Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 1
Þriðjudagur
16. júlí 2002
Prentsmiðja
Morgunblaðsinsblað C
Nú gefst þér kostur á að fjárfesta
í nýrri og rúmgóðri íbúð á
frábærum stað.
Íbúðirnar eru glæsilega hannaðar
2ja, 3ja og 4ra herbergja og allar
með sérinngangi af yfirbyggðum
svalagangi.
Íbúðirnar verða afhentar 1. des.
2002, fullbúnar án gólfefna en
baðherbergi verða flísalögð.
Húsin eru einangruð að utan og
klædd áli og harðviði og þarfnast
því lágmarks viðhalds.
Njóttu þess að búa í hjarta borgarinnar!
Góðir kostir:
• Sér bílastæði í bílageymsluhúsi.
• Þvottahús innan íbúðar.
• Dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200.
Ítarlegar upplýsingar um eignirnar eru á www.iav.is.
Laugarnesvegur 87 og 89
• Möguleiki á sjónvarps-, síma- og
nettengingum í öll herbergi.
• Vandaðar innréttingar og hurðir.
• Lögð er sérstök áhersla á góða
hljóðeinangrun.
Dæmi um 3ja herbergja íbúð
Stjórnbúnaður
fyrir
varmaskipta
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Fagrar
skreytingar
Hönnuðustofuna
sjálfir
Grand
Hotel í
Salsomaggiore 33
Mötuneyti
breytt í
hárgreiðslustofu 44
)'"(&!"(
& & '*
%&(
'*"
! "##"
+%,*-*
%-""%&
&$%&.
/01
2$"$-3
4.
5%&&&6(
!&
7!(*(8
%7!(*(8
(
$
2%'!'#9&%'"!*'&'"&
:%&-$&%'"9;;;($!('&
:&' -"<=>>? !"(
!"(
!"(
!"(
@
@
@
%&
-<=?
(
'
"##
"##"
A<&( ""
>
((
"
)
*
*
)+,
*-(
>>
. /
)
+ ! "##"
4%&''* ""'
B""'
%'"
( ( >
AUKNAR horfur á stóru álveri á
Reyðarfirði eru þegar farnar að hafa
áhrif á fasteignamarkaðinn á Aust-
urlandi. „Það er nú þegar fyrir hendi
veruleg eftirspurn eftir íbúðarhús-
næði í Fjarðabyggð og verð hefur
heldur farið hækkandi,“ sagði Smári
Geirsson, formaður Sambands sveit-
arfélaga á Austurlandi.
„Samkvæmt úttekt, sem gerð var í
tengslum við umhverfismat álvers á
Reyðarfirði, var gert ráð fyrir að
byggja þyrfti 900–1.000 íbúðir í
tengslum við uppbyggingu álversins.
Um 500–600 manns munu væntan-
lega starfa í álverinu, en auk þess er
gert ráð fyrir fjölda afleiddra starfa
vegna þessarar uppbyggingar. Á
grunni þeirra útreikninga er gert
ráð fyrir að það þurfi 900–1.000 nýj-
ar íbúðir á áhrifasvæði álversins
samkvæmt framansögðu,“ sagði
Smári ennfremur.
Smári benti auk þess á að víðtæk
atvinnuuppbygging væri hafin á öðr-
um sviðum á miðsvæði Austurlands.
„Laxeldið er þar komið vel á veg og
gert ráð fyrir að á næstu fjórum ár-
um fjölgi þeim sem starfi í tengslum
við laxeldið upp í 120 manns og það
bara í Fjarðabyggð.“
Ljóst er að síðustu fréttir varð-
andi álverið hafa aukið mjög á bjart-
sýni á meðal margra byggingaraðila.
„Það liggja fyrir allmargar lóðaum-
sóknir og þær eru flestar um lóðir á
Reyðarfirði,“ sagði Smári. „Þessar
umsóknir eru yfirleitt frá smærri
byggingarfyrirtækjum, en það er
greinilegt að stærri byggingarfyrir-
tæki eru líka farin að sýna lóðum á
þessu svæði miklu meiri áhuga en
áður og fylgjast gjörla með fram-
vindu mála.“
Gott lóðaframboð
Smári kvað lóðaframboð vera gott
á þessu svæði. „Í þeim þremur
byggðarlögum, sem tilheyra Fjarða-
byggð, það er Neskaupstað, Reyðar-
firði og Eskifirði, eru til deiliskipu-
lögð svæði fyrir 357 íbúðir og það er
því strax hægt að úthluta lóðum á
þessum svæðum til þeirra, sem
áhuga hafa,“ sagði hann.
Smári Geirsson sagði að lokum að
fleiri sveitarfélög á Austurlandi
hefðu búið sig undir mikla uppbygg-
ingu í tengslum við álver. Á Egils-
stöðum væri t.d. tilbúið deiliskipu-
lagt svæði þar sem hægt væri að
byrja að byggja með stuttum fyrir-
vara.
Að sögn Ásmundar Ásmundsson-
ar hjá fasteignasölunni Hóli, sem
hefur útibú í Fjarðabyggð, má gera
ráð fyrir ört vaxandi eftirspurn þar í
kjölfar álvers á Reyðarfirði. „Það
eru strax farnar að koma fyrirspurn-
ir frá fólki sem hefur áhuga á að
flytja hingað og setjast hér að,“ sagði
Ásmundur.
„Ég tel því að íbúðarhúsnæði eigi
eftir að hækka hér verulega, en fram
að þessu hefur verð á einbýlishúsi
hér verið svipað og verð á þriggja
herbergja íbúð á höfuðborgarsvæð-
inu.“
Um 900–1.000 nýjar íbúðir þarf
í tengslum við álver á Reyðarfirði
Ljósmynd/Hallfríður Bjarnadóttir
Frá Reyðarfirði. Gott lóðaframboð er fyrir hendi bæði þar og í öðrum byggðarlögum í Fjarðabyggð sem og víðar á Austur-
landi til þess að mæta aukinni eftirspurn.
Nýbyggingvið
Dalbraut14
Íbúðir
fyrir
aldraða 26