Morgunblaðið - 16.07.2002, Side 26
S
AMTÖK aldraðra
eru að hefja bygg-
ingarfram-
kvæmdir við nýtt
fjölbýlishúsi á
Dalbraut 14 í
Reykjavík. Húsið
verður fjórar
hæðir og með lyftu, en í því verða 27
íbúðir. Þær verða 2ja og 3ja her-
bergja í stærðunum 65 ferm, 86
ferm og 105 ferm með geymslum í
kjallara. Bílastæði í bílageymslu
fylgir hverri íbúð og dekkjageymsla
í sameign. Alls verður húsið um
3.940 ferm samtals með bílageymslu
og kjallara. Hönnuður er Guðfinna
Thordarson arkitekt, en Keflavíkur-
verktakar hf. byggja húsið.
Áætlað verð á íbúðunum er frá
tæpl. 11 millj. kr. þær minnstu upp í
tæpl. 17 millj. kr. þær stærstu miðað
við byggingarvísitölu í apríl sl., en
heildarkostnaður við bygginguna er
áætlaður 382 millj. kr.
Íbúðirnar afhendast 15. septem-
ber 2003 fullbúnar án gólfefna en
með öryggisdúk á baðherbergi og í
þvottahúsi. Veggir í baðherbergi
verða flísalagðir.
Talsvert er í þetta hús lagt, en það
verður einangrað að utanverðu með
álklæðningu og allur frágangur á
húsinu að innan sem utan miðast við
lágmarks viðhald á húsinu.
Sameignin verður fullfrágengin
með teppum á göngum og stiga-
gangi en flísar á aðalinngangi. Snjó-
bræðsla verður í stétt framan við
inngang og innkeyrslu í bílageymslu
og lóðin frágengin.
Allir sem eru orðnir 50 ára gamlir
geta gerzt félagar í Samtökum aldr-
aðra og allir sem eru 60 ára og eldri
hafa rétt til að sækja um íbúðir
byggðar á vegum þessara samtaka
að því tilskyldu að þeir séu félagar í
samtökunum. Þessi samtök voru
stofnuð 1973 og eru félagsmenn í
þeim nú um 700. Samtökin hafa að-
setur í Hafnarstræti 20 í Reykjavík
og er félagsgjald nú 2.500 kr. á ári
fyrir einstaklinga eða hjón.
Mikil ásókn
Samtök aldraðra hafa þegar
byggt hátt í þrjú hundruð íbúðir. Að
sögn Jóns Aðalsteins Jónassonar,
gjaldkera samtakanna, hefur yfir-
leitt tekizt vel til með þessar íbúðir
og eftirspurn eftir þeim verið mun
meiri en framboð. Af þessum íbúð-
um er 71 íbúð á Dalbrautarsvæðinu.
„Ásókn í þessar nýju íbúðir við
Dalbraut 14 var mikil og hefur út-
hlutun á þeim þegar farið fram,“
segir Jón Aðalsteinn. „Þessar íbúðir
hafa líka marga kosti. Staðsetning
þeirra er góð, en húsið á að rísa inni
í vel byggðu hverfi, þar sem öll al-
menn þjónusta er fyrir hendi. Al-
menningsamgöngur eru góðar og
þar er t. d. mjög stutt í sundlaugina í
Laugardal.
Annar kostur og kannski sá mik-
ilvægasti felst í því, að í þeim fjöl-
býlishúsum Samtaka aldraðra, sem
þegar eru til staðar við Dalbraut, er
þjónustukjarni, sem mun nýtast vel
íbúunum í þessum nýju íbúðum við
Dalbraut 14.
Þar er góð félagsaðstaða. Íbúarn-
ir geta fengið keyptan mat og notið
margvíslegrar þjónustu enda íbúð-
irnar tengdar þjónustmiðstöð. Allt
miðast við að gera þessu fólki kleift
að búa sem lengst heima hjá sér. Yf-
irleitt er þetta fólk hætt að vinna,
enda margt af því orðið háaldrað.
Meðalaldur íbúanna í íbúðum aldr-
aðra, sem þegar hafa verið byggðar,
er 83-84 ár og þar er jafnvel fólk,
sem er orðið 100 ára, en býr samt
enn í eigin íbúð.“
„Íbúðir byggðar á vegum Sam-
taka aldraðra eru ekki byggðar í
hagnaðarskyni heldur í þjónustu-
skyni við aldraða,“ heldur Jón Að-
alsteinn áfram. „Að því kemur yf-
irleitt, að fólk, sem komið er á efri
ár, vill breyta um húsnæði, þar sem
að húsnæðið, þar sem það bjó áður,
hentar ekki lengur. Kröfurnar eru
orðnar aðrar.
