Morgunblaðið - 29.08.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.08.2002, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002 C 3 n “ l - ján nu Ólafur Þórðarson hefur valið ung-mennalandslið skipað leik- mönnum 21 árs og yngri sem mætir Ungverjum í æfingaleik á Vilhjálms- velli á Egilsstöðum 7. september næstkomandi. Fimm atvinnumenn eru í hópnum að þessu sinni en þeir voru átta í leiknum gegn Frökkum á dögunum. Ellefu leikmenn hafa leik- ið í efstu deild í sumar við góðan orðstír en einn leikmaður, Ármann Smári Björnsson, hefur leikið með Val í 1. deildinni. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Ómar Jóhannsson, Keflavík, Valþór Hilmar Halldórs- son, KR, Indriði Sigurðsson, Lille- ström, Helgi Valur Daníelsson, Pet- erborough, Grétar Rafn Steinsson, ÍA, Guðmundur Viðar Mete, Malmö, Ármann Smári Björnsson, Val, Hannes Sigurðsson, Viking Stav- angri, Haraldur Guðmundsson, Keflavík, Magnús Sverrir Þorsteins- son, Keflavík, Sigmundur Kristjáns- son, Utrecht, Björn Viðar Ásbjörns- son, Fylki, Ellert Jón Björnsson, ÍA, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV, Hjálmur Dór Hjálmsson, ÍA, Jökull I. Elísabetarson, KR. Kallað á fimm atvinnumenn FÓLK  ÍSLENSKA kvennalandsliði í golfi hóf keppni á Evrópumóti einstak- linga í Svíþjóð í gær. Kristín Elsa Er- lendsdóttir og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili léku hvor um sig á 75 höggum og eru í 29.–37. sæti. Anna Lísa Jó- hannsdóttir, GR, og Nína Geirsdótt- ir, GKj, léku á 83 höggum og eru í 97.– 99. sæti, en 105 keppendur taka þátt. Þrír keppendur eru með forystu, léku á 69 höggum eða þremur undir pari.  TBR tapaði í gær 7-0 fyrir rúss- neska liðinu Lokomotiv-Record í Evrópukeppni liða í badminton en mótið er haldið í Berlín. Auk þessara liða eru í riðlinum lið frá Þýskalandi og Noregi.  ORRI Freyr Hjaltalín lék í 105 mín- útur með Tromsö í gær þegar lið hans tapaði, 2:0, í framlengdum leik gegn Aalesund í átta liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Orra var skipt af velli í upphafi síðari hálf- leiks framlengingarinnar.  NEIL McGowan, skoski knatt- spyrnumaðurinn sem hefur leikið með KA í sumar, er farinn heim til Skotlands og spilar ekki með KA í síðustu þremur umferðunum í úrvals- deildinni.  SPÆNSKA liðið Real Betis, sem Jóhannes Karl Guðjónsson leikur með, gekk í gær frá sex ára samningi við miðvallarleikmanninn Fernando Fernandez. Fernandez kemur frá Evrópumeisturum Real Madrid, en hann hefur verið í láni hjá þriðja spænska liðinu, Valladolid, síðastliðin tvö keppnistímabil. Talið er að Betis hafi greitt um 250 milljónir fyrir Fernandez, sem er 23 ára, en hann er álitinn einn af efnilegustu leikmönn- um Spánar og skoraði 15 mörk á síð- ustu leiktíð með Valladolid.  WBA, lið Lárusar Orra Sigurðs- sonar, styrkti leikmannahóp sinn fyr- ir átökin í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið gekk frá kaupum á velska miðvallarleikmanninum Jason Koum- as frá Bítlaborgarliðinu Tranmere Rovers. WBA greiðir um 160 milljónir króna nú fyrir Koumas og annað eins eftir ár auk þess sem liðið þarf að reiða fram 33 milljónir þegar leik- maðurinn hefur spilað 75 leiki fyrir félagið. Þorlákur Árnason, þjálfari 1.deildarliðs Vals í knattspyrnu, glímir við mikla manneklu þessa dag- ana og ljóst er að hann verður að kalla á marga leikmenn í 2. flokki inn í leikmannahópinn fyrir síðustu þrjá leiki liðsins í deildinni. Hvorki fleiri né færri en sjö leik- menn sem að jafnaði hafa verið í byrjunarliði Valsmanna eru frá vegna ýmissa ástæðna. Guðni Rúnar Helgason og Ármann Smári Björns- son hafa verið leigðir til félaga í norsku úrvalsdeildinni, Sigurður Sæ- berg Þorsteinsson og Stefán Helgi Jónsson eru farnir til náms erlendis og Arnór Gunnarsson, Hjörvar Haf- liðason markvörður og Benedikt