Morgunblaðið - 16.07.2002, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 C 33HeimiliFasteignir
Í HINU íburðarmikla fyrrverandi
Grand Hotel í Salsomaggiore í
Norður-Ítalíu var mikið um að vera
síðari hluta sl. júnímánaðar. Þar
stóð þá yfir Evrópumót í brids. Sjö-
tíu ár eru nú liðin síðan farið var að
halda slík mót, en Evrópusam-
bandið í brids kom þó til sögunnar
síðar. Tímamótanna var minnst
með viðtölum og verðlaunaafhend-
ingum í ráð-
stefnusal um-
rædds hótels, og
var sýnt frá at-
höfninni í sjón-
varpi.
Íslendingar
sendu bæði opinn
flokk og kvenna-
lið á þetta brids-
mót og varð
landsliðið í opn-
um flokki nr. 13 í
hópi 38 þjóða.
Þar mætast
fortíð og nútíð
Fólki var sann-
arlega ekki í kot
vísað að spila í
þessu fallega
gamla hóteli. Það
var augljóslega
mjög vandað að
fyrstu gerð og
margt af hinum
ríkmannlegu skreytingum stóð enn
fyrir sínu.
Í þessari byggingu mætast fortíð
og nútíð á heldur harkalegan hátt,
en hið gamla hótel er nú helsta ráð-
stefnuhús Salsomaggiore og hefur
verið byggður við það ráðstefnu-
salur í mjög nútímalegum stíl.
Hann stendur hvað aðstöðu snertir
vel undir nafni sem slíkur.
Gamla hótelið má muna sinn fífil
fegri, þetta var ekki aldeilis neitt
venjulegt hótel – um er að ræða eitt
helsta „flaggskip“ þeirra hótela sem
byggð voru fyrir yfirstétt Evrópu
þegar hún hópaðist í heilsulindar-
bæi sér til andlegrar og líkamlegrar
upplyftingar fyrir um það bil
hundrað árum.
Í hótelinu voru 300 herbergi
Grand Hotel des thermes, nú Pa-
lazzo dei Congressi í Salsomaggi-
ore, var teiknað 1898 af Luigi
Broggi, frægum arkitekt frá Mil-
ano. Hótelið var opnað 1901. Bygg-
ingin var fjármögnuð af Cesare
Ritz og rekin af honum ásamt Bar-
on Pfyffer til 1910. Í hótelinu voru
300 herbergi á fjórum hæðum og
það var í laginu eins og hesthófur.
Að utan var það steinlagt með
skreyttum keramikflísum við
glugga og dyr. Skreytingar úr
járni, m.a. við stiga, voru gerðar af
Alessandro Mazzucotelli.
Fagrar skreytingar hið innra
sem ytra
Hið innra var hótelið skreytt
fögrum myndum og munstrum,
einkum þykja verk Gottardo Val-
entini glæsileg.
Eftir fyrri heimsstyrjöldina, sem
vitaskuld breytti miklu í högum
hinnar evrópsku yfirstéttar, komst
hótelið í eigu Anonima Grandi Al-
berghi Salsomaggiore sem einnig
átti fleiri glæsihótel í þessum fína
heilsulindabæ. Hótelið var stækkað
og gerður hinn íburðarmikli Mára-
salur og fleiri vistarverur, verk Ugo
Giusti og Galileo Chini. Sá síð-
arnefndi myndskreytti sali í már-
ískum stíl.
Byggt í „Liberty“-stíl
Eftir seinni heimsstyrjöldina
varð Leoni greifi
eigandi að Grand
Hotel og rak það
til 1965 þegar yf-
irvöld í Salsomag-
giore gerðu það að
ráðstefnusal sín-
um.
Grand Hotel er
byggt í hinum
fræga „Liberty“-
stíl (ítalska nafnið
yfir art nouveau),
eins og mörg önn-
ur glæsihótel fyrir
yfirstéttina sem
byggð voru á Ítalíu
á svokölluðu Belle
époque (fallega
tímabilinu).
Salsomaggiore
var mikið sóttur
heilsulindabær frá
því þar hófst slík
starfsemi og
kepptust aðal-
bornir menn og konur, stjórnmála-
menn og viðskiptajöfrar við að eyða
þar fríum sínum.
Það þarf ekki mikið ímyndunarafl
til þess að sjá fyrir sér þann glæsi-
leika sem svifið hefur yfir vötnum
meðan það ágæta fólk skundaði þar
um hús og grundir á sínum mektar-
tímum.
