Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 1
2002  FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A GLUGGAÐ Í UMDEILDA ÆVISÖGU ROY KEANE /C2,C3 Ríkharður Daðason, landsliðsmað-ur í knattspyrnu og leikmaður Lilleström í Noregi, er ekki alvarlega meiddur á hné eins og óttast var. Rík- harður, sem missti af síðasta leik Lilleström og hefur að mestu verið frá æfingum í tvær vikur, fékk nið- urstöður úr myndatökum í gær og í ljós kom að hnéð hafði ekki skaddast. „Það sást mar á beini við hnés- bótina, sem veldur sársauka, og það gæti tekið 6–8 vikur að jafna sig til fulls en ég ætti samt að geta byrjað að æfa af krafti eftir nokkra daga. Ég geri þó ráð fyrir því að missa af leik Lilleström við Stabæk um helgina en ætti að komast í gang fljótlega eftir það. En þótt það sé jákvætt að hnéð skuli vera í lagi er slæmt að missa svona úr þegar stutt er eftir af mótinu hér í Noregi og mikilvægir landsleikir framundan. Ég verð að meta það fljótlega hvort rétt sé að ég gefi kost á mér í landsleikina,“ sagði Ríkharður við Morgunblaðið í gær. Ríkharður kom til liðs við Lille- ström síðsumars frá Stoke City og hefur skorað 4 mörk í 7 leikjum með liðinu í norsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði sitt 13. og 14. mark fyrir landslið Íslands gegn Andorra í síð- asta mánuði og er í 2.–3. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi. Meiðsli Ríkharðs ekki alvarleg BREIÐABLIK tapaði fyrir Bobruichanka frá Hvíta-Rússlandi, 3:2, í fyrsta leik sínum í riðla- keppni kvenna í UEFA-keppninni í knattspyrnu í gær. Blikarnir leika í 6. riðli sem leikinn er í Hvíta-Rússlandi ásamt heimaliðinu Bobruich- anka, Fortuna Hjörring frá Danmörku og FC Codru Anenil Noi frá Moldavíu. Breiðablik náði tvívegis forystu í leiknum en þær Margrét Ólafsdóttir og Hildur Sævars- dóttir skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Staðan var jöfn, 2:2, í leikhléi en Hvít-Rússarnir tryggðu sér sigurinn í upphafi síðari hálfleiks. Blikarnir sóttu nokkuð stíft það sem eftir lifði leiks en allt kom fyrir ekki. Breiðabliksliðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik en Hjördís Þorsteinsdóttir, lykilmaður í vörninni, varð fyrir því óláni að misstíga sig og gat ekki leikið. Á morgun mætir Breiðablik liði Fortuna Hjörring sem vann Codru, 5:0, í gær. Naumt tap Blikanna í Hvíta-Rússlandi Bjarni lagði upp mark STOKE City lyfti sér upp í 13. sæti ensku 1. deild- arinnar í knattspyrnu í gær- kvöld með jafntefli á heima- velli, 2:2, gegn Nottingham Forest. Sergei Shtaniuk og Mark Goodfellow skoruðu mörkin fyrir Stoke. Bjarni Guðjónsson lék allan leikinn og lagði upp enn eitt markið fyrir lið sitt en Goodfellow jafnaði, 2:2, eftir fyrirgjöf frá Bjarna. Pétur Marteinsson kom inn í leikmannahóp Stoke fyrir Brynjar Björn Gunnarsson, sem hóf afplánun þriggja leikja banns, en Pétur kom ekki við sögu í leiknum. Flest bendir til þess að Borgnes-ingar muni gefa KKÍ jákvætt svar en það liggur ekki fyrir fyrr en í kvöld. Ólafur Helgason, for- maður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, sagði við Morgun- blaðið í gærkvöld að ákvörðunin væri stór og að mörgu að hyggja. „Allar okkar ráðstafanir fyrir tímabilið, val á leikmönnum og fjárhagsáætlanir, miðuðust við að við yrðum í 1. deildinni í vetur. Þetta