Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAUÐÁ kemur úr lónum við rönd Brúarjökuls og getur verið all- mikið vatnsfall. Nú fellur mikið af vatninu í Kring- ilsá, en fyrir um 20 árum var Sauðá mun vatns- meiri, að því er fram kemur í grein Helga Hall- grímssonar um Gljúfrin miklu og Kárahnjúka (Glettingur, 11. árg. 2.–3. tbl. 2001). Á sumrin er Sauðá oft blönduð jökulvatni og því gráhvít að lit. Hluti Sauðár og Sauðárdals mun fara undir Hálslón verði af Kárahnjúkavirkjun. Ætlunin er að byggja um 1.200 m langa og 25 m háa stíflu á mörkum Sauðarárdals og Laugavalladals, um 900 m langa og 60 m háa stíflu í Desjarárdalsdrögum auk hinnar risavöxnu stíflu í gljúfri Jökulsár á Dal við Fremri-Kárahnjúk sem verð- ur allt að 190 m há og 800 m löng. Sauðá steypist fram í Jökulsá á Brú/ Dal (Jöklu) innan við Sandskeið og Sauðárgíga. Nokkru ofar fellur Sauðá í klettagili sem endar í Sauðárfossi, um 15–20 metra háum. Ofan og neðan við fossinn hafa verið kláfstæði. Á leið sinni til Jöklu myndar áin nær samfelldar flúðir og rennur í grunnum en breiðum farvegi um 70 metra fall. Þegar áin er vatnsmikil þykja þessar flúðir mjög mik- ilfenglegar. Ekki er ólíklegt að áin dragi nafn af þeim sjóðandi streng. Gilið og flúðirnar bjóða upp á síbreytilegt sjónarspil og mikla fjölbreytni. Sauðárfoss mun verða sýnilegur fyrrihluta sumars en hverfa síðan undir yfirborð lónsins er það fyllist. Við gilið utanvert eru skellur af ósamfelldu ljósu hvera- hrúðri, sem eru merki um jarðhita. Í umsögn Náttúruverndar ríkisins til Skipulagsstofnunar segir að jarð- hitasvæðið við Sauðárfoss sé „eitt af fáum kulnuðum lághitasvæðum á landinu með hverahrúðurbreiðum sem bera vott um hærri hita og meiri virkni á fyrri tíð.“ Sauðárfoss. Í fjarska sést í Fremri Kárahnjúk. Horft niður Sauðárgljúfur í átt til Sandfells t.v. Landslag við Sauðá er mjög fjölbreytt. Fremri Kárahnjúkur er fyrir miðri mynd og Sandfell til hægri. Eyrarrós við Sauðá. Horft út Sauðárdal en hluti hans fer undir Hálslón. Í fjarska t.v. eru Hvannstóðsfjöll, Kárahnjúkarnir t.h. og Lambafell á milli. Neðan við Sauðárfoss. Sauðá fellur um gljúfur og flúðir þar s                                                               !   "#            Landið sem hverfur II Sauðá Sauðá og Sauðárdalur hverfa að hluta undir Hálslón verði Kárahnjúkavirkjun að veruleika. Ragnar Axelsson lagði land undir fót og tók myndir af landi sem hverfur. rax@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.