Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
NÚ liggja fyrir upplýsingar um
starfsemi Íbúðalánasjóðs fyrri hluta
ársins 2002. Þegar litið er til fyrstu
sex mánaða ársins kemur í ljós að
áætlanir Íbúðalánasjóðs hafa í
meginatriðum staðist.
Ef fyrst er litið á nýliðinn júní-
mánuð sést að lítilsháttar fækkun
varð á innkomnum umsóknum í júní
2002 miðað við júní 2001. Í ár komu
inn 769 umsóknir en í fyrra 803.
Þetta rímar við áætlanir sjóðsins
sem spáði sambærilegum fjölda um-
sókna fyrri hluta ársins 2002 og
2001, en að umsóknum fækkaði síð-
ari hluta ársins í samanburði við síð-
ari hluta ársins 2001.
Fjöldi samþykktra skuldabréfa-
skipta varð hins vegar meiri og fjár-
hæð samþykktra skuldabréfaskipta
um 15% hærri á samanburðar-
tímabilinu. Þetta kemur til af hlut-
fallslegri fjölgun lána til nýbygg-
inga.
Fjárhæð samþykktra skulda-
bréfaskipta er um 18% hærri fyrstu
sex mánuði þessa árs miðað við
fyrstu sex mánuðina 2001, sem er
eðlilegt, þar sem hámarksfjárhæðir
lána hækkuðu um 20% um mitt ár
2001.
Misskilningur um fjárhæðir
Þess misskilnings gætir að fjár-
hæð samþykktra skuldabréfaskipta
sé jöfn húsbréfaútgáfu. Svo er þó
ekki. Samþykkt skuldabréfaskipti
verða ekki útgáfa húsbréfa fyrr en
skiptin hafa farið fram. Þannig eru
samþykkt skuldabréfaskipti á fyrri
hluta árs 2002 tæpir 16,5 milljarðar
króna en útgáfa húsbréfa er hins
vegar aðeins 15,6 milljarðar króna.
Ástæður þessa mismunar gætu
verið tvenns konar. Annars vegar
hraðari og skilvirkari afgreiðsla
Íbúðalánasjóðs (biðtími styst) og
hins vegar að meira sé nú orðið um
erfiðleika við að klára fasteigna-
viðskipti, t.d. vegna veðrýmis, af-
falla húsbréfa og/eða að ekki verði
af viðskiptum.
Áætlanir Íbúðalánasjóðs gerðu
ráð fyrir um 4.500 innkomnum um-
sóknum fyrri hluta árs 2002 og að
meðalfasteignaveðbréf yrði um
3.250.000 króna. Útgáfa húsbréfa
yrði því á bilinu 14,5 til 15 milljarðar
króna á fyrri hluta ársins. Raunin
varð 4.839 umsóknir, meðalbréfið
tæpar 3,3 milljónir króna og hús-
bréfaútgáfan tæpir 15,6 milljarðar
eins og áður sagði.
Aukningin í húsbréfaútgáfu er því
um 1 milljarður króna frá áætlunum
sjóðsins, en á sama tíma hefur út-
gáfa húsnæðisbréfa verið 1 milljarði
lægri en áætlun sjóðsins frá því í
desember 2001 sagði til um. Útgáfa
Íbúðalánasjóðs í heild er því nokkuð
í takt við áætlanir sjóðsins.
Þó vonir og væntingar hafi staðið
til um að útgáfan yrði minni er langt
frá því að um sé að ræða sprengingu
í skuldabréfaútgáfu sjóðsins og því
óviðeigandi af hendi fjármálafyrir-
tækja og fjölmiðla að vísa í slíkt.
Staðreyndin er sú að framboðsaukn-
ingin umfram væntingar aðila á
fjármagnsmarkaði er fyrst og
fremst gríðarleg aukning í skulda-
bréfaútgáfu banka og fyrirtækja.
Mjúk lending hagkerfisins
Mikil og stöðug útgáfa Íbúðalána-
sjóðs undanfarin misseri, vegna
mikilla viðskipta á fasteignamark-
aði, hefur þó vissulega sín áhrif til
þess að ávöxtunarkrafa á skulda-
bréfamarkaði er svo há sem raun
ber vitni og að sama skapi afföll
húsbréfa.
Hins vegar má velta því fyrir sér
hvort hinn líflegi fasteignamarkaður
á Íslandi hafi ekki á síðustu mán-
uðum aðstoðað við mýkri lendingu
hagkerfisins en ella og því séu heild-
aráhrifin til góðs. Íbúðalánasjóður
tekur þó undir með aðilum fjár-
magnsmarkaðarins að tími sé kom-
inn til að um hægist á fasteigna-
markaði.
Á eftirspurnahlið fjármagns-
markaðarins ber þó að hrósa bönk-
unum fyrir starf sitt við kynningu
og sölu íslenskra skuldabréfa til er-
lendra aðila. Það starf virðist hafa
skilað sér með miklum ágætum, það
sem af er 2002, og ljóst að ávöxt-
unarkrafa skuldabréfa og afföll
væru til muna hærri í dag ef ekki
hefðu komið til þessi aukning á eft-
irspurnarhlið markaðarins. Það er
von Íbúðalánasjóðs að framhald
verði á þessu öfluga og eftir-
tektarverða starfi bankanna.
5.000 viðbótarlán
Viðbótarlánin eru í stöðugri sókn
og í júní voru afgreiddar tæpar 400
milljónir króna.