erum við að endurskoða frá grunni og þurftum meiri tíma til að komast að niðurstöðu,“ sagði Ólafur. Í fréttatilkynningu sem Ísfirð- ingar sendu frá sér í gærkvöld segir meðal annars: „Eftir að hafa fundað með stjórn og leikmönnum þá varð niðurstað- an sú að KFÍ ætlar sér að standa við þá langtímaáætlun sem félagið setti á sínum tíma og halda sæti okkar í 1. deild í vetur. Unglinga- starfið er að skila sér og áhuginn er mjög mikill hér á Vestfjörðum. Það er ætlun okkar að halda þess- ari útbreiðslu- og uppbyggingar- starfsemi áfram, og koma góðum tökum á fjármálin í leiðinni. KFÍ hefur verið í aðhaldsað- gerðum og tekist að ná niður skuldum félagsins eftir ýmsar erf- iðar raunir í gegnum árin. Við telj- um það heillavænlegt fyrir félagið og bæjarfélagið í heild sinni að ná góðum tökum á fjármálum félags- ins og koma sterkir til leiks í efstu deild þegar við erum tilbúnir til þess.“ Mótanefndin kemur saman í hádeginu Pétur Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKÍ, sagði að ef- laust biði mótanefnd sambandsins til kvölds eftir niðurstöðu frá Skallagrími. „Nefndin mun hins- vegar koma saman í hádeginu og ræða stöðuna,“ sagði Pétur við Morgunblaðið í gærkvöld. Vegna mögulegs brotthvarfs Skallagríms eða KFÍ úr 1. deild- inni var þess farið á leit við Ak- urnesinga að taka sæti þar á ný, en ÍA féll í 2. deild í vor. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er ólíklegt að Skagamenn þiggi boðið og því óvíst að tíunda lið finnist í 1. deildina ef Skallagrímur þiggur úrvalsdeildarsætið. KFÍ afþakkar úr- valsdeildarsæti KÖRFUKNATTLEIKSFÉLAG Ísafjarðar sækist ekki eftir sæti í úr- valsdeildinni í körfuknattleik, sem er laust í kjölfar þess að Þór frá Akureyri ákvað að leika ekki í deildinni í vetur. Forráðamenn Skalla- gríms úr Borgarnesi tóku sér hinsvegar sólarhrings frest í gærkvöld til að ákveða hvort þeir gæfu kost á sér í úrvalsdeildina. KKÍ hafði samband við bæði félög og bað þau að taka afstöðu til þess hvort þau myndu þiggja sæti í úrvalsdeildinni. Norska knattspyrnuliðið Lille-ström hefur boðið Emil Hall- freðssyni, 18 ára leikmanni úrvals- deildarliðs FH, að koma til félagsins til reynslu. Emil er í 19 ára landsliðinu sem leikur vináttu- leik á móti Norðmönnum í Osló 2. október og eftir þann leik heldur hann til Lilleström. Hjá Lilleström hittir Emil fyrir Loga Ólafsson, fyrrverandi þjálf- ara FH, sem er aðstoðarþjálfari norska liðsins, og þá leika með lið- inu fjórir Íslendingar – Ríkharður Daðason, Indriði Sigurðsson, Gylfi Einarsson og Davíð Þór Viðarsson. Logi, sem á eitt ár eftir af samn- ingi sínum við Lilleström, sagði í samtali við Morgunblaðið að Emil yrði hjá Lilleström í allt að hálfan mánuð og eftir það ætti að koma í ljós hvert framhaldið yrði en hann sagði að Lilleström væri að leita að leikmanni í stöðu vinstri kant- manns en það er einmitt staðan sem Emil spilar. Emil kom við sögu í fimm leikj- um FH í úrvalsdeildinni í sumar og skoraði tvö mörk – bæði á móti Grindvíkingum. Emil fer til Lilleström Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, skorar fyrir lið sitt gegn Stjörnunni í 1. deildinni í gærkvöld án þess að Amela Hegic fái rönd við reist. ÍBV lagði Garðbæinga í hörkuleik, 24:23. Sjá nánar C4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.