Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 20
DANSKI leikstjórinn Bille August (Zappa, Pelle sig- urvegari), sem undanfarin ár hefur mest unnið í alþjóðlegri kvikmyndagerð með afar mis- jöfnum árangri (Hús andanna, Vesalingarnir, Lesið í snjóinn) en vann nýjan sigur þegar hann sneri heim til Danmerkur og gerði Söng fyrir Martin, er nú að hefja tökur á fyrstu eig- inlegu Hollywood-mynd sinni. Hún er sögð krimmi í anda LA Confidential og verður fróðlegt að sjá hvernig tökum hinn mildi og mjúki August nær á harðsoðnara kvikmyndaformi. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu heitir myndin Without App- arent Motive en nú hefur vanur lögguleikari, Rich- ard Gere, verið ráðinn í hlutverk rannsóknarlög- reglumanns sem leitar morðingja þriggja kunnra kaupsýslumanna í Los Angeles. Handritið skrifar Eric Blakeley. Þegar Without Apparent Motive er lokið snýr August aftur heim til að leikstýra mynd sem heitir Lysets engle eða Englar ljóssins. Gere gerist spæjari Richard Gere: Lögga á ný. KVENHETJAN úr tölvu- leikjahasarnum um Löru Croft er aftur komin á kreik fyrir hvíta tjaldið og eru tökur hafn- ar á framhaldsmyndinni í Gríska eyjahafinu. Angelina Jolie hristir af sér nýlegar einkalífshremmingar og þykist vera ofurhetja í nýju myndinni sem heitir hvorki meira né minna en Lara Croft and the Cradle of Life: Tomb Raider 2. Leikstjórinn að þessu sinni er Hollendingurinn Jan De Bont, sem á að baki smellinn Speed og skellina Twister, Speed 2 og The Haunting. Meðal annarra leikara verða Noah Taylor, Christopher Barrie, Gerard Butler og Ciaran Hinds. Hagnaður af fyrri mynd- inni var tæplega 700 milljónir dollara. Lara Croft í lífsvöggunni Angelina Jolie sem Lara Croft: Meira af því sama. ÞÝSKI leikstjórinn Wolfgang Petersen er nú að undirbúa gerð mikillar epískrar stríðs- myndar sem heita mun Troy eða Troja og er byggð á Ill- íonskviðu eftir Hómer. Tökur hefjast svo í vor og verða í aðalhlutverkum Brad Pitt, sem leikur Akkíles, og Eric Bana, sem leikur trójanska prinsinn Hektor, svarinn and- stæðing Akkílesar. Bana fer með titilhlutverkið í vænt- anlegu hasarblaðsævintýri Angs Lee um Hulk hinn ógurlega. Pitt og Bana leika Hómer Brad Pitt: Akkíles með erfiðan hæl. GANGS of New York, sem vænt- anleg er í bíó- húsin, er stjörn- um prýdd spennumynd frá hinum margverð- launaða meistara Martin Scorsese. Í helstu hlutverkum eru: Leonardo DiCaprio (Titanic), Rog- er Ashton-Griffiths (A Knight’s Tale, Jude), Liam Neeson (Schindler’s List, Darkman), Cameron Diaz (Charlie’s Angels, The Mask), Daniel Day-Lewis (In the Name of the Father, My Left Foot), Brendan Gleeson (A.I., The Tai- lor of Panama), John C. Reilly (Boogie Nights, Magnolia), Liam Carney (The Boxer, Braveheart) og Jim Broadbent (Moulin Rouge, Bridget Jones’s Diary). Handrit skrifaði Jay Cocks upp úr bók Herberts Asburys. Myndin gerist á miklum ófriðartíma í New York á árunum 1846 til 1863 og fjallar um klíkustríð milli ítalskra inn- flytjenda og Norður-Evrópubúanna sem þar búa fyrir. Ungur glæpamaður, Amsterdam (Leonardo DiCaprio), reynir að setja á fót klíku til að hefna dauða föður