Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 12
12 ∼ Lesbók Handritasýning 2002 Morgunblaðið F riðrik 4. Danakonungur skipaði Árna Magnússon (1663–1730 ) prófessor í dönskum fornfræðum við Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1701. Áratug- inn á eftir dvaldi Árni að mestu á Íslandi vegna jarðabókarvinnu með Páli Vídalín, en hélt síðan til Danmerkur eins og Sigurgeir Stein- grímsson greinir m.a. frá í ritgerð sinni um Árna. „Meðan Árni dvaldist á Íslandi vegna jarðabókarvinnunnar hafði hann aðsetur sitt í Skálholti í skjóli vinar síns, Jóns Vídalíns biskups. Árni hafði tekið með sér til Íslands mestallt handritasafn sitt og gáfust honum margar stundir yfir vetrartímann til vinnu við það, bréfaskrifta og eftirgrennslunar um allt land í leit að fornum bókum og skjölum. Í erindisbréfi þeirra Árna og Páls var ákvæði sem heimilaði þeim aðgang að öll- um skjalagögnum sem í landinu voru og er ekki að efa að það ákvæði hefur verið frá Árna runnið. Árni hélt að jafnaði hjá sér skrifara í Skálholti sem voru sístarfandi að eftirritun skjala og bóka sem hann fékk léð víða að af landinu. Á ferðalögum sínum um landið á þessum árum gat hann heimsótt bændur sem hann vissi eða hafði grun um að ættu bækur eða bókaslitrur. Þannig leit- aði Árni uppi og bjargaði mörgum blað- sneplinum sem að áliti eigendanna var einskis nýtt rusl og hefði ella farið for- görðum. Vestan úr Dýrafirði fékk Árni til dæmis tvö blöð úr handriti sem skrifað hafði verið og myndskreytt um 1200 og á var brot af íslenskri 12. aldar þýðingu á grísku nátt- úrufræðiriti, Fysíólógus. Þarna vestra höfðu blöðin verið götuð og notuð í mjölsikti. Hefðu þau varla enst lengi í því hlutverki. Nú eru blöðin meðal helstu dýrgripa Árna- safns.“ Árni fór til Kaupmannahafnar árið 1713 og tók upp fyrri störf sem hans höfðu beðið meðan hann var á Íslandi en árið 1728 urðu mikil straumhvörf í lífi hans. Bruninn 1728 „Að kvöldi miðvikudagsins 20. október kom upp eldur í húsi úti við Vesturport, og varð það upphafið að miklum bruna sem geisaði fram á laugardagsnóttina og lagði stóran hluta borgarinnar í rúst, þar á meðal háskólahverfið allt og bústaði prófessoranna sem þar voru í næsta nágrenni, nokkrar helstu kirkjur borgarinnar, þar á meðal Frú- arkirkjuna og Þrenningarkirkjuna og þar með háskólabókasafnið sem var á lofti hennar, auk hundraða annarra húsa.“ „Þeg- ar Árni frétti á fimmtudagsmorgun að turn- spíra Frúarkirkju væri fallin og ljóst var að eldurinn yrði ekki haminn hófst hann handa við að bjarga bókasafni sínu með aðstoð þjónustufólks síns og tveggja Íslendinga, Jóns Ólafssonar og Finns Jónssonar síðar biskups sem þá var við nám í Höfn. Hlóðu þau bókum og húsgögnum á vagn og áður en yfir lauk tókst vagnekli Árna, að brjótast í gegnum mannþröngina á götunum með 3–4 vagnhlöss niður á Hallandsás að húsi Hans Beckers timburkaupmanns sem verið hafði skrifari Árna meðan á jarðabókargerðinni á Íslandi stóð og nokkur ár á eftir og skaut nú skjólshúsi yfir þennan gamla húsbónda sinn. Síðustu dagar Árna Magnússonar Tjónið á handritasafni Árna verður aldrei að fullu upplýst. Árni gaf sér aldrei tíma til þess að gera tæmandi skrár yfir handrit