Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 40
40 C ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Bragi Björnsson
lögmaður og
löggiltur fast-
eignasali
Úlfar Þ. Davíðsson
sölustjóri
Börkur Hrafnsson
lögmaður
HATÚN 6A
SÍMI 5 12 12 12
www.foss.is
Netfang: foss@foss.is
FASTEIGNASALA
BYGGINGARÉTTUR
TÆKIFÆRI FYRIR BYGGINGAFYRIR-
TÆKI Byggingaréttur á 8 íbúðum er til sölu á
eftirsóttum stað í austurbænum. Gert er ráð
fyrir tveimur tveggja herbergja íbúðum, tveimur
þriggja herbergja íbúðum og fjórum fjögurra
herbergja íbúðum. Fyrirliggjandi teikn. á skrif-
st., gera ráð fyrir stálgrindarhúsi og skemmti-
legu fyrirkomul. í íbúðum. Skammur bygginga-
tími og mikill áhugi á íbúðum á þessum stað.
Eyjólfur Bragason arkitekt hannaði. Verð tilboð.
ATVINNUHÚSNÆÐI
HAFNARFJÖRÐUR – GLÆSILEGT Til
sölu eða leigu í miðbæ Hafnarfj. stórglæsil. hús-
næði með fráb. útsýni yfir höfnina, í góðu lyftu-
húsi. Lyklar og allar nánari uppl. á skrifstofu.
NÝBYGGINGAR
KIRKJUSTÉTT - GRAFARHOLT Falleg
raðhús alls 193,3 fm á tveimur hæðum á góðum
stað í Grafarholtinu. Stutt verður í alla þjónustu
og skóla. Húsin afhent fullbúin að utan en fok-
held að innan og lóð grófjöfnuð. Húsin eru tilbú-
in til afhendingar. Verð 15,5–15,8. Nánari uppl.
og teikn. á skrifstofu.
SÓLHEIMAR – ÚTSÝNI Rúmgóð og björt
hæð með miklu útsýni yfir Laugardalinn. Þrjú
góð svefnherbergi, stofa og sólstofa. Rúmgott
eldhús. Flísalagðar svalir. Verð 14,9 millj.
BRYGGJUHVERFI Til sölu 2ja og 3ja her-
bergja íbúðir í bryggjuhverfi. Húsinu er skilað
viðhaldsfríu með álklæðningu, fullfrágenginni
lóð og sameign. Lyfta er í húsinu og bílageymsl-
ur í kjallara. Íbúðir seljast fullbúnar án golfefna
og er möguleiki að hafa áhrif á endanlegt inn-
réttingaval. Nútímahönnun á eftirsóttum stað.
Traustir byggingaaðilar. Verð 10,9 - 14,9 millj.
EINBÝLISHÚS
GARÐABÆR - ÚTSÝNI Vandað einbýlis-
hús á einni hæð á frábærum útsýnisstað að
Furulund í Garðabæ. Húsið stendur innst í botn-
langa, er 162,5 fm að stærð ásamt 51,8 fm tvö-
földum bílskúr. Í húsinu eru glæsilegar stofur,
fjögur svefnherbergi, parket á flestum gólfum
og fallegar innréttingar. Lóðin er 1.100 fm,
garður mjög góður og hiti í plani. Verð 26,9 millj.
SÉRHÆÐ
GULLTEIGUR - GLÆSILEG Mjög góð
sérhæð á þessum vinsæla stað ásamt um 50 fm
tvöföldum bílskúr. Flísar og parket á gólfum.
Hæðin er að hluta til undir súð. Góð eign á vin-
sælum stað.
SALAHVERFI Stórglæsileg 123,7 fm 5 her-
bergja íbúð á efri hæð í fjórbýlishúsi með sér-
inngangi ásamt bílskúr. Þrjú rúmgóð svefnher-
bergi, tvö baðherbergi og tvennar góðar svalir.
Þvottahús í íbúð. Mikil lofthæð. Verð 18,4 millj.
4RA - 5 HERBERGJA
TÚNGATA - HÆÐ Stór og björt rúmlega
150 fm hæð á góðum í vesturbænum. Mikil loft-
hæð og rósettur í loftum. Íbúð sem býður uppá
mikla möguleika. Þarfnast standsetningar.
Verð 15,5 millj.