Hinriksson eru frá vegna meiðsla. „Ég þarf líkast til að fá sjö leik- menn úr 2. flokki inn í hópinn í loka- baráttuna og hver veit nema ég þurfi að taka fram skóna. Við hefðum eðli- lega ekki látið Guðna Rúnar og Ár- mann Smára fara frá okkur nema vegna þess að við erum búnir að tryggja okkur sigur í deildinni og eins kemur þetta félaginu vel fjár- hagslega,“ sagði Þorlákur við Morg- unblaðið en lærisveinar hans, sem eru fyrir löngu búnir að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu á næsta ári, sækja Hauka heim annað kvöld í 1. deildinni. Mannekla hjá Völsurum Fyrir leik Sunderland og Leedshafði fyrrnefnda liðinu ekki tekist að skora á leiktíðinni en Leeds hafði hins vegar skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum sín- um. Það var hins vegar írski lands- liðsmaðurinn Jason McAteer sem skoraði eina mark leiksins fyrir Sunderland þegar hálf mínúta var liðin af síðari hálfleik og þrátt fyrir harða hríð að marki Sunderland tókst framherjum Leeds ekki að koma boltanum í netið. Niðurstað- an varð því sögulegur sigur hjá Sunderland og Peter Reid, knatt- spyrnustjóri liðsins, gat andað létt- ar. Aston Villa vann Manchester City með sömu markatölu, 1:0, en líkt og Sunderland skoraði Birm- ingham-liðið sitt fyrsta mark á leik- tíðinni í gær. Þar var að verki enski landsliðsmiðherjinn Darius Vassell. Á Ewood Park í Blackburn kom David Dunn Blackburn Rovers yfir gegn Liverpool á 15. mínútu, en þetta var fyrsta markið sem Liver- pool fær á sig á leiktíðinni. Danny Murphy kom fram hefndum fyrir Liverpool stundarfjórðungi síðar þegar hann varð fyrstur til að skora fram hjá Brad Friedel á keppnistímabilinu. Fjórtán mínút- um fyrir leikslok skoraði John Arne Riise svo fyrir Liverpool en Ítalinn Corrado Grabbi sá hins veg- ar til þess að liðin skildu jöfn þegar hann jafnaði fyrir Blackburn sex mínútum síðar, en hann var nýkom- inn inn á. Með jafnteflinu fór Liver- pool engu að síður upp í annað sæti deildarinnar, en liðið er með sjö stig eins og Arsenal sem er efst. Eiður Smári Guðjohnsen lék síð- ari hálfleikinn með Chelsea gegn Southampton og fékk nokkur mjög góð marktækifæri en fór illa með þau öll. Liðin skildu jöfn, 1:1, og jafnaði Frank Lampard metin fyrir Chelsea tíu mínútum fyrir leikslok en Southampton hafði komist yfir á 52. mínútu með marki Fabrice Fernandes, en þetta var fyrsta mark liðsins á leiktíðinni. Á Goodison Park í Liverpool bjargaði David Unsworth stigi fyr- ir Everton gegn nýliðum Birming- ham, en hvort lið skoraði eitt mark. Stern John kom Birmingham yfir á 49. mínútu með marki úr víta- spyrnu sem dæmd var þegar Alan Stubbs brá John en Stubbs var sendur af leikvelli í kjölfarið. Ein- um leikmanni færri tókst Everton engu að síður að jafna en mark Unsworths kom á 90. mínútu. Reuters Stephen Wright hjá Sunderland sækir hér að Nick Barmby, leikmanni Leeds, en þeir léku um tíma saman með Liverpool. SUNDERLAND vann sinn fyrst sigur í ensku úrvalsdeildinni og Leeds tapaði sínum fyrsta leik þegar liðin mættust á Elland Road í gærkvöldi. Lokatölur urðu 1:0, en þetta var í fyrsta sinn í 41 ár sem Sunderland sigrar á Elland Road. Aston Villa vann einnig sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði Manchester City í Birmingham og í Black- burn mátti Liverpool sætta sig við jafntefli. Sögulegur sigur Sunderland Skráning er hafin í utandeild Keilusambands Íslands Leikið verður einu sinni í mánuði frá sept. 2002 til maí 2003. Utandeildin er tilvalið tækifæri fyrir fyrirtækjahópa og klúbba til að hittast einu sinni í mánuði og taka þátt í skemmtilegri keilukeppni. Skráningargjald er 7.500 kr. Nánari upplýsingar gefur Ásgrímur, aki@keila.is og einnig eru upplýsingar um mótið á www.keila.is Utandeild KLÍ 2002 ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.