sín, skjöl og bækur meðan hann var og hét og er því ýmislegt óljóst um bókaeign hans fyrir brunann. Þann skamma tíma sem hann átti eftir ólifaðan bjó hann við þröngan húsakost og gat aldrei komið safni sínu þannig fyrir að hann fengi yfirsýn yfir það sem hafði bjargast. Hann áleit því tjónið hafa orðið meira en síðari tíma athuganir benda til að það hafi verið. Víkur hann að því víða í þeim bréfum sem hann skrifaði heim til Ís- lands árið eftir brunann. Í einu þeirra segir Árni að hann hafi að sönnu getað bjargað flestum sínum sögubókum og er nú talið víst að elsti og dýrmætasti kjarni safnsins, skinnbækurnar fornu, hafi sloppið og aðeins örfáar þeirra orðið eldinum að bráð.“ Handritasafnarinn Árni Magnússon Árni Magnússon (1663-1730). eitt hið glæsilegasta með fagurlega lýstum upphafsstöfum og margs konar flúri. Skrifararnir voru prestar tveir, Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson, en Magnús skreytti einnig bókina.“ Menning í blóma hjá ýmsum höfðingjaættum Vésteinn segir ennfremur að þegar á tólftu öld hafi menning staðið í blóma hjá ýmsum höfðingjaættum, svo sem Oddaverjum og Haukdælum. „Á þrett- ándu öld bættust Sturlungar í hóp þeirra sem höfðu ritlistina fullkomlega á valdi sínu þegar Snorri Sturluson settist að í Borgarfirði þjálfaður til bókar í Odda. Um þessar mundir taka veraldlegir höfðingjar til að rita eða láta rita sögur af forfeðrum sínum, frásagnir sem fljótt á litið eru harla ólíkar kristi- legum bókmenntum. Þær hafa síðar hlotið heitið Íslendingasögur, einkum þær sögur sem segja frá lífi fólks á tímabilinu frá landnámi og fram undir miðja elleftu öld. Um svipað leyti var raunar einnig farið að setja saman sög- ur af nýliðnum atburðum, og var slíkum sögum safnað saman í Sturlunga sögu skömmu eftir aldamótin 1300. Upphaf þessara veraldlegu sagna er að nokkru leyti þoku hulið, sumar eru nátengdar sögum af konungum, aðrar öldungis óháðar þeim. Íslendingabók og Landnámabók sýna að margs konar fróðleikur um menn og viðburði var skráður eftir minni fólks á tólftu öld, en samfelldar sögur af ævi og átökum bænda og bændahöfðingja hafa varla ver- ið samdar fyrr en komið var fram yfir 1200, og er þá hægt að hugsa sér að bæði konungasögur og biskupasögur hafi verið fyrirmyndir, jafnvel einnig þýddar riddarasögur og ævisögur helgra manna. Elstu handrit Íslend- ingasagna eru öll glötuð og ekki til nema fáein brot sem ætla má að séu frá því fyrir 1300. Það eru brot úr Egils sögu og Laxdæla sögu. Frá því um alda- mótin 1300 er til brot úr Eyrbyggja sögu, nokkur brot úr Njáls sögu og elstu heillegu handrit hennar. Frá fjórtándu öld eru til mörg handrit og hand- ritabrot með Íslendingasögum. Mest þeirra og merkast er Möðruvallabók, AM 132 fol, rituð nálægt miðri öldinni, en þar eru 11 Íslendingasögur: Njáls saga, Egils saga, Finnboga saga, Bandamanna saga, Kormáks saga, Víga- Glúms saga, Droplaugarsona saga, Ölkofra saga, Hallfreðar saga, Laxdæla saga og Fóstbræðra saga. Allmikið vantar í sumar þeirra af því að blöð hafa glatast úr handritinu. Í Íslendingasögum eða þeim handritum sem geyma þær er aldrei orð að finna um höfundinn eða tilurð þessara verka, og þegar varðveislan er eins og raun ber vitni má nærri geta að torvelt er að gera nákvæma grein fyrir aldri þeirra eða hvenær ritun slíkra sagna hófst. Skoðanir hafa verið skiptar, en nú er yfirleitt talið að ritun Íslendingasagna hafi átt upphaf sitt á öndverðri þrettándu öld og meiri hluti þeirra hafi verið ritaður fyrir 1300, en þó séu margar sem ekki hafi verið ritaðar fyrr en á fjórtándu öld, einhverjar jafnvel enn síðar. Íslendingasögur eru skrifaðar eins og sagnfræði. Fólk er kynnt til sögu, gerð grein fyrir ætterni þess og bústöðum og hvenær það var á dögum, stund- um eru ættir raktar niður til tólftu eða þrettándu aldar. Hvert er sannleiks- gildi slíkra frásagna og hvernig er háttað tengslum þeirra við það líf sem lifað var í landinu frá landnámi til ritunartímans? Um þetta hefur löngum verið deilt. Sögurnar eru svo vel sagðar að lesanda finnst eðlilegt að trúa hverju orði, og það gerðu Íslendingar um aldir, en fræðimenn tóku þó snemma að efast um að þetta væru sannar sögur. Langfyrstur til að orða þær efasemdir var Árni Magnússon sem fannst að í sögunum væri margt aukið og ósatt og Íslendingar heimskulega hafnir til skýjanna, en blygðunarlausastur allra hefði höfundur Njálu verið. Svo gagnrýnin afstaða var þó fjarlæg flestum sem til sagnanna þekktu. Á nítjándu öld mótuðust hugmyndir um að sögurnar hefðu orðið til á manna vörum fljótlega eftir að atburðir gerðust og síðan varð- veist með litlum breytingum mann fram af manni uns þær voru skráðar. Rannsóknir á varðveislu þjóðsagna leiddu síðar í ljós að litlar líkur voru til að svo langar sögur hefðu nokkurn tíma orðið til eða varðveist með þessum hætti, og smám saman hefur sú skoðun orðið ofan á að sögurnar séu mótaðar af rithöfundum sem settu þær saman og bundu í orð, en sóttu bæði efnivið og fyrirmynd að frásagnarstíl sínum til sögumanna sem sögðu sögur um forn minni. Rætur í munnlegri geymd eru þó engin trygging fyrir sannfræði því að sögumenn breyta sögum sínum bæði viljandi og óviljandi, steypa saman og skapa nýtt. Fyrirmynd að forminu sjálfu, hinni löngu sögu sem einatt hefst við landnám eða segir frá aðdraganda þess og rekur síðan átök og örlög einn- ar kynslóðar eða fleiri þangað til meginátökum er lokið, hlýtur að vera skráð- ar sögur, ævisögur konunga eða kirkjuhöfðingja og helgra manna. Til slíkra bókmennta gátu rithöfundar einnig sótt margvíslegt efni til að auðga það sem fengið var úr munnlegri geymd. Egils saga Skallagrímssonar hlýtur að vera með elstu Íslendingasögum, og því hefur jafnvel verið varpað fram að hún kunni að vera elst þeirra allra. Svo mikið er víst að eitt af varðveittum handritsbrotum, AM 162 A ϑ fol, er talið ritað um 1250, og tvö blöð önnur eru til talin rituð á síðari hluta þrettándu aldar og um 1300. Flestir fræðimenn eru sammála um að Snorri Sturluson hafi sett söguna saman, en þá getur hún ekki verið yngri en frá árinu 1241 þegar Snorri var tekinn af lífi. Heillegasti og besti miðaldatexti Egils sögu er í Möðruvallabók og þar vantar þó tvö blöð í söguna. Sagan er einnig skrifuð á aðra skinnbók frá því um miðbik fjórtándu aldar, sem varðveitt er í Wolfen- büttel í Þýskalandi, en í hana vantar allmörg blöð. Þá er sagan til í