Morgunblaðið - 29.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2002, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Húsatóftavöllur er í frábæru ástandi! Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni 3/4 forgjöf. Hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Ræst út frá kl. 9.00. Góð verðlaun fyrir 1.-6. sæti Nándarverðlaun á 4/17 og 13. holu. Þátttökugjald er 2.500 krónur. Skráning í síma 426 8720. Golfklúbbur Grindavíkur - Húsatóftavöllur Opna Hampiðjumótið Laugardaginn 31. ágúst „Við verðum að sækja“ „ÞAÐ verður óneitanlega á brattann að sækja fyrir okkur en við setjum stefnuna á að skora í fyrri hálfleik og halda hreinu, ef það tekst er aldr- ei að vita hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Njáll Eiðsson þjálfari ÍBV í gær er hann var inntur eftir áform- um ÍBV-liðsins gegn AIK frá Stokk- hólmi í síðari viðureign liðanna í UEFA-keppninni í knattspyrnu en Svíarnir unnu fyrri leik liðanna, 2:0. Njáll sagði lið AIK skipað vel þjálfuðum knattspyrnumönnum og að lið þeirra væri óvenju hávaxið. „Það eru mjög stórir varnarmenn í miðvarðarstöðunum hjá þeim en þeir leika 4-4-2, á miðjunni er svipað uppi á teningnum. Frammi er Andr- eas Andreason, lék áður með New- castle. Liðið er gott og í því eru 12 leikmenn sem hafa leikið með A- landsliði Svía. Það er ekki gott að meta styrkleika sænska liðsins á þessum eina leik okkar gegn þeim til þessa en þetta eru allt atvinnumenn og liðið er að ná ágætum árangri í sænsku úrvalsdeildinni. Af því má draga þá ályktun að þeir verði erf- iðir viðureignar.“ Uppselt er á leikinn sem fram fer á Hásteinsvelli í dag og hefst leik- urinn kl. 17:30. Aðeins um 530 áhorf- endur fá miða á leikinn þar sem ein- göngu er selt í sæti en Njáll bjóst ekki við að „gamlir jaxlar“ fengju undanþágu til þess að standa á sín- um stað á hólnum fræga. „Við verð- um að sækja og hafa trú á því að við getum skorað, en jafnframt verðum við að halda ákveðnu skipulagi í leik okkar. Ef það tekst er ég bjartsýnn. Við fengum færi í fyrri leiknum og eigum að geta gert slíkt hið sama í þessum leik. Það er ljóst að bakverð- irnir Hjalti Jóhannesson og Unnar Hólm Ólafsson leika ekki með vegna meiðsla og veikinda en aðrir leik- menn eru tilbúnir í verkefnið,“ sagði Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV. Í hópnum eru fyrirtæki á Akureyrisem vilja auðvelda Vernharði að ná markmiðum sínum í íþróttinni. Fyrirtækin greiða fasta upphæð til hans mánaðarlega. Nú er um hálft ár þangað til úr- tökumótin fyrir Ólympíuleikana 2004 hefjast. Undirbúningur Vern- harðs fyrir þau mót er forgangsverk- efni næstu mánaða og munu allar hans æfingar miðast við úrtökumót- in og síðan í beinu framhaldi heims- meistaramótið sem haldið verður í Japan á næsta ári, en þar hefur Vernharð sett stefnuna á verðlauna- sæti. Vernharð, sem tók þátt í Ólympíu- leikunum í Atlanta árið 1996, sagði á fundi með blaðamönnum, þegar bak- hjarlahópurinn var kynntur, að hann hafi í mörg ár staðið í betli meðal fyr- irtækja á Akureyri. Hann taldi að eftir heimsmeistaramótið í fyrra, þar sem hann hafnaði í 7. sæti, myndi ganga betur að afla sér stuðnings. Hann komst þá á A-hóp hjá Afreks- mannasjóði ÍSÍ og að þar fengi hann dágóða upphæð en hins vegar væri viðurkenningin enn meiri. „Ég þarf hins vegar að geta stund- að æfingar á sama grunni og þeir