Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 5

Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 B 5 Lífsstíll barna Málþing 8. október 2002 FRÆÐSLUNEFND NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGS ÍSLANDS EFNIR TIL MÁLÞINGS á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 8. október 2002 kl. 20.00 ● Hreyfing ● Ábyrgð foreldra og skóla ● Mataræði ● Sjálfsmynd ● Líkamsdýrkun Fundarstjóri: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ Frummælendur: 1. Svava O. Ásgeirsdóttir, íþróttakennari, ÍBR 2. Kristbjörg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri „Heimilis og skóla“ 3. Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur, RÍN 4. Hugo Þórisson, sálfræðingur Umræður og fyrirspurnir. Auk frummælenda taka þátt í umræðunum: ● Alda Baldursdóttir, rannsóknarlögreglumaður í forvarnadeild LR ● Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri hjá Hreyfingu ● Una Björg Bjarnadóttir, aðstoðarskólastjóri Árbæjarskóla Allir velkomnir Aðgangseyrir 600 kr. FRÍTT FYRIR FÉLAGSMENN reiðubúnir. Þó reyndar séu til dæmi um að foreldrar verði að setja ungling á götuna til að vernda yngri systkini. Ég segi því gjarnan við foreldra að þótt allir hafi nóg að gera á Íslandi, þá felist í því tífalt minni vinna ef ungling- urinn er laus við fíkniefni að halda honum frá þeim, heldur en að sinna honum ekki og sitja svo uppi með virkan dópista á heimilinu. Því það rústar heimilinu, sálarfriði foreldranna og oft hjónaböndum.“ Með kannabis í kynfærunum Hvernig byrjaðir þú? „Ég bjó út á landi til tvítugs og var laus við eiturlyf. En þá flutti ég til Reykjavíkur og kynntist eit- urlyfjunum í gegnum tónlistina. Áður en ég byrjaði á hassi, þá var hass dóp. Ég leit þannig á félaga mína í Utangarðsmönnum. Þeir voru dópistar. Ég ætlaði aldrei að prófa með þeim og sagði nei í þrjá mánuði. Svo allt í einu sagði ég já. Eftir það varð ég einn af þeim. En þar sem ég hafði aldrei ætlað að verða dópisti, þá gátu þeir ekki verið dópistar. Ég byrjaði að selja mér þá ranghugmynd að hass væri alveg skaðlaust. Og næstu 18 ár í mínu lífi fóru í þessa baráttu. Ég hraktist á milli þess að vera í hassi, fullur eða á amfetamíni eða kókaíni. Ég upplifði þó frekar verndað umhverfi í neyslunni, því ég var ekki á götunni og ekki í af- brotum. Ég á bara sögu af mikilli neyslu fíkniefna. Ég gat alltaf haldið buxunum uppi um mig vegna þess að ég fékk peninga fyr- ir að spila. Kannski því miður – maður komst upp með alltof mikið út af því að maður var í svo fræg- um hljómsveitum.“ Hvernig skynjar þú viðhorf ung- linga til eiturlyfja? „Markaðurinn er gjörbreyttur út af þeirri almennu viðhorfsbreyt- ingu hjá þeim að hass sé ekki fíkniefni. Ef unglingur sest niður og pantar hass og pítsu, þá oft kemur hassið á undan. Þau segja að svo einfalt sé að nálgast hassið. Það þarf bara eitt SMS og þá er það komið. Við vitum líka að eitur- lyfjasalar hafa verið að dreifa e- pillunni í þéttbýlinu úti á landi, t.d. Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði. Þá hafa krakkarnir komið til lög- reglunnar og sagt: „Það var verið að gefa mér þetta. Hvað er þetta?“ Þá eru þeir kannski með e-pillu, sem jafnvel er í hylkjaformi. Þann- ig að verið er að narra krakka inn á þennan markað.“ Hefur orðið vart við aukningu í vímuefnaneyslunni? „Við erum að sjá ískyggilegar tölulegar staðreyndir, t.d. fóru 176 einstaklingar inn á Vog árið 2002, sem voru 19 ára eða yngri. Það var bara út af kannabisneyslu, sem þau réðu ekki við lengur. Þau voru dottin úr skóla og hætt í vinnu út af þessu „saklausa efni“. Kanna- bisneysla hefur þrefaldast frá 1995 til 2000. Það flæðir yfir markaðinn á sama tíma og unglingarnir halda að það sé í lagi – sem gengur eng- an veginn. Því tökum við fast á þessu í fræðslunni og bendum t.d. á að hass sé ekki vatnsuppleys- anlegt eins og náttúruleg efni heldur safnist fyrir í fiturkirtlum heilans og kynfæranna. Það finnst þeim ekki sniðugt.