Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 36
36 C ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
FYRIR einni öld var tæp-lega nokkuð til sem hétverkalýðsbarátta og það-an af síður verkalýðsfélög
hér á okkar kalda landi. Á hinum
pólitíska vettvangi var aðeins eitt
sem komst að; sjálfstæði landsins og
að sækja réttindi landsmanna í
greipar Dana, en langt fram eftir
öldinni síðustu var hamrað á því að
þeir ættu sök á öllum okkar aum-
ingjaskap þótt mikið af honum væri
heimatilbúið.
En það var margt og mikið að ger-
ast hérlendis jákvætt og uppbyggj-
andi fyrir hundrað árum og stutt er í
það að við getum fagnað því að
hundrað ár eru síðan heimastjórn
varð aftur við lýði og fyrsti íslenski
ráðherrann var skipaður.
Eftir það fór pólitíkin að breytast,
sjálfstæðismálið gegn Dönum varð
ekki eina málið þó mikil barátta væri
háð á þeim vettvangi.
Þá tóku að skerpast línur á milli
atvinnurekenda og verkalýðs, kröfur
um mannsæmandi líf almúgans urðu
sífellt þyngri og hugsjónir jafn-
aðarmanna bárust hingað frá
Skandinavíu og urðu til þess að þeir
stofnuðu sinn flokk sem fékk nafnið
Alþýðuflokkurinn.
Á horninu gegnt Ingólfi
Það voru stórhuga menn sem
stofnuðu þann flokk og í þá daga
gerðu menn ekki greinarmun á
stjórnmálaflokki og verkalýðshreyf-
ingu, svo var einnig víða um lönd.
Það var ekki ráðist í lítið þegar þessi
flokkur og verkalýðshreyfingin
reistu stórhýsi á horni Hverfisgötu
og Ingólfsstrætis, þar var byggt það
hús sem þar stendur enn og nefndist
löngum Alþýðuhúsið.
Þetta hús á sér merka sögu, þar
voru kratar húsbændur, þar stund-
uðu menn stórbrotna pólitík, þar
stofnuðu menn flokka en stunduðu
þó einnig að kljúfa flokka. Nú er
enginn Alþýðuflokkur til lengur,
ekki flokkur með því nafni en hann
lifir þó í sínum arftaka.
Í kjallara þessa húss dönsuðu
menn á laugardagskvöldum áður
fyrr, einkum eldri kynslóðin gömlu
dansana, fyrir nokkrum árum var
rekið þar eitt metnaðarfyllsta veit-
ingahús landsins. En nú er búið að
hreinsa allt út og iðnaðarmenn vinna
þar hörðum höndum við að breyta
öllu innanstokks. Brátt verður opn-
að í hinu fornfræga Alþýðuhúsi hót-
el, sem á ekki endilega að hýsa al-
þýðumenn, miklu frekar þá sem eru
burgeisar, loðnir um lófa.
Hver er Geberit?
Ef menn halda að það sé einhver
fjáður Þjóðverji, sem komi hingað
árlega til að veiða í Laxá á Ásum er
það ekki svo. Geberit er þekkt nafn í
lagnaheiminum, einnig hér á Íslandi.
Þetta fyrirtæki hefur framleitt rör
og tengi um langa hríð, á síðari árum
hefur það ekki síst einbeitt sér að
heildarlausnum í lögnum.
Allir sem nálægt bygginum húsa
koma hérlendis þekkja okkar hefð,
sérstaklega í fjölbýlishúsum; að
þjálfa heila stétt manna í því að
vinna það þjóðþrifaverk að hylja rör
og lagnir með hleðslum og múrhúð-
un svo ekki særi blygðunarkennd
landans.
Í baðherbergjum leggja pípulagn-
ingamenn allar lagnir og á eftir kem-
ur múrarinn, hleður rammgerðan
vegg úr vikurplötum og múrhúðar
vandlega, flísaleggur síðan þennan
slétta flöt. Rörin þar með gleymd
þar til þau bila, þá er bara að brjóta
og bramla; íslenska hefðin í algleym-
ingi.
Þjóðverjar voru talsvert hrifnir af
svona látum þó engar ættu þeir vik-
urplöturnar og það er kannske þess-
vegna að þetta fyrrnefnda þýska
fyrirtæki hannaði og hratt í fram-
leiðsu hinu fjölhæfa Geberit-
veggjakerfi.
Vart er hægt að ætl-
ast til að lesendur muni
fyrri pistla eða hvað í
þeim stóð, en þessu
„mekkanó“-kerfi Gebe-
rit hefur verið lýst hér
fyrir alllöngu. Geberit-
veggjakerfið er að
stofni prófílar úr stáli
en með þeim er hægt
er að byggja upp sjálf-
stæða veggi eða
veggjahluta í hvað hæð
sem óskað er.
Því fylgja festingar
til að tengja saman
prófílana og einnig
festingar til að festa
rör í þessa lagnaveggi
hvort sem lagt er lárétt
eða lóðrétt, frárennsl-
islagnir eða neyslu-
vatnslagnir, innfelld
blöndunartæki eða sal-
erniskassar. Rafvirkj-
anum er velkomið að
stinga inn kapli, fjar-
skiptalagnir geta einn-
ig fengið sinn stað. Síð-
an er klætt á grindina
með plötum úr gipsi
eða öðru jafngóðu.
En hvað kemur
þetta eðalkrötum við og húsinu sem
þeir reistu og kölluðu Alþýðuhúsið?
Einfaldlega vegna þess að í því húsi,
sem nú er að breytast í hótel, er
Geberit-veggjakerfið notað og það
teljast nokkur tímamót, vikurplatan
og múrarinn hafa áfram sitt gildi en
á öðrum vettvangi en þeim að læsa
rör í rammgerða dyflissu.
Þær myndir, sem fylgja þessum
pistli, eru úr hinu nýja hóteli og
þurfa ekki frekari skýringar, en
sýna þó aðeins lítillega fjölhæfni
kerfisins.
Geberit hinn
þýski í hinu forna
óðali eðalkrata
Morgunblaðið/Arnaldur
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is
KARIN-fataskápurinn er með spegli og þremur skúffum, hann er að mestu
úr gegnheilli furu og er 1,504 m á breidd en 1,964 á hæð. Hann kostar 35
þúsund kr. í Rúmfatalagernum.
Fataskápur
EINSTAKLEGA sterk og stöðug koja úr gegnheilli og lakkaðri furu. Hægt er
að hafa hana sem tvö aðskilin rúm og er hvort þeirra þá 70x190 sentimetr-
ar. Maren-koja fæst í Rúmfatalagernum og kostar 14.900 krónur á afmæl-
istilboði.
Góð koja
Klappstóll
THOMAS
heitir þessi
klappstóll.
Hann er
þægilegur og
fyrirferð-
arlítill og
hægt að
leggja hann
saman eins
og vera ber
með svokall-
aða klapp-
stóla. Hann
er úr járni
með mjúkri
sessu og
kostar 990
krónur í
Rúmfatalag-
ernum.