sem ég er að keppa við og því leitaði ég eftir frekari stuðningi. Það er al- gjör draumur að fá þennan stuðning og árangurinn er reyndar mun betri en ég þorði að vona. Til viðbótar hef ég góða aðstöðu til æfinga í Svíþjóð. Ég bý að 15 ára reynslu í íþróttinni og hef náð góðum árangri. Nú get ég ekki sagt að ég hafi ekki fengið tæki- færi – ég hef tvö ár til að undirbúa mig á sama grunni og aðrir,“ sagði Vernharð. Í bakhjarlahópi Vernharðs eru Bónus, Hagkaup, 10–11, Greifinn, Íslensk verðbréf, KEA, Sparisjóður Norðlendinga, Útgerðarfélag Akur- eyringa, Blikkrás og Norðurmjólk. Auk þessara fyrirtækja koma Kj. Kjartansson hf., Skrín, Radionaust og Fremri kynningarþjónusta að verkefninu. Nokkur önnur fyrirtæki á Akur- eyri hafa stutt Vernharð með þjón- ustu við hann en það eru Myndrún, Ásprent/POB og Pedromyndir. Loks fær Vernharð fjárstyrk frá Akureyr- arbæ en auk þess er hann í efsta styrkþegaflokki hjá Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands (ÍSÍ). Morgunblaðið/Kristj Vernharð Þorleifsson júdómaður með myndir af sér sem prýða mun veggi þeirra fyrirtækja sem standa að baki honum. STOFNAÐUR hefur verið bakhjarlahópur Vernharðs Þorleifssonar júdókappa frá Akureyri með það að markmiði að gera honum kleift að einbeita sér að íþrótt sinni næstu tvö árin og æfa og keppa við bestu aðstæður fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004. Vernharð styrktur fram að ÓL í Aþenu ÚRSLIT KNATTSPYRNA UEFA-bikarkeppnin: Hásteinsvöllur: ÍBV – AIK Solna ........17.30 Í KVÖLD Staðan er náttúrulega 0:0 núnaog markmiðið hjá okkur verð- ur að loka leiðinni að okkar marki og reyna að hrekkja þá með okkar fljótu mönnum í framlínunni, nýt- um okkur hraða framherja okkar. Við munum leggja töluverða áherslu á að verjast til að byrja með og sjá hvort þeir verða ekki óþolinmóðir og pirraðir ef þeir ná ekki að setja á okkur mark,“ sagði Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, þegar Morgunblaðið innti hann eftir dagskipuninni í leiknum. Ómar Valdimarsson, Gunnar Þór Pétursson og framherjarnir Stein- grímur Jóhannesson og Sævar Þór Gíslason eiga við smávægileg meiðsli að stríða og sagði Aðal- steinn að það kæmi í ljós í dag hvort þeir gætu leikið. Hann átti þó frekar von á að þeir yrðu klárir í slaginn. Um styrk Moeskroen hafði Að- alsteinn þetta að segja: „Fram- herjarnir Mpenza og Zewlakov eru geysilega góðir og spil liðsins byggist að miklu leyti í kringum þá. Þeir senda boltann mikið á þá en koma svo með fjögurra manna miðlínu á fullri ferð á eftir. Við þurfum því að loka á það á sama hátt og við náðum að gera heima. Þetta er mjög sterkt lið sem við mætum en okkur langar áfram og við erum í fínu formi og klárir í slaginn.“ Aðalsteinn sagði enn fremur að það væri gjörólíkt að leika við er- lend lið heima og á útivelli. „Það er alltaf meiri stemmning í þessum liðum á heimavelli og það er þegar uppselt á leikinn,“ bætti hann við. Því má búast við að tæplega átta þúsund áhangendur Moeskroen muni styðja dyggilega við bakið á sínum mönnum á Le Canonnier- vellinum í kvöld. Aðspurður sagði Aðalsteinn völl- inn vera fyrsta flokks enda er hann talinn einn af betri völlum Belgíu í dag. „Þeir væru stoltir af flötunum á Grafarholti ef þær væru jafnsléttar og völlurinn hér,“ sagði Aðalsteinn í léttum tón en lærisveinar hans hefja leik í dag kl. 18 að íslenskum