Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefurendurskoðað áætlanir sínarum húsbréfa- og húsnæð-isbréfaútgáfu. Ný endur- skoðuð áætlun er til tólf mánaða og mun sjóðurinn framvegis birta slík- ar tólf mánaða áætlanir á þriggja mánaða fresti. Hin nýja áætlun gerir ráð fyrir að heildarútgáfa húsbréfa- og hús- næðisbréfa verði svipuð og gert var ráð fyrir í fyrri áætlunum fyrir árið 2002. Hins vegar eru nokkrar breytingar á milli útlánaflokka. Þetta þýðir að ekki er ástæða til aukinna affalla á húsbréfum vegna útgáfu Íbúðalánasjóðs. Leiða má rök að því að há afföll um þessar mundir megi fyrst og fremst rekja til gríðarlegrar aukn- ingar í skuldabréfaútgáfu banka og fyrirtækja á síðustu mánuðum. Meiri útgáfa húsbréfa Í nýrri áætlun Íbúðalánasjóðs fyrir tímabilið júlí 2002 til júlí 2003 kemur fram að útgáfa húsbréfa á seinni hluta ársins 2002 verði tæpir 15,7 milljarðar króna. Það þýðir að heildarútgáfa á árinu verður um 31,2 milljarðar króna á árinu sem er aukning um 2 milljarða frá fyrri áætlunum Íbúðalánasjóðs. Reiknað er með um 1,3 milljarða króna samdrætti í útgáfu fyrri hluta árs 2003 miðað við fyrri hluta árs 2002. Endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir aukinni húsbréfaútgáfu á árinu 2002 annars vegar vegna þess að útgáfa fyrri hluta ársins varð um milljarði hærri en gert var ráð fyrir og reiknað er með að hægar dragi úr fasteignaviðskiptum seinni hluta árs en áður var spáð. Hins vegar er reiknað með hrað- ari tilflutningi fólks úr gamla fé- lagslega kerfinu yfir í hús- bréfakerfið en í fyrri áætlunum. Minni útgáfa húsnæðisbréfa Hin nýja áætlun gerir ráð fyrir að útgáfa og sala húsnæðisbréfa á seinni hluta ársins 2002 verði um 2 milljörðum minni en áður var áætl- að. Nú er gert ráð fyrir að árs- útgáfa húsnæðisbréfa verði ein- ungis 15,5 milljarðar. Áætlað söluverð húsnæðisbréfa næstu 12 mánaða er 16 milljarðar króna. Ástæður minni húsnæð- isbréfaútgáfu á árinu tengjast með- al annars fyrrgreindum hraðari til- flutningi fólks úr gamla félagslega kerfinu yfir í húsbréfakerfið sem er tilkominn vegna þess að kaup- skyldu sveitarfélaga var aflétt af félagslegu húsnæði. Við sölu á félagslegu húsnæði eru gömlu félagslegu lánin greidd upp, en vextir þeirra voru nið- urgreiddir. Íbúðalánasjóður fjár- magnaði niðurgreiðslu lána í fé- lagslega kerfinu með sölu húsnæðisbréfa, en vegna upp- greiðslna lánanna minnkar þörfin á fé til niðurgreiðslu vaxta. Þá er nú ljóst að framkvæmda- hraði í byggingu leiguíbúða er minni en gert var ráð fyrir þannig að afgreiðsla útlána til leiguíbúða verður hægari en gert var ráð fyr- ir. Því dregur úr áætlaðri láns- fjárþörf Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða, en sjóðurinn fjármagnar leiguíbúðalán sín með sölu húsnæð- isbréfa. Heildarútgáfa húsbréfa og húsnæðisbréfa í jafnvægi Markaðurinn eftir Hall Magnússon, yfirmann gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is Morgunblaðið/Þorkell Efnisyfirlit Austurbær .................................. 35 Ás ............................................. 16–17 Ásbyrgi ........................................ 27 Berg ............................................... 41 Bifröst ............................................. 9 Borgir ........................................... 23 Brynjólfur Jónsson .................. 48 Eign.is ........................................... 18 Eignaborg ....................................... 4 Eignamiðlun ........................ 24–25 Eignaval ....................................... 44 Fasteign.is .................................. 34 Fasteignamarkaðurinn ............ 45 Fasteignamiðlunin .................... 40 Fasteignamiðstöðin ................... 17 Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 14 Fasteignasala Íslands ................. 11 Fasteignastofan ........................... 5 Fasteignaþing ............................... 4 Fjárfesting ................................... 12 Fold ............................................... 37 Foss ................................................ 13 Garðatorg ....................................... 6 Gimli .............................................. 19 Híbýli ............................................ 24 Holt ............................................... 20 Hóll .................................................. 3 Hraunhamar ......................... 30–31 Húsakaup ....................................... 7 Húsavík .......................................... 8 Húsið ............................................. 15 Húsin í bænum ........................... 38 Höfði ............................................. 32 Höfði Hafnarfirði ....................... 33 Kjöreign ....................................... 47 Lundur ..................................... 10–11 Lyngvík ........................................... 9 Miðborg ........................................ 39 Óðal ................................................. 2 Skeifan .......................................... 21 Stakfell ......................................... 14 Valhöll .................................. 42–43 Þingholt ....................................... 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.