Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 16
16 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bílar AUDI A6 er lúxusbíll, uppfullur af nytsamlegum tækni- og öryggisbún- aði og afar þægilegur í notkun. Audi hefur verið að endurnýja vélarlínuna í A6. Grunngerðin er með 2ja lítra, 130 hestafla vél. 1,8 T-vélin er óbreytt, 150 hestöfl en 2,4 l V6-vélin, sem var 165 hestöfl er komin upp í 170 hestöfl. Aflmestu vélarnar eru 2,7 T, 250 hestöfl og 4,2 l V8-vélin 300 hestöfl. Í Quattro-útfærslunni (fjórhjóladrif Audi) er hann nú boð- inn með 3ja lítra, 220 hestafla vél og bíllinn var prófaður í þeirri gerð á dögunum. Þessi vél, sem fyrst var kynnt í A4 Quattro árið 2000, leysir af hólmi 2,8 lítra, 193 hestafla vélina. Létt vél smíðuð úr áli Vélin, sem er smíðuð úr áli, er 17 kg léttari, en 2,8 l vélin. Auk þess eru hjólaupphengjur úr áli og þetta ásamt aflmikilli vélinni gerir að verkum að bíllinn hefur góða milli- hröðun þrátt fyrir ennþá talsverða þyngd sem stafar frá margvíslegum búnaði. Hröðunin úr kyrrstöðu í 100 km hraða er engu að síður uppgefin 8,9 sekúndur, en allt gerist þetta án áreynslu að því er virðist; vélin er þýðgeng og hljóðlát og hljóðeinangr- un inni í bílnum á við það besta. Þetta er bíll sem býður upp á þæg- indi og afl í akstri miklu fremur en sportlega takta. Með Tiptronic-skiptingu Í Quattro-gerðinni er bíllinn búinn Tiptronic-sjálfskiptingu en án fjór- hjóladrifsins er hann einnig fáanleg- ur með hinni skemmtilegu Multi- tronic-reimskiptingu, sem er alveg þreplaus og gefur jafna vinnslu og hröðun. Tiptronic-skiptingin býður hins vegar upp á að bílnum sé ekið eins og með venjulegri fimm þrepa sjálfskiptingu en síðan hefur öku- maður einnig val um að handskipta bílnum án kúplingar, sem getur boð- ið upp á sportlegri akstur. Quattro- gerðin er með sítengdu fjórhjóla- drifi. Undirvagnar Audi eru rómaðir fyrir mikið veggrip og góða fjöðrun en Quattro-gerðin slær flestu við því auk þess að liggja sem límdur við malbikið er hann afar rásviss á lausri möl. Bíllinn er með Torsen- mismunadrifi sem gerir hann afar meðfærilegan í borgarakstri þrátt fyrir fjórhjóladrifið og auk þess er staðalbúnaður ESP-skrikvörn ásamt spólvörn og hleðslujafnara. Bíllinn heldur því ávallt sömu veg- hæð óháð hleðslu. Sjálfstæð fjöðr- unin étur í sig ójöfnur og er traust- vekjandi einnig á malarvegum. Ríflegur staðalbúnaður Aðalsmerki góðra, þýskra hrað- brautarbíla, eins og Audi A6 er dæmi um, er ekki síst hemlabúnað- urinn. Hemlarnir eru afar aflmiklir, kældir diskar að framan og aftan, og hemlunin er nákvæm. Nýjasta kyn- slóð ABS-búnaðar er í bílnum og hemlunin er tiltölulega laus við púls upp í fótinn þótt harkalega sé stigið á bremsur. Staðalbúnaður í Audi A6 Quattro er ríflegur. Prófunarbíllinn var að auki með leðurinnréttingu sem kostar aukalega 270.000 kr. Frágangur er allur hinn vandaðasti og auk góðrar aksturstölvu var bíll- inn með tölvustýrðri loftkælingu, hljómtækjum með átta hátölurum, tvívirkri sóllúgu, skriðstilli, hita í framsætum og rafstýringu í öku- mannssæti svo eitthvað sé nefnt. Aukabúnaður er svokallað „multi- functional“ leðurstýri sem er upp- hitað og með stýringu fyrir hljóm- tæki. Keppinautarnir Audi A6 Quattro er bíll í lúxus- flokki og keppir þar við aðra þýska, þ.e. Mercedes-Benz E 320 og BMW 530 og Lexus GS300 frá Japan. Sá síðastnefndi er sýnu ódýrastur án þess að sérstakt tillit sé tekið til bún- aðar, sem menn verða sjálfir að leggja mat á. Lexus er með 3ja lítra V6-vél sem skilar 219 hestöflum og kostar í ódýrustu útfærslu en þó sjálfskiptur 4.700.000 kr. Bensinn kostar með 3,2 lítra, 224 hestafla vél 6.350.000 kr. með sjálfskiptingu og BMW 530, sem er 231 hestafl, kostar sjálfskiptur 5.600.000 kr. Enginn þessara bíla er með fjórhjóladrifi eins og Audi A6 Quattro en grunn- verðið á honum er 5.350.000 kr. Tvö útblástursrör setja sportlegan svip á afturhlutann. Þriggja lítra vélin skilar að hámarki 220 hestöflum. Farangursrýmið er umtalsvert minna í Quattro-gerðinni en framhjóladrifs- gerðinni. Gott er að lesa á mæla og aksturstölva er staðalbúnaður. Morgunblaðið/Þorkell Audi A6 er 4,83 m á lengd og hefur aflíðandi línur. Fjórhjóladrifinn lúxusbíll REYNSLUAKSTUR Audi A6 Guðjón Guðmundsson Vél: Sex strokkar, 2.976 rúmsentimetrar, 30 ventlar, tveir yfirliggjandi knastásar. Afl: 220 hestöfl við 6.300 snúninga á mínútu. Tog: 300 Nm við 3.200 snúninga á mínútu. Drif: Sítengt fjórhjóladrif. Gírkassi: Tiptronic- sjálfskipting með handskiptivali. Lengd: 4.833 mm. Breidd: 1.850 mm. Hæð: 1.453 mm. Eigin þyngd: 1.520 kg. Farangursrými: 434 kg. Hemlar: Diskar, kældir að framan, ABS og EBD. Hröðun: 8,7 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 237 km/klst. Verð: 5.350.000 kr. Umboð: Hekla hf. Audi A6 3.0 Quattro gugu@mbl.is Mælaborðið er einfalt og stílhreint.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.