Morgunblaðið - 29.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.2002, Blaðsíða 4
 PAUL Scholes miðvallarleikmaður Manchester Utd meiddist á ökkla í Evrópuleik United á Old Trafford í fyrrakvöld og er reiknað með að hann leiki ekki næstu tvær vikur.  GUÐNI Bergsson og félagar hans í Bolton fengu liðsstyrk í gær en fram- herjinn Chris Armstrong, sem verið hefur á mála hjá Tottenham, gekk í raðir Bolton-liðsins og freista þess að skerpa á sóknarleik liðsins.  UMBOÐSMAÐUR Finnanns Jari Litmanens sagði í gær að Litmanen mundi ekki yfirgefa Liverpool áður en fresturinn til að skipta um félag rennur út á laugardaginn en forráða- menn Liverpool gáfu honum leyfi til að ræða við tyrkneska liðið Galatas- aray. Umsboðsmaðurinn sagði að Litmanen ætlaði að þrauka hjá Liv- erpool og freista þess að komast að hjá Gerard Houllier.  ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, segir að ekkert verði af því að franski bak- vörðurinn Julien Escude gangi í raðir United. Upp úr viðræðum slitnaði á milli United og Rennes, sem Escude leikur með, og lét Ferguson hafa eftir sér í gær að ekkert yrði af kaupunum sem væri honum vonbrigði.  VIÐAR Olsen og áhöfn hans á Sæ- stjörnunni varð um síðustu helgi Ís- landsmeistari í siglingum kjölbáta. Páll Hreinsson og áhöfnin á Sigur- borgu varð í öðru sæti en Baldvin Björgvinsson og félagar á seglskút- unni Besta höfnuðu í þriðja sæti.  SVEINBJÖRN Kristinsson vann öruggan sigur í hinu árlega Hvammsvíkurmaraþoni Kajak- klúbbsins, en í því er róið frá Reykja- vík og upp í Hvammsvík í Kjós. Sveinbjörn var 4 klst, 42 mín. og 54 sek. á leiðinni. Annar varð Baldur Pétursson og Guðmundur Breiðdal kom þriðji í mark.  IAN Thorpe sundstjarna frá Ástr- alíu hefur verið sigursæll á Kyrra- hafsleikunum sem staðið hafa yfir í Yokohama í Japan undanfarna daga. Thorpe vann í gær sín fimmtu gull- verðlaun þegar hann sigraði í 100 metra skriðsundi. Sigurtími Thorpes í 100 metra skriðsundinu í morgun var 48,84 sek., landi hans Ashley Callus varð annar á 49,26 sek. og Bandaríkjamaðurinn Nate Dudin hafnaði í þriðja sæti á 49,47 sek. FÓLK Samkvæmt frétt norska dag-blaðsins Dagsavisen er unnið hörðum höndum hjá ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækinu Price- waterhouseCoopers við að bjarga einu úrvalsdeildarfélagi frá gjald- þroti en hvorki talsmenn fyrirtæk- isins né enska knattspyrnusam- bandsins hafa staðfest þessa frétt. Samkvæmt heimild enska blaðsins Mail on Sunday er um að ræða Lundúnaliðið Chelsea, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með. Fjögur lið sem leika í fyrstu deild hafa einnig óskað eftir aðstoð til þess að rétta skútuna við, en liðin eiga það öll sameiginlegt að geta ekki greitt laun leikmanna og greitt niður skuldir á sama tíma. Skuld- irnar hafa því setið á hakanum og nú vilja lánardrottnar fá sinn hlut. Eitt þessara liða er Leicester og hin sem nefnd eru til sögunnar eru Cov- entry, Bradford og Ipswich. Chelsea er illa statt fjárhagslega og á síðasta ári nam tap félagsins um 1.800 milljónum króna. Auk þess þurfa eigendur liðsins að standa í skilum á láni sem nemur um 16,5 milljörðum króna fyrir árslok 2007. Það er þekkt innan knattspyrnu- heimsins að félagið hefur enn ekki greitt spænska liðinu Barcelona fyr- ir kaupin á Boudewijn Zenden og Emmanuel Petit, en þeir voru „keyptir“ fyrir rúmlega 820 millj- ónir króna. Fyrirtækið sem sá um að fjármagna þær fjárfestingar sem Chelsea hefur ráðist í á undanförn- um árum vill fá 1.100 milljónir í sinn hlut á næstu fjórum mánuðum í formi vaxtagreiðslna og forráða- menn fyrirtækisins vilja nú fá gerð upp sín mál eftir að Chelsea fékk frest til þess að greiða afborgun af lánunum í sumar, en um var að ræða um 800 milljónir króna. Að undan- förnu hefur verið mikið rætt um að Jimmy Floyd Hasselbaink væri á leið til Barcelona til þess að grynnka á skuldum liðsins og til þess að gera upp skuld Chelsea við spænska liðið. Sultarólin hefur verið hert hjá Leicester sem féll úr úrvalsdeild í vor. Í fyrra fékk liðið um 3,3 millj- arða