Morgunblaðið - 16.07.2002, Side 44

Morgunblaðið - 16.07.2002, Side 44
44 C ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Pálmi B. Almarsson löggiltur fasteignsali Guðrún Gunnarsdóttir ritari Jón Guðmundsson sölustjóri Sverrir B. Pálmason sölumaður VANTAR ALLAR STÆRÐIR EIGNA Á SKRÁ - FJÖLDI EIGNA SEM EKKI ERU AUGLÝSTAR - VIÐ VINNUM FYRIR ÞIG www.fasteignasala.is Á Mjög vandaðar og fallega innréttaðar 100- 122 m² 3ja og 4ra herb. íbúðir í glæsilegum álklæddum fjöleignahúsum. Tvær lyftur. Frábær staðsetning og stutt í alla þjónustu. Mikið útsýni. Skilast fullbúnar án gólfefna nema á baði og í þvottahúsi en þar eru flís- ar. Nokkrar íbúðir til afh. nú þegar. Bygg- ingaraðili er Byggingafélag Gylfa og Gunn- ars. Íbúðirnar eru til afh. í september nk. Verð frá 12.950 þ. Allar nánari uppl. á skrif- stofu Bifrastar. Ársalir - Glæsilegar íbúðir Sunnubraut - Einbýli Vorum að fá í sölu stórglæsilegt 213 m² ein- býlishús með innb. bílskúr á besta stað neðst við Voginn. Húsið er mikið endurnýjað og er með glæsilegum innréttingum og gólf- efnum. Fjögur svefnherbergi. Glæsileg lóð og frábær staðsetning. Það eru ekki mörg svona hús til sölu og staðsetningin er ein- stök. Þetta er eign sem þú verður að skoða. Óskað er eftir tilboði í þessa glæsilegu eign. Smárarimi - Sérhæð Vorum að fá í sölu glæsilegt 150 m² sérbýli á tveimur hæðum í tvíbýlishúsi ásamt 32 m² bílskúr. Fjögur svefnherb. Vandaðar og fal- legar innréttingar. Skipti á einb. koma til greina. Áhv. 6,8 millj. Verð 20,6 millj. Langholtsvegur - Tvær íbúðir Vorum að fá í sölu 166 m² parhús á tveimur hæðum með tveimur íbúðum og bílskúr. Hvor íbúð um sig er 3ja herb. Húsið stendur ekki út við götu og garðurinn er í góðri rækt. Áhv. 3,6 millj. húsbréf. Verð 19,8 millj. VANTAR - Sérbýli Höfum á skrá marga kaupendur að einbýlishúsum, rað- og parhúsum og sérhæðum á höfuð- borgarsvæðinu. Hafðu samband ef þú ert í söluhugleiðingum. Það kostar ekkert. Seljahverfi - Raðhús Mjög gott rað- hús á tveimur hæðum ásamt stæði í bíl- geymslu. Fjögur svefnherbergi. Áhv. 5,2 millj. Verð 17,3 millj. Maríubaugur - Grafarholti Mjög skemmtil. hannað 190 m² tengihús á einni hæð með innb. bílskúr. Afh. fullbúið að utan, fokhelt að innan. Lóð að hluta til frágengin. Aflokaður suðurgarður. Verð 15,9 millj. Suðurvangur - Hf. Vorum að fá í sölu góða 136 m² íbúð á 1. hæð með tvennum svölum. Fjögur svefn- herb. og þvottaherb. í íbúð. Áhv. 8 millj. Verð 14,3 millj. Grýtubakki - Skipti Vorum að fá í sölu rúmgóða 4ra herb. íbúð í góðu fjöl- eignahúsi. Þrjú góð svefnherbergi. Parket. Áhv. 5 millj. húsbréf. Verð 10,7 millj. Kleppsvegur Góð 86 m² 3-4 herb. endaíbúð á 4. hæð í fjöleignahúsi. Ný eld- húsinnrétting. Parket og flísar. Góðar suð- ursvalir, mikið útsýni. Áhv. 4,9 millj. Verð 10,5 millj. Leirubakki Mjög góð og fallega innrétt- uð 97 m² 3ja herb. íbúð á jarðhæð í nýlegu, litlu fjöleignahúsi með sérinngangi. Parket og flísar. Áhv. 7,1 millj. Verð 12,7 millj. VANTAR - 3ja og 4ra Höfum á skrá 40-50 aðila sem vantar 3ja og 4ra herb. íbúðir með eða án bílskúrs, einkum í Reykjavík og Kópavogi. Skráðu eignina þína þér að kostnaðarlausu. VANTAR - Stærri íbúðir Vegna mikillar sölu að undanförnu er svo komið að okkur vantar stærri íbúðir á öllu höf- uðborgarsvæðinu, með eða án bílskúrs. 