síns og koma á friði. Klíkustríð í NY Gangs Of New York: Di Caprio, Scorsese og Diaz. ÞAÐ er enginn annar en meist- ari Al Pacino sem fer með að- alhlutverkið í nýjustu mynd nýsjálenska undrabarnsins Andrews Niccols sem væntanleg er í íslensku bíóhúsin og ber titilinn Simone. Í öðrum helstu hlutverkum eru Catherine Keener (8MM, Being John Malkovich), ný- stirnið Evan Rachel Wood (Digging to China, Practical Magic), Pruitt Taylor Vince (Nurse Betty, The Cell), Jay Mohr (200 Cigarettes, Pay It Forward), Tony Crane (Wishmaster), Jason Schwartzman (Rushmore) og Winona Ryder (Reality Bites, Girl, Interrupted). Myndin fjallar um kvik- myndaframleiðanda nokkurn sem verður fyrir því áfalli að aðalkven- stjarna myndarinnar sem hann vinn- ur að ákveður að yfirgefa verkefnið. Hann tekur því til bragðs að leysa hana af með leikkonu, sem er staf- rænn tilbúningur, en hún verður það heitasta á markaðnum án þess að nokkur viti að hún er tilbúningur einn. Deyr ekki ráðalaus Simone: Al Pacino skapar leikkonu. ÞAÐ ER ekkert ömurlegra og meira svekkjandi en að sjá spennandi og ófyrirsjáanlega mynd hafandi vitn- eskju um aðalfléttuna, hvað þetta óvænta er sem allir eru að tala um, að vita hver gerði það ... nú auðvitað presturinn, hefði sami félagi minn allt eins getað sagt. – Takk fyrir. Margt er hægt að gera til að koma í veg fyrir að svo fari, t.d. að drulla sér á viðkomandi mynd nógu fljótlega eftir að sýningar á henni hefjast, í tæka tíð áður en allir allt í kringum mann eru farnir að gaspra um hana, kjafta frá öllu og slengja fram misvís- um og mengandi kenningum. Annað ráð er að mæta í bíó svona 20 mín- útum eftir auglýsta sýningartíma og losna þannig við sýnishornin, enn annað er að lesa ekki gagnrýni og aðra fjölmiðlaumfjöllun fyrr en mað- ur sér myndina og svo náttúrlega að láta gjörsamlega af þeim ósið að lesa aftan á myndbandakápuna. Full róttækar aðgerðir? Ekki ald- eilis. Til þess að fyrirbyggja það að mað- ur viti að Bruce Willis sé dauður í The Sixth Sense – varaði ykkur við að hér yrðu uppljóstranir – og Jaye Davidson karl í The Crying Game (Ósk- arsakademían skemmdi reyndar þá mynd), þá verður maður að grípa til þess ráðs að sniðganga alla umfjöllun og allt umtal. En stundum og nær oft- ast er það bara hreint ekki svo einfalt. Og í raun á að vera hægt að sjá sýn- ishorn úr væntanlegum myndum og heyra eða lesa um þær dóma án þess að þær séu skemmdar fyrir manni. Tökum sýnishornin sem dæmi. Allt of algengt er að framleiðendur standist ekki mátið og sýni úr loka- uppgjöri, atriði sem maður hefur hugfast þegar horft er á myndina og maður veit að á eftir að koma. Hér er líka alveg lamað þegar óvæntar per- sónur í myndinni eru sýndar í sýn- ishorni eða jafnvel slegið upp á kred- itlista. Til fyrirmyndar var t.d. þegar nafn Kevins Spacey kom hvergi við sögu í kynningu á Seven. Ýtti sannarlega undir dulúðina bak við fjöldamorð- ingjann sem svo lengi var ósýnilegur – uppljóstrun! Annar angi á lélegum sýnishornum er þegar öll fyndnu at- riðin eru sýnd í gamanmyndum. Hreint hræðilega hvimleiður ávani sem eingöngu gefur til kynna minni- máttarkennd