Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 18

Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, lögg. fasteigna- og skipasali Ásmundur Skeggjason., lögg. fasteigna- og skipasali. 3JA HERB. Birkihlíð Hf. - Sérgarður til suð- urs! Mjög góð 82 fm íbúð á jarðhæð með sérgarði. Rúmgóð svefnherb. og stofa, þvottaherb. í íbúð, góð hellulögð sérverönd til suðurs, stutt í skóla fyrir börnin svo og alla þjónustu. V. 10,9 millj. (2588) Miðvangur Hf.- Nýklætt með áli! Erum með á skrá stóra og rúmgóða 3-4ra herb. rúmlega 100 fm íbúð á 1. hæð í húsi sem verið er að klæða að utan með glæsilegri sléttri ál- klæðningu. Kr. 0 viðhald næstu áratugina að ut- an! Góð kaup! (2506) 4-6 HERB. Suðurbraut Hf. - Flott íbúð! Falleg 101 fm íbúð í glæsilegu nýviðgerðu fjöl- býli á gamla holtinu í Hafnarfirði. Þrjú rúmgóð svefnherb., björt og stór stofa. Þvottahús í íbúð. Gott útsýni. Þú gætir misst af þessari nema þú hringir í okkur strax! V. 11,9 millj. (2582) Hrísmóar - Gbæ Falleg 4ra herb. rúml. 100 fm íbúð á tveimur hæðum við Garðatorg. Sérinngangur af svölum. Stórar suðursvalir. Stutt í alla þjónustu. V. 13,5 millj. (2461) SÉRHÆÐ Vesturbraut Hf. - Mikið endur- nýjað! Notaleg mikið endurnýjuð efri sérhæð og ris með sérinngangi í tvíbýlishúsi á fínum stað í norðurbæ Hafnarfjarðar. Glæsileg innrétting í eldhúsi, rúmgóð stofa, mikið endurnýjað í íbúð m.a. vatns- og rafmagnslagnir og gler að hluta, eldhús og baðherb., gólfefni að hluta, allt sér m.a. þvottaherb., hiti o.fl. V. 12,5 millj. (2617) Borgarás Gbæ - Sérinngangur! - Laus! Hörkugóð efri sérhæð með sérinngangi í Ása- hverfinu í Garðabænum. Þrjú svefnherb. og tvær stofur. Útsýni og stór og góð lóð til suðurs. Laus! V. 11,5 millj. (1298) EINBÝLI Hraunhvammur Hf. - Mögul. á aukaíbúð! Lítið og sætt einbýlishús á góðum stað í enda- götu. Þrjár stofur og fjögur svefnherb., stórt eld- hús. Bílskúrsréttur. Auðvelt að gera aukaíbúð á jarðhæð með sérinngangi. Þessi kemur á óvart! Gott verð! (2359) Guðjón Guðmundsson, viðskiptafræðingur, sölustjóri. Guðmundur Karlsson, sölumaður. Þórey Thorlacius, skjalavarsla. Hafnarfjörður Þrastarás Hf. - Ertu að leita að útsýni? Ekki missa þá af þessari! Um er að ræða rúml. 200 fm raðhús á tveimur hæðum, bílskúr og að- alinng. á efri hæð, stórar svalir, 4 svefnherb., stórt eldhús og baðherb. Afh. fljótl. fullbúið að utan (nánast viðhaldsfrí), fokh. að innan. V. 14,5 millj. (2586) Erluás Hf. - Ekki missa af þess- ari! Frábært 191 fm endaraðhús í 3ja raðhúsalengju á góðum útsýnisstað í Áslandi. Húsið er á 2 hæðum og er gott útsýni af efri hæðinni. Tilb. til afh. fjótlega fokhelt að innan, fullbúið að utan. V. 13,4 millj. Kríuás Hf. - Afhendast fullein- angruð! Falleg 240 fm miðraðhús á 2 hæðum í fjögurra raðhúsalengju, innst í efsta botnlanganum í Kríuásnum í Hafnarf. V. 13,3 millj. Erluás Hf. Sérlega glæsilegt einbýlishús á einni hæð á góð- um stað í vesturhlíðinni í Áslandinu. (2433) K í k t u á h e i m a s í ð u n a o k k a r w w w . h o f d i . i s Bæjarhrauni 22 Fax 565 8013 Sími 565 8000 Fyrir fólk í Firðinum Hverfisgata Hf. - Sjarmerandi hús! Vorum að fá á skrá einstaklega sjarmerandi eldra hús á þessum frábæra stað. Hús í mjög góðu viðhaldi að innan sem utan. Fallegar stof- ur, herbergi og baðherb. með hornnuddbaðkari. Útsýni af svölum efri hæðar yfir Fjörðinn. Mögu- leiki á aukaíbúð á neðstu hæð. V. 20,8 millj. Mjög hagstæð fjármögnun upp í 12 millj. (2594) Teigabyggð Hf. - MJÖG GÓÐ KAUP! Fallegt einbýlishús á einni hæð ásamt stórum innb. bílskúr. Glæsilegt eldhús, stór stofa þar sem opið er upp í rjáfur (þakgluggi). Stutt í golf- ið. Hér er nú aldeilis fínt að hafa börn! V. 18,9 millj. (2593) NÝBYGGINGAR Svöluás Hf. - Glæsilegt parhús - Útsýni! Parhús á flottum ÚTSÝNISSTAÐ á besta stað í Áslandinu í Hafnarfirði. Útsýni frá efri hæð vest- ur yfir Hafnarfjörð og norður til höfuðborgarinn- ar, fjögur rúmgóð svefnherbergi og tvær stórar stofur, svalir á efri hæð og gengt út á verönd frá borðstofu á jarðhæð. Hafðu samb. sem fyrst! Ath. komin húsbréf á aðra eignina. (2054) Kríuás Hf. Fallegt 218 fm miðjuraðhús á tveimur hæðum, þ.a. 36,5 fm bílskúr, í fjögurra raðhúsalengju efst í botnlanga. V. 12,8 millj. Skráðu íbúðina hjá okkur þér að kostnaðarlausu - mikil eftirspurn - mikil sala! Hverfisgata Hf. - DRAUMAEIGNIN? Vorum að fá á skrá sérlega glæsilegt nýuppgert einbýlishús á stórri lóð bakatil við Hverfisgöt- una. Nánast allt nýtt m.a. hiti, rafmagn og gler, fjögur góð svefnherb. og rúmgóð stofa, gólf- fjalir, dimmerar í ljósum, stór og falleg lóð, útsýni frá svölum efstu hæðar yfir miðbæ Hafnar- fjarðar, góður vinnuskúr á lóð, verönd, hiti í hellulögn í aðkeyrslu, frábær staðsetning => draumaeignin? V. 18,9 millj. Góð fjármögnun. (2607) Reyniberg Hf. - Pottur á verönd! - Glæsihús! Fallegt 178 fm einbýlishús ásamt 43 fm innbyggðum bílskúr innst í botnlanga á góðum stað í Setberginu í Hafnarfirði. Stór stofa þar sem opið er upp í rjáfur, STÓRglæsilegt eldhús, háfur og glerskápar, fimm svefnherb., stórt baðherb. með horn-nuddbaðkari, góður bílskúr, heitur pottur í garði, stór sólpallur til suðurs og vesturs. V. 23,9 millj. (2620) STJÓRNMÁLAMENN þurfa að hafa víða sýn til allra átta, skynja æðaslátt samtímans, hafa skilning á sögu hins liðna og eiga sér frjóa framtíðarsýn. Í nýafstöðnum borg- arstjórnarkosningum í Reykjavík þótti þeim er þetta ritar gæta skorts á hinni sögulegri baksýn meðal frambjóðenda hinna andstæðu fylk- inga í þeim umræðum sem áttu sér stað um skipulagsmál og byggða- þróun höfuðborgarsvæðisins. Mikil uppbygging í Kópavogi sl. fimm ár var t.d. af mörgum túlkuð sem einhvers konar byggðaflótti frá höfuðborginni. Líti menn stutta stund í baksýnis- spegilinn og reyni að ígrunda byggðaþróun höfuðborgarsvæðisins frá 1970, kemur í ljós að vöxtur og uppbygging svæðisins hafa allan þann tíma verið ójöfn og einkennst af hlutfallslega verulega miklu minni vexti Reykjavíkur en annarra sveitarfélaga. Þannig fjölgaði Reykvíkingum um 37% tímabilið 1970–2001, á meðan íbúum annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu fjölgaði miklu meira, þ.e. um 141%. Lítil fjölgun íbúa í Reykjavík í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, á umræddu 30 ára tímabili, á sér vitanlega ekki rætur í slakri stjórn sjálfstæðis- manna fram til 1994 og Reykjavík- urlista eftir það, heldur í því að Reykjavík tók einfaldlega út sinn vöxt fyrr en hin sveitarfélög svæð- isins, sem sést glöggt af því að næstu þrjátíu ár á undan, 1940– 1970, hafði Reykvíkingum fjölgað miklu hraðar, þ.e. um 114%. Spá samstarfsnefndar um svæða- skipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2024 gerir ráð fyrir því að vöxtur bæjanna umhverfis höfuð- borgina verði áfram mun örari en vöxtur borgarinnar sjálfrar; tímabil- ið 2001–2024 er gert ráð fyrir að íbúum Reykjavíkur fjölgi um 20%, en að íbúum í nágrannasveitarfélög- unum sex fjölgi á sama tíma um 42%. Með öðrum orðum: Vaxtar- broddur íbúaþróunarinnar á höfuð- borgarsvæðinu hefur undanfarna þrjá áratugi – í samræmi við eðli- lega og alþekkta borgarþróun – færst frá Reykjavík til grannsveit- arfélaganna og mun svo að öllum líkindum verða áfram næstu ára- tugi. Hreppar verða bæir Reykjavík þróaðist úr stórum kaupstað í netta og þétta smáborg á árunum 1920–1950. Upp úr því fer alþekkt þróunarlögmál borga að gera sig gildandi og Reykjavík að hafa áhrif á byggðaþróun æ stækk- andi svæðis kringum sjálfa borgar- byggðina. Á millistríðsárunum var Hringbrautinni ætlað að vera ytri mörk borgarinnar