Morgunblaðið - 23.07.2002, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 C 13HeimiliFasteignir
Bragi Björnsson
lögmaður og
löggiltur fast-
eignasali
Úlfar Þ. Davíðsson
sölustjóri
Börkur Hrafnsson
lögmaður
HATÚN 6A
SÍMI 5 12 12 12
www.foss.is
Netfang: foss@foss.is
FASTEIGNASALA
ATVINNUHÚSNÆÐI
HAFNARFJÖRÐUR - GLÆSILEGT Til
sölu eða leigu í miðbæ Hafnarfjarðar stór-
glæsilegt húsnæði í góðu lyftuhúsi með frábæru
útsýni yfir höfnina. Lyklar og allar nánari
upplýsingar á skrifstofu.
NÝBYGGINGAR
BRYGGJUHVERFI Til sölu 2ja og 3ja
herbergja íbúðir í Bryggjuhverfi. Húsinu er
skilað viðhaldsfríu með álklæðningu, full-
frágenginni lóð og sameign. Lyfta er í húsinu og
bílageymslur í kjallara. Íbúðirnar seljast
fullbúnar en án gólfefna og er möguleiki að
hafa áhrif á endanlegt innréttingaval.
Nútímahönnun á eftirsóttum stað. Traustir
byggingaraðilar. Verð 10,9-14,9 millj.
SÓLHEIMAR - ÚTSÝNI Rúmgóð og björt
hæð með miklu útsýni yfir Laugardalinn. Þrjú
góð svefnherbergi, stofa og sólstofa. Rúmgott
eldhús. Flísalagðar svalir. Verð 14,9 millj.
KIRKJUSTÉTT - GRAFARHOLTI Falleg
raðhús, alls 193,3 fm, á tveimur hæðum á
góðum stað í Grafarholtinu. Stutt verður í alla
þjónustu og skóla. Húsin afhent fullbúin að utan
en fokheld að innan og lóð grófjöfnuð. Húsin
eru tilbúin til afhendingar. Verð 15,5-15,8 millj.
Nánari uppl. og teikn. á skrifstofu.
EINBÝLISHÚS
GARÐABÆR - ÚTSÝNI Vandað ein-
býlishús á einni hæð á frábærum útsýnisstað í
Furulund í Garðabæ. Húsið stendur innst í
botnlanga og er 162,5 fm að stærð ásamt 51,8
fm tvöföldum bílskúr. Í húsinu eru glæsilegar
stofur, fjögur svefnherbergi, parket á flestum
gólfum og fallegar innréttingar. Lóðin er 1.100
fm, garður mjög góður og hiti í plani. V. 26,9 m.
RAÐHÚS
DALSEL - BREIÐHOLT Frábært raðhús
fyrir stóra fjölskyldu. Tvær stofur og fimm
svefnherbergi. Parket og flísar á gólfum. Um er
að ræða gott hús í grónu hverfi. Stæði í
bílageymslu.
SÉRHÆÐ
GULLTEIGUR - GLÆSILEG Mjög góð
sérhæð á þessum vinsæla stað ásamt um 50 fm
tvöföldum bílskúr. Flísar og parket á gólfum.
Hæðin er að hluta til undir súð. Góð eign á
vinsælum stað.
SALAHVERFI Stórglæsileg 123,7 fm 5
herbergja íbúð á efri hæð í fjórbýlishúsi með
sérinngangi ásamt bílskúr. Þrjú rúmgóð svefn-
herbergi, tvö baðherbergi og tvennar góðar
svalir. Þvottahús í íbúð. Mikil lofthæð. V. 18,4 m.
4JA - 5 HERBERGJA
TÚNGATA - HÆÐ Stór og björt rúmlega
150 fm hæð á góðum stað í vesturbænum. Mikil
lofthæð og rósettur í loftum. Íbúð sem býður
uppá mikla möguleika. Þarfnast standsetningar.
Verð 15,5 millj.
3JA HERBERGJA
HÁTÚN - GÓÐ Mjög snyrtileg þriggja
herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi á
góðum stað. Parket á öllum gólfum og flísalagt
baðherbergi.
ÞÓRUFELL - BREIÐHOLTI Vorum að fá í
sölu rúmgóða 79,8 fm þriggja herbergja íbúð í
efra-Breiðholti. Rúmgott eldhús, góð stofa með
frábæru útsýni og tvö góð herbergi. Rúmgóðar
svalir með einstöku útsýni yfir borgina.
ÁSVALLAGATA - VESTURBÆR Góð
íbúð á vinsælum stað í vesturbænum. Dökkt
plastparket á stofu og eldhúsi. Falleg hvít
eldhúsinnrétting. Góður garður. 15 fm parket-
lagt herbergi í kjallara. Búið að taka allt húsið í
gegn. Góð eign á vinsælum stað. Verð 11,4 millj.
