, en reyna að jafna öll vandamál og vandkvæði, sem kynnu að segja til sin, með þvi að ræða þau af vinsemd og skynsemi. Og þar eð þau mundu bæði eiga mörg áhugamál utan heimilisins, er óliklegt að þau yrðu þreytt eða leið hvort á öðru, einkum ef þeim tækist að sýna skynsamlegan áhuga hvort á annars starfi. Ekki er heldur liklegt að þau mundu reyna að takmarka frjálsræði hvors annars. Astir þeirra mundu að likindum reynast fullnægjandi og endast vel, jafnvel þótt þar gætti ekki samskonar ofsa og hjá þeim sem gefinn er meiri til- finningahiti. Hjónaband þeirra gæti þvi orðið ástúðlegt og báðum til hamingju. Vatnsberakonan og karl maður fæddur undir FISKAMERKINU. 10. febr. — 20. marz. Það er harla óliklegt að svo við- kvæmur og tilfinningarikur mað- ur falli Vatnsberakonunni vel i geð. Laðist hún samt að honum, er liklegt að hún komizt að raun um að erfitt muni að öðlast ham- ingjuna með honum. Hann er oft harla háður eiginkonu sinni og hefur þörf fyrir að hún styðji hann og styrki. Venjulega er hann mjög ástrikur og rómantiskur, og ætlast til að þær tilfinningar séu endurgoldnar. Hann er og mjög heimiliskær og hefur þörf fyrir öryggi og hamingjusamt heimili, þar sem konan annast allt af ást- riki hugulsemi, en hætt er við að áhugi hennar á allskonar starf- semi utan heimilisins veiti henni ekki tima til slikra hluta. Ef hann er i þeim hópi Fiskimanna, sem hafa sterka skapgerð og nota drauma sina til að koma sér áfram i héiminum', er ekki úti- lokað að þau geti orðið hamingju- söm án mikilla örðugleika. Um ósamkomulag ætti ekki beinlinis að verða að ræða, en hún mundi verða að láta sér lynda að sinna heimilinu meira en henni þætti hóf að. neinu. Jaínvel það, sem þú kannt sjálfur að telja harla smávægileg atriði i þvi sambandi, getur einmitt orðið til þess að þið komizt sameigin- lega á sporið. Við getum nefnt eitt dæmi. Læknir- inn spyr þig ef til vill: „hvernig er það, lyftirðu þér ekki eitthvað upp, endrum og eins?” Þú verður dálitið undrandi við spurninguna... nei, þú lyftir þér ekki neitt upp, endrum og eins. Og hvers vegna ekKi: pu veizi það ekki. Og svo tekurðu að hugleiða þetta nánar... Þreytan 5 hverfi, ferðalög, jafnvel að horfa á kvikmynd. Og ef þú ferð i sólbað á ströndinni, þá áttu ekki að liggja þar og maka á þig olium, þú átt að synda — taka ærlegan sundsprett, eins þótt þér finnist þú allt of þreyttur til þess. Þú átt að neyða þig til að hafast eitt- hvað að, en ekki að hvila þig. Þetta orð, að neyðasig, er lausnar- orðið i flestum tilvikum. Að risa gegn leiðanum og brjóta af sér viðjar hans i athöfn og áreynslu, andlegri — en þó fyrst og fremst likamlegri. En ef það dugar ekki samt sem áður, þá á viðkomandi sizt af öllu að fara að notast við hinar lyffræðilegu hækjur, sem ekki leysa neinn vanda, heldur ræða málið af einlægni og hreinskiln- islega við lækni sinn. Og þar er hreinskilnin mikils virði. Læknirinn er fyrst og fremst að svíd- ast um eftir likamlega sjúklegum or- sökum leiðans og þreytunnar. Og þær þurfa alls ekki að vera alvarleg- ar, að minnsta kosti ekki ef þar eru um byrjunarstig að ræða, og þá auð- velt að ráða þar bót á. En hafi verið gengið úr skugga um að sllkum lík- amlegum orsökum sé ekki til að dreifa, þá þarf að gera viðtækari leit og til þess að sú leit beri tilætlaðan árangur, máttu ekki leyna lækninn Tilkynning til símnotenda Að gefnu tilefni skal simnotendum, sem fá simareikninga á giróseöluin, vinsamlegast bent á eftirfarandi: 1. Aö nauðsynlegt er aö framvisa öllum eintökum reikningsins viö greiösiu, cinnig þegar grciðsla fer fram i afgreiösiu iiinheimtunnar i Reykjavik og Hafnarfirði. 2. Að tekiö er á móti greiðsium fyrir simareikninga i inn- lieitnum Póst og sima, bönkum og sparisjóðuin. :í. Aö greiða reikninginn fyrir 10 dag. innheimtumánaðar- ins til þess að losna við óþægindi. Góðfúslega takið framvegis tillit til þessara atriða til hagræðis fyrir báða aðila. Póstur og slmi Innheimta simareikninga. Sunnudagur 29. október 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.