Samhengi viðbótarlána og hús-
bréfaútgáfu veldur kannski mestu
um að útgáfa húsbréfa er meiri en
áætlanir og vonir stóðu til. Miðað
við umsagnir húsnæðisnefnda sveit-
arfélaganna eru litlar líkur á að
draga taki úr þessum lánaflokki á
næstu mánuðum, þvert á móti. Til
stendur að skoða sérstaklega lána-
úthlutanir viðbótalána á næstunni
og greina hvort hlutverki þeirra og
markmiðum sé að fullu náð.
Yfir 5 þúsund fjölskyldur hafa nú
þegar fengið afgreitt viðbótarlán,
eftir rúmlega þriggja ára starfstíma
Íbúðalánasjóðs, en þess má geta að
um 10.000 fjölskyldur voru í gamla
félagslega kerfinu, sem lagt var nið-
ur við stofnun Íbúðalánasjóðs.
Leiguíbúðalán
Leiguíbúðalán eru hins vegar
töluvert undir áætlunum sjóðsins,
en það gæti verið vegna þess að
hægst hafi á framkvæmdum. Í píp-
unum eru úthlutanir í samræmi við
fjárlög en ekki hafa allir nýtt sér
heimildir sínar og nokkuð er um að
framkvæmdir séu ekki hafnar, þrátt
fyrir að fyrir liggi lánsloforð.
Uppgreiðslur
Uppgreiðslur voru 145 milljónir í
húsbréfakerfinu í júní 2002 og 257
milljónir í gömlu byggingasjóð-
unum, eða samtals um 400 milljónir
króna. Tilflutningur lána yfir í hús-
bréfakerfið úr gömlu sjóðunum
kann að vera hafinn eftir að kaup-
skylda sveitarfélaganna var afnum-
in fyrir stuttu í gamla félagslega
kerfinu.
Það ætti að þýða meiri útgáfu
húsbréfa en minni útgáfu húsnæð-
isbréfa. Í heildina litið væntanlega
góð áhrif á sjóðsstöðu Íbúðalána-
sjóðs og hagstæð þróun fyrir fjár-
málamarkað.
Lítil vanskil
Vanskil viðskiptavina Íbúðalána-
sjóðs jukust lítillega í júní en eru
sem fyrr minni en venja var.
Einnig má reikna með að við
næstu mánaðamót verði staða van-
skila enn minni vegna skuldajöfn-
unar í gegnum vaxtabótakerfið.
Íbúðalánasjóður mun í þriðju viku
júlímánaðar birta endurskoðaða
áætlun sína fyrir útgáfu hús- og
húsnæðisbréfa og það nýmæli tekið
upp að áætlunin verður til 12 mán-
aða.
Áætlanir Íbúðalánasjóðs fyrri
hluta árs standast
Markaðurinn
eftir Hall Magnússon,
yfirmann gæða- og markaðsmála
Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is
Morgunblaðið/RAX
Efnisyfirlit
Austurbær .................................. 23
Ás ................................................ 4-5
Ásbyrgi ........................................ 36
Berg .............................................. 42
Bifröst ......................................... 44
Borgir ............................................ 12
Eign.is ............................................. 6
Eignamiðlun ........................ 24-25
Eignaval .......................................... 8
Fasteign.is .................................. 27
Fasteignamarkaðurinn ............ 48
Fasteignamiðlunin .................... 37
Fasteignamiðstöðin .................... 5
Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 21
Fasteignasala Íslands .............. 29
Fasteignastofan ......................... 41
Fasteignaþing ............................. 39
Fjárfesting .................................. 38
Fold ............................................... 43
Foss .............................................. 40
Garður .......................................... 47
Garðatorg .................................... 32
Gimli ................................................ 9
Grund ............................................. 10
Híbýli ............................................ 47
Holt ............................................... 34
Hóll ................................................. 13
Hraunhamar ......................... 30-31
Húsakaup ....................................... 7
Húsavík ........................................ 24
Húsið ........................................... 22
Húsin í bænum ........................... 35
Höfði .............................................. 19
Höfði Hafnarfirði ........................ 18
Kjöreign ........................................ 17
Laufás ........................................... 14
Lundur .................................. 28-29
Lyngvík ........................................ 45
Miðborg .......................................... 11
Óðal ................................................ 15
Skeifan ............................................ 3
.Smárinn ....................................... 22
Stakfell ......................................... 10
Valhöll .................................... 20-21
Þingholt ........................................ 16
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni
Gimli er nú til sölu 101,6 ferm. íbúð
við Öldugötu 34 í Reykjavík. Þetta er
fimm herbergja sérhæð á fyrstu hæð
ásamt 22,3 ferm bílskúr.
Í forstofu er fataskápur og hol er
með tölvuhorni. Í stofu og borðstofu
eru fallegir gipslistar og úr stofu er
gengið út á suðursvalir.
Í eldhúsi er eldri innrétting, borð-
krókur og dúkflísar. Baðherbergið er
með glugga og flísalagt í hólf og gólf.
Af þremur svefnherbergjum er
dúkur á tveimur og parket á þriðja.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott,
með miklu skápaplássi og útgangi út á
22 ferm. afgirtar svalir, sem eru yfir
bílskúr. Þvottahús er sameiginlegt.
Íbúðin er með sérhita og henni
fylgir sérgeymsla og útigeymsla, sem
er undir tröppunum. Húsið var málað
og viðgert fyrir um það bil fjórum ár-
um. Ásett verð er 17,8 millj. kr.
Öldugata
34
Þetta er 101,6 ferm. fimm herbergja sérhæð á fyrstu hæð ásamt 22,3 ferm. bíl-
skúr. Ásett verð er 17,8 millj. kr., en íbúðin er til sölu hjá Gimli.