Grand Hotel er í hjarta Salso-
maggiore. Hinn nýi ráðstefnusalur
sem byggður hefur verið við húsið
er sem fyrr sagði í mikilli andstöðu
við þann glæsistíl sem einkennir
hina fjóra glæstu sali gamla hótels-
ins, Márasalinn, Cariatidi, Pompa-
dour og Taverna Rossa. Þeir bera
allir merki hins besta sem fáanlegt
var á þeim tíma í arkitektúr og
skreytilist, sannarlega var þar ekk-
ert til sparað, hvorki í efniviði,
vinnu né fyrirhöfn – það er augljóst
þeim sem séð hafa.
Mósaík og munúðarfull bros
Í ráðstefnusalnum nýja geta setið
um sjö hundruð manns og hægt er
að halda í þessum húsakynnum hin-
ar fjölbreytilegustu samkundur
fjölda fólks, bæði í sölunum sjálfum
og fjölda herbergja sem tilheyra að-
stöðunni.
Ég varð vitni að undirbúningi
lokaveislu Evrópumótsins í brids í
hinum sögufræga Márasal. Sett
voru upp fjölmörg hringlaga borð
og mig hreint sundlaði þegar ég
hugsaði um allar þær veislur sem á
undan voru gengnar í þessum til-
komumiklu húsakynnum.
Ég sá í anda hvítklæddar
yfirstéttardömur með munúðarfull
bros sem þær földu að mestu bak
við létta og leikandi blævængi með-
an karlarnir sneru upp á yfir-
skeggin og lögðu á ráðin með sjálf-
um sér hvaða konu þeir hyggðust
táldraga en töluðu um leið í lágum
hljóðum um viðskipti og heilsufæði.
Ég reikaði um salinn og skoðaði
veggina sem eru dökkmálaðir neðst
með viðarlíkingu, svo og súlur í stíl.
Mesta athygli mína vakti hvolfþak-
ið, sem er úr járni og lituðu gleri og
varpar mildri og ævintýralegri
birtu yfir önnum kafinn mannskap-
inn í salnum.
Víða má sjá glæsilegar skreyt-
ingar í márastíl í loftum og á veggj-
um, svo og fallegt dökkt tréverk,
mósaíkgólf og fallega parketlögn.
Það er næstum óþægilegt að koma í
hina nýju byggingu. Svo grá, ein-
föld og gríðarlega ólík er hún hinni
gömlu og miklu síðri, a.m.k. hvað
íburð og glæsileik snertir. Þó er
einn útveggur hennar með grjót-
lögn sem minnir talsvert á Drápu-
hlíðargrjótið okkar fræga.
Ég vona aðeins að það sé ekki
svo að litlaus einfaldleiki viðbygg-
ingarinnar, þar sem hún mætir tig-
inmannlegum glæsileika gamla hót-
elsins, endurspegli fábreytileikann í
lífi nútímamannsins.
Ríkmann-
legur íburð-
ur – æpandi
einfaldleiki
Á Evrópumótinu í brids var spilað í gömlu Ritz-hóteli
sem var á sínum tíma byggt fyrir yfirstétt Evrópu í
ítalska heilsulindabænum Salsomaggiore. Guðrún
Guðlaugsdóttir kynnti sér sögu byggingarinnar og
gekk um glæsta sali hennar.
Dyraumbúnaður er eins og allt
annað á gamla Grand Hotel með
miklum glæsibrag.
Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugs
Grand Hotel var í upphafi smekklega skreytt bæði að utan sem innan. Við gluggaumbúnað eru m.a. keramikflísar með
fallegum blómaskreytingum.
Gamla fallega lagða parketgólfið í Márasalnum í Grand Hotel má muna sinn fífil fegri og gæti sagt frá mörgu sögulegu úr
hinum mannmörgu glæsiveislum sem þar voru haldnar þegar yfirstéttin í Evrópu hélt þar til í fríum sínum.
Inngangurinn á Grand Hotel í Salsomaggiore, sem nú
er ráðstefnuhús með nútímalegri viðbyggingu þar
sem er 700 manna salur.
Á stórum svölum á bakhlið Grand Hotels bar íslenska landsliðið í
brids saman bækur sínar að afloknum leikjum. Fyrir ofan höfuð
spilaranna eru forkunnarfagrar skreytingar í loftum á milli súlna
og veggja í márískum stíl.