3JA HERBERGJA
HÁTÚN - GÓÐ Mjög snyrtileg þriggja her-
bergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi á góð-
um stað. Parket á öllum gólfum og flísalagt
baðherbergi.
FYRIR ELDRI BORGARA
GRANDAVEGUR Falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð með glæsilegu út-
sýni á besta stað í Vesturbænum. Ýmis þjónusta í húsinu m.a. mötuneyti, hús-
vörður o.fl. Stutt í verslanir og félagstarf aldraða. Óskað er eftir tilboðum.
ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU EÐA SÖLU
TIL LEIGU EÐA SÖLU HÚSNÆÐI Á HELSTU
VERSLUNARSVÆÐUM BORGARINNAR
ÁSVALLAGATA - VESTURBÆR Góð
íbúð á vinsælum stað í Vesturbænum. Dökkt
plastparket á stofu og eldhúsi. Falleg hvít eld-
húsinnrétting. Góður garður. 15 fm parketlagt
herbergi í kjallara. Búið að taka allt húsið í
gegn. Góð eign á vinsælum stað. Verð 11,4
millj.
VESTURBÆR - GRANASKJÓL Mjög
skemmtileg, tæplega 80 fm íbúð á jarðhæð (ekki
kjallari). Sérinngangur. Parket og flísar á gólf-
um. Tvö rúmgóð svefnherbergi og góð stofa.
Verð 12,5 millj.
REYNIMELUR - GÓÐ Falleg íbúð í góðri
blokk á góðum stað í Vesturbænum. Bjart eld-
hús með nýlegri innréttingu og tengi fyrir
þvottavél. Stór og björt stofa. Hjónaherbergi
einnig stórt og bjart. Rúmgott barnaherbergi.
Góð eign á góðum stað.
GRENSÁSVEGUR Rúmgóð og björt 72,8
fm íbúð í snyrtilegu fjölbýli. Nýuppgert baðher-
bergi, eldhús með hvítri innréttingu og parket-
lögð stofa.
2JA HERBERGJA
LJÓSVALLAGATA - SÉRINNGANG-
UR Björt og falleg 56 fm íbúð á jarðhæð með
sérinngangi. Íbúðin er mjög opin, parket og flís-
ar á gólfum. Baðherbergi flísalagt hólf og gólf
m. baðkari. Nýlega endurnýjað rafmagn, lagnir
og gler. Einstök íbúð á frábærum stað.
GRANASKJÓL - ARINN Mjög björt og
vel skipulögð íbúð á fyrstu hæð í góðu 3-býli á
góðum stað í vesturbænum. Sérstaklega björt
stofa með miklum gluggum og arni. Gott svefn-
herbergi. baðherbergi með flísum. Svalir út frá
stofu. Góð eign. Verð 9,5 millj
VESTURBÆR - GÓÐ Opin og björt 2ja
herbergja íbúð á vinsælum stað í vesturbænum.
Parket og flísar á gólfum. Góð eign á vinsælum
stað. Verð 8,9 millj.
Magnús I. Erlingsson
lögmaður
Fasteignasalan Foss er flutt í nýtt húsnæði í Hátúni 6a (Fönix-húsið)
VANTAR
VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR ALLAR
GERÐIR EIGNA Á SKRÁ
ÞAÐ munu vera rúmir tveir ára-
tugir síðan svissneska fyrirtækið
JRG Gunzenhauser þróaði nýja
hugmynd að lagnakerfi fyrir hita-
og neysluvatnskerfi. Hugmyndin
var nánast fengin frá rafmagnsiðn-
aðinum, en þar hafa menn um lang-
an aldur lagt allar raflagnir í bygg-
ingum með því að draga víra í rör.
Upphaflega voru rafmagnsrörin
úr málmi, en síðan breyttist það í
plast. Einangrun víranna var fyrir
langa löngu tjöruborinn strigi eða
eitthvað álíka, en hefur einnig
breyst í plast.
Svissneska fyrirtækið yfirfærði
þessa tækni á vatnslagnir þannig
að plaströr, sem flytja vatnið og við
köllum kjarnarör, eru dregin inn í
annað plaströr sem nefnast kápu-
rör.