“ Ár hörmunga og magalendinga Hvað varð til þess að þú tókst þá ákvörðun að hætta á sínum tíma? „Ég bara klúðraði lífi mínu. Ég var farinn að reykja tíu pípur á dag og drekka tvær til þrjár kipp- ur af bjór á dag og taldi mér trú um að þetta væri bara minn lífs- stíll – ég væri bara listamaður. Svo setti barnsmóðir mín mér stólinn fyrir dyrnar og sagði mér að ann- aðhvort skildum við eða ég hætti. Ég valdi skilnaðinn, því ég gat ekki hugsað mér lífið án hassins. Þá voru 16 ár liðin síðan ég prófaði hass í fyrsta skipti. Þetta var sum- arið 1996. Svo tók mig ár að upp- götva að ég var fíflið í dæminu. Það var ár hörmunga og maga- lendinga, hörmulegrar framkomu bæði við barnsmóður og börn, sem gerði það að verkum að ég ákvað að fara í meðferð. Það er það besta sem ég hef gert í mínu lífi.“ Þannig að jafnvel þó börnin séu orðin tvítug má ekki sleppa af þeim takinu? „Foreldrar verða að sleppa af þeim takinu, en verða alltaf að vera til staðar. Og mínir foreldrar reyndu það. En þau höfðu enga innsýn í þennan heim. Þau reyndu að koma fyrir mig vitinu, en ég var búinn að kaupa hina skýringuna. Að þetta væri ekki skaðlegt og ég gæti hætt hvenær sem ég vildi – ég bara vildi það ekki. Þessu trúði ég í mörg ár.“ Nú er það ein mýtan að vímuefn- in dýpki tónlistina. „Ég hélt að með því að reykja hass, þá dýpkaði skilningurinn á tónlistinni. En það eina sem gerð- ist var að ég dópaði meira og meira. Fyrst varð ég næmari og fór að pæla meira í útsetningum. Svo hætti ég að nenna því. Hugs- aði bara um að blanda í næstu pípu og hvenær hún yrði búin.“ Nú er Bubbi félagi þinn úr Ego og Utangarðsmönnum sömuleiðis far- inn af stað með forvarnir. Hvernig líst þér á það? „Mér líst frábærlega vel á það. Við töluðum um það áður en hann byrjaði og ég samgladdist honum. Því fleiri sem tilbúnir eru að vera hreinskilnir við unglinga um svona mál – því betra. Þetta er þó vand- meðfarið og ekki sama hvernig nálgunin er. Mestu skiptir að talað sé við unglingana af heiðarleika og virðingu. Ég held að Bubbi sé þannig gerður. Hann vill láta gott af sér leiða og ég heyri vel af mál- flutningi hans látið.“ Mikið hefur að undanförnu ver-ið rætt um geðveikt fólk og kringumstæður þær sem það býr við nú um stundir. Satt best að segja virðist ástandið í þeim efnum síst betra en var fyrr á tímum. Í ævi- sögu Árna Þórarinsson- ar prests er lýst hvernig geðveikt fólk var lok- að inni og jafnvel bundið til þess að því sjálfu og samfélaginu staf- aði ekki hætta af því. Það er átak- anlegt að lesa lýsingar á aðstæðum þessa vesalings fársjúka fólks. En önnur úrræði hafði fólk því miður ekki á þeim tíma, ekki voru til lyf eða geðsjúkrahús. Eitthvað varð að gera og þetta voru einu ráðin. Í gamla bændasamfélaginu var sem sé ekki álitið vansalaust að láta fársjúkt fólk ráfa um í reiðileysi. Í dag, þegar fyrir hendi eru þjóð- arauður, lyf og fullkomin geð- sjúkrahús, er ástandið eigi að síð- ur slíkt að hinir geðsjúku eru margir hverjir í reiðileysi. Þetta býður heim hættu á að þeir vinni sjálfum sér og öðrum mein. Væri til mikils mælst við yf- irvöld að þau sæju hinum geðsjúku á Íslandi fyrir samastað? Varla viljum við fara aftur á gamla stig- ið, að binda þá á bás sem eru svo ógæfusamir að verða geðveikir. Við borgum öll skatta og þá töluvert mikla. Við sem greiðum skattana gerum ráð fyrir að hluti af þessum peningum sé notaður til þess að sjá geðveiku fólki fyrir samastað og aðhlynningu. Hvers vegna er það ekki gert í þeim mæli sem nauðsynlegt er? Menn eru að býsnast yfir því að þunglynt fólk fái geðlyf. Sífellt er verið að birta fréttir um þann kostnað sem Tryggingastofnun ber vegna þessa. Á sama tíma eru svo birtar uggvænlegar fréttir um aukningu sjálfsvíga. Það skyldi þó aldrei vera að ekki sé ávísað nóg af geðlyfjum? Það dettur fáum í hug að meina sykursjúkum að fá insúlín en hins vegar dettur ýms- um í hug að taka af þunglyndu fólki lyf sem auka serótínfram- leiðslu í líkamanum. Þeir sem ekki þjást af insúl- ínskorti hafa ekkert með insúlín að gera og sækjast ekki í það. Þeir sem sjálfir framleiða nóg serótín hafa ekkert gagn af lyfjum sem auka serótínframleiðslu. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Á að fara að grípa til ráða bændasamfélagsins? Samastaður á jörðu eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ÞRÁTT fyrir miklar tækniframfarir og háar þjóðartekjur virðist svo sem ís- lenskt samfélag sé að nálgast á ný í sumum efnum það ástand sem ríkti hér í gamla bændasamfélaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.