framleiðenda og óör- yggi með þá vöru sem þeir hafa undir höndum. Textinn aftan á myndbandakápum á ýmist til að vera allt of upplýsandi um efni myndarinnar eða beinlínis gefa villandi mynd af því, væntanlega í viðleitni framleiðandans til þess að viðkomandi mynd virki girnilegri, áhugaverðari, seljanlegri. Eitt nýlegt dæmi um mynd sem þarfnaðist engra misvísana til að verða girnileg er hin mjög svo athyglisverða The Believer, sem frumsýnd var á myndbandi fyrir skömmu. Efnislýsing á þeirri mynd er svo röng, svo misvísandi að ég lét hana trufla mig hálfa mynd, því ég var alltaf að bíða eftir því að fram- vindan þróaðist í þá átt sem var lýst á kápunni. Hvað ég sá eftir að hafa les- ið þetta rugl, því án þess hefði ég not- ið myndarinnar miklu betur. En meginkveikjan að þessum vangaveltum um uppljóstranir er ein og ákveðin. Um er að ræða umsögn íslensks gagnrýnanda, hins annars vandvirka og kjarnyrta Ólafs Torfason- ar, sem segir reglulega skoðanir sínar á kvikmyndum íslensku bíóhúsanna í dægurmálaútvarpi Rásar 2. Tekið skal fram að um einangrað tilvik er að ræða, umsögn sem hann flutti um myndina Signs ekki alls fyrir löngu. Ég var einn af fjölmörgum sem var bara býsna spenntur fyrir myndinni, enda hrifist af fyrri myndum M. Night Shyamalan. Ein aðalástæðan fyrir áhuganum var sú að ég hafði ekki hugmynd um við hverju ég ætti að búast, vissi að myndin væri um ein- hver tákn á ökrum en ekkert meira, hafði ekki hugmynd um hvort myndin velti upp spurningum hvort þau væru blöff, verk hinna framliðnu eða jafn- vel gesta úr geimnum. Og í því fólst spenningur minn fyrir myndinni. En Ólafur gerði hann að engu í umsögn sinni er hann ljóstraði því upp kinn- roðalaust og í lærðri útskýringu á þessum fyrirbærum að þessir „litlu grænu karlar“ utan úr geimnum, „leiðindageimverur“, geri árás og séu ábyrgir fyrir táknunum. Þá veit mað- ur það, takk fyrir. Ekki nóg með að þar hafi því verið ljóstrað upp hvernig á táknunum stóð heldur þurfti einnig að fara ofan í saumana á því hvernig geimverurnar litu út! – Takk fyrir. Er ekki a.m.k. hægt að fara að ráði margra erlendra tímarita sem farin eru að vara við uppljóstrunum í greinum og dómum. Takk fyrir, hugsaði ég og er ekki enn búinn að sjá Signs. Og presturinn gerði það The Crying Game: Vissirðu að hún er hann. Úúppss!! Uppljóstrun! HVER er Keyser Soze? Árið 1995 var þetta einhver stærsta og jafnframt skemmtilegasta spurningin sem brann á vörum kvikmyndaunnenda. Og ég var einn af þeim sem brenndu sig laglega á því að fara of seint á The Usual Suspects. „Strákar, mögnuð þessi mynd,“ sagði einn félaginn er við vorum staddir í sjoppunni á Laugarvatni, á leið í bústað. Og ég fékk hnút í magann. „Ekki...!!!“ Of seinn. „Kom ferlega á óvart að Kevin Spacey skuli hafa verið Keyser Soze.