Margir vilja minnka við sig hús-
næði. Þeir áttu kannski áður hús og
garð, en eiga erfiðara um vik með
halda húsinu og garðinum við, þegar
aldurinn færist yfir. Kannski er hús-
næðið líka of stórt eftir að börnin
eru farin að heiman. Eitt megin
markmið samtakanna er einmitt að
gera þessu fólki kleift að fá hent-
ugra húsnæði og á viðráðanlegu
verði.
Til þess að tryggja þetta eru sér-
stök ákvæði í kaupsamningum um
þessar íbúðir um forkaupsrétt sam-
takanna við eigendaskipti á íbúðun-
um. Þar segir einnig, að íbúðir sem
seljast á vegum Samtaka aldraðra
mega ekki seljast á hærra verði en
framreiknaður byggingarkostnaður
segir til um, miðað við byggingar-
vísitölu. Með þessu hefur tekizt að
halda verði á þessum íbúðum í skefj-
um.“
Að sögn Jóns Aðalsteins er það al-
gengast, að fólk eigi einhverja eign
frá því áður, sem er seld og andvirð-
ið notað til þess að kaupa íbúð hjá
Samtökum aldraðra. Ef á vantar
hefur yfirleitt tekizt að brúa bilið
með lánum frá Íbúðalánasjóði.
Þörf á meiri heimahjúkrun og
heimaþjónustu
Jón Aðalsteinn segir brýna nauð-
syn á að efla heimahjúkrun og
heimaþjónustu til þess að aldrað fólk
geti verið heima hjá sér sem lengst.
„Þar vill þetta fólk vera,“ segir
hann. „Það er alveg ótrúlegt, hvað
fólk getur bjargað sér sjálft, þó að
aldur og hrumleiki sæki að því.
Það er líka miklu ódýrara fyrir
samfélagið að bæta og efla heima-
þjónustuna heldur en að fá þetta
fólk inn á stofnanir. Það er margfalt
dýrara.“
Jón Aðalsteinn segir, að allar
íbúðir samtakanna séu miðaðar við
þarfir eldra fólks. „Íbúarnir þurfa að
geta komizt í hjólastól um alla íbúð-
ina, ef þeir vilja,“ segir hann. „Þess
vegna eru engir þröskuldar í þeim.
Öryggisdúkur er settur á bað en
ekki flísar, þar sem þær eru hálar og
fólki er hjálpað eins og kostur er
varðandi innréttingar. Í göngum eru
handlistar til þess að styðja sig við.
Reiknað er með að húsið við Dal-
braut 14 verði fokhelt í janúar nk. og
íbúðirnar fullbúnar til afhendingar
15. september 2003 samkvæmt
framansögðu eða eftir rúmt ár. „Það
er greinilega mikil þörf á þessum
íbúðum Samtaka aldraðra og næst
er fyrirhugað að byggja hús með um
50 íbúðum á lóð við Sléttuveg í Foss-
vogi, sem samtökin sóttu fyrst um
fyrir rúmum þremur árum en hafa
nú nýverið endurnýjað umsókn sína
á,“ sagði Jón Aðalsteinn Jónasson að
lokum.
Morgunblaðið/Arnaldur
Útlitsteikning af fyrirhuguðu fjölbýlishúsi Samtaka aldraðra við Dalbraut 14 í Reykjavík. Húsið verður fjórar hæðir og með lyftu. Í því verða 27 íbúðir. Þær verða 2ja og 3ja herbergja í stærðunum 65 ferm.,
86 ferm. og 105 ferm. og með geymslum í kjallara. Hönnuður er Guðfinna Thordarson arkitekt en Keflavíkurverktakar hf. byggja húsið.
Nýbygging aldraðra með 27
íbúðum rís við Dalbraut 14
Hátt í þrjú hundruð íbúðir hafa verið reistar á vegum
Samtaka aldraðra og eftirspurnin ávallt verið meiri en
framboðið. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýjar íbúð-
ir samtakanna við Dalbraut.
Á byggingarstað. Frá vinstri: Einar Waldorff, frá Keflavíkurverktökum, sem byggja húsið, Jón Aðalsteinn Jónasson, Helgi
Guðjón Samúelsson frá verkfræðistofunni Hús og ráðgjöf, Jakobína Guðmundsdóttir, Sigurður Óskarsson, Dóra Sif
Wiium, Albert B. Hjálmarsson frá Keflavíkurverktökum, Páll Jónsson og Guðmundur Gunnarsson, formaður Samtaka
aldraðra. Í baksýn er fjölbýlishúsið Dalbraut 16, sem Samtök aldraðra fengu afhent í apríl 1999. Í því eru 23 íbúðir. Á
myndina vantar Magnús Siguroddson raftæknifræðing, hönnuð raflagna í nýbyggingunni.
Morgunblaðið/Sverrir
Guðfinna Thordarson arkitekt er hönnuður nýbyggingarinnar.
26 C ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir