Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 14

Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 14
Audi A4 Fjórhjóladrifinn lúxusbíll upp- fullur af tækni og öryggisbúnaði. ROFAÐ hefur til í sölu á nýjum fólksbílum ef marka má nýj- ustu sölutölur frá Skráningarstofunni. Þar kemur fram að 11,3% söluaukning varð í september miðað við sama mánuð í fyrra en samdrátturinn fyrstu níu mánuði ársins er 9%. Þegar einstakar undirgerðir eru skoðaðar kemur í ljós að í september er Toyota RAV4 söluhæsti bíllinn. Alls seldust 38 slíkir bílar en í öðru sæti er Volkswagen Golf með 33 selda bíla. Í næstu þremur sætum eru Toyota Yaris, 29 bílar, Subaru Leg- acy, 23 bílar, og Toyota Corolla, 20 bílar. 11,3% meiri sala í september en á sama tíma í fyrra FRANSKIR bílahönnuðir standa framarlega þessa dagana og sýndu mátt sinn og megin á bílasýningunni í París sem nú stendur yfir. Mikla athygli vakti lítill borg- arbíll frá Peugeot sem heitir Sésame. Hann er 3,70 m á lengd og er fyrsti bíllinn af þessari gerð sem státar af tveimur rafstýrðum renni- hurðum sem opna upp á gátt hliðar bílsins. Bíllinn er eitt rými með fjórum sætum með góðu aðgengi. Að utan eru ýmis útlitseinkenni sem minna á jeppa, eins og vara- hjól á afturhleranum og svo er bíllinn á 17 tomma felgum. Að innan er hann klæddur leðri og gulu alcantara og skreyttur með áli. Peugeot hefur einmitt orð á sér fyrir að smíða hug- myndabíla sem menn telja næsta víst að verði fram- leiddir og það gæti eins vel átt við Sésame, eða hug- myndabíla sem eru fjarri veruleikanum og enginn trúir að eigi framtíð fyrir sér. Það á við um slökkvibílinn sem vakti jafnt kátínu og ánægju á sýningunni. Bíllinn kallast H2O sem auðvitað er efna- fræðitáknið fyrir vatn. Bíllinn er frumlegur í laginu og eld- rauður og með krómi eins og slökkvibílar í New York. Bíll- inn er með efnarafala sem leiðir saman vetni og súrefni svo úr verður raforka. Citroën sýndi líka laglegan fjölnotabíl sem heitir C- Airdream. Tæknin er nýstár- leg í bílnum þar sem allt er rafstýrt, t.a.m. stýri, elds- neytisinngjöf og hemlar og þykir bíllinn til marks um hvernig Citroën sér fyrir sportlegan, hátæknivæddan bíl í efri verðflokkum eftir svo sem einn áratug. Pluriel er hins vegar lengra á veg kominn, enda smíðaður á sama grunni og smábíllinn C3. Pluriel er fjórir bílar í einum. Í fyrsta lagi þrennra dyra hlaðbakur með sætum fyrir fjóra, í öðru lagi opinn blæjubíll með því að renna tauþakinu aftur með rafstýr- ingu, í þriðja lagi er hægt að fella blæjuna og bakhlutann niður í farangursrýmið og í fjórða lagi fella niður aft- ursæti og afturhlera og er þá bíllinn orðinn að litlum skutbíl. Þeir hjá Citroën eru sannfærðir um ágæti og frumleika Pluriel og undirbúa nú framleiðslu á 72 þúsund bílum á áir og á framleiðslan að hefjast næsta vor. Citroen C-Airdream-hugmyndabíllinn. Peugeot-slökkvibíll með efnarafala. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Rautt lakk og króm og óvenjulegt lag. Frönsk hönnun og nýjungar Með varadekkshlíf á afturhleranum. Sésame er fyrsti bíllinn með rennihurðir í sínum stærðarflokki. Pluriel er óvenjulegur, líka að innan.  MAYBACH-lúxusbíllinn var afhjúpaður á bílasýn- ingunni í París. Nú hefur fyrirtækið tilkynnt að eig- andi fyrsta bílsins sem kemur af framleiðslulínunni verði frú Maybach. DaimlerChrysler, eigandi May- bach-merkisins, ætlar að selja fyrsta bílinn til 78 ára dóttur stofnanda Maybach. Hún heitir Irmgard Schmid-Maybach og býr í San Francisco. Líklegt er þó að bíllinn verði áfram í Evrópu þar sem hún er löngum stundum. Frú Maybach fær fyrsta bílinn  FÓLKSBÍLAR frá Japan eru algengastir hér á landi. Í árslok 2001 voru flestir skráðir fólksbílar á Íslandi af Toyota-gerð, alls 28.169 bílar. Næstmest var skráð af Mitsubishi, 12.022, Nissan, 12.984, VW, 10.944, Subaru, 10.663, Ford, 7.010, Opel, 5.153, Hyundai, 5.085 og Daihatsu, 4.970. Aðeins 20 bílategundir af 56, sem til- greindar eru með skráða bíla í árslok 2001 á vef Skráningarstof- unnar, eru skráðar í yfir 2.000 eintökum. Skráðir fólksbílar í árslok 2001 voru 159.865, samkvæmt tölum Skráningarstofunnar. Japanskir bílar algengastir hérlendis                ! "  # $  % &   '                                                                        ()*++ ,-* +.- /01 /0+ /0/ /-( /+- (01 (02 (-2 (*. (12 ((1 (21 */(        Samkvæmt lögum er skylda að nota handfrjálsan búnað ef talað er í farsímann við akstur. Mundu 1. nóvember! Handfrjáls búnaður í bíla fyrir flestar gerðir GSM-síma. Ísetning á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.