Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 6

Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir  Á MÁNUDAGINN hefst átak í bakaríum þar sem viðskiptavinir verða hvattir til að kaupa hollan og góðan skyndbita. Alls taka um fjörutíu bakarí, sem öll eru innan Landssambands bakarameistara, þátt í átakinu. Þetta er í þriðja skipti sem átak af þessu tagi er haldið og verða bakaríin með fjölbreytt úr- val smurbrauða og skyndirétta í boði þær tvær vik- ur sem það stendur. Jóhannes Felixson bak- arameistari segir að fyrir fimm árum hafi það verið nær óþekkt að boðið væri upp á skyndibita í bak- aríum en nú sé það orðinn snar þáttur í starfsemi þeirra. Hann sagði að hvert bakarí myndi bjóða upp á rétti eftir sínu höfði,sem hentuðu þeirra hverfi og viðskiptavinahópi. „Það má segja að markmiðið með þessu sé tvíþætt. Annars vegar að fá fólk inn í bakaríin en einnig síður er þetta tilraun til að reyna að breyta matarvenjum og fá fólk til að borða hollari og betri skyndibita,“ segir Jóhannes. Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir Skyndibiti í bakaríum ÞAU gerast ekki mikið glæsilegri kökuhlaðborðin heldur en það sem boðið er upp á á Hótel Valhöll, hver kakan annarri glæsilegri og litadýrðin stórkostleg. Klisjan um að borðin svigni undan krásunum á þar bókstaflega við. Boðið er upp á hlaðborðið alla sunnudaga frá klukkan tvö til fimm. Það kostar tólf hundruð krónur fyrir fullorðna að ráðast á borðið en fimm hundruð krónur fyrir börn yngri á aldrinum sex til tólf ára. Börn yngri en sex ára þurfa ekki að greiða fyrir kökuskammtinn sinn. Kökuhlaðborð á Þingvöllum E. Guigal Cotes du Rhone Einn besti framleiðandi Rónardalsins og raunar Frakklands er víngerðarmaðurinn Marc- el Guigal. Hann er þekktastur fyrir ofurvínin sín frá Cote Rotie nyrst í Rhone en framleiðir einn- ig einfaldari vín. Vínið Guigal Cotes du Rhone (1.390 kr.), sem nú er í reynslusölu, er eitt þeirra. Þetta rauðvín er framleitt úr þremur þrúgum, Grenache, Mourvedre og Syrah. Í nefi má geina krydd og heitan, allt að því sultu- kenndan ávöxt, krækiber og sólber. Það er létt og þægilegt í munni, hefur ágæta fyllingu, milda sýru og ávöxturinn er hreinn og tær. Bragð víns- ins er mjúkt og ávaxtadrifið en það hefur engu að síður bit, sem gerir það að góðu alhliða mat- arvíni. Reynið með lambi eða nautakjöti. Centine 1999 Toskana-vínið Centine frá Banfi er fram- leitt úr þrúgunni Sangiovese og hefur verið á markaðnum um nokkurt skeið. Það er nú í reynslusölu í hálfflöskum og kostar 790 krón- ur. Vínið hefur skarpan keim, það er kryddað og dökkt suðusúkkulaði er mjög áberandi í bæði nefi og bragði ásamt svörtum berjum. Vínið er þurrt og sýrumikið. Gott með bragð- miklum pastaréttum, s.s. bolognese. Koonunga Hill 1999 Annað vín sem hefur verið til um nokkurt skeið og er nú í reynslusölu í hálfflöskum er hið ástralska Penfold’s Koonunga Hill (880 krónur). Það ilmar af kardi- mommum og anís auk þess sem í upphafi má greina örlitla myntu sem hverfur þó fljótt. Dökkur apótekaralakkrís er áber- andi í þykku bragðinu. Vínið er dökkt, heitt með keim af ristuðum við og kaffi. Það hefur ekki verið mikið um vín í hálfflöskum hér á landi og er því ánægju- legt þegar nýjar, góðar tegundir bætast við. Almennt á við um hálfflöskur að vín- in eldast hraðar í þeim og eru því oft að einhverju leyti frábrugðin sama víninu, sem tappað hefur verið á heilar flöskur. Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n áfengis- og tóbaksverslun ríkisins w w w . a t v r . i s Nýtt í vínbúðinni – upplýsingarit um áfengistegundir í reynslusölu ÁTVR hefur gefið út fyrsta hefti af upplýsingariti um nýjar áfengistegundir sem eru í reynslusölu og á sérlista. Upplýsingaritið nefnist „Nýtt í vínbúðinni“ og liggur frammi í vínbúðum um allt land, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Í ritinu er margvíslegur fróðleikur um vín og vínmenningu. Þar á meðal má nefna grein eftir Einar Thoroddsen um vínsmökkun, en Einar verður fastur pistlahöfundur ritsins. Áætlað er að „Nýtt í vínbúðinni“ komi út sex sinnum á ári. Ritið er 28 blaðsíður. Með hverri víntegund í „Nýtt í vínbúðinni“ er getið um framleiðanda og upprunastað. Upplýsingar eru veittar um megineinkenni vínsins, verð, sykurinnihald og magn vínanda. Þá er einnig bent á þann mat sem vínið hentar einna helst með. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A TV 1 89 43 10 /2 00 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.