Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 1

Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 1
Athygli vekur að ekkert pláss erfyrir Tryggva Guðmundsson, framherja Stabæk, markahæsta leikmenn norsku deildarinnar, né Þórð Guðjónsson sem hefur leikið vel með Bochum í þýsku úrvals- deildinni í upphafi leiktíðarinnar. Tryggvi og Þórður eru inni í myndinni „Þó svo að ég velji ekki Tryggva annan leikinn í röð má ekki skilja þaðsem svo að hann sé alveg út úr myndinni. Tryggvi spilar sömu stöðu og Eiður Smári. Hann er markaskorari, sem hefur sín fríð- indi og gott er að grípa til í sumum leikjum, en ég er að reyna að byggja upp sóknarlið í kringum Eið Smára. Mér finnst vængstaðan ekki henta Tryggva og þar af leiðandi valdi ég hann ekki að þessu sinni. Hvað Þórð áhrærir er hann varla búinn að spila neitt í hátt á annað ár. Það er frábært að sjá að hann er kominn á fulla ferð á ný. Þórður er farinn að spila stöðu sem enginn hefði trúað að hann mundi gera, það er að vera varnarsinnaður miðju- maður. Við höfum verið með fastan kjarna í þessum stöðum í landslið- inu, eins og Rúnar og Brynjar Björn og þá hefur Ívar Ingimarsson komið sterkur inn í þessa stöðu. Ef Þórður heldur hins vegar áfram því sem hann hefur verið að gera þá er allt opið hjá honum hvað landsliðið varðar. Ég vill leyfa honum fyrst að festa sig aðeins í sessi en ég sé alveg fyrir mér að hann geti verið inni í myndinni til framtíðar,“ sagði Atli. Um val sitt á Birki í stað Kjartans sagði Atli; „Ég hef sagt það áður að Birkir er markvörður númer tvö. Ég ákvað að gefa Kjartani tækifæri á móti Andorra og leyfa honum að kynnast hlutunum. Hins vegar tel ég Birki veita Árna Gauti besta stuðninginn og hann er alltaf tilbú- inn þegar á reynir.“ Akureyringurinn Atli Sveinn Þórarinsson er eins og áður segir eini nýliðinn og þá hlaut Haukur Ingi Guðnason, framherji Keflvík- inga, náð fyrir augum landsliðs- þjálfarans. „Ég vel Hauk Inga með sama hætti og Sævar Þór. Ég er að leita eftir hraða og eftir að hafa séð hann til dæmis í leiknum við KR á dög- unum þá fer ekki á milli mála að hann hefur yfir sprengjukrafti að ráða. Þegar við þurfum að liggja aftarlega á vellinum þá gætu leik- menn á borð við Sævar og Hauk Ingi hentað liðinu mjög vel.“ Mér finnst Atli Sveinn verðskulda tækifæri í hópinn. Ég fór til Sví- þjóðar gagnvart til að skoða hann í leik með Örgryte og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hann hefur verið fastamaður í liði Örgryte og í leikn- um sem ég sá hann í tapaði hann ekki skallaeinvígi og gætti marka- hæsta leikmanns sænsku deildar- innar einkar vel. Hann er greinilega mikill liðsmaður og allt sem hann gerir er einfalt. Eftir þennan leik fékk ég mikinn áhuga á að kalla hann heim því ég hef trú á því að hann geti orðið á næstu árum fasta- maður í landsliðinu,“ segir Atli. Atli ákvað að gefa Helga Sigurðs- syni frí að þessu sinni en hann tekur það skýrt fram að Helgi er alveg inni í kjarnanum. Atli Sveinn eini nýliðinn ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í gær 18 manna landsliðshóp fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum sem fram fer á Laugardalsvelli 7. september. Þrjár breytingar eru á liðinu frá því í sigurleiknum gegn Andorra á dögunum. Birkir Kristinsson, ÍBV, Haukur Ingi Guðnason, Keflavík, og Atli Sveinn Þórarinsson, Ör- gryte, koma inn í hópinn og er Atli nýliði í landsliðinu. Þeir koma inn í hópinn fyrir Kjartan Sturluson, Fylki, og Helga Sigurðsson, Lyn. 2002  MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KR-STÚLKUR MEÐ YFIRBURÐASTÖÐU Í SÍMADEILDINNI / B2 ÓSKAR Elvar Óskarsson, fyrirliði handknatt- leiksliðs HK um langt árabil, skrifar vænt- anlega undir tveggja ára samning við sviss- neska 2. deildarfélagið Lyss á næstu dögum. Óskar Elvar hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en fékk tilboð frá svissneska félaginu í sumar. „Málið virtist dottið uppfyrir á þeim tíma en kom aftur upp fyrir nokkrum dögum og nú bendir allt til þess að við sláum til og flytjum til Sviss nú í haust. Lyss er með eitt af bestu 21-árs liðum í Sviss en vantar einhverja reynslu í meistaraflokkslið sitt til að lyfta því upp í efstu deildina. Vonandi get ég hjálpað til og það er fyrst og fremst skemmtilegt að fá svona tæki- færi og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Óskar Elvar við Morgunblaðið í gær. Óskar Elvar á leið til Sviss HÓPURINN sem mætir Ung- verjum er þannig skipaður, landsleikir í sviga: Árni Gautur Arason, Rosenborg (22) Birkir Kristinsson, ÍBV (71) Rúnar Kristinsson, Lokeren (94) Hermann Hreiðarsson, Ipswich (42) Ríkharður Daðason, Lilleström (41) Lárus Orri Sigurðsson, WBA (35) Brynjar B. Gunnarsson, Stoke (31) Arnar Þór Viðarsson, Lokeren (19) Eiður S. Guðjohnsen, Chelsea (17) Marel Baldvinsson, Stabæk (8) Sævar Þór Gíslason, Fylki (6) Jóhannes K. Guðjónsson, R. Betis (6) Ólafur Stígsson, Molde (6) Gylfi Einarsson, Lilleström (5) Ívar Ingimarsson, Wolves (5) Haukur Ingi Guðnason, Keflavík (4) Hjálmar Jónsson, Gautaborg (4) Atli Sveinn Þórarinsson, Örgryte (0) Þeir mæta Ungverjum Vala Flosadóttir felldi byrjunar-hæðina, 4,08 metra, í stangar- stökki á frjálsíþróttamóti í Gauta- borg í gærkvöldi. Hún fygldist síðan með þegar sænska stúlkan Kirsten Belin bætti Norðurlandametið, sem Vala átti, um einn sentimetra, stökk 4,51. Þetta er í fyrsta sinn síðan keppni í stangarstökki kvenna hófst að Norðurlandametið er ekki í eigu Ís- lendinga. Metið sem féll í gær setti Vala þegar hún vann bronsverð- launin á Ólympíuleikunum í Sydney fyrir tæpum tveimur árum. Íslend- ingar eiga nú aðeins eitt Norður- landamet utanhúss í frjálsíþróttum, það er met sem Oddur Sigurðsson setti fyrir 18 árum í 400 m hlaupi, 45,36 sek. Þá á Þórey Edda Elís- dóttir enn Norðurlandametið í stangarstökki innanhúss, það einnig 4,51. Þórey Edda varð í öðru sæti í gær með því að stökkva yfir 4,34 metra en felldi 4,44 m í þrígang. Eftir að Belin setti metið reyndi hún að lyfta sér yfir 4,60 en lánaðist það ekki. Jón Arnar Magnússon keppti í tveimur greinum á mótinu, sigraði í langstökki með 7,39 metra og varð í fimmta sæti í 110 metra grinda- hlaupi á 14,37 sekúndum. Magnús Aron Hallgrímsson varð að sætta sig við fjórða sætið í kringlukasti með því að kasta 56,54 metra. Þar sigraði hins vegar 23 ára piltur frá Eistlandi sem Vésteinn Hafsteinsson hefur þjálfað síðustu tvö árin. Grand Kanter heitir hann og mældist sigurkastið 63,95 metr- ar. Norðurlanda- met Völu féll Reuters David Beckham og félgar í Manchester United tryggðu sér í gærkvöldi sæti í Meistaradeild Evrópu. Grandberg í raðir Kefl- víkinga? KEFLVÍKINGAR gætu fengið góðan liðsstyrk á næstunni fari svo að Kevin Grandberg leiki með liðinu í vetur. Grandberg, sem lék með Stjörnunni sl. vetur, fékk íslenskan ríkisborg- ararétt á dögunum og því geta Keflvíkingar teflt hon- um fram ásamt Damon Johnson. Líklega verður gengið frá samningum við leikmanninn á næstunni svo fremi sem hann fái ekki álitlegt tilboð frá erlendum liðum. Hjörtur Hjartarson og Þorsteinn Húnfjörð hafa bæst í hópinn hjá Keflvík- ingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.