til frambúðar, enginn sá þá fyrir hvert þróunin stefndi í raun og veru. Hafnarfjörður var næsti kaup- staður við Reykjavík og samgöngur þangað líklega álíka og við Akranes í dag. Samgöngutækni og sam- göngustig þessa tíma gerði það að verkum að heildarþróun þess sem síðar var kallað höfuðborgarsvæðið var ekki möguleg. Erlendis byggðist úthverfamyndun fyrir tilkomu einkabílismans á járnbrautar- samgöngum, sem voru og eru óþekktar á Íslandi. Á 15 ára tímabilinu 1940–1955 fjölgaði íbúum Reykjavíkur um 26 þúsund, úr 38 í 64 þúsund. Íbúða- byggingar jukust verulega eftir að áhrifa bættra lífskjara þjóðarinnar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar tók að gæta, en um 1950 datt hins vegar af ýmsum ástæðum botninn úr byggingarstarfseminni. Í kjölfar þess gripu margir til sinna eigin ráða og fóru að byggja á eigin vegum á svæðum utan skipu- lagssvæðis Reykjavíkur. Mest áber- andi varð þetta í Kópavogi, en einn- ig má nefna svæði eins og Blesu- gróf, Laugarnes og Garðahrepp. Í Kópavogi leiddi hin sjálf- sprottna byggð til talsverðrar fjölg- unar íbúa, sem varð til þess að Kópavogshreppur var skilinn frá Seltjarnarneshreppi árið 1948 og voru íbúar hins nýja hrepps þá rúm- lega 900. Hreppurinn óx mjög hratt og voru íbúarnir orðnir um 3.800 þegar Kópavogur hlaut kaupstað- arréttindi árið 1955. Garðahreppur óx einnig smátt og smátt og að því kom að einnig sá hreppur varð bær, þ.e. núverandi Garðabær. Með svip- uðum hætti þróaðist byggð í Mos- fellssveit, sem nú heitir Mosfells- bær. Höfuðborgarsvæðið er sam- virk heild Höfuðborgarsvæðið hefur aug- ljóslega smátt og smátt verið að renna æ meir saman í eina sam- fellda byggðaheild. Gera má fyrir að sú stefna í átt til aukinnar þéttingar byggðar, sem nú er stefnt að, styrki tilurð slíkrar samfellu. Einnig er ljóst að landsvæði á „áhrifasvæði“ höfuðborgarinnar, Suðurnes, Árnes- sýsla og Borgarfjarðarsvæðið, tengjast æ meir höfuðborgarsvæð- inu hvað snertir vinnumarkað og sameiginlegt samgöngukerfi. Að mínu mati er stjórnsýslulegt skipulag höfuðborgarsvæðisins ekki mjög skilvirkt í dag, víðtækt sam- einingarferli sveitarfélaga und- anfarin 10 ár eða svo hefur látið höfuðborgarsvæðið algerlega ósnert. Í dag eru sveitarfélögin sjö talsins, þar af tvö – Seltjarnarnes og Bessastaðahreppur – mjög fámenn miðað við önnur sveitarfélög á svæð- inu. Nærtækasta og raunhæfasta sameiningin á höfuðborgarsvæðinu væri að sameina suðursvæðið, Hafn- arfjörð, Kópavog, Garðabæ og Bessastaðahrepp. Um leið yrði til borg nr. 2 á Íslandi – gæti t.d. heitið „Suðurborg“ – þar sem íbúar væru 60–70 þúsund. Byggðastefna framtíðarinnar ætti jafnframt að fara að gefa gaum að hinni samfelldu borgarbyggð sem er að verða til á suðvestursvæðinu öllu. Mér segir svo hugur að meðvitað átak til eflingar þess svæðis, ekki síst hvað snertir sem öflugast sam- göngukerfi, geta skilað sér í stór- bættri alþjóðlegri samkeppnisstöðu Íslendinga. Að lokum vil ég nota tækifærið hér á þessum vettvangi til þess benda lesendum á nýútkomna skýrslu Borgarfræðaseturs Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál og borgarþróun Reykjavíkur, þar sem nánar er fjallað um margt af því sem hér hef- ur verið drepið á. Skýrslan ber heitið „Húsnæðis- mál í Reykjavík 1991–2000“. Í henni er fjallað um þróun íbúðabygginga á 10. áratugnum í ljósi þróunar ára- tuganna á undan, um félagslega íbúðakerfið og einnig er gefinn gaumur að samspili húsnæðisstefnu og borgarstefnu. Skýrsluna er hægt að nálgast á heimasíðu Bogarfræðaseturs, http:// www.borg.hi.is/. Þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu Þáttur eftir Jón Rúnar Sveinsson, fé- lagsfræðing á húsnæðissviði Borg- arfræðaseturs/jonrunar@his.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.