Þannig er hægt að draga ný rör í
kápurörið ef nauðsynlegt reynist á
sama hátt og unnt er að draga nýj-
ar rafleiðslur í rafmagnsrörin og
endurnýja þannig eldri og úr sér
gengna rafmagnsvíra.
Margir tóku þessari nýjung fagn-
andi og hérlendis gerðu menn það
einnig. Þeir bjartsýnustu sáu fyrir
sér slíkt lagnakerfi í hvert hús og
þar með væri á enda að brjóta
þyrfti upp gólf og veggi til að end-
urnýja leiðslur, þær eldri einfald-
lega dregnar út og aðrar inn í stað-
inn.
Hvernig hefur þróunin verið hér-
lendis?
Það er greinilegt að útbreiðsla
þess hefur ekki orðið jafn mikil og
þeir bjartsýnustu bjuggust við.
Það hefur samt verið, og er enn,
talsvert notað bæði í nýbyggingar
og við endurlagnir í eldri bygg-
ingar.
Sá lagnamáti, að leggja skrúfuð
rör inn í einangrun bygginga, er
nánast að hverfa sem betur fer.
Auk þess eykst það jafnt og þétt
að hús séu einangruð að utanverðu,
það er mikil framför. Einhverjir
hönnuðir vildu elta einangrunina og
leggja lagnirnar í hana þótt hún sé
komin út fyrir hússkrokkinn, en
líklega er búið að koma vitinu fyrir
þá sem það vildu.
Íslendingar hafa alla tíð verið
mjög viðkvæmir fyrir að lagnir
sjáist innanhúss, þó er það talsvert
að breytast. Fyrir þá sem eru mjög
viðkvæmir fyrir að sjá lagnir er
rör-í-rör kerfið líklega besti
kosturinn í byggingum sem eru
einangraðar að utan, þá sjást þau
ekki og endurnýjunarmöguleikinn
er til án þess að brjóta nokkuð.
Þeir sem hafa verið gagnrýnir á
rör-í-rör kerfið hafa spáð því að
það verði ómögulegt að draga göm-
ul rör úr kápurörinu og ný inn í
staðinn. Þessi ótti ætti að vera
ástæðulaus ef rétt er staðið að lögn
í upphafi. Þar þarf að tryggja
tvennt; að beygjur á rörum séu
ekki of krappar og að ekkert
klemmi kjarnarör fast í kápurörinu,
svo sem steypustyrktarjárn.
Kostnaður
Eitt af því sem hefur hamlað
notkun rör-í-rör kerfisins er kostn-
aðurinn, en því er ekki að neita að
það stenst vart samjöfnuð í kostn-
aði við önnur lagnakerfi, það er
nokkuð dýrara.
Hérlendis tóku menn nokkuð
blinda trú á ýmsa þætti kerfisins,
t.d. þann eiginleika að ef kjarnarör-
ið bilaði og færi að leka ætti vatnið
að skila sér þangað sem það skað-
aði sem minnst, svo sem til tengi-
klefa þar sem væri niðurfall.
Þetta er gott og gilt svo langt
sem það nær, en má ekki verða að
trúarbrögðum. Til að uppfylla þetta
hafa verið notaðar sérstakar tengi-
dósir þar sem kjarnarörin tengjast
tækjum, ofnum, blöndunartækjum
o.s.frv.
Þessar dósir eru eitt af því sem
heldur kostnaði við kerfið uppi, við
hvern ofn þarf tvær dósir og það
kostar talsvert. Í rauninni eru
tengidósir ekki nauðsynlegar við
ofna og það er engin goðgá að
plaströrið, sem flytur vatnið, komi
beint út úr kápurörinu, dósinni sé
sleppt og rörið tengt beint við ofn-
inn.
Þessi þróun er þegar komin á
veg erlendis og á meðfylgjandi
mynd má sjá hvernig sænskur
ofnaframleiðandi hefur leyst þetta
og þessi lausn hefur fallið í góðan
jarðveg þar í landi.
Allir hlutir eiga rétt á að þróast,
við megum aldrei verða föst á ein-
hverjum sporbrautum þar sem
engu má hnika.
Hefur rör-í-rör kerfið staðist væntingar?
Hér sést hvernig plaströrin eru tengd við ofninn án tengidósa. Þetta er bakhlið
ofnsins og þess vegna eru rörin og tengingin ekki sýnileg.
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is