tíma. Nýtum okkur hraða fram- herjanna FYLKISMENN leika seinni leik sinn gegn belgíska liðinu Moeskroen í forkeppni UEFA-bikarsins í Belgíu í kvöld. Árbæingar komu tölu- vert á óvart í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og náðu jafntefli, 1:1, en Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, á von á að belgíska liðið verði erfiðara viðureignar á heimavelli sínum, Le Canonnier. Morgunblaðið/Sverrir Steingrímur Jóhannesson KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu: Forkeppni, 3. umferð, síðari leikir: Dynamo Kiev - Levski Sofia....................1:0 Florin Cernat 42.  Dynamo Kiev áfram, 2:0 samanlagt. Lokomotiv Moskva - Grazer AK.............3:3 Sergei Ignashevitsj 6., Vadim Evseev 32., Julio Cesar 43. - Ilco Naumoski 37., Mario Bazina 48., Rene Aufhauser 63.  Lokomotiv áfram, 5:3 samanlagt.  Stefán Gíslason var ekki í leikmannahópi Grazer AK. Legia Varsjá - Barcelona........................ 0:1 Gaizka Mendieta 67. (víti)  Barcelona áfram, 4:0 samanlagt. AEK Aþena - Apoel Nicosia ................... 1:0 Demis Nikolaidis 56.  AEK áfram, 4:2 samanlagt. Auxerre - Boavista .................................. 0:0  Auxerre áfram, 1:0 samanlagt. Basel - Celtic............................................. 2:0 Christian Gimenez 8., Hakan Yakin 22.  Jafnt, 3:3, Basel áfram á marki á útivelli. Club Brugge - Shakhtar Donetsk.......... 1:1 Nastja Ceh 75. - Andrei Vorobey 13.  Jafnt, 2:2, samanlagt. Club Brugge sigr- aði í vítaspyrnukeppni, 4:1. Sturm Graz - Maccabi Haifa................... 3:3 Eddy Bosnar 11., Imre Szabics 58., Günth- er Neukirchner 71. - Giovanni Rosso 27., Aduram Keisi 77., Walid Badir 90.  Haifa áfram, 5:3 samanlagt. Bröndby - Rosenborg.............................. 2:3 Mattias Jonson 82., Mads Jörgensen 84. - Frode Johnsen 28., 71., Harald Brattbakk 79.  Rosenborg áfram, 4:2 samanlagt. Liberec - AC Milan................................... 2:1 Miroslav Slepicka 46., David Langer 88. - Filippo Inzaghi 20.  Jafnt, 2:2, AC Milan áfram á marki á úti- velli. Newcastle - Zeljeznicar .......................... 4:0 Kieron Dyer 23., Tresor Lua-Lua 37., Hugo Viana 74., Alan Shearer 80.  Newcastle áfram, 5:0 samanlagt.  Sigurliðin fara í riðlakeppni meistara- deildarinnar en tapliðin í 1. umferð UEFA- bikarsins. England Úrvalsdeild: Aston Villa - Manch.City......................... 1:0 Darius Vassell 64. - 33.494. Leeds - Sunderland ................................. 0:1 Jason McAteer 46. - 39.929. Southampton - Chelsea........................... 1:1 Fabrice Fernandes 51. - Frank Lampard 80. - 31.208. Blackburn - Liverpool............................. 2:2 David Dunn 16., Corrado Grabbi 83. - Danny Murphy 31., John Arne Riise 77. - Everton - Birmingham............................ 1:1 David Unsworth 90. - Stern John 50. (víti). - Staða efstu liða: Arsenal 3 2 1 0 9:4 7 Liverpool 3 2 1 0 6:2 7 Tottenham 3 2 1 0 4:2 7 Leeds 3 2 0 1 6:2 6 Chelsea 3 1 2 0 6:5 5 Everton 3 1 2 0 4:3 5 Blackburn 3 1 2 0 3:2 5 Fulham 2 1 1 0 6:3 4 1. deild: Nottingham Forest - Wimbledon ........... 2:0 Noregur Bikarkeppnin, 8 liða úrslit: Aalesund - Tromsö ....................................2:0 Odd Grenland - Strömsgodset ................ 4:3  Vålerenga og Viking mætast í kvöld en Lyn og Stabæk 11. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.