“ Ég fórnaði höndum. Fór stuttu síðar á myndina í Bíóhöllinni og hafði hreint ekkert gaman af, vissi plott- ið, vissi hver Soze var. Fjandinn! SJÓNARHORN Skarphéðinn Guðmundsson EINUM stærsta smelli norrænnar kvikmyndagerðar, norsku mynd- inni Elling, verður nú fylgt eftir með óhjákvæmilegri framhalds- mynd, sem þó er ekki eiginlegt framhald heldur gerist áður en Ell- ing hefst. Nýja myndin byggist einkum á fyrstu tveimur bókum rithöfundarins Ingvars Arnbjörn- sen um þessa kostulegu og skemmtilegu söguhetju, hinn þroskahefta Elling, en fyrri mynd- in var reist á þeirri þriðju, Brödre i blodet eða Blóðbræður. Sami handritshöfundur, Axel Hellstenius, vinnur handritið upp úr sögunum Utsikt til paradís eða Útsýni til paradísar og Fugledan- sen eða Fugladansinn, og gerist myndin á meðan Elling er enn bú- settur heima hjá móður sinni sem er alvarlega veik og fylgir þeim svo eftir í ferðalag til Spánar. Per Christian Ellefsen mun fara áfram með hlutverk Ellings, en leikstjóri fyrri myndarinnar, Peter Næss, sem einnig stýrði leiksviðsupp- færslu sögunnar, mun ekki leik- stýra á ný þar eð hann er sagður upptekinn við annað verkefni fyrir framleiðslufélag Ellings, Maipo. Nýja myndin, sem mun heita Mors Elling eða Elling mömmustrákur, verður því gerð undir stjórn Evu Isaksen, sem þekktust er fyrir myndir eins og Döden pä Oslo S og Cellofan. Hún hefur ekki gert bíómynd í fjögur ár en mest starf- að við sjónvarp. Elling sló öll aðsóknarmet í Noregi á sínum tíma með um 800 þúsund gesti og hefur verið seld til 18 landa, þ.á m. Bandaríkjanna, en eins og fram hefur komið hyggst fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar endurgera hana með Kevin Spac- ey í titilhlutverkinu. Nú síðast sáu hana 400 þúsund Þjóðverjar, en myndin gekk einnig mjög vel á Ís- landi. Verið er að ráða í hlutverk nýju myndarinnar, sem kosta mun sem nemur 2 milljónum dollara, og tök- ur fara fram í Noregi og á Spáni snemma á næsta ári. Stjórnandi Maipo, Dag Alveberg, segir að enn sé þá eftir fjórða bók Asbjörn- sens um Elling, Elsk meg i mor- gen eða Elskaðu mig á morgun, og verði hún kvikmynduð á eftir þess- ari. Þegar Elling var mömmustrákur Elling: Per Christian Ellefsen fór á kostum í titilhlutverkinu. EKKI er danska kvikmynda- fyrirtækið Zentropa af baki dottið í framleiðslu dogma- mynda, enda gekk sú síðasta, En kærlighedshistorie eða Ástarsaga eftir Ole Christian Madsen, afar vel, hreppti lang- flest dönsku kvikmyndaverð- launanna fyrr á árinu og þrenn af sjö verðlaunum á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Viareg- gio á Ítalíu nýlega. Zentropa þeirra Lars von Triers og Pet- ers Aalbæk Jensen er því nú að hefja gerð enn einnar dogmamyndar og er höfundur hennar Annette K. Olesen, sem sló rækilega í gegn með frumraun sinni, Små ulykker eða Smáóhöpp. Dogmamynd Olesens mun heita Forbrydelser eða Glæpir og er lítið annað vitað um hana en að 15 leikkonur og þrír karlleikarar verða þar í hlutverkum. Handritshöfund- urinn Kim Fupz Aakeson, sem einnig samdi Små ulykker, mun leggja myndinni til grunnsöguþráð en, rétt eins og í frumrauninni, mun Olesen beita þeirri aðferð breska leik- stjórans Mikes Leigh að þróa persónusköpun í samvinnu við leikhópinn, sem í upphafi hefur enga hugmynd um hlutverkin. Dogmaleikarar í óvissum glæpum Martröð hins andvaka rannsóknarlögreglumanns Insomnia, nýr spennu- tryllir Christophers Nolans, frumsýndur hérlendis um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.