20-30 aðilar á skrá. Skráðu þína eign, það kostar ekkert. Kleppsvegur - Mjög rúmgóð Vorum að fá í sölu fallega 108 m² 4ra herb. íbúð á 3. hæð í litlu fjöleignahúsi. Nýleg eld- húsinnrétting. Parket og flísar. Tvennar sval- ir. Glæsilegt útsýni. Verð 12,5 millj. Gullengi Vorum að fá í sölu góða 85 m² 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjöleignahúsi. Áhv. 5,2 millj. húsbréf og 1,5 millj. viðbótarlán. Verð 10,8 millj. Seilugrandi - Stæði Vorum að fá í sölu rúmgóða 66 m² 2ja her- bergja íbúð á 1. hæð í góðu fjöleignahúsi ásamt stæði í bílageymslu. Sérinngangur af svölum. VANTAR - 20 íbúðir Vegna mikill- ar sölu á 2ja herb. íbúðum vantar okkur nú þegar 20-30 íbúðir í Rvík og Kópa- vogi. Skráðu eignina strax. Gullsmári - Rúmgóð Vorum að fá í sölu mjög góða 95 m² 4ra her- bergja íbúð á 1. hæð í litlu fjöleignahúsi. Þrjú rúmgóð svefnherb. Þvottahús og geymsla í íbúð. Verð 13,9 millj. Lundarbrekka - Aukaherbergi Vorum að fá í sölu rúmgóða og fallega 102 m² 4ra herb. íbúð á 3. hæð í góðu fjöleigna- húsi. Nýtt baðherbergi. Parket. Aukaherb. í kjallara með aðgangi að snyrtingu. Glæsilegt útsýni. Áhv. 6,3 millj. húsbr. og veðdeild. Ársalir Mjög rúmgóð 4ra herb. íbúð á 2. hæð í nýju fjöleignahúsi ásamt stæði í bíl- geymslu. Íbúðin afh. fullbúin án gólfefna og er til afhendingar nú þegar. Verð 15,7 millj. Efstasund - Ris Skemmtileg 4ra herb. risíbúð í þríbýlishúsi á þessum eftirsótta stað. Þrjú svefnherb. Sér- hiti og -rafmagn. Áhv. 2,7 millj. Verð 9,9 millj. Álftahólar - Bílskúr Mjög góð og björt 109 m² 4ra herb. íbúð á 6. hæð ásamt 26 m² bílskúr. Flísar og parket. Glæsilegt út- sýni. Áhv. 3,5 millj. Óskað er eftir tilboði. Suðurhólar - Mjög rúmgóð Vorum að fá í sölu mjög rúmgóða 75 m² 2ja herb. íbúð með sérinngangi. Rúmgóð stofa og eldhús. Glæsilegt útsýni til Rauðavatns. Verð 8,9 millj. Trönuhraun - Litlar einingar Nýtt og glæsilegt húsnæði sem má skipta upp í þrjú 144 m² bil. Mikil lofthæð og inn- keyrsludyr á hverju bili. Verð á bili 11,9 millj. Nánari uppl. gefur Pálmi. Knarrarvogur Mjög gott u.þ.b. 740 m² verslunar-, lager- og skrifstofuhúsnæði. Verslun og lager á 1. hæð og í kjallara og skrifstofur o.fl. á 2. hæð. Húsið er mjög áberandi og hefur því mikið augl.gildi. Verð 59 millj. Hlíðasmári Sala eða leiga. Mjög gott og fullinnréttað 146 m² skrifstofuhúsnæði á 1. hæð á þessum frábæra stað. Aðkoma góð og fjöldi bílastæða. Skipti á ca 10 millj. kr. eign koma til greina. Uppl. gefur Pálmi. Stórhöfði Í nýju og mjög vel staðsettu húsi eru til sölu fjórar einingar, 153 m² á 1. hæð, 426 m² á 2. hæð, 158 m² á 2. hæð og 218 m² á 4. hæð. Húsnæðið er til afhending- ar nú þegar, fullbúið að utan og sameign fullfrágengin með lyftu og snyrtingum, að innan er húsnæðið tilbúið til innréttingar. Eilífsdalur - Kjós Mjög vel innréttaður og nýlegur 45 m² sumarbústaður með 20 m² svefnlofti og 70 m² sólpalli. Verð 4,9 millj. Eyrarskógur - Lóð 3.900 m² sumar- bústaðarlóð í Eyrarskógi í Svíndal. Sökkul- súlur komnar og búið er að planta trjám í landið. Vatn og rafmagn komið á lóðarmörk. Verð 390.000. H ÁRGREIÐSLUSTOFAN Rauð- hetta og úlfurinn stendur við Laugaveg 7. Þeir Ingvi Örn Þor- steinsson, Kristján Kristjánsson og Magni Þorsteinsson tóku sig til fyrir rúmum tveimur árum og ákváðu að fara út í eigin rekstur. Þeir létu ekki þar við sitja heldur hönnuðu þeir stofuna algjörlega sjálfir. Það var mikil vinna og rákust þeir oft á skemmtilegar og óhefðbundnar lausnir sem nýttust þeim vel. „Við hittumst fyrir tilviljun á Kaffibarnum