VESTURBÆR - GRANASKJÓL Mjög
skemmtileg tæplega 80 fm íbúð á jarðhæð (ekki
kjallari). Sérinngangur. Parket og flísar á
gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi og góð
stofa. Verð 12,5 millj.
REYNIMELUR - GÓÐ Falleg íbúð í góðri
blokk á góðum stað í vesturbænum. Bjart
eldhús með nýlegri innréttingu og tengi fyrir
þvottavél. Stór og björt stofa. Hjónaherbergi
einnig stórt og bjart. Rúmgott barnaherbergi.
Góð eign á góðum stað.
GRENSÁSVEGUR Rúmgóð og björt 72,8
fm íbúð í snyrtilegu fjölbýli. Nýuppgert
baðherbergi, eldhús með hvítri innréttingu og
parketlögð stofa.
2JA HERBERGJA
LJÓSVALLAGATA - SÉRINN-
GANGUR Björt og falleg 56 fm íbúð á
jarðhæð með sérinngangi. Íbúðin er mjög
opin, parket og flísar á gólfum. Baðherbergi
flísalagt hólf og gólf m. baðkari. Nýlega
endurnýjað rafmagn, lagnir og gler. Einstök
íbúð á frábærum stað.
GRANASKJÓL - ARINN Mjög björt og
vel skipulögð íbúð á fyrstu hæð í góðu 3-býli á
góðum stað í vesturbænum. Sérstaklega björt
stofa með miklum gluggum og arni. Gott
svefnherbergi. Baðherbergi með flísum.
Svalir útfrá stofu. Góð eign. Verð 9,5 millj
VESTURBÆR - GÓÐ Opin og björt 2ja
herbergja íbúð á vinsælum stað í vestur-
bænum. Parket og flísar á gólfum. Góð eign á
vinsælum stað. Verð 8,9 millj.
ATVINNUHÚSNÆÐI
TIL LEIGU EÐA SÖLU
TIL LEIGU EÐA SÖLU HÚSNÆÐI Á
HELSTU VERSLUNARSVÆÐUM
BORGARINNAR.
Magnús I. Erlingsson
lögmaður
Fasteignasalan Foss er flutt í nýtt húsnæði í Hátúni 6a (Fönix-húsið)
VANTAR
VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR ALLAR
GERÐIR EIGNA Á SKRÁ
Hafnarfjörður - Hjá fasteignasöl-
unni Hraunhamri er nú til sölu mjög
gott endaraðhús við Klausturhvamm
9. Þetta er raðhús á þremur hæðum,
alls 283,7 ferm., þar af er 28,2 ferm.
innbyggður bílskúr. Möguleiki er á
aukaíbúð.
Komið er inn í flísalagða forstofu
með hengi, en þar inn af er þvottahús
með glugga. Síðan tekur við hol og
glæsilegt nýstandsett baðherbergi,
sem er flísalagt í hólf og gólf, með
sturtuklefa og fallegri innréttingu.
Eldhúsið er stórt með fallegri
nýrri innréttingu úr kirsuberjaviði
og góðum borðkrók. Inn af eldhúsi
er gott búr með hillum.
Stofan er björt og falleg og borð-
stofan er stór með útgangi út á svalir
með tröppum niður í garð. Hjóna-
herbergi er með skáp. Gegnheilt eik-
arparket á hæðinni.
Úr holi er stigi upp á efri hæð. Þar
er sjónvarpsstofa og flísalagt bað-
herbergi með baðkari og glugga.
Þrjú góð herbergi eru á hæðinni og
gott fataherbergi, en parket á gólf-
um. Góðar geymslur eru undir súð.
Úr holi er einnig stigi niður á jarð-
hæð. Þar er búið að stúka af eitt
mjög stórt og gott herbergi, en létt-
ur veggur skilur af enn meira rými í
kjallara, sem er óinnréttað í dag.
Þaðan er hurð út í garð.
Auðvelt væri að innrétta aukaíbúð
með sérinngangi í þessu rými. Bíl-
skúr er með hita og rafmagni. Í garði
er mjög skjólgóð aflokuð timburver-
önd með heitum potti.
„Staðsetning þessa hús er mjög
góð, en það er í barnvænu hverfi og
stutt í skóla,“ sagði Helgi Jón Harð-
arson hjá Hraunhamri.
Klausturhvammur 9
Þetta er raðhús á þremur hæðum, alls 283,7 ferm., þar af er 28,2 ferm. innbyggður bílskúr. Möguleiki er á aukaíbúð.
Ásett verð er 22,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Hraunhamri.
Alltaf á þriðjudögum
Moggabúðin
Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.