Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 B 9 ferðalög Kanada Skemmti- og verslunarferð til St. John’s í Kanada Ferðaskrifstofa Vestfjarðaleiðar býður ferð til St. John’s, höf- uðborgar Nýfundnalands í Kan- ada, fimmta árið í röð dagana 21.– 24. nóvember. Flogið er með leigu- flugi Atlanta að morgni fimmtudags og komið til baka á sunnudagskvöldi. Í miðborginni geta gestir upplifað sögu og arf- leifð tengda sjó- ferðum, með bogadregnum strætum þar sem eru minja- og listasöfn, sögu- frægar byggingar, lystigarðar ásamt fjölda veit- ingastaða, kráa og lítilla sérversl- ana. Verðlag er lægra en í öðrum stórborgum Kan- ada. Auk verslana í miðborginni gefst kostur á að fara í versl- unarmiðstöðvar, en gjarnan eru sértilboð í tilefni komu Íslending- anna. Hægt verður að njóta ým- issa menningarviðburða, m.a er á sunnudeginum stór jólaskrúð- ganga með um 40 þús. þátttak- endum þar sem jólasveinar ganga um miðbæinn í fylgd skreyttra vagna og þar verður jólamarkaður. Þá verður mikill handverksmark- aður með handverksfólki af Ný- fundnalandi og Labrador. Um þessa helgi eða 21.–24. nóvember stendur yfir sjávarútvegssýningin Marine 2002 sem er sú stærsta á Atlantshafsströnd Kanada, en þar sýna fyrirtæki alls staðar að frá Bandaríkjunum og Kanada. Boðið verður upp á skoðunarferðir um borgina og utan hennar undir leið- sögn heimamanns og með ís- lenskri túlkun. Fararstjórar Vest- fjarðaleiðar verða farþegum til aðstoðar og leiðsagnar í ferðinni England Menningarferð til Manchester Ferðaskrifstofan ÍT ferðir í Laug- ardal býður upp á menningarferð í tengslum við beint flug fyrirtæk- isins með Atlanta til Manchester 29. nóvember til 1. desember nk. Bergþór Pálsson óperusöngvari mun leiða áhugasama í Óperuna föstudaginn 30. nóvember til að sjá hina kraftmiklu óperu Norma eftir Bellini. Fyrir sýningu verður Bergþór með kynningu á verkinu og undirbýr þátttakendur undir það sem í vændum er svo þeir njóti þess betur. Daginn eftir er óperan Aida eftir Verdi á fjölunum, en þá stendur fólki einnig til boða að sjá söng- leikinn The Beauty and the Beast. Á sunnudegi verður á dagskránni hádegisverður, „brunch“, með Bergþóri, en innihald sam- komunnar og fyrirkomulag verður ekki kynnt fyrr en stuttu fyrir ferð. Manchester hefur upp á miklu meira að bjóða en bara knattspyrnu og í þessari ferð er leitast við að uppfylla þarfir sem flestra þannig að ferðin standi undir nafni sem menningar-, skemmti- og verslunarferð. TUI og TerraNova-Sól með ferðir um allan heim TerraNova-Sól býður nú í sam- starfi við TUI, stærstu ferðaskrif- stofu í heimi, upp á ferðalög til ótal áfangastaða. Flogið er héðan til Frankfurt með Flugleiðum og síðan áfram með TUI. Í boði eru ferðir til ýmissa staða í Asíu, Afríku, Suður-Ameríku, Ástr- alíu og ferðir í Karíbahafi eru sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Terr- aNova-Sól á á hagstæðu verði. Þar kemur fram að tólf daga ferð til Máritíus í Indlandshafi kostar frá 136.400 krónum þegar gist er í tvíbýlli og 14 nátta ferð til Tælands kostar frá 129.400 krónum í tví- býli. Sé áfangastaðurinn Balí kost- ar 12 daga ferð þangað í tvíbýli frá 134.900 krónum. TerraNova-Sól er umboðsaðili TUI á Íslandi og er ferðaskrifstofan beinlínutengd við bókunarmiðstöð TUI í Hannover í Þýskalandi. Starfsmenn TUI taka alltaf á móti farþegum TerraNova-Sól erlendis.  TerraNova-Sól Stangarhyl 3a Sími: 5919000 Fax: 5919001 Veffang: www.terranova.is Netfang: info@terranova.is  Allar nánari upplýsingar eru veittar á ferðaskrifstofu Vest- fjarðaleiðar sem er að flytja í nýtt húsnæði Hópferða- miðstöðvarinnar að Hesthálsi 10, 110 Reykjavík. Símar: 5629950 og 587 6000. Fax. 562 9912. Netfang: info@vesttravel.is Heimasíða: www.vesttravel.is  Frekari upplýsingar um ferð- ina til Manchester eru á vefsíðu ÍT ferða, www.ittravel.is og á skrifstofunni í Laugardalnum, sími 588 9900. Umsóknir í sjóði RANNÍS Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is Umsóknir í TÆKNISJÓÐ OG VÍSINDASJÓÐ RANNÍS Umsóknarfrestur um almenna styrki Tæknisjóðs og Vísindasjóðs RANNÍS er 1. nóvember nk. Auglýst er eftir umsóknum um verkefnisstyrki Tæknisjóðs og verkefnis- og rannsóknarstyrki Vísindasjóðs. Vakin er athygli á því að nýir öndvegisstyrkir Vísindasjóðs verða ekki auglýstir í haust. Minnt er á að verkefnisstyrkir Vísindasjóðs eru ýmist 1 m. kr. eða 1,5 m. kr. á ári og rannsóknarstöðustyrkur verður 2,5 m. kr. árið 2003. Umsóknarferlið hjá Vísindasjóði og Tæknisjóði verður með sambærilegum hætti og undanfarin ár. Ítarlegri upplýsingar og umsóknareyðublöð fyrir Tæknisjóð og Vísindasjóð er að finna á heimasíðu RANNÍS, www. rannis.is, og á skrifstofu Rannsóknarráðs, Laugavegi 13, 4. hæð. CREEDENCE CLEARWATER REVIVAL The Very Best Of - 2 diskar á verði eins. Klassik Cúbu tónlist blús o.fl. Einnig hágæða hljómtæki. 2 fyrir 2.200 kr. af völdum titlum í tilefni jazzhátíðar Jazz í miklu úrvali Heimasíða http://www.simnet.is/rafgrein/ Opið mánudaga-föstudaga kl. 16-18, laugardag kl. 12-15 og sunnudag kl. 12-15. Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval af nýjum vörum Erum að taka upp samkvæmisfatnað ÚTSÖLUMARKAÐUR Hefst á morgun kl. 12.00 í Síðumúla 35. Ótrúlegt verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.