eitthvert kvöldið um haustið 1999. Þá kom upp sú hugmynd að stofna saman stofu en við höfð- um allir verið að vinna fyrir aðra. Fljótlega eft- ir að ákvörðunin var tekin fórum við að leita að húsnæði. Þetta húsnæði var laust og við slóg- um til. Hér hafði áður verið mötuneyti fyrir Landsbankann en undanfarin ár hafði húnæðið staðið autt,“ segir Ingvi. Húsnæðið bauð upp á mikla möguleika „Þegar við tókum við húsnæðinu var ekkert hér inni, en á veggjunum mátti ennþá sjá móta fyrir bekkjunum sem notaðir höfðu verið í mötuneytinu. Hér var hvorki rafmagn né hiti. Okkur varð því strax ljóst að mikið þurfti að gera til þess að koma húsnæðinu í almennilegt horf en við sáum líka mikla möguleika í því að þurfa að byrja frá grunni. Við höfðum ákveðnar hugmyndir um hvernig umhverfi við vildum vinna í og þetta var kjörið tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd,“ segir Ingvi. Teiknuðu hugmyndir á veggina „Við fengum húsnæðið afhent um miðjan desember 1999 og hófumst þá handa. Við vor- um strax ákveðnir í því að gera allt sem við gætum sjálfir, bæði til að halda kostnaði í lág- marki og svo höfðum við allir gaman af því að leggja hönd á plóg við að byggja upp og móta útlitið á okkar eigin fyrirtæki,“ segir Ingvi. „Okkar fyrsta verk eftir afhendinguna var að setjast hér niður allir þrír og kasta fram hugmyndum um hvernig við vildum að útkom- an yrði. Þegar við höfðum komist að samkomu- lagi náðum við okkur í svart túss og teiknuðum upp hugmyndirnar á bera veggina,“ heldur hann áfram. „Við hrifumst allir mjög af hönnun og um- hverfi í myndinni A Clockwork Orange og það- an fengum við mikið af okkar hugmyndum. Við létum til dæmis smíða afgreiðsluborðið og vöruhillurnar eftir beinni fyrirmynd úr mynd- inni,“ segir Ingvi. Settu flot á gólfin „Áður en við gátum snúið okkur að raun- verulegu útliti stofunnar þurfti að vinna vissa undirbúningsvinnu. Gamla kerfisloftið var rifið niður og við ákváðum að láta allar pípur og rör sjást en máluðum loftið hvítt. Af gólfinu rifum við gamlar flísar. Veggirnir voru hraunaðir en við vildum slétta þá þannig að þá þurfti að sparsla og mála,“ segir Ingvi. „Það sem okkur fannst hins vegar skemmti- legast var þegar allri undirbúningsvinnu var lokið og hafist var handa við hið eiginlega útlit stofunnar, en það var mjög gaman að sjá hug- myndir okkar og hönnun taka á sig mynd,“ segir Ingvi. „Við létum setja flot á gólfin að undanskildu baðherberginu, en þar flísalögðum við sjálfir gólf og veggi með svörtum mósaíkflísum. Veggina máluðum við hvíta og við fengum góð- vin okkar Gunnar Dan Wiium smið til þess að smíða fyrir okkur allar innréttingar. Við notuðumst mikið við MDF en það er ein- staklega þægilegt að vinna með það efni og er það meðal annars í vöruhillum og afgreiðslu- borði. Okkur fannst þó eitthvað vanta í vöru- hillurnar og við létum því setja inn í þær ljós- Framtakssemi í fyrirrúmi Þeir Ingvi Örn Þorsteinsson, Kristján Kristjánsson og Magni Þor- steinsson tóku sig til fyrir fyrir rúmum tveimur árum og létu draum- inn um að stofna eigin hárgreiðslustofu verða að veruleika. Þeir létu ekki þar við sitja, heldur tóku þeir sig til og hönnuðu stofuna algjör- lega sjálfir. Perla Torfadóttir ræddi við Ingva Örn Þorsteinsson, einn eiganda hárgreiðslustofunar Rauðhettu og úlfsins. Morgunblaðið/Arnaldur Rauðhetta og úlfurinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.