papp- írshandriti frá sautjándu öld, svo kallaðri Ketilsbók, sem kennd er við skrif- arann, séra Ketil Jörundarson afa Árna Magnússonar, en hann hefur farið eftir glötuðu miðaldahandriti sem hefur verið óháð hinum tveimur. Í nokkr- um ungum pappírshandritum er einnig að finna fornlegan texta sem á rætur að rekja til glataðra miðaldagerða sögunnar, þar á meðal eru nokkur mjög ung handrit úr Eyjafirði, varðveitt í Landsbókasafni, skyld þeirri gerð sem er að finna í ϑ-brotinu. Egils saga er að því leyti skyld konungasögum að hún segir frá samskiptum við konunga og meginátök verða því á öðrum löndum, einkum Noregi og Englandi, en söguhetjan er bóndasonur, afsprengi norskr- ar ættar sem er í sífelldu andófi við norskt konungsvald. Aðalpersónan Egill er með eftirminnilegustu persónum heimsbókmenntanna: bóndi og víkingur, hirðmaður og uppreisnarmaður, harður og ósveigjanlegur ruddi en þó tilfinn- ingamaður sem ann konu og börnum heitt. Umfram allt er hann skáld, og skáldskapurinn, sem er hluti af sögu hans, er fjölbreytilegur, myndríkur og þróttmikill eins og maðurinn, en gefur tilfinningum hans dýpt og tjáir þær með áhrifaríkum hætti. Agli eru í sögunni eignuð þrjú löng kvæði, Höf- uðlausn, Sonatorrek og Arinbjarnarkviða. Öll eru þau glæsilegur skáld- skapur, en Sonatorrek jafnframt einhver máttugasti sorgaróður sem kveðinn hefur verið á íslensku. Ýmsir handritaskrifarar hafa sleppt því að skrifa kvæðin, eða þau hafa ekki verið skrifuð í heild í frumgerð sögunnar. Þannig er Sonatorrek aðeins varðveitt í Ketilsbók frá sautjándu öld, og er það eitt af kraftaverkum varðveislusögunnar að það skuli ekki vera okkur glatað.“ H ann var allra manna fríðastur, þeirra er fæðst hafa á Íslandi; hann var mikilleitur ogvel farinn í andliti, manna best eygður og ljóslitaður; mikið hár hafði hann og fagurt sem silki og féll með lokkum, mikill maður og sterkur, eftir sem verið hafði Egill, móðurfaðir hans, eða Þórólfur. Kjartan var hverjum manni betur á sig kominn, svo að allir undruðust þeir er sáu hann; betur var hann og vígur en flestir menn aðrir; vel var hann hagur og synd- ur manna best; allar íþróttir hafði hann mjög umfram aðra menn; hverjum manni var hann lítillátari og vinsæll svo að hvert barn unni honum; hann var léttúðigur og mildur af fé. ( L a x d æ l a s a g a , 2 8 . k a f l i . M ö ð r u v a l l a b ó k ) K j a r t a n Ó l a f s s o n H erjúlfur var Bárðarson Herjúlfssonar. Hann var frændi Ingólfs landnámamanns. ÞeimHerjúlfi gaf Ingólfur land á milli Vogs og Reykjaness. Herjúlfur bjó fyrst á Drep- stokki. Þorgerður hét kona hans en Bjarni son þeirra og var hinn efnilegsti maður. Hann fýstist utan þegar á unga aldri. Varð honum gott bæði til fjár og mannvirðingar og var sinn vetur hvort, utan lands eða með föður sínum. Brátt átti Bjarni skip í förum. Og hinn síð- asta vetur er hann var í Noregi þá brá Herjúlfur til Grænlandsferðar með Eiríki og brá búi sínu. Með Herjúlfi var á skipi suðureyskur maður, kristinn, sá er orti Hafgerðingadrápu. ( G r æ n l e n d i n g a s a g a , 1 . k a f l i . F l a t e y j a r b ó k ) H e r j ú l f u r B á r ð a r s o n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.