ísl. kr. í sinn hlut vegna sjón- varpstekna en á þessu tímabili fær það aðeins um 120 milljónir króna í sjónvarpstekjur. Gjaldþrot ITV sjónvarpsstöðvarinnar vegur þungt í þessum efnum og hafa forráða- menn Leicester því selt leikmenn fyrir um 1.800 milljónir króna til að forðast gjaldþrot. Sala leikmanna er hinsvegar ekki örugg tekjulind því gríðarlegt framboð er á atvinnulaus- um knattspyrnumönnum á Bret- landseyjum þessa dagana, en eins og áður er getið eru rúmlega 400 samningslausir þessa dagana. MIKIÐ hefur verið rætt og skrifað um niðursveifluna sem á sér stað í knattspyrnuhagkerfinu á enskri grund þessa dagana. Fimm sögu- fræg félög í tveimur efstu deildum ensku deildarkeppninnar róa nú öllum árum til að forðast gjaldþrot en á sama tíma eru 437 enskir knattspyrnumenn án atvinnu. Þessi fjöldi gæti mannað 40 knatt- spyrnulið. Reuters Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, og Marcel Des- ailly, leikmaður félagsins, eiga ekki sjö dagana sæla ef marka má fregnir af bágri stöðu félagsins um þessar mundir. Chelsea í skuldafeni Það fer ekki eins mikið fyrirheimsmeistarakeppninni í körfuknattleik og HM í knattspyrnu sem fram fór í sumar en í dag hefst HM í körfuknattleik í Indianapolis í Bandaríkjunum og berjast 16 lið um titilinn. Bandaríkin eru að sjálfsögðu sig- urstranglegasta þjóðin en liðið er skipað atvinnumönnum úr NBA- deildinni en þó ekki allra skærustu stjörnum deildarinnar. Forráðamenn bandaríska liðsins vildu stilla upp sínu sterkasta liði en þegar á reyndi var áhuginn takmarkaður hjá mörg- um þeirra sem leitað var til. Tracy McGrady, Kevin Garnett, Vince Carter, Shaquille O’Neal, Jas- on Kidd, Tim Duncan, Chris Webber og Ray Allen gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla eða anna. Keppt er í fjórum riðlum og er C- riðilinn athyglisverður þar sem Kína, Þýskaland og Alsír leika auk heima- manna. Í liði Þjóðverja ber mest á Dirk Nowitzki sem leikur með Dallas Mav- ericks en hann er sá eini úr þeirra röðum sem leikur vestanhafs. Flestra augu munu samt sem áður beinast að hinum 2,26 metra háa mið- herja kínverska landsliðsins, Yao Ming, en hann er 22 ára gamall og var valinn fyrstur allra af Houston Rock- ets í nýliðavalinu í vor. Júgóslavar leika í A-riðli en í þeirra liði ber mest á skyttu NBA-liðsins Sacramento Kings, Predrag Stojako- vic. Spánverjar eru einnig í A-riðli og í þeirra liði er nýliði árins í NBA deildinni, Pau Gasol, leikmaður Van- couver Grizzlies. Tyrkir verða án efa sigurstrang- legir í B-riðli þar sem bakvörðurinn Hidayet Türkoglu verður allt í öllu hjá liðinu en hann leikur með Sacra- mento Kings. D-riðilinn er óskrifað blað en þar verða Rússar án efa sterkir en eins og oftar á stórmótum í körfuknattleik er aðeins spurt að því hvaða lið geta veitt Bandaríkjamönnum verðuga keppni. Bandaríkin sigurstrangleg                  ! " ! # $%  #     '  % ( %  )  *         +,-./0112                  03+,-- 43+,-- --+,-.+       !          " #$ % !         ! "&    ' ' ' '       ()*+ ) ,   -         .(*'/0.  12'$3(  /0.'14  $3('.(*  /0.'$3(  14'.(*  3+,--        506' 78  .*6'*/8  78'.*6  */8'506  506'.*6  */8' 78  53+,--         689'(48  *(:';6  ;6'689  (48'*(:  689'*(:  ;6'(48  63+,-- ! #                .3+,--  5*6'81*  *6:'5*6  81*'94:  5*6'94:  *6:'81*  94:'*6:      Hjalti í raðir Vals- manna ALLAR líkur eru á að Hjalti Pálmason, fyrirliði Víkings í handknattleik, gangi til liðs við Val og leiki með þeim á komandi leiktíð. Hjalti hefur æft með Hlíðarendaliðinu að undanförnu og hafa Vals- menn gert honum tilboð sem hann er að skoða. Hjalti leikur í stöðu miðju- manns og skyttu og komi hann til Vals, eins og flest stefnir í, verður hann ann- ar leikmaðurinn sem Val- ur fær frá Víkingum. Hinn er Þröstur Helgason, sem lítið lék með á síðustu leik- tíð vegna meiðsla. Valsmenn þurftu að horfa á eftir tveimur leik- mönnum sem léku með lið- inu á síðustu leiktíð. Sigfús Sigurðsson fór til Magde- burg og Einar